Fréttablaðið - 21.11.2015, Síða 82
Fólk|helgin
Ég hef teiknað frá því ég var smátittur að alast upp vestur á Kirkjubóli í Dýra-
firði. Ég varð snemma hrifinn af
teikningum Halldórs Péturssonar
af dýrum, bæjum og sveit, reyndi
að herma eftir honum þó ég hafi
aldrei komist nálægt honum
í gæðum,“ segir Bjarni. Hann
hefur frá unga aldri haft áhuga á
menningararfinum enda voru og
eru hans uppáhaldsviðfangsefni
gamlir bæir, landslag og skepnur,
sér í lagi hestar. „Það hafa sumir
sagt að ég sé fæddur 250 árum of
seint,“ segir hann glettinn.
hagnýtt áhugamál
Bjarni er að mestu sjálflærður þó
honum hafi nýst vel teiknitímar
í landbúnaðarháskólanum sem
hann sótti í Noregi. „Ég geri sára-
lítið af því að mála en hef notað
vatnsliti dálítið. Mestan part
hef ég notað blýant, túss og kol.
Svo eftir að ég komst í kynni við
Photo shop fyrir nokkrum árum
hef ég nýtt mér ýmsa tækni, sér í
lagi til að nota við kennslu,“ segir
Bjarni og áréttir að þetta áhuga-
mál hans sé fyrst og fremst hag-
nýtt. „Ég hef notað teikningarnar
í starfi mínu sem kennari í fjöru-
tíu ár. Það hefur verið gott að
geta brugðið upp á töflu, glæru
og síðar tölvur, rissum af því sem
ég hef verið að tala um.“
Teikningarnar hefur hann
þó ekki síður notað til að skrá
niður minningar sínar um vinnu-
brögð og aðstæður í uppvexti
sínum. „Ég teikna eftir minni
áhöld, vinnubrögð og atvik sem
mig langar að setja á svið,“ segir
hann en oft skrifar hann stutta
og hnitmiðaða texta, nokkurs
konar prósa, við hverja mynd og
þannig verður sýningin í Safna-
húsinu einnig sett upp. Bjarni
kallar þessa blöndu mynda og
texta mynd-yrðingar.
Róandi á fundum
Bjarni grípur til blýantsins við
mörg tækifæri. „Mér finnst það til
dæmis róandi ef ég lendi á ekki
svo skemmtilegum fundi. Þá er
einnig gott að teikna þegar eitt-
hvað gott er í útvarpinu,“ segir
hann og rifjar upp stundir úr
æsku sinni þegar hann hlustaði á
útvarpið og teiknaði við lampa-
ljós. „Þá teiknaði ég gjarnan á
gamlan umbúðapappír utan af
Tímanum eða Ísafold því pappír-
inn var ekki eins auðfenginn og
í dag.“
myndiR sem segja sögu
Bjarni hefur haldið vel utan um
myndir sínar, sér í lagi í seinni
tíð. Hann tók vel í beiðni Safna-
hússins um að sýna myndirnar
þó honum hafi varla þótt það við
hæfi. „Ég ber mikla virðingu fyrir
listamönnum og finnst dálítil
dirfska að raða saman myndum
mínum og kalla sýningu. En það
fer aldrei verr en illa,“ segir hann
kíminn.
Á sýningunni verða 32 mynd
-yrðingar. „Helmingur myndanna
er tengdur Borgarfirði, fólki og
aðstæðum hér innan héraðs.
Fjórðungur hefur skírskotun til
æsku minnar vestur á fjörðum og
fjórðungur fjallar um lífið og til-
veruna. Prósarnir sem fylgja eru
síðan hugrenningar mínar um
þetta allt saman.“
Sýningin Leikið með strik
verður opnuð klukkan 13 í dag í
Hallsteinssal á efri hæð Safna-
húss Borgarfjarðar. Sýningin
stendur til 20. janúar.
n solveig@365.is
Við stýRið Bjarni hefur unnið ötult starf fyrir landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri.
Sýning á teikningum eftir hann verður opnuð í Safnahúsinu í Borgarnesi í dag klukkan 13.
Mynd/Pjetur
KeRRuhjólin Þau lágu í karganum neðan við túnhliðið. langafi hans keypti þau, segja munnmælin. keypti þau beint frá útlöndum.
Setti þau undir hestakerru. Víst fyrsta kerran í sveitinni. Þá var hætt að reiða heyið heim. Svo var hætt að binda. Sá gamli fór eftir Hall-
dóri skólastjóra á Hvanneyri sem sagði: „Burt með áburðartrunturnar!“ Og kerran var notuð til margra verka á bænum: Til þess að aka
skít, flytja mó, sækja möl í nýju steinhúsin … Hjólið var fundið upp fyrir þúsundum ára. Um íslenskar sveitir breiddist það fyrst út fyrir
hundrað árum. Nú gengur allt á hjólum.
VillilauKuRinn Hann vex þar sem þeir í Bæ gera við bilaða bíla. Er skammt undan
turnhárri kirkjunni. Hefur þraukað þar lengi. Víst í ein þúsund ár, segir sagan. Þrautseig-
ur landnemi. Vill bara lifa í Bæ. Saknar enn munkanna hans Hróðólfs. Var meðal lífgrasa
þeirra. Gæti sagt sögu munkanna hefði hann mál. Ef til vill eiga þeir spor í sverðinum
undir rúllustæðunni hennar Ollu í Nýjabæ. Eða hvílugarði gömlu bílanna frá verkstæð-
inu. En villilaukurinn er þögull sem gröfin. Gætir þess eins að bera ávöxt ár hvert og lifa
af. kannske koma munkarnir aftur einn daginn?
mynd-yRðingaR
sýning Leikið með strik og stafi er sýning á myndum og texta eftir Bjarna
Guðmundsson sem opnuð verður í Safnahúsinu í Borgarnesi í dag. Bjarni er
hvað þekktastur fyrir störf sín fyrir Landbúnaðarsafn Íslands en einnig hefur
hann gefið út bækur um dráttarvélar og íslenska sláttuhætti.
Árlega Ljósaganga á Esjuna verður í dag kl. 16.
Gangan í ár er í tilefni tíu ára afmælis Ljóssins,
sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð
fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og að-
standendur þeirra.
Gangan hefst við Esjustofu og eru allir
hvattir til að mæta með höfuðljós. Gengið
er í rólegheitunum upp að Steini og mun
hópurinn lýsa upp Esjuna á niðurleið. Mæting
er kl. 15 en gangan hefst klukkustund síðar og hitað verður
upp með söng og undirspili. Tilboð verða á veitingum á Esjustofu í til-
efni dagsins.
ljósaganga á esjuna
höfuðljós munu lýsa upp esjuna síðar í dag.
BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16
NÝ PÚÐASENDING
FRÁBÆRT ÚRVAL
FINN STÓLL kr. 17.900 MR. WHITE KR. 28.900
51 CM
TURTLE kr. 239.000MARMARABORÐ kr. 36.100
HYPE STÓLL kr. 35.990
BETINA SKENKUR 170 CM kr. 142.900
SMILE 3JA SÆTA SÓFI 217 cm kr. 217.600