Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2016, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 24.09.2016, Qupperneq 30
mætti rannsaka hvern sem er án gruns um glæp? Hvað þá? Út frá einhverjum duttlungum? Það gæti orðið mjög ljótt mjög hratt,“ segir hún. „Ég er á netinu 6-7 tíma á dag. Ég er að búa til punkta um mig. Hvar ég er og hvað ég er að gera. Hvern ég er að tala við, hvern ég þekki. Þú getur tekið öll þessi gögn og búið til hvaða sögu sem er og fært hana fram og sagt: Við sækjum um leyfi til að hlera hana Oktavíu. Hún var í Skeifunni í gær klukkan fjögur. Jón Jónsson, sem við vitum að er að selja eiturlyf var líka í Skeifunni á nammibarnum á sama tíma. Allt í einu er búið að búa til þessa skökku mynd um mig,“ bendir hún á. Rauðu þríhyrningarnir í Shenzhen Smári tekur undir og nefnir raun- verulegt dæmi sem er líkast vís- indaskáldsögu. „Shenzhen í Kína er sú borg heimsins sem er með hvað mest af eftirlitsmyndavélum. Allar myndavélarnar eru tengdar inn í hugbúnað sem er með andlits- greiningartæki. Þess vegna máttu ekki vera með hatt þegar þú kemur á flugvöllinn á Hong Kong. Ef þú ert með hatt þá kemur einhver og segir þér að taka hann niður. Ástæðan er sú að það er verið að tagga þig inn í kerfið. Alls staðar þar sem þú gengur um. Þetta andlit er á þessum tíma- punkti á þessum stað. Flestir eru merktir með grænum ferningi, en þekktir afbrotamenn með rauðum ferningi. Ef þeir sem eru merktir grænir eru oft nálægt þeim sem eru merktir rauðir þá fá þeir svona rauðan þríhyrning fyrir ofan haus- inn á sér. Þeir eru þá orðnir varhuga- verðir.“ Þarf að vernda íslenska borgara Þau benda bæði á að það sé nauð- synlegt að breyta regluverkinu með það að markmiði að vernda íslenska borgara og upplýsingar þeirra. „Til dæmis heilbrigðisupplýsingar. Frið- helgi einkalífs er gríðarlega mikil- væg og er þungamiðja í allri vinnu er lýtur að netöryggi,“ segir Oktavía og bendir á að menntamálaráðu- neytið setti fram fjögur frumvörp um tjáningar- og upplýsingafrelsi nýlega, frumvörp sem byggð eru á þingsályktun frá 2010 sem oft er talað um sem IMMI (Icelandic Mod- ern Media Initiative). „Það er rétta leiðin áfram. Svo verðum við að takast á við það að þróunin síðasta áratug hefur verið með þeim hætti að núna leyfum við fyrirtækjum að hafa réttindi og erum með reglur fyrir fólk. Það ætti að vera öfugt, réttindi fyrir fólk og reglur fyrir fyrirtæki. Við verðum að tryggja mannréttindi okkar á netinu og eins og staðan er í dag erum við að minnka réttindi borgara á netinu,“ segir Oktavía. Smári segir regluverkið og stofn- anir ekki ráða við þær öru breytingar sem eiga sér stað. „Góður vilji hefur ekki skilað nægum árangri, að hluta til vegna skorts á viðunandi tækni- þekkingu innan stjórnmálanna. Ekki bætir úr skák að margar þeirra stofnana sem eiga að stuðla að net- öryggi, öryggi borgaranna, og gæta að því að mannréttindi séu virt eru illa fjármagnaðar í dag,“segir Smári. dæmis kennt hinsegin fólki að vinna að breytingum með aktívisma. Ég hef kennt blaðakonum að nota Tor í umhverfi þar sem netnotkun er hættuleg fyrir konur og nafnleynd er