Fréttablaðið - 24.09.2016, Side 10
Komið,prófið ogsannfærist !
Fyrstu heyrnartækin
sem taka eðlilegri heyrn
fram í háværu umhverfi
Siemens Pure binax eru fyrstu heyrnartæki
veraldar sem gera þér kleift að heyra betur
en fólk með eðlilega heyrn. Þessi nýju tæki
nota háþróaða binaural tækni sem dregur
sjálfvirkt fram einmitt það sem þú vilt
heyra en síar jafnframt burt eða
dempar þau óþarfa hljóð sem
þú vilt ekki heyra. Þú getur
einnig stefnumiðað
hlustunarsviði
tækjanna
og þannig beint hlustun þinni að einmitt
þeirri manneskju sem þú ræðir við hverju
sinni. Þannig gera tækin þér auðveldara
að halda uppi samræðum í háværu fjöl-
menni.
Rannsóknir sýna ennfremur að binax
tækin greina tal betur í hávaða en fólk
með eðlilega heyrn getur. Binax tækin
tengjast einnig snjallsímanum þínum
svo þú getur stjórnað styrk, hlustunar-
kerfum og fleiru í gegnum símann.
Siemens heyrnartækin
Söluaðili á Íslandi: Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Háaleitisbraut 1, s:5813855, www.hti.is
www.bestsound-technology.is
Bólusetning gegn árlegri inflúensu
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vill vekja athygli á því að skipulögð bólusetning gegn
inflúensu hefst á heilsugæslustöðvum mánudaginn 26. september 2016. Bóluefnið myndar
mótefni gegn þremur inflúensuveirustofnum þ.á m. svonefndri svínainflúensu.
Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig?
Öllum sem orðnir eru 60 ára
Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna-
og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi
sjúkdómum
Heilbrigðisstarfsmönnum sem daglega annast fólk með aukna áhættu, sbr. ofantalið
Þunguðum konum
Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða
komugjald samkvæmt reglugerð nr. 1144 / 2015. Fyrirkomulag bólusetningar getur verið
mismunandi milli heilsugæslustöðva. Vinsamlegast leitið upplýsinga á vef Heilsugæslunnar
www.heilsugaeslan.is, eða hafið samband við hlutaðeigandi heilsugæslustöð.
Heilsugæslan Árbæ, Reykjavík s: 585 7800
Heilsugæslan Efra-Breiðholti , Reykjavík s: 513 1550
Heilsugæslan Efstaleiti, Reykjavík s: 585 1800
Heilsugæslan Fjörður, Hafnarfirði s: 540 9400
Heilsugæslan Garðabæ s: 520 1800
Heilsugæslan Glæsibæ, Reykjavík s: 599 1300
Heilsugæslan Grafarvogi, Reykjavík s: 585 7600
Heilsugæslan Hamraborg, Kópavogi s: 594 0500
Heilsugæslan Hlíðum, Reykjavík s: 585 2300
Heilsugæslan Hvammi, Kópavogi s: 594 0400
Heilsugæslan Miðbæ, Reykjavík s: 585 2600
Heilsugæslan Mjódd, Reykjavík s: 513 1500
Heilsugæslan Mosfellsumdæmi s: 510 0700
Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ s: 513 2100
Heilsugæslan Sólvangi, Hafnarfirði s: 550 2600
Heilsugæslan Lágmúla 4, Reykjavík s: 595 1300
Heilsugæslan Salahverfi, Kópavogi s: 590 3900
Búast má við að bólusetning geti veitt a.m.k. 70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem
hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Þeim sem leita vilja ráðgjafar er
bent á sína heilsugæslustöð.
Frekari upplýsingar er að finna á vef Heilsugæslunnar, www.heilsugaeslan.is
Fræðsluefni um inflúensu má finna á vef Embættis landlæknis, www.landlaeknir.is
Reykjavík, 24. september 2016
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Álfabakka 16, 109 Reykjavík sími 585 1300 www.heilsugaeslan.is
StjórnSýSla Könnun starfsmanns
Hornafjarðarbæjar leiddi í ljós að
stofnanir sveitarfélagsins bjóða upp
á kynhlutlaus salerni að undan-
skildum félagsheimilum í sveitum.
Samtökin ’78 hafa ekki vitneskju um
að stofnanir sveitarfélags á Íslandi
hafi áður boðið upp á kynhlutlaus
salerni.
Jón Kristján Rögnvaldsson, félags-
málastjóri Hornafjarðar, segir að
ungmennaráð bæjarins hafi borið
upp erindi um merkingar á opin-
berum salernum og í kjölfarið hafi
starfsmaður kannað hvernig staðan
væri í sveitarfélaginu. „Niðurstaðan
var að allir skólar og byggingar sem
við ráðum yfir nema eldri byggingar
úti í sveitum bjóða upp á kynhlut-
laus salerni. Það eru byggingar sem
eru lítið í notkun og þarf að skoða
samfara viðhaldi,“ segir Jón.
