Fréttablaðið - 24.09.2016, Side 34

Fréttablaðið - 24.09.2016, Side 34
Júlía segir að Norðurland sé matar kista. Mörg öflug matvæla- fyrirtæki eru starfrækt á Akur- eyri. „Hér framleiðum við mikið af mat og fagfólki í matvælageir- anum,“ segir hún. „Verkmennta- skólinn útskrifar kokka, þjóna og kjötiðnaðarmenn. Veitingahúsum hefur fjölgað mikið hér og það er mikil vöntun á fagfólki í þessum greinum.“ Júlía sér um keppnissvæði Local Food en ýmsar kokkakeppn- ir verða í gangi á laugardeginum. Meðal annars verður Local Food Festival-kokkur ársins 2016 kos- inn. Hægt er að skoða nánari dag- skrá á localfood.is en sýningin er í Íþróttahöllinni á Akureyri. Júlía hefur starfað lengi í fag- inu á hinum ýmsu veitingahúsum bæjarins. Meðal annars var hún lengi matreiðslumaður á KEA-hót- eli. Núna starfar hún hjá Garra og sér að auki um eldhúsið í Frímúr- arahúsinu. Hún er fædd og uppal- in á Akureyri. Júlía bendir á að um helgina fari einnig fram í fyrsta skipti Food and Fun á Akureyri. Fimm veitingahús taka þátt og bjóða spennandi matseðla. Júlía gefur lesendum hér upp- skriftir að íslenskum haustmat. Hún segir að þetta sér „local“ matur, ræktaður í næsta nágrenni. „Þetta eru einfaldir og þægilegir réttir sem allir geta gert,“ segir hún. Hollur og ljúffengur haustmatur Júlía Skarphéðinsdóttir matreiðslumaður er í sýningarstjórn matvælasýningarinnar Local Food sem haldin er á Akureyri um næstu helgi. Í fyrra heimsóttu um fimmtán þúsund gestir sýninguna sem er vettvangur norðlenskra matvælafyrirtækja til að kynna sig. Júlía Skarphéðinsdóttir, matreiðslumaður á Akureyri. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Elín Albertsdóttir elin@365.is Bakaðir lamBaskankar með timjani, hvítlauk og hvítvíni hráefni 8 lambaskankar Salt og nýmalaður pipar 2 laukar, skrældir og skornir í báta 2 heilir hvítlaukar 3-4 timjanbrúskar 3 ½ dl hvítvín eða mysa Kryddið skanka með salti og pipar og setjið í eldfast mót með loki ásamt lauknum, hvítlauknum og hvítvíninu, lokið sett á og eldað við 150°C í um 3-4 tíma (fer að- eins eftir ofnum). Með þessu og á þessum tíma er tilvalið að bera fram haustgræn- metið úr garðinum, t.d. vænar gul- rætur, gulrófu, hvítkál, lauk, kart- öflur. Grænmetið er skorið gróft í annað opið eldfast mót og bakað með skönkunum síðasta klukku- tímann, kryddað með salti, pipar og hunangi. Sósa löguð úr soðinu af skönk- unum. Þennan mat er frábært að elda á haustin og þessi aðferð er þægi- leg, lítill undirbúningur og róleg- heit. Verk- menntaskólinn útskrifar kokka, þjóna og kjötiðn- aðarmenn og veitingahúsum hefur fjölgað mikið hér. haustleg grænmetissúpa Á þessum árstíma er sérstak- lega skemmtilegt að gera súpur, hér kemur ein sem allir geta gert. Bara nota það sem til er í ísskápnum, óþarfi að mæla. Piparostur ½ l vatn 1 l mjólk Tómatar Salsasósa Sveppir Gulrætur Hvítlaukur Blómkál Grænmetiskraftur Ostur og vatn sett í pott og ost- urinn soðinn í sundur. Öllu hinu bætt í og soðið við vægan hita. Gott að bera fram með ristuðum brauðteningum og rifnum osti. Fyrirtækið Darri framleiðir harð- fisk undir nafninu Eyjabiti og starfa þar um þrettán manns árið um kring. Þrátt fyrir eyjanafn- ið er fyrirtækið staðsett á Greni- vík og fagnar það tuttugu ára af- mæli sínu í nóvember. „Fyrirtæk- ið var keypt frá Vestmannaeyjum þar sem það starfaði undir nafninu Eyjabiti og ákváðum við að halda nafninu. Við framleiðum harðfisk úr þremur fisktegundum, ýsu, þorski og steinbít. Við erum með um tíu vörumerki, poka í mismun- andi stærðum og svo er líka hægt að fá bitafisk,“ útskýrir Heim- ir Ásgeirsson, eigandi fyrirtæk- isins. Hann bætir við að einnig sé hægt að fá valsaðan harð- fisk og óbarinn líka. „Við erum með óbarða ýsu sem mörg- um þykir góð, þeir segja að hún sé þá eins og hún kom úr hjallinum í gamla daga.“ nánast bara prótein Harðfiskur hefur haldið vinsæld- um sínum í gegnum tíðina og segir Heimir að salan hafi aukist hjá þeim að undanförnu. „Já, þetta hefur allt verið upp á við hjá okkur. Það má heldur ekki gleyma því að við erum líka að selja á erlenda mark- aði, til Færeyja, Grænlands og Noregs mest. Það eru alveg um fjörutíu prósent framleiðsl- unnar sem fara út. Síðastliðin tíu ár höfum við verið mikið í útflutn- ingi og salan er líka að aukast þar,“ segir Heimir. Margir tengja harðfisk við holl- ustu og tekur Heimir undir það. „Þetta er mikil heilsuvara og harð- fiskur er nánast eingöngu prótein eða um 82 prósent. Engin næring hverfur úr fiskinum við þurrkun- ina.“ eyjabiti á matarhátíð Árlega vinnur Eyjabiti úr 500 tonnum af slægðum fiski. Úr þeim fást um 42 tonn af harðfiski sem alltaf hefur tekist að selja. Heim- ir segir þessa rýrnun fisksins vera ástæðu þess að harðfiskur er eins dýr og hann er. „Fiskurinn rýrnar um 91,5 % frá því hann er keypt- ur slægður og það næst því um 8,5 prósenta nýting úr fiskinum. Úr einu tonni af slægðum fiski fást því um 84 kíló, þá er búið að taka haus, bein og roð af og mikið af vatni líka þannig að í raun er bara fiskurinn sjálfur eftir og verðið endurspeglar það.“ Eyjabiti tekur þátt í Local Food Festival um helgina þar sem boðið verður upp á allar vörutegundir fyrirtækisins og gestum og gang- andi leyft að smakka. Hollustuvara sem fagnar vaxandi vinsældum Harðfiskur frá Eyjabita verður á Local Food Festival og geta gestir gætt sér á harðfiski úr ýsu, þorski og steinbít. Harðfiskur á vaxandi vinsældum að fagna og hefur sala á vörunni aukist jafnt og þétt bæði hérlendis sem og erlendis. Harðfiskur hefur haldið vinsældum sínum í gegnum tíð- ina og segir Heimir að salan hafi aukist hjá þeim að undanförnu. Eyjabiti tekur þátt í Local Food Festival um helgina þar sem boðið verður upp á allar vörutegundir fyrirtækisins og gestum og gangandi leyft að smakka. Fyrirtækið Darri framleiðir harðfisk undir nafninu Eyjabiti og starfa þar um þrettán manns árið um kring. LOcAL FOOD FEStiVAL Kynningarblað 24. september 20164
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.