Fréttablaðið - 24.09.2016, Qupperneq 88
Listaverkið
Bragi Halldórsson
218
„Jæja þá, sudoku gáta,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að
leysa sudoku að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa
hana,“ bætti hún við. Konráð horfði á gátuna. „Allt í lagi,“ sagði hann.
„Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg
til í keppni. „Við glímum öll við hana og þá kemur í ljós hversu klár þú ert
orðin,“ sagði hún. „Allt í lagi,“ sagði Kata. „En ég vara ykkur við, ég er orðin
mjög klár,“ sagði hún montin.
Heldur þú að þú getir leyst þessa sudoku gátu hraðar en Kata?
4 8 9 2 5
1 6 5
4 3 6
6 9 3
7 3 9 8 5 1 6
5 6 3 1 7
4 2 7 8 1
3 2 6 4 9
5 2
Leikur vikunnar
Skessuleikur
PANTAÐU FRÍAN TÍMA
Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA
893-0098
HÁRÆÐASLIT Í ANDLITINU ?
ÞAÐ ER TIL LAUSN - VIÐ FJARLÆGJUM
HÁRÆÐASLIT ENDANLEGA Í ANDLITI
Ármúla 21, 2. hæð • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com
Snyrtistofan Hafblik
Fyrir Eftir
Þetta er hlaupaleikur fyrir hóp, hann
fer fram á velli eða túni með tvær
endalínur. Allir standa aftan við aðra
línuna nema skessan sem snýr móti
öllum hinum. Þegar skessan klappar
hendast allir