Fréttablaðið - 24.09.2016, Page 53
5 . N Ó V E M B E R
í S m á r a l i n d
Vertu með okkur frá upphafi
Afgreiðslustörf
Við leitum að áhugasömum og lífsglöðum einstaklingum
til starfa á kaffihúsi Krispy Kreme. Bæði fullt starf og
hlutastörf eru í boði – Unnið er á vöktum.
Hæfniskröfur:
• Rík þjónustulund
• Stundvísi
• Góð mannleg samskipti og snyrtimennska
• Íslenskumælandi
Framleiðsla
Starfsmenn munu vinna náið með framleiðslustjórum, viðhalda
nákvæmu birgðaplani ásamt öðrum verkefnum sem falla undir
framleiðslu. Viðkomandi þarf að geta unnið á stórar og smáar vélar
sem notaðar eru við framleiðslu kleinuhringja. Mikil ábyrgð fylgir
þessu starfi og unnið er á 2-2-3 vöktum.
Hæfniskröfur:
• Reynsla af matvælaframleiðslu kostur en ekki skilyrði
• Nákvæm vinnubrögð og vinnusemi
• Geta til þess að vinna undir álagi
• Fylgt heilbrigðisreglum
• Góð mannleg samskipti og snyrtimennska
• Íslenska ekki skilyrði
Ef þú hefur áhuga á að starfa með okkur biðjum við þig að senda ferilskrá
á tölvupóstfangið storf@krispykreme.is. Umsóknarfrestur er til 30. september.
Krispy Kreme hóf starfsemi sumarið 1937 en þá hafði Bandaríkjamaðurinn Vernon
Rudolph kynnst bestu kleinuhringjum sem hann hafði smakkað og falast eftir uppskrift-
inni frá frönskum matreiðslumanni sem bjó í New Orleans. Með uppskriftina í farteskinu
leigði hann húsnæði í Winston-Salem og hóf að selja Krispy Kreme kleinuhringi í mat-
vöruverslanir í hverfinu. Í dag eru yfir 1.100 Krispy Kreme staðir í heiminum og sama
uppskriftin enn notuð, enda óþarfi að breyta því sem er jafn bragðgott og ljúffengt.
Uppvaskarar
Leitum að öflugum uppvaskara til að vinna í framleiðslu-
rými og undir stjórn framleiðslustjóra. Unnið er á vöktum.
Hæfniskröfur:
• Stundvísi og dugnaður
• Geta til þess að vinna undir álagi
• Góð mannleg samskipti og snyrtimennska
• Íslenska ekki skilyrði
/KrispyKremeIS #KrispyKremeIS
Vaktstjórar
Við leitum að skipulögðum og drífandi einstaklingum í
fullt starf. Reynsla úr sambærilegu starfi æskileg. Aðeins
24 ára og eldri koma til greina. Vaktstjóri ber ábyrgð á
þjónustu, verkferlum, verkstjórn og þjálfun starfsfólks.
Hæfniskröfur:
• Skipulags- og leiðtogahæfileikar
• Rík þjónustulund
• Góð mannleg samskipti og snyrtimennska
• Almenn tölvukunnátta
• Íslenskumælandi
Kaffibarþjónar
Elskar þú kaffi? Við leitum að áhugasömum kaffiunnendum
í störf kaffibarþjóna. Störfin felast í sölu og framleiðslu á
kaffidrykkjum. Starfsmenn munu fara á námskeið og fá
ítarlega kennslu í kaffigerð. Unnið er á 2-2-3 vöktum.
Hæfniskröfur:
• Nákvæm vinnubrögð
• Rík þjónustulund
• Góð mannleg samskipti og snyrtimennska
• Reynsla af kaffibarþjónastörfum kostur en ekki skilyrði
• Íslenskumælandi
Skreytingameistarar
Ertu listamaður? Við leitum að fólki með áhuga á bakstri og
skreytingum til að vinna í framleiðslu Krispy Kreme. Unnið er
náið með framleiðslustjórum og öðrum starfsmönnum. Bæði
fullt starf og hlutastörf eru í boði – Unnið er á vöktum
Hæfniskröfur:
• Reynsla af bakstri og skreytingum kostur en ekki skilyrði
• Nákvæm vinnubrögð og skipulagning
• Fylgt heilbrigðisreglum
• Góð mannleg samskipti og snyrtimennska
• Íslenska ekki skilyrði