Fréttablaðið - 21.11.2015, Síða 36

Fréttablaðið - 21.11.2015, Síða 36
SértrúarSöfnuður l hefur búið til sína eigin útgáfu af strangtrúarhugmyndum hins sádiarabíska wahabisma, sem hefur lengi verið eitt öfgakenndasta afbrigði íslamstrúar. andSpyrnuhreyfing l höfðar ekki síst til örvæntingarfullra ungra múslima sem vilja ólmir berjast gegn afskiptum og ofríki Vesturlanda í Mið-Austurlöndum hryðjuverkaSamtök l vilja með illverkum ögra Vestur- löndum til allsherjarstríðs gegn sér, í þeirri trú að úrslitaorrusta milli tveggja menningarheima sé í nánd. hernámSlið l hefur frá því snemma árs 2014 lagt undir sig stór svæði með milljónum íbúa, fyrst á svæðum súnní-múslima í Írak (með nokkrum stuðningi heima- manna) og síðan í norðaustan- verðu Sýrlandi (í algerri óþökk flestra heimamanna). ÓgnarStjÓrn l hikar ekki við að drepa, lim- lesta eða hneppa í þrældóm hvern þann íbúa hinna herteknu svæða, sem ekki vill gangast undir hina öfgakenndu hug- myndafræði. Fáeinum vikum eftir árásir hryðjuverkamanna á Bandaríkin haustið 2001 hófust árásir Banda-ríkjahers á Afganistan, þar sem Al Kaída-sam- tökin höfðu hreiðrað um sig í skjóli talibanastjórnarinnar. „Styrjöld okkar gegn hryðjuverka- mönnum byrjar með Al Kaída, en henni lýkur ekki þar. Henni lýkur ekki fyrr en hver einasti hryðjuverkahópur á heimsvísu hefur verið leitaður uppi, stöðvaður og sigur unnist á honum,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í ávarpi sínu þann 20. september árið 2001, þegar hann lýsti yfir stríði sínu, rétt eins og FranÇois Hollande Frakk- landsforseti gerir nú. Ríflega ári eftir upphaf innrásarinnar í Afganistan hófst innrásin í Írak, sem réttlætt var með því að stjórn Saddams Hussein lumaði á efnavopnum og væri meira að segja í nokkuð nánum tengslum við Al Kaída.  Auk þess sögðu Bandaríkjamenn ekki verra að steypa harðstjóranum og fá lýðræðisríki í staðinn. Það mundi valda straumhvörfum í Mið-Austur- löndum: „Lýðræði í Írak mun verða að veruleika, og sá árangur mun breiða út boðskapinn, allt frá Damaskus til Teheran, um að frelsið geti orðið fram- tíð hverrar þjóðar,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í nóvember árið 2003, aðeins átta mánuðum eftir upphaf átakanna í Írak. Innrásin í Írak hratt hins vegar af stað heiftúðugri borgarastyrjöld sem enn sér ekki fyrir endann á. Meðal þeirra hópa, sem þar spruttu upp, voru samtök herskárra íslamista sem nefndu sig um hríð „Al Kaída í Írak”. Framferði liðsmanna þeirra þótti svo gróft að leiðtogar Al Kaída, sem þá voru löngu komnir í felur, vildu ekki vera við riðnir þessi samtök og afneituðu öllum tengslum við þau. Þessi hópur skipti því árið 2013 um nafn, tók að kalla sig Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi og hefur síðan aukið umsvif sín harla hratt í báðum þessum löndum. Þetta grimmilegasta og öflugasta afsprengi hinnar herskáu íslamistahreyfingar er því bein afleið- ing af hernaðarbrölti Bandaríkjanna og annarra Vesturlanda í Mið-Austur- löndum. Þegar Bush Bandaríkjaforseti fór af stað í þessa vegferð, og fékk til þess dyggan stuðning frá leiðtogum á Vesturlöndum, ekki síst frá Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þá réðu hryðjuverkasveitir herskárra íslamista yfir nokkur þúsund manna liði. Nú er talið að allt að hundrað þúsund manns séu gengnir til liðs við Daish-samtökin og aðrar skyldar hreyfingar. Þá hefur bæði árásum hryðjuverka- manna og fórnarlömbum þeirra fjölgað hratt á síðustu árum. Upp úr aldamót- ✿ hernaðarafskipti í mið-austurlöndum og norðanverðri afríku Línuritið sýnir fjölda látinna af völdum hryðjuverka Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Olía eldinná Síðla árs 2001 hófu Bandaríkin hið langa stríð sitt gegn hryðjuverkamönnum. Hryðju- verkamenn eru þó fleiri nú og starfsemi þeirra öflugri en nokkru sinni. um voru árlega framin eitthvað á annað þúsund hryðjuverk í heiminum og þau kostuðu nokkur þúsund manns lífið, samkvæmt nýrri skýrslu frá alþjóð- legri rannsóknarstofnun sem nefnist Institute for Economics and Peace. Á síðasta ári voru hryðjuverkin orðin nærri 14 þúsund og fórnarlömb þeirra yfir 30 þúsund. Þetta eru nærri níu sinnum fleiri fórnarlömb en árið 2000. Og frá árinu 2011 hefur fjöldi látinna meira en þrefaldast. Flest hryðjuverkin, eða nærri sex- tíu prósent þeirra, eru framin í fimm löndum: Írak, Pakistan, Afganistan, Nígeríu og Sýrlandi. En í öðrum heims- hlutum fjölgaði þeim um 54 prósent á árinu 2013. Bandaríski herinn hefur að mestu