Í eldri byggingu skólans eru eldri
nemendur skólans og þar eru bæði
merkt og ómerkt klósett. „Við vorum
ekkert að stefna að því að vera fyrsta
sveitarfélagið en við erum glöð að
þetta sé svona,“ bætir Jón við. – bbh
Kynhlutlaus klósett eru
algeng í Hornafjarðarbæ
reykjavík „Okkar skyldur eru gagn-
vart verst setta og tekjulægsta hópn-
um og við þurfum að eiga íbúðir
fyrir þennan hóp. Það er númer
eitt, tvö og þrjú en þessar tillögur
eru alveg þess virði að skoða,“ segir
Ilmur Kristjánsdóttir, formaður
velferðarráðs Reykjavíkurborgar,
um nýtt úrræði sem Kópavogsbær
kynnti í fyrradag í félagslegu íbúða-
kerfi bæjarins. „Það þarf hins vegar
að rýna vel í það hvort það sé yfir-
höfuð skynsamlegt að lána fé til
kaupanna úr borgarsjóði.“
Úrræði Kópavogsbæjar felst í því að
bærinn býður leigjendum félagslegra
íbúða sem eru komnir yfir viðmiðun-
artekjumörk að kaupa leiguíbúð sína,
en hingað til hefur þurft að segja upp
leigusamningi á slíkum tímamótum.
Um leið býður bærinn þessum ein-
staklingum upp á 15% verðtryggt
lán úr bæjarsjóði til að auðvelda fjár-
mögnun íbúðarkaupanna. Á móti er
gert ráð fyrir að kaupandinn taki 80%
lán hjá fjármálastofnun og leggi fram
5% eigið fé. Bæjarsjóðslánið er verð-
tryggt og til 25 ára, en gert er ráð fyrir
að það sé vaxta- og afborgunarlaust
fyrstu 3-5 árin.
„Þetta hefur verið rætt en við
erum í vandræðum með að kaupa
íbúðir,“ segir Ilmur um úrræðið.
Hún bætir því við að það sé bagalegt
að þurfa að segja upp leigusamningi
við einstaklinga í félagslega kerfinu
þegar hagur þeirra sé farinn að
vænkast, en tekur þó fram að slíkt
sé ekki algengt.
Ilmur minnir á að ef opnað verði
á þann möguleika að félagslegar
íbúðir séu seldar með sama hætti
og í Kópavogi þurfi Reykjavíkurborg
engu að síður að eiga áfram íbúðir
fyrir þá tekjulægstu. Þetta eigi sér-
staklega við um litlar einstaklings-
íbúðir. „Ef það væri hægt að kaupa
fleiri íbúðir þá þætti mér þetta mjög
eðlilegur framgangur, ekki síst ef
aðstæður á húsnæðismarkaði breyt-
ast,“ segir hún og ítrekar að meta
þurfi vel hvort ráðlegt sé að lána fé
úr borgarsjóði vegna þessa.
Nú þegar hefur einn einstakl-
ingur keypt íbúð í Kópavogi í gegn
um nýja úrræðið. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Kópavogsbæ hafa fleiri
íbúar sýnt úrræðinu áhuga. – hlh
Eðlilegt ef hægt væri
að kaupa nýjar íbúðir
Kópavogsbær kynnti í vikunni nýtt úrræði sem gerir leigjendum yfir viðmið-
unarmörkum í félagslegu íbúðakerfi bæjarins kleift að kaupa leiguíbúð sína.
Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að skoða þurfi málin vel.
Bandaríkin Fjölmenn mótmæli
voru í borginni Charlotte í fyrri-
nótt þrátt fyrir útgöngubann, sem
lögreglan gerði að vísu enga tilraun
til að framfylgja.
Mótmæli hafa verið þar alla daga
frá því á þriðjudaginn, þegar svartur
maður, Keith Lamont Scott, féll fyrir
byssukúlu lögreglumanns.
Lögreglan hefur fullyrt að hinn
látni hafi verið vopnaður en fjöl-
skylda hans mótmælir því, segir
hann aðeins hafa verið með bók í
hendi.
Fjölskyldan krefst þess að lög-
reglan birti opinberlega mynd-
band, þar sem sjá má hvað gerðist.
Lögreglan hefur neitað að verða við
því en hefur leyft fjölskyldunni að
skoða myndbandið.
Lögmaður fjölskyldunnar segir
ekki hægt að sjá á myndbandinu
að Scott hafi verið vopnaður. Hann
hafi virst hafa verið hinn rólegasti
þegar hann varð fyrir skotinu.
Lögreglan segir hins vegar að
Scott hafi neitað að verða við fyrir-
mælum lögreglunnar og því hafi það
verið metið svo að hætta stafaði af
honum.
Á fimmtudaginn var lögreglu-
kona í bænum Tulsa ákærð fyrir
manndráp, en hún varð óvopn-
uðum manni að bana þar í borg á
föstudaginn var. – gb
Mótmæli þrátt
fyrir útgöngubann
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Frá miðborg Reykjavíkur. FRéttablaðið/andRi maRinó
Þetta hefur verið
rætt.
Ilmur Kristjánsdóttir,
formaður velferðar-
ráðs Reykjavíkur-
borgar
mótmælendur stóðu vaktina alla
nóttina í borginni Charlotte í norður-
Karólínu. noRdiCphotos/aFp
2 4 . S e p t e m B e r 2 0 1 6 l a U G a r d a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð