Fréttablaðið - 24.09.2016, Síða 47
Landsvirkjun ber gullmerkið í Jafnlaunaúttekt PwC, sem stað festir að fyrirtækið
greiðir körlum og konum jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Umsóknarfrestur er til og með 9. október.
Landsvirkjun hvetur konur jafnt sem karla
til að sækja um störfin.
www.landsvirkjun.is
Landsvirkjun er rótgróið fyrirtæki í örri þróun. Við vinnum með virkum
hætti að uppbyggingu í orkumálum og viðskiptalífi og viljum vera í farar-
broddi við að móta ný tækifæri á þessum sviðum. Hjá okkur starfar hópur
metnaðarfulls starfsfólks með ólíka menntun og fjölbreytta starfsreynslu.
Starfið er á Þjórsársvæði og í því felast
fjölbreytt verkefni á sviði umhverfis-,
heilbrigðis-, gæða- og samfélagsmála.
Viðkomandi vinnur að eftirliti, gagna-
öflun og kynningu á niðurstöðum úr
mælingum og rannsóknum í þessum
málaflokkum. Verkefnisstjóri annast
eftirlit með ytri og innri kröfum vegna
starfsleyfis aflstöðva á Þjórsársvæði
og hefur umsjón með að þeim sé fram-
fylgt. Verkefnisstjórinn hefur auk þess
umsjón með samskiptaáætlun Þjórsár-
svæðis og fylgir eftir samskiptum við
eftirlits- og hagsmunaaðila ásamt því
að hafa umsjón með kynningarefni og
móttöku gesta.
Sótt er um starfið á vef Capacent, capacent.is.
Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir
(audur.bjarnadottir@capacent.is) og
Þóra María Guðjónsdóttir (thora.maria.
gudjonsdottir@landsvirkjun.is).
Við leitum að
framúr skarandi fólki
Verkefnisstjóri
Umhverfis- og samfélagsmál
Við óskum eftir að ráða útsjónarsaman
og skipulagðan starfskraft til að ganga
til liðs við samskiptasvið fyrirtækisins
og leiða rekstur og þróun gestastofa.
Í starfinu felst einnig að þróa tækifæri
til samstarfs við ferðaþjónustuaðila um
land allt.
Allt rafmagn á Íslandi er unnið úr
endurnýjanlegum orkugjöfum; vatni,
jarðvarma og vindi. Þetta er einn þeirra
fjölmörgu þátta sem skapa Íslandi sér-
stöðu á heimsmælikvarða og býður þar
af leiðandi upp á ótal tækifæri. Árlega
heimsækja yfir 30 þúsund innlendir
og erlendir ferðamenn gestastofur í
aflstöðvum Landsvirkjunar.
Sótt er um starfið á vef Capacent, capacent.is.
Nánari upplýsingar veita Hilmar Garðar
Hjaltason (hilmar.hjaltason@capacent.is)
og Sturla Jóhann Hreinsson (sturla.johann.
hreinsson@landsvirkjun.is).
Verkefnisstjóri
Þróun gestastofa
Landsvirkjun óskar eftir að ráða vél-
fræðing til að annast rekstur, eftirlit
og viðhald aflstöðva og veitumannvirkja
við Blöndustöð. Í starfinu felst meðal
annars vinna við aukið rekstrar öryggi og
hagkvæmni í rekstri num. Stöðvarvörður
hefur einnig eftirlit með því að öryggis-
kröfum Landsvirkjunar og annarra
opinberra aðila sé framfylgt.
Sótt er um starfið á vef Landsvirkjunar,
www.landsvirkjun.is.
Nánari upplýsingar veitir Þóra María
Guðjónsdóttir (thora.maria.gudjonsdottir
@landsvirkjun.is).
Stöðvarvörður
Blöndustöð
Landsvirkjun leitar að tveimur einstak-
lingum; vélfræðingi og rafvirkja, til
starfa á Mývatnssvæði. Í störfunum
felst umsjón með rekstri aflstöðva og
veitumannvirkja við Kröflu, Bjarnarflag
og Þeistareyki auk eftirlits og viðhalds
aflstöðva. Stöðvarverðir vinna markvisst
að því að efla rekstraröryggi og hag-
kvæmni ásamt því að hafa umsjón með
að öryggiskröfum Landsvirkjunar og
annarra opinberra aðila sé framfylgt.
Sótt er um starfið á vef Landsvirkjunar,
www.landsvirkjun.is.
Nánari upplýsingar veitir Þóra María
Guðjónsdóttir (thora.maria.gudjonsdottir
@landsvirkjun.is).
Stöðvarverðir
Mývatnssvæði
Um er að ræða stöðu sem snýr að
fjölbreyttum viðhalds- og rekstrar-
verkefnum um endurbætur, innkaup
og utanumhald búnaðar auk lagerhalds.
Viðkomandi ber ábyrgð á að viðhalds-
stefnu Landsvirkjunar sé framfylgt og
að verk séu faglega unnin ásamt því
að hafa umsjón með gæða-, umhverfis-
og öryggismálum á svæðinu.
Sótt er um starfið á vef Capacent, capacent.is.
Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir
(thora.petursdottir@capacent.is) og
Þóra María Guðjónsdóttir (thora.maria.
gudjonsdottir@landsvirkjun.is).
Sérfræðingur
Mývatnssvæði