Fréttablaðið - 24.09.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.09.2016, Blaðsíða 18
Með úrskurðum í júní og ágúst sl. stöðvaði úrskurðar-nefnd umhverfis- og auð- lindamála (ÚUA) til bráðabirgða framkvæmdir í Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjarhrauni á línuleið- inni frá Kröflu að iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Tilefni stöðv- unarinnar voru kærur Landverndar og Fjöreggs, félags um náttúruvernd í Mývatnssveit, sem m.a. byggðu á því að nútímahraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt nýjum og göml- um náttúruverndarlögum. Margar fleiri málsástæður voru tilteknar í kærunum, svo sem þær að fyrir löngu átti að vera búið að friða Leirhnjúks- hraun samkvæmt lögum nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár. Til- gangur samtakanna með kærunum var að tryggja umhverfisvænni leiðir við raforkuflutning að Bakka, ekki að stöðva atvinnuuppbyggingu þar. Hlutverk ÚUA er: „að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvalds- ákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála [...]. Úrskurðarnefndin er sjálfstæð í störfum sínum“ (lög nr. 130/2011, 1. gr.). Á mannamáli er hlutverk ÚUA að tryggja þau alþjóðlegu mannrétt- indi að geta borið ákvarðanir stjórn- valda undir óháðan úrskurðaraðila. Nefndin á sér m.a. stoð í Árósarsamn- ingnum og EES-samningnum. Strax og seinni úrskurðir ÚUA, sem sneru að Þeistareykjahrauni, voru birtir í ágúst sl. komu fram sterkar kröfur um afskipti Alþingis og ríkis- stjórnar Íslands af málinu. Í stað þess að einhenda sér í að finna leiðir fyrir línur og jarðstrengi sem sneiða hjá viðkomandi hraunum, og liðka fyrir heimildum Landsnets í þeim efnum, ákvað ríkisstjórn Íslands að freista þess að leysa málið með lagaofbeldi. Að fara á svig við hraunin kostar vissulega eitthvað meira en bein lína yfir fjöll og firnindi en er mun betri fjárfesting til framtíðar. Þegar iðnaðarráðherra, hinn 21. september sl., kynnti frumvarp til laga um að heimila línulögn að Bakka var það réttlætt með því að yfirvöld hefðu „leitað allra leiða til að ná deiluaðilum saman að annarri lausn“. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að full- trúar Landverndar voru ítrekað kall- aðir á fundi með ráðherrum og emb- ættismönnum í sýndarviðræður til að róa fjárfesta meðan embættismenn unnu hörðum höndum að samningu frumvarpsins. Til glöggvunar fyrir lesendur eru núverandi raflínuleiðir og breyt- ingatillögur stjórnvalda sýndar á meðfylgjandi korti. Svokallað sátta- Bakkafrumvarp og sýndarviðræður tilboð fólst í því að færa línuna um eitt mastur í Þeistareykjahrauni og hliðra henni í Leirhnjúkshrauni um nokkur hundruð metra ofan í veg- slóða sem liggur að kaldri borholu í miðju hrauninu (sjá kort: Kröflulína 4 – tillaga stjórnvalda). Þennan slóða átti Landsvirkjun að vera búin að fjar- lægja fyrir löngu samkvæmt úrskurði umhverfis- og aulindaráðuneytisins frá 2003. Önnur samsíða lína er fyrir- huguð um Leirhnjúkshraun á næstu árum (sjá kort: Kröflulína 5). Í „sátta- tilboðinu“ felst því engin raunveruleg náttúruvernd og það gat aldrei orðið forsenda þess að Landvernd og Fjör- egg drægju kærur til baka. Þetta vissu allir sem að málinu komu. Nægur tími Hugmyndum samtakanna um nátt- úruvænni leiðir fyrir rafstrengi við Leirhnjúkshraun, þ. á m. leið sem sýnd er í svæðisskipulagi háhita- svæða í Þingeyjarsýslum, hefur óðara verið hafnað án alvöru rökstuðnings á þeim forsendum að útfærsla þeirra taki of langan tíma. Landsnet hefur þó ekki haft nokkur áform um fram- kvæmdir á þessu svæði fyrr en næsta sumar, m.a. vegna óútkljáðra deilna við landeigendur og eignarnáms- beiðna sem bíða afgreiðslu í iðnaðar- ráðuneytinu. Tíminn er því nægur. Ábyrgð Landsnets í öllu þessu máli er mikil. Fyrirtækið hefur ekki hlust- að á ábendingar og tillögur náttúru- verndarsamtaka undanfarin ár og það sótti ekki um framkvæmdaleyfi fyrr en í mars sl., heilu ári eftir að skrifað var undir samning við PCC, vitandi það að til kæra gæti komið vegna mikilla náttúruverndarhags- muna. Sorglegra