Fréttablaðið - 24.09.2016, Side 76

Fréttablaðið - 24.09.2016, Side 76
Þýðir ekkert að drepast úr svartsýni Guðbjörg Þorsteinsdóttir, nefnd Gugga í Bæ í daglegu tali, er ekkja og móðir Pálínu. Hús hennar og ungu hjónanna eru sam- föst. Nú verður hún ein eftir í Bæ. Hún láir unga fólkinu ekkert að fara. „Ef fólk er orðið leitt er um að gera fyrir það að fara meðan það á kost á vinnu annars staðar. Það getur gengið erfiðlegar þegar það eldist. Aldurinn er eins og bremsa. Það er heldur engin endurnýjun í búskap í hreppnum og ekkert framtíðarplan af neinu tagi,“ segir hún og ber fram kaffi og kleinur að ramm íslenskum sið. Gugga er uppalin á Finnboga- stöðum, spölkorn frá Bæ, og hefur átt heima í Trékyllisvík alla tíð. „Ég flutti bara yfir skurð og girðingu á sínum tíma,“ bendir hún á glaðlega. Hún segir mun meira líf hafa verið í sveitinni í hennar uppvexti, til dæmis hafi hún fermst í 11 barna hópi. En svo hafi smáfækkað. „Unga fólkið fór í skóla og skilaði sér ekki heim heldur skapaði sér framtíð annars staðar, eins og gengur,“ segir hún. Sjálf á hún fjögur börn og ellefu barnabörn, auk stjúpdóttur í Ameríku sem á dóttur og tvo dóttursyni. „Svo ég er orðin langamma á ská,“ segir hún brosandi. Hún kveðst ósköp róleg yfir breyt- ingunum á bænum þó auðvitað sakni hún unga fólksins. „Krakkarnir eru að spyrja hvar ég mundi helst vilja vera, ég segi að mér sé alveg sama, ég þurfi alls staðar að byrja upp á nýtt.“ Hún ætlar samt að vera heima í vetur og kveðst ekkert kvíðin. „Það þýðir ekkert að drepast úr svartsýni. Ég hef gaman af handavinnu og lestri og að horfa á sjónvarpið. Nú svo verð ég að hreyfa mig og elda handa mér. Ef mér leiðist fer ég bara í símann og hringi. Svo er fólk hér alls staðar í kring.“ En ætlar hún ekki að hafa nokkrar kindur sér til skemmtunar? „Nei, það skapar bara vandræði. Þá er ég föst,“ segir hún ákveðin. „Hingað er flogið tvisvar í viku yfir veturinn og ég vil geta skroppið suður að hitta fólkið mitt þegar mér dettur það í hug. Ég er ekki nema hálftíma!“ Þetta verður alltaf sveitin mín Fólkið í Bæ, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Magnea Fönn átta ára, Aníta Mjöll tíu ára, Pálína Hjaltadóttir og Gunnar Helgi Guðjónsson. FréttABlAðið/SteFán kArlSSon Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Álasar syninum ekki Nú er ég komin í morgun-kaffi til Guðmundar, bróður Guggu, sem býr í nýlegu húsi á Finnbogastöðum. Eldhúsið angar því Linda dóttir hans, sem kom að sunnan kvöldið áður, er með tvö- falda marensköku í ofninum. Meðan á bakstri stendur gengur hún milli glugga og skyggnir ærnar, sem sumar heita algildum kvenmannsnöfnum eins og Ósk og Vigdís, hún talar um þær eins og hjartkærar vinkonur og hrósar þeim fyrir falleg lömb. Þorsteinn, þrítugur sonur Guð- mundar, ætlar að skera niður mest allan fjárstofninn og flytja burt, en verður þó með nokkrar ær á fóðrum að Heiðarbæ í Steingrímsfirði. Hann kveðst eiga vísa vinnu í byggingar- vöruverslun í Reykjavík til að byrja með, svo sé hann opinn fyrir öllu, jafnvel að kíkja út fyrir landsteinana. „Ég ætla bara að reyna að standa mig, hvar sem ég verð,“ heitir hann. Eins og Gugga systir hans sér Guðmundur fram á að verða einbúi, hvernig skyldi það fara í hann? „Svona og svona,“ svarar hann Gunnar Helgi Guðjóns-son og Pálína Hjalta-dóttir í Bæ eru meðal þeirra ungu bænda sem