nauðsynleg, rannsóknarblaða- mönnum að vinna í viðkvæmum spillingarmálum, bandarískum blaðamönnum sem vilja vernda sig og heimildir sínar fyrir PRISM, fin- fisher og öðrum löglegum og ólög- legum neteftirlitstólum og pólitísk- um hreyfingum,“ segir Oktavía. Venjulegt fólk í felum Oktavía segir fólk líka nota Tor í þeim einfalda tilgangi að njóta frið- helgi einkalífs síns. „Alveg eins og ég get ekki komið heim til þín og séð hvað þú ert að gera heima hjá þér, þá getur fólk sem er á Tor ekki séð hvað annað fólk er að gera á netinu. Ef fólk upplifir enga friðhelgi, veit að það er verið að fylgjast með ferðum þess og hagnýta upplýsingar þess um netnotkunina og skerða aðgang að upplýsingum, þá breytir fólk hegðun sinni. Venjulegt fólk er farið að nota nafnleysi á netinu og það af mjög góðri ástæðu,“ segir hún. Enginn með ökuskírteini Oktavía bendir á ýmsar ástæður fyrir því að fólk er farið að breyta hegðun sinni á netinu. „Tryggingafyrirtæki, til dæmis í Danmörku, kaupa gögn frá símafyrirtækjum og kortleggja hegðun fólks eftir netnotkun. Þá er neytendum stundum launað í lægra verði ef þeir gefa upplýsingar um sig. Íslendingar eru mikið á Facebook. Hver pælir í því hvað er gert með gögn um Íslendinga á Facebook? Facebook er að selja upplýsingar, það finnst mér ógnvænlegt. Lögreglan ætti að kanna það; borgaraleg réttindi Íslendinga á Facebook!“ Oktavía notar umferðarmyndlík- ingu til að skýra vandamál internets- ins. „Mjög fá okkar vita hvernig inter- netið virkar. Við lærðum það aldrei. Sum okkar voru á traktor í sveit, og vitum þess vegna í grófum dráttum hvernig bílar virka. Ímyndum okkur að þetta sé umferð. Við erum öll í bíl. Enginn er með ökuskírteini. Við skilj- um ekki skiltin. Við erum að gera eins og allir hinir og vonum að við lendum ekki í óhappi. Hver er að passa upp á veginn? Hver lagði veginn? Hver er að laga hann þegar það koma göt í hann? Við verðum að skilja þetta nýja umhverfi okkar, þetta skiptir miklu máli,“ segir Oktavía. Lenti í hlerunum án vitundar Smári segist hafa áhyggjur af áhuga yfirmanna lögreglunnar á því að fá vopn og forvirkar rannsóknarheim- ildir. „Það hefur verið agalegt ástand hjá lögreglunni í langan tíma. Hún fær alltof lítinn stuðning, lítið fjár- magn og býr við manneklu og óstöð- ugt starfsumhverfi. Þar af leiðandi er freistandi að vilja stytta sér leið með forvirkum rannsóknarheimildum, í stað þess að láta góðar og gildar rannsóknaraðferðir gilda,“ segir Smári, sem þekkir af eigin reynslu hvernig það er að lenda undir smá- sjá yfirvalda án ástæðu. „Ég lenti í því fyrir nokkrum árum að bandarískur dómstóll ákvað að ég og 130 aðrir værum áhugaverðir út af einhverju máli. Dómstóllinn sendi kröfu til Google og bað þá um allar tengingar og allt um þessa 130 einstaklinga. Þá var líka dómsúrskurður um að fyrir- tækið mætti ekki greina þessum 130 einstaklingum frá rannsókninni. Ég mátti ekki vita af því að bandarískur dómstóll væri með öll gögnin mín fyrr en tveimur árum síðar. Þetta þýddi það að af því að ég fékk ekki að vita að ég væri til rannsóknar þá hafði ég engin lagaleg úrræði til að bregðast við því,“ segir Smári frá. Þörf