Fréttablaðið - 24.09.2016, Síða 16

Fréttablaðið - 24.09.2016, Síða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Hvað gerist ef við fyllum Alþingishúsið af öpum? (Nei, þetta er ekki samlíking.)Veruleiki okkar mannanna er tvískiptur. Annars vegar samanstendur hann af hinu áþreifanlega, kaffibollanum í lúkunum á okkur, pappírnum í Frétta- blaðinu fyrir framan okkur, stólsessunni undir afturend- anum á okkur; hins vegar af sameiginlegum hugarburði mannkynsins. Fyrir 70.000 árum átti sér stað atburður sem olli því að homo sapiens þróaðist úr því að vera lítilfjörlegt spendýr, í vægðarlausan drottnara jarðarinnar. Stökkbreyting varð í heila mannsins. Í kjölfarið tóku tungumálahæfi- leikar tegundarinnar óvæntum framförum. Í stað þess að tjá sig aðeins um það sem við blasti í raunheimum – tré, steina, vatnsból og ljón sem lágu í leyni – fór maðurinn að geta tjáð sig um hluti sem ekki voru til í alvörunni. Bananar í himnaríki Hvað eiga guð, peningar og lýðræði sameiginlegt? Sagn- fræðingurinn og metsöluhöfundurinn Yuval Noah Harari varpar ljósi á spurninguna í nýjustu bók sinni. Samkvæmt Harari ræður maðurinn ríkjum á jörðinni vegna þess að hann er eina dýrategundin sem getur unnið saman í stórum hóp. Þúsundir, jafnvel milljónir ein- staklinga geta sameinast um eitt og sama markmið og náð því. Sá eiginleiki sem gerir okkur mönnunum samstarfið kleift telur Harari vera hæfileika okkar til að tala um það sem ekki er til. Tökum guð sem dæmi. Okkur tækist aldrei að sannfæra apa um að afhenda okkur banana með því að lofa honum hundrað banönum í himnaríki að lífinu loknu. Og peningar: Peningar eru aðeins mýta sem við sameinumst um að trúa á. Api léti aldrei banana af hendi fyrir pappírs- snefil með mynd af Jóni Sigurðssyni. Sama gildir um stjórnarfar. Jafnrétti er hugarburður Hammúrabí, sjötti konungur Babýlon til forna, fór fyrir samfélagi sem byggt var upp eins og píramídi hvað varðaði réttindi og völd; konungurinn var efstur, þrælarnir neðstir. Landsfeður Bandaríkjanna komu hins vegar á fót samfélagi þar sem frelsi og jafnrétti lágu til grundvallar. Það sem tryggði tilvist þessara tveggja ólíku samfélaga var trú þegn- anna á skáldaðar grundvallarhugmyndir; annars vegar á söguna um að konungurinn væri rétthærri en óbreyttur bóndi og hins vegar söguna um að allir væru jafnir. Án sagnaheimsins um peninga, lög, mannréttindi og þjóðríki væru stór samfélög Homo sapiens óstarfhæf. Aðrar dýrategundir geta unnið saman undir ákveðnum kringumstæðum en slíkt samstarf er takmarkað og ein- skorðast við litla hópa. Ef við fylltum Alþingishúsið af öpum færi allt í bál og brand. Undanfarið hefur þó læðst að manni sá grunur að þótt við fylltum Alþingishúsið af öpum breytti það nákvæm- lega engu. „Computer says no“ Á Alþingi eru samdar sögur, lög og leikreglur sem eiga að tryggja að samfélag 330.000 einstaklinga á eyju norður í Atlantshafi gangi snurðulaust fyrir sig. Síðustu misseri hafa verið uppi háværar kröfur um að þeim „sögum“ sem liggja til grundvallar íslensku samfélagi verði breytt; sögum eins og stjórnarskránni, fiskveiðistjórnunarkerfinu, skattheimtu, fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins – já, og landbúnaðarkerfinu. Umdeildir búvörusamningar voru samþykktir á Alþingi á dögunum. Aðeins nítján þingmenn greiddu með þeim atkvæði. Flestir hinna sátu hjá eða skrópuðu. Margir hafa furðað sig á því hvers vegna þeir sem voru á móti samn- ingunum greiddu einfaldlega ekki atkvæði gegn þeim. Skýringar þingmanna hafa verið loðnar smjörklípur, Létt og laggott í loppunum á ketti með hárlos. Þær hljómuðu einhvern veginn svona: Annað var ekki hægt, „computer says no“, klínum því á kerfið, #ekkiméraðkenna. Ef