Fréttablaðið - 22.07.2017, Page 24

Fréttablaðið - 22.07.2017, Page 24
„Fringe-hátíðin er Mekka uppistandaranna og ég verð þar allan ágúst. Það er nýtt fyrir mér að gera langa sýningu á ensku.“ Það voru heldur betur við-brigði að koma úr 24 stiga hita og sól í rigninguna hér í bænum,“ segir Ari Eldjárn grínisti, nýkominn í úr löngu sumarfríi fyrir norðan með fjölskyldunni. „Ég var í Svarfaðardalnum, kúplaði mig alveg út, las Arnald og passaði aldraðan hund foreldra minna. Það er hollt að fara í langt frí og sérstaklega gott fyrir sálina að fara í göngutúr með hund,“ segir hann endurnærður. Sem er eins gott því um helgina stendur mikið til, uppistand í kvöld og annað kvöld, á ensku og eftir það flýgur Ari til Edinborgar á heljar- innar grínhátíð. Hann er þó staddur á óræðum stað uppi í sveit þegar blaðamaður hringir. „Ég er að leika í nýju kvik- myndinni hans Benedikts Erlings- sonar og er að bíða eftir að það komi að mér,“ segir hann en gefur ekki upp hvaða hlutverk um ræðir, tekur bara fram að það sé tiltölulega smátt í sniðum. En hvað stendur til í kvöld? „Það er sýningin Iceland vs Finland í Tjarnarbíói, ein í kvöld og aukasýn- ing annað kvöld. Ég kem fram fyrir hlé og vinur minn, Ismo Leikola frá Finnlandi, treður upp eftir hlé. Ismo er ógeðslega fyndinn, með súran brandaraskotinn uppistandsstíl. Hann vann meðal annars keppnina World’s Funniest Person á Laugh Factory klúbbnum í Bandaríkj- unum. Við tveir erum mjög ólíkir, eins og svart og hvítt. Hann kemur fyrir eins og feiminn lokaður Finni, stynur upp úr sér orðunum og fólk veit ekkert hvar það hefur hann Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is þegar hann byrjar. En svo liggja allir af hlátri. Hann hefur verið að skemmta um öll Bandaríkin, á spila- vítum í Las Vegas og er að upplifa ameríska drauminn, þessi skrítni föli Finni sem býr í sólinni í LA! Við tveir höfum komið fram saman á hátíðum í Finnlandi og ég vonast til að gera eitthvað meira með honum,“ segir Ari. Báðir munu þeir flytja grínið á ensku í Tjarnarbíói. Ari segir það ágæta upphitun þar sem fram undan séu stórar grínhátíðir hjá þeim báðum. Ismo sé á leiðinni til Montreal á hátíðina Just for Laughs en sjálfur fari hann til Edinborgar á Fringe-hátíðina. „Fringe-hátíðin er Mekka uppi- standaranna og ég verð þar allan ágúst. Það er nýtt fyrir mér að gera langa sýningu á ensku, og gott að hafa rennt efninu í Tjarnarbíói áður en ég fer út. Ég hef áður skemmt á ensku en yfirleitt á Norðurlönd- unum og þá bara í 15 til 20 mínútur. Ég held að það séu rúmlega 3.000 uppistandarar á Fringe-hátíðinni á sama tíma. Þetta er dálítið eins og að vera með bás á markaði,“ segir hann. Megnið af efninu sem hann ætli að flytja eigi hann tilbúið. Hann hafi notað örlítið af fríinu til að undir- búa sig fyrir ferðina. Annars hafi hann ekki trú á of miklum undir- búningi. „Ég undirbý mig yfirleitt sem minnst. Annars verð ég svo stress- aður. Það er miklu betra að setja sig í tímapressu og sjá svo til hvað kemur út úr því. Ég bíð yfirleitt þar til það er alveg að koma að þessu. Renni þá í kasti yfir það sem ég á til og ákveð að það sé allt miklu betra en mig minnti.“ Ég undirbý mig yfirleitt sem minnst. Annars verð ég svo stressaður. Ari Eldjárn 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . J Ú L Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.