Fréttablaðið - 24.09.2016, Page 66

Fréttablaðið - 24.09.2016, Page 66
Lágkolvetnalífsstíll hefur átt töluverðum vinsældum að fagna en fylgjendur hans vilja meina að ofneysla á kolvetnum sé ein meginorsök offitufaraldursins. Þeir sem aðhyllast það borða kjöt, fisk, egg, feitar sósur, ofan jarðargrænmeti, fituríkar mjólkurvörur, hnetur og ber en sneiða hjá sykri og hvers kyns kornvöru auk þess sem rótar- grænmeti og ávextir eru skorn- ir við nögl. Flestum þykir erfiðast að sleppa brauði og reyna gjarn- an að finna staðgengil. Það getur hins vegar verið snúið að baka úr öðru en hveiti og marg- ir kannast við að hafa gert mis- heppnaðar tilraunir. Hér er hins vegar skotheld uppskrift sem gefur nýbökuðu hveitibrauði ekkert eftir. Það er mjög fitu- ríkt en allur eggjafjöldinn gerir það að verkum að það er létt í sér og rennur ljúflega niður. Möndlurnar og fræin koma í staðinn fyrir hveitið og husk- trefjarnar halda öllu saman. Þetta tilbrigði við hið margróm- aða ítalska focc acia-brauð er til- valið með góðri haustsúpu. Eins er gott að dýfa því í hummus eða annað viðbit. Uppskriftina er að finna í bókinni Södd og sátt án kolvetna eftir Jane Fa- erber. LágkoLvetna foccacia 3 dl kotasæla 6 egg 40 g brætt smjör 2 dl möndlur 1 dl sólblómafræ 1 dl sesamfræ 2 msk. husk 1 tsk. salt 2 tsk. lyftiduft tilbrigði 1 20-25 svartar ólívur 1-2 stilkar ferskt timían Flögusalt tilbrigði 2 100 g grófhakkaðir Sólþurrkaðir tómatar í olíu Flögusalt Hitið ofninn í 170 gráður. Þeytið kotasæluna þannig að hún verði kekkjalaus. Blandið eggjum og bræddu smjöri varlega saman við. Malið hnetur og fræ í mat- vinnsluvél þar til fínt. Bætið husk-trefjum, salti og lyftidufti við. Blandið saman við eggja- blönduna og látið þykkna um stund. Skiptið deiginu í tvennt. Það er líka hægt að hafa það í heilu lagi og gera stærra brauð. Dreif- ið því á pappírsklædda ofnplötu og mótið í ferhyrning. Bakið í 15 mínútur. tilbrigði 1 Takið út og þrýstið ólífum létt ofan í deigið með jöfnu milli- bili. Dreifið söxuðu rósmaríni og flögusalti yfir og bakið í 15-20 mínútur til viðbótar eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. tilbrigði 2 Takið út og og dreifið sólþurrk- uðum tómötum yfir. Dreifið söx- uðu rósmaríni og flögusalti yfir og bakið í 15-20 mínútur til við- bótar eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. Skerið brauðið í litla ferninga og berið fram. LágkoLvetnabrauð sem bragð er að Þeir sem vilja tileinka sér lágkolvetnalífsstíl þurfa að sneiða hjá brauði. Margir reyna að finna staðgengil en það getur reynst snúið. Hér er uppskrift að lágkolvetnabrauði sem er bragðgott og lyftir sér vel. hefjast með fundi 2. október kl. 17:00  fyrir stelpur og konur Ný TT námskeið TT-1 námskeiðin okkar fyrir konur fela í sér leiðbeiningar um mataræði, líkamsrækt, sjálfsstyrkingu, fundi, vigtun og mælingar. Þessi sívinsælu námskeið hafa margsannað ágæti sitt og reynst konum afburðavel til að ná markmiðum sínum. TT-3 námskeiðin okkar eru fyrir 16-25 ára stelpur. Þetta eru sérsniðin lífsstílsnámskeið fyrir þær sem vilja taka mataræðið í gegn og komast í gott form. Við byggjum námskeiðin á áralangri reynslu af því að kenna ungmennum líkamsburð og listdans. stelpur 16-25 ára Komdu, við kunnum þetta! Innritun stendur yfir í síma 581 3730. Nánari upplýsingar á jsb.is Velkomin í okkar hóp! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is E F LI R a lm an na te ng s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ön nu n Brauðið er einstaklega létt og fer vel með súpu. Öll helstu tilþrifin og mörkin! Skotheldur sportpakki sem þú færð bara í kvöldfréttum Stöðvar 2 2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r8 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.