mannréttindabarátta Oktavía tekur undir þetta og segir mikilvægt að efla mannréttindi fólks á netinu. „Það er ekki svo stór munur á mér hér og mér á netinu. Ég vil bara sömu réttindi. Lögreglan má ekki framkvæma forvirkar rannsóknir og það eru ástæður fyrir því. Vegna þess að lögregla hefur heimildir til að ganga mjög nærri fólki. Hvað ef lögreglan Hvað fann Europol á Tor? Tor er skammstöfun fyrir The Onion Router eða lauknetið. Það var notað af bandaríska sjó- hernum til að koma í veg fyrir að óvinaher gæti greint samskipti þeirra á milli. Þegar Tor er notað er ekki hægt að rekja IP-tölur. Það var herbragð að bandaríski sjóherinn opnaði notkun fyrir almenningi. Þannig geta óvinir ómögulegt greint hvort samskipti á Tor-netinu eru á vegum sjó- hersins eða bara venjulegs fólks. Hvað er *Síður tengdar glæpum eru brotabrot af síðum Tor sem er með með 2,5 milljón notendur. ? 83 síður tengdust vopnum 60 síður tengdust DDoS árásum 18 síður tengdust föls­ uðum skilríkjum og hryðjuverkum 8 síður tengdust „upplýsingaveiðum“ (e. phishing) 279 síður tengdust eiturlyfjum 204 síður tengdust greiðslukortum 72 síður tengdust svikum 133 síður tengdust fölsuðum vörum 292 síður tengdust mis­ notkun á börnum 105 síður tengdust „tölvuinnbrotum“ (e. hacking) Íslendingar eru mikið á Facebook. Hver pælir Í þvÍ Hvað er gert við gögn um Íslendinga á Facebook? Facebook er að selja upplýsingar, það Finnst mér ógnvænlegt. Oktavía Hrund Jónsdóttir Oktavía Netnotkun mín er ekki öðru- vísi á Tor en í Chrome eða Firefox, mér líður bara betur að vita að ég er öruggari þar sem notandi. Ef þú átt við sérkenni Tor Browsers, þá finnst mér síðustu uppfærslur á UX/UI (user experience, user interface) í Tor hafa stórbatnað frá því að vera í raun og veru nördatól í að vera ,,bara vafri eins og allir aðrir vafrar". Það er miklu auðveldara að skipta um stafræna sjálfsmynd núna (gott ef maður er staddur í ríki sem ritskoðar netaðgengi til dæmis) og svo er þjónustan ekki eins hæg og hún var – sem er hreinlega mjög mikilvægt fyrir netnotendur. Smári Ég nota það helst þegar ég vil ekki að það sé hægt að fylgjast með ferðum mínum. Það kom sér mjög vel í síðasta starfinu mínu, þar sem ég var mjög oft að leita að upp- lýsingum um hættulega glæpa- menn, eða að reyna að forðast að leyniþjónustur ýmissa landa gætu fylgst með okkur. Ég nota Tor aðallega til að skoða venjulegar vef- síður. Undantekningin er ein fréttaveita um öryggismál sem nokkrir vinir mínir reka, en hana má aðeins nálgast í gegnum Tor. Svona nota Smári og Oktavía Tor Europol greinir frá því að eitur­ lyfjasala færist í auknum mæli á internetið og erfitt sé að eiga við sölu á földum netum. Hakkari til leigu. Fölsuð vegabréf eru eftirsótt. Þau eru boðin til sölu á Tor á fleiri en einni sölusíðu. Þetta fann blaðamaður á Tor eftir 5 mínútna leit Breskar byssur til sölu. Falsaðir dollarar til sölu á Tor. Umferð um huldunetin hefur stóraukist síðustu ár. Fjöldi daglegra notenda var um 2,5 milljónir árið 2014 og eykst enn. FRéTTaBLaðið/ERniR 2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r30 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.