Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2017, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 22.07.2017, Qupperneq 55
KRAKKAR Lestrarhestur vikunnar Maggý Nóa, 8 ára Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til sumarlesturs meðal barna. Á bókasafninu skrifa þau nafn á áhuga- verðri bók sem þau hafa lesið á bókarkjöl ásamt nafni, aldri og síma- númeri. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. Leikurinn ? Auður Alma Brink Antonsdóttir er sjö ára og það besta við sumarið finnst henni að leika við Melkorku og Dýrleifu, vinkonur sínar, úti í góða veðrinu. Hvernig leikur þú þér helst? Úti á trampólíni að fara heljarstökk og búa til hús úr púðum og teppum. Og að hjóla. Finnst þér gaman að ferðast? Já, það er gaman en mér finnst ekki skemmtilegt að keyra mjög lengi. Mér finnst mjög gaman að fara í úti- legu og sofa í tjaldi. Hefur þú áhuga á íþróttum? Já, ég æfði fimleika í vetur og prófaði fót- bolta í sumar. Áttu þér uppáhaldsdýr? Kisa er uppáhaldsdýrið mitt, mig langar mikið að eignast lítinn kettling. Hver er besta bók sem þú hefur lesið? Nei, sagði litla skrímslið. Uppáhaldsmaturinn? Ristað brauð á Mokka og sætir kirsjuberjatóm- atar. Hvað er það skrítnasta sem hefur komið fyrir þig? Þegar ég gleypti fyrstu tönnina sem ég missti þegar ég var að hoppa í sófanum. En ég var að missa fjórðu tönnina mína, núna framtönn, það var vont að bíta í epli þegar hún var mjög laus en núna er það allt í lagi. Gleypti fyrstu tönnina sem ég missti Auður kann að meta sumarið og fara í útilegur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Köttur og mús Einn þátttakandi á að vera köttur og annar mús en aðrir þátttakendur mynda hring og haldast í hendur. Markmið kattarins er að veiða músina, annaðhvort fyrir innan hringinn eða utan, og upphefjast því mikil hlaup þar sem kötturinn eltir músina. Músin reynir að sjálfsögðu að flýja með því að skjótast ýmist inn í hringinn eða út úr honum aftur. Þeir sem mynda hringinn eiga að aðstoða músina við að sleppa en hindra köttinn í að ná henni. Þegar kötturinn hefur náð músinni velja kötturinn og músin eftirmenn sína. Hvað er skemmtilegast við bækur? Að lesa þær. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Síðasta bókin sem ég las heitir Binna B. Bjarna og týnda tönnin, eftir Sally Rippin. Hún fjallar um það þegar Binna missti tönn. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Já, það var Harry Potter og leyniklefinn. Hvernig bækur þykir þér skemmtilegastar? Ég hef mest gaman af fantasíubókum. Í hvaða skóla gengur þú? Norð- lingaskóla. Ferðu oft á bókasafnið? Já, það geri ég. Hver eru þín helstu áhugamál? Að lesa bækur. Maggý Nóa Emelíudóttir með verð- launin sín, bókina Gestir utan úr geimnum. Snyrtistofan Ha lik OKKAR SÉRSVIÐ ER Háræðaslitsmeðferðir HENDUR – ANDLIT – HÁLS – BRINGA Hraunbæ 102 • Reykjavík • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com PANTAÐU FRÍAN TÍMA Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA 893-0098 Konráð á ferð og flugi og félagar „Almáttugur,“ hrópaði Róbert upp yfir sig. „Við erum föst hérna inni og munum aldrei komast út,“ bætti hann við skelfingu lostinn. „Enginn mun nokkurn tímann finna okkur og við munum svelta í hel.“ „Svona nú, Róbert minn,“ sagði Kata höstuglega. „Þetta er nú bara völundarhús og það er alltaf einhver leið út úr völundarhúsum.“ Getur þú hjálpað Róberti og Kötu að komast út úr völundar- húsinu? ? ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.