er þó að ríkisstjórn Íslands hyggist setja neyðarlög sem tryggja lagningu raflína um víðerni og nútímahraun, taka skipulagsvald af sveitarfélögum, fara gegn úrskurði óháðrar úrskurðarnefndar og á svig við alþjóðasamninga til að bjarga Landsneti úr klípunni og bregðast við þrýstingi erlends stórfyrirtækis. Snorri Baldursson formaður Landverndar Ytri-Bjarghóll Sáta Hvíthólaskarð Þr íh yr ni ng ar ✿ Kröflulínur Kröflustöð Le irh nj úk sh ra un n Kröflulína 5: Fyrirhuguð á næstu 10 árum. n Kröflulína 4: Upprunaleg tillaga Landsnets. n Kröflulína 4: Tillaga stjórnvalda. Heimild: Landsnet og Landvernd 300m Í stað þess að einhenda sér í að finna leiðir fyrir línur og jarðstrengi sem sneiða hjá við- komandi hraunum, og liðka fyrir heimildum Landsnets í þeim efnum, ákvað ríkisstjórn Íslands að freista þess að leysa málið með lagaofbeldi. Það sem skiptir mestu máli er að hlutverk samfélags- banka er ekki að græða heldur að þjóna samfélag- inu. Ef bankinn græðir þá fer gróðinn til samfélagsins.Samfélagsbanki er góð hugmynd fyrir almenning. Í Þýskalandi er samfélagsbanki sem heitir Spar- kasse. Um 50 milljónir Þjóðverja eru viðskiptavinir hans af samtals 80 milljónum Þjóðverja. Sparkassen hefur verið starfræktur í 200 ár og nýtur mjög mikils trausts í neytenda- könnunum en um 80 prósent Þjóð- verja treysta Sparkassen. Til saman- burðar þá njóta íslenskir bankar aðeins um sjö prósenta trausts hjá viðskiptavinum. Samfélagsbankar í Þýskalandi eru með um 40 prósent af markaðnum þegar tekið er mið af fjármagnseignum. Sparkassen er eingöngu viðskipta- banki en ekki fjárfestingabanki. Það þýðir að hann tekur ekki þátt í spákaupmennskunni. Fjárfestinga- bankar taka oft mikla áhættu sem líkist oft spilavítishegðun. Bankar sem eru eingöngu viðskiptabankar þjóna einstaklingum og fyrirtækjum og eiga þátt í því að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki sem taka þátt í raunhagkerfinu, þ.e. framleiða raun- veruleg verðmæti. Viðskiptabankar taka því litla áhættu í rekstri sínum. Þess vegna hafa bankakreppur mjög lítil áhrif á samfélagsbanka. Það sem skiptir mestu máli er að hlutverk samfélagsbanka er ekki að græða heldur að þjóna samfélaginu. Ef bankinn græðir þá fer gróðinn til samfélagsins. Samfélagsbanki borgar ekki ofurlaun eða bónusa en þrátt fyrir það eru engin vandamál við að ráða starfsfólk. Eigendur einka- banka vilja gróða og sá gróði kemur samfélaginu ekki til góða og er bara rekstrarkostnaður. Þar sem áhættan er mun minni í rekstrinum og ekki er krafist gróða þá er kostnaður við rekstur samfélags- banka mun minni en einkabanka. Þess vegna getur samfélagsbanki boðið tryggari og ódýrari þjónustu. Þess vegna eru samfélagsbankar betri fyrir almenning. Auk þess fer hugsan- legur gróði aftur til baka til okkar. Dögun hefur það að markmiði að koma á samfélagsbanka á Íslandi og þá liggur beinast við að breyta Lands- bankanum í samfélagsbanka með nýjum lögum. Vilji er allt sem þarf og hann er til hjá Dögun. Sparkassen-samfélagsbanki Helga Þórðardóttir formaður Dögunar GRANDINN TIL LEIGU 2 HÆÐIR Á EYJARSLÓÐ 9 210 fm efri hæð sem er einn salur án milliveggja með góðri lofthæð. Stórkostlegt útsýni til norðurs og suðurs. 130 fm hæð efri hæð sem er einn salur án milliveggja. Mjög gott útsýni til norðausturs. Báðar hæðirnar eru lausar. Upplýsingar gefur Ólafur í síma 892 5064 Leigjendur eru ánægðir hjá okkur almennaleigufelagid.is Langtíma leigusamningur Sveigjanleiki 24/7 þjónusta Niðurstöður úr nýrri þjónustukönnun Almenna leigufélagsins* sýna að 87% viðskiptavina eru ánægð með að leigja hjá félaginu. Við erum stolt af niðurstöðunni og munum halda áfram að tryggja einstaklingum og fjölskyldum á leigumarkaði húsnæðisöryggi, sveigjanleika og enn betri þjónustu. Ánægð/ur – 87,1 % Hvorki né – 8,4 % Óánægð/ur – 4,5 % *Könnunin var framkvæmd af Gallup fyrir Almenna leigufélagið dagana 16. - 29. júní 2016. 8,4 % 4,5 % 87,1 % 2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r18 s K o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.