bregða búi í Árneshreppi. Þau eru þar núna að sinna smalamennsku og ráðstöfun fjárins en fluttu að Vogum á Vatnsleysuströnd fyrr í haust með dæturnar tvær, Anítu Mjöll og Magneu Fönn, svo þær gætu hafið skólagöngu þar jafnsnemma öðrum. Gunnar er byrjaður í vinnu hjá fyrir- tækinu Stólpa í Reykjavík en Pálína er heima við og tekur á móti stelpunum að skóladegi loknum. Spurður hvernig honum líði með að yfirgefa sveitina svarar Gunnar: „Mér líður ágætlega, svipað og þegar ég kom. Þetta eru bara breytingar.“ Pálína er uppalin í Bæ en Gunnar í Mýrartungu 1 í Reykhólasveit. Þau hittust á balli í Sævangi við Stein- grímsfjörð undir lok síðustu aldar. Sambandið þróaðist og þau settust að á Reykhólum þar sem Gunnar starf- aði við Þörungaverksmiðjuna. Þang- að kom Hjalti, faðir Pálínu, og bauð þeim að taka við búinu í Bæ, sem þau þáðu og hófu búskap þar árið 2000. Síðan eru liðin 16 ár. Bústofninn var um 700 fjár þegar flest var. Gunnar kveðst hafa þekkt hverja kind með nafni og finnst það ekkert merkilegt. En sér hann ekki eftir þeim nú? „Nei, ég finn bara til léttis. Við selj- um þær líka flestar á fæti í Reykhóla- sveitina.“ Þ ó a ð Gunnar sé a ð f l u t t u r ó a r h a n n ekki við að v e g u r i n n í sve i t i n a sé lokaður nokkra mánuði á vetri vegna snjóa og segir miklar breytingar hafa orðið til bóta í samgöngum og samskipta- málum á seinni árum. „Tengdapabbi sagði mér að stundum hefði vegurinn ekki verið ruddur frá nóvember fram í maí, júní, en flugið hafi bjargað. Nú hefur Vegagerðin þá reglu að ryðja einu sinni frá áramótum til 20. mars og reyna að halda opnu eftir það.“ Hann segir flugvöllinn á Gjögri hafa verið lagðan bundnu slitlagi fyrir tveimur árum og tölvusamband verða sífellt betra. „Í sumar fengum við 4G, langt á undan ýmsum öðrum sveitarfélögum. Þar hjálpar ferða- mannastraumurinn, það er pressa á að sambandið sé gott út af öryggi þeirra.“ ákvörðun sem tók á Gunnar fer sem sagt ekki vegna biturleika út í stjórnvöld. „Nei, allur biturleiki hvarf þegar ég ákvað að hætta. En það tók á að ákveða það. Mér fannst eiginlega furðulegast að það var léttara fyrir Pálínu en mig þó hún sé rótgróin hér. Ég sagði henni á vissum tímapunkti að mig langaði að fara að fækka fénu. Svona viku seinna spurði hún hvort við ættum ekki bara að hætta alveg. Þá varð allt auðvelt á eftir.“ Pálína kveðst sátt við þessa ákvörðun ekki síst stelpnanna vegna sem nú eru átta og tíu ára. „Mig lang- ar að leyfa þeim að kynnast fleira fólki og komast í meiri félagsskap jafnaldra. Ég met það sem hluta af menntun. Þeim hefur verið afskap- lega vel tekið í Vogunum.“ En er þeim hjónum ekki legið á hálsi fyrir að fara? „Jú, jú,“ svarar Gunnar. „Sumir segja að það sé okkur að kenna að hreppurinn sé að fara í eyði, ég segi að það sé bara einum að kenna, þá heldur fólk að ég nefni eitthvert nafn en ég segi: Þeim síðasta sem fer.“ Þó að töfrar Árnes- hrepps á Ströndum séu ótvíræðir á lygnum haustdögum þegar Trékyllisvíkin er spegilslétt og jörð- in skartar fegurstu litum, þá steðjar að honum vandi nú vegna fólksfækk- unar. Tíu manns eru á förum, þar af fimm börn, og meðalaldur hækkar í sveitinni. ↣ Það eru blessaðar kindurnar sem búskapurinn í árneshreppi snýst um. nú fækkar þeim verulega. 2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r32 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.