hugmyndaflug lýðræðislega kjörinna fulltrúa okkar er af svo skornum skammti að það er á við apa er það okkar kjósenda að hrista hressilega upp í mýtunni sem er hið háa Alþingi. Mýturnar eiga að þjóna mönnunum, ekki öfugt. Kosningar verða haldnar 29. október. Gleymum ekki að kjósa! Apar á Alþingi Í vikunni var fjallað um „nýja tískudópið“ á Litla-Hrauni, spice. Það er ekki í fyrsta sinn sem ákveðin lyf verða vinsæl í fangelsum. Í fyrra sögðum við frá misnotkun meðal fanga á lyfinu Suboxone, en það er notað í við-haldsmeðferðum fyrir sprautufíkla. Agabrot fanga á Litla-Hrauni vegna fíkniefna- eða lyfjaneyslu voru 34 fyrstu sex mánuði þessa árs, þegar Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum um málið. Til viðbótar voru tæplega fjörutíu agabrot skráð þar sem fangar neituðu að gefa þvagsýni þegar grunur vaknaði um neyslu fíkniefna. Líklegast er að framboðið ráði mestu um hvaða lyf eru efst á vinsældalistum og hvaða tegundir finn- ast við sýnatökur. En samkvæmt nýlegri rannsókn glíma tæplega sextíu prósent fanga í íslenskum fangelsum við vímuefnavanda. Um sjötíu prósent eiga sögu um slíkan vanda. Gríðarlega hátt hlutfall fanga glímir við ADHD og annars konar geðrænan vanda, sem þarfnast meðferðar. Skjólstæðingar Fangelsismálastofnunar eru um 600 talsins, en hjá stofnuninni starfa tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, einn námsráð- gjafi auk tveggja sérfræðinga á meðferðargangi á Litla-Hrauni. Þar er pláss fyrir 11 fanga í áfengis- og vímuefnameðferð á meðan á afplánun stendur. Enginn geðlæknir starfar hjá stofnuninni. Ekki þarf sérfræðikunnáttu til að sjá að fleira fag- fólks er þörf ef ætlunin er, líkt og markmið stjórn- valda hlýtur að vera, að fá út úr fangelsunum betra fólk en fór þar inn. Endurkoma fanga er stórt samfélagslegt vanda- mál sem kostar mikla peninga. Um helmingur fanga, sem eru í afplánun í fangelsunum, hefur áður setið inni. Beinn kostnaður við hvern fanga er um níu milljónir króna á ári. Ljóst er því að til mikils er að vinna í þeirri viðleitni að bjóða þeim betrunar- vist sem lenda á glapstigum og brjóta af sér. Oftast er um að ræða unga karlmenn. En af hverju náum við ekki utan um vandamálið í svo litlu samfélagi? Með því að skera fjárveitingar á þessu sviði við nögl er verið að spara eyrinn og kasta krónunni. Undirmannað og fjársvelt fangelsiskerfi kemur í bakið á okkur öllum. Þótt vissulega hafi verið þörf á nýju fangelsi á Hólmsheiði, og það verði vonandi tekið í gagnið sem allra fyrst, er ljóst að steinsteypa ein og sér mun litlu breyta um framtíð ungmenna á glapstigum. Þvert á móti þarf að fjárfesta í fólki; fagfólki, kennurum og öðru starfsfólki í fangelsunum. Sálfræðimeðferðir, samtöl, kennsla og vinna. Í fag- mannlegu umhverfi á sér stað raunveruleg betr- unarvist. Þannig getum við afstýrt óhamingju fjölda fólks. Ætli við stöndum undir því að kalla fangelsisvist hér á landi betrunarvist? Varla. Í þessum orðum felst enginn áfellisdómur yfir þeim sem starfa í fangelsunum. Þau vinna gott starf í þröngri stöðu. En fjárveitingarvaldið er sinnulaust. Fyrir vikið er fangelsiskerfið smánarblettur á samfélaginu. Smánarblettur Þótt vissu- lega hafi verið þörf á nýju fangelsi á Hólmsheiði, og það verði vonandi tekið í gagnið sem allra fyrst, er ljóst að stein- steypa ein og sér mun litlu breyta um framtíð ungmenna á glapstigum. KRÍT 29. september í 11 nætur Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th . a ð v er ð g etu r b re yst án fy rir va ra . Frá kr. 155.595 m/allt innifalið Frá kr. 116.595 m/morgunmat Síðasta ferðin m/afslætti Stökktu frá kr. 86.995 m/engu fæði 2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.