Fréttablaðið - 24.09.2016, Page 2

Fréttablaðið - 24.09.2016, Page 2
Veður Norðaustanátt 8-15 í dag en 13-20 m/s norðvestan til á landinu. Víða rigning og hiti 4 til 12 stig, hlýjast sunnan heiða. sjá síðu 46 VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS KANARÍ 17. október 24 nætur! Verð frá 99.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í herbergi/íbúð. Verð án Vildarpunkta: 109.900 kr. Lukkulíf VITA* *Þú bókar þig í ferð á vegum VITA og færð að vita þremur dögum fyrir brottför á hvaða hóteli þú lendir. Nánar á vita.is Flogið með Icelandair  Gefa 800 spjaldtölvur Allir nemar í rafiðngreinum á landinu fá gefins spjaldtölvur frá Samtökum rafverktaka og Rafiðnaðarsambandi Íslands. Alls verða gefnar um 800 tölvur og voru þær fyrstu afhentar í gær í tveimur húsum Tækniskólans, á Skólavörðuholti og Flatahrauni í Hafnarfirði. Fréttablaðið/Eyþór Iðnaður Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði í gær hornstein að Þeistareykjavirkjun, fyrstu jarð- varmavirkjun sem Landsvirkjun reisir frá grunni. Fjölmenni var við athöfn- ina, sem fór fram í stöðvarhúsinu. Á Þeistareykjum er nú verið að reisa 90 MW jarðvarmavirkjun í tveimur áföngum. Stefnt er að því að ljúka fyrri áfanga haustið 2017 og þeim seinni á fyrri hluta árs 2018. Þeistareykjavirkjun verður 17. afl- stöð Landsvirkjunar. Jónas Þór Guðmundsson, stjórn- arformaður Landsvirkjunar, setti athöfnina. Hann sagði í ávarpi sínu að bygging Þeistareykjavirkjunar markaði tímamót fyrir iðnað og atvinnustarfsemi á svæðinu, enda væri traust aðgengi að rafmagni forsenda fyrir uppbyggingu af því tagi sem hafin væri og fyrirhuguð á næstu misserum og árum. – jhh Segir virkjun marka tímamót stjórnmál Alls bíða 28 fyrirspurnir svars ráðherra á Alþingi nú þegar aðeins fjórir dagar eru eftir af þingi, samkvæmt dagskrá. Fjórar fyrir- spurnanna bíða munnlegs svars en 24 bíða skriflegs svars. Elsta fyrirspurnin er frá Jóni Gunnarssyni um skuldauppgjör einstaklinga, félaga og fyrirtækja við fjármálastofnanir í meirihluta- eigu ríkisins, en hún var lögð fram í október í fyrra. Dæmi um aðrar fyr- irspurnir sem bíða svars er spurning Steingríms J. Sigfússonar um tekjur af auðlegðarskatti, fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur um íslenska fanga erlendis og spurning Katrínar Jakobsdóttur um friðlýs- ingar og virkjunarkosti. Jóhanna María á raunar flestar útistandandi fyrirspurnir til ráð- herra, eða átta talsins. Samtals hefur 309 fyrirspurnum verið svarað skrif- lega á þessu þingi og 87 munnlega. – snæ Fjölda fyrirspurna ósvarað á þingi BandaríkIn „Ég hef ákveðið að á kjördag muni ég kjósa frambjóð- anda Repúblikana, Donald Trump,“ segir í tilkynningu sem bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz sendi frá sér í gær. Cruz var sá sem næst komst því að sigra Trump í forvali Repúblikana og andaði köldu þeirra á milli, meðal annars vegna uppnefnisins „Lyga-Ted“ sem Trump hafði um Cruz. Athygli vakti á landsþingi Repúbl- ikana í júlí að Cruz lýsti ekki yfir stuðningi við frambjóðandann í ræðu sinni. Uppskar hann baul og öskur fyrir það. Ástæðu stuðningsyfirlýsingar- innar sagði Cruz tvíþætta. Annars vegar loforð sem hann gaf í upphafi forvalsins um að styðja sigurvegara þess og hins vegar þá að Demókrat- inn Hillary Clinton mætti aldrei verða forseti. – þea Cruz styður Donald Trump stjórnmál Sigurður Ingi Jóhanns- son forsætisráðherra tilkynnti í gær um framboð sitt til formennsku í Framsóknarflokknum. Sagði hann ákvörðunina hafa verið erfiða en á síðustu vikum hefði hann ekki getað hunsað þrýsting flokksmanna. Sigurður Ingi valdi að tilkynna um framboð sitt í kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns. „Ég vil segja að síðustu vikurnar hafa gert það að verkum að ég hef farið að hugsa um þetta af einhverri alvöru,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir flokkinn ekki á góðum stað núna. „Ég tel það óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmslofti sem hann er í í dag. Það er best að fá skýra lausn í málið á flokksþingi hver sem hún verður. Sá sem kosinn er formaður hefur þá óskorað umboð flokksmanna til að ganga til kosninga.“ Þingflokkur Framsóknarflokksins var kallaður saman með skömmum fyrirvara til fundar í Alþingishúsinu í hádeginu í gær til að ræða forystu flokksins. Í rúmar þrjár klukku- stundir fundaði þingflokkurinn um stöðu formannsins og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru umræður erfiðar en hreinskilnis- legar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins tilkynnti Sigurður Ingi ekki um formannsframboð á fundinum. „Þetta er óvenjuharkalegt uppgjör sem er að verða innan flokksins en yfirleitt hefur það verið með öðrum hætti en að formaðurinn sé skorað- ur á hólm korteri fyrir kosningar,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Hann segir val Framsóknar- flokksins nú snúast að miklu leyti um hvor þeirra sé líklegri til að geta komið flokknum aftur í ríkisstjórn. „Það er augljóst að Sigmundur Davíð er umdeildasti stjórnmála- maður landsins og aðrir leiðtogar myndu helst vilja sleppa því að vinna með honum. Sigurður Ingi hefur hins vegar reynst sitja á friðar- stóli sem forsætisráðherra og virðist njóta trausts og virðingar annarra forystumanna í stjórnmálum. Það skiptir máli í því mati sem Fram- sóknarmenn standa frammi fyrir.“ Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. sveinn@frettabladid.is Sigurður Ingi svarar kalli flokksmanna Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokkn- um í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórn- málafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. Sigurður ingi Jóhannsson vék af þingflokksfundi eftir um 90 mínútur og hélt til akureyrar. Fréttablaðið/Eyþór Ég tel það óheppi- legt fyrir flokkinn að halda áfram í því and- rúmslofti sem hann er í í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra 2 4 . s e p t e m B e r 2 0 1 6 l a u G a r d a G u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.