verið kallaður heim frá bæði Afgan- istan og Írak. Fulltrúar Bandaríkjahers veita að vísu áfram hernaðarráðgjöf í báðum þessum löndum, en þátttöku í bardögum var hætt í Írak árið 2007 og í Afganistan í árslok 2014. Barack Obama Bandaríkjafor- seti  hefur hins vegar óspart notað dróna í áframhaldandi stríði sínu við hryðjuverkamenn. Enn er verið að varpa sprengjum úr drónum á meinta höfuðpaura hinna ýmsu hryðjuverka- samtaka í Afganistan, Pakistan, Jemen og Sómalíu. Samkvæmt fréttavefnum The Bureau Investigates var síðast gerð slík árás í Afganistan þann 14. nóvem- ber síðastliðinn. Drónaárásirnar hafa verið umdeild- ar, enda falla oft fleiri en þeir meintu höfuðpaurar sem þeim er beint að. Fjölskyldumeðlimir og annað saklaust fólk verður iðulega fyrir fjörtjóni. Nú fyrir nokkrum dögum skrifuðu fjórir fyrrverandi bandarískir hermenn bréf til Baracks Obama, þar sem þeir sögðu þessar sprengjuárásir úr mann- lausum flugvélum ala á andúð á Banda- ríkjunum. Þrír bréfritaranna hafa starfað við að stjórna drónum, úr öruggri fjarlægð á skrifstofu í Bandaríkjunum. Þeir skora á Obama að taka þessa hernaðarað- ferð til rækilegrar endurskoðunar. „Við áttuðum okkur á því að þeir saklausu borgarar sem við vorum að drepa hafi einungis kynt undir því hatri sem leitt hefur af sér hryðjuverk og hópa á borð við Íslamska ríkið,“ skrifa þeir. „Þessi ríkisstjórn og for- verar hennar hafa búið til drónakerfi sem er eitt helsta eyðileggingarafl og drifkraftur hryðjuverka og óstöðug- leika í heiminum.“ 7. oktÓber 2001 hófst innrás Bandaríkjahers í Afganistan, með stuðningi Breta. Fljótlega gengu fleiri lönd til liðs við innrásarher- inn undir merkjum Sam- einuðu þjóðanna. yfirlýst markmið Að uppræta hryðjuverkastarf- semi Al Kaída-samtakanna í Afganistan, og síðar helst einnig að koma talibönum frá völdum. yfirlýst tilefni Hryðju- verkaárásin á Bandaríkin 11. september, sem Al Kaída samtökin báru ábyrgð á. 19. marS 2003 hófst innrás í Írak. Bandaríkjaher var þar í forystu, en naut stuðnings frá Bretum, Spánverjum, Áströlum og Pólverjum. yfirlýst markmið: Að koma stjórn Saddams Hussein frá völdum og helst koma á lýð- ræði í landinu. yfirlýst tilefni: Ákafur grunur, sem þó reyndist tilhæfulaus með öllu, um að stjórn Sadd- ams væri með eiturefnavopn í fórum sínum. Þar á ofan töldu Bandaríkjamenn, einn- ig ranglega, að stjórn Saddams væri í tengslum við Al Kaída. 19. marS 2011 hófust loftárásir Bandaríkja- manna, Breta, Frakka og Kanadamanna á Líbíu. yfirlýst markmið: Að framfylgja ályktun öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna um flugbannsvæði yfir Líbíu. yfirlýst tilefni: Loftárásir stjórnarhers Moammars Gaddafí gegn uppreisnar- mönnum. frá miðju ári 2012 hafa Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar veitt sýrlenskum uppreisnarmönnum gegn stjórn Bashars al Assad for- seta hernaðaraðstoð. yfirlýst markmið: Að styrkja stöðu stjórnar- andstæðinga gegn stjórn Bashars al Assad forseta. yfirlýst tilefni: Ofbeldi og harka stjórnarhers og lögreglu gegn mótmælum stjórnarandstæðinga. 22. oktÓber 2014 hófust loftárásir Bandaríkjanna, Sádi-Arabíu og nokkurra fleiri arabalanda á bækistöðvar Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Bretar, Frakkar, Tyrkir og Ástr- alar hafa einnig tekið þátt í þessum hernaði. yfirlýst markmið: Að styðja við baráttu Kúrda og sýr- lenskra uppreisnarmanna gegn Daish-samtökunum. yfirlýst tilefni: Grimmdar- verk og síaukin umsvif víga- sveita Daish-samtakanna, sem höfðu lagt undir sig æ stærri svæði í Sýrlandi og Írak. 30. September 2015 hófust loftárásir Rússa á bækistöðvar uppreisnar- manna í Sýrlandi. yfirlýst markmið: Að styrkja stöðu Bashars al Assad Sýrlandsforseta og stjórnar hans gegn hryðjuverkasam- tökum og öðrum uppreisnarhópum. yfirlýst tilefni: Æ veikari staða stjórnar Assads gagnvart upp- reisnarmönnum og síaukin umsvif hryðju- verkasam- taka. 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 fjöldi látinna 9/11 Írakafganistan Sókn bandaríska hersins Sýrland grafík/garðar Íslamska ríkið (Daish-samtökin) Írak Nígería Afganistan, Pakistan og Sýrland Aðrir heimshlutar Barack Obama Bandaríkjaforseti fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2009, nýkominn í embætti. Hann kallaði landherinn heim frá afganistan og írak en hefur í staðinn lagt áherslu á loftárásir. fréttaBLaðið/EPa 2 1 . n Ó v e m b e r 2 0 1 5 l a u g a r d a g u r36 h e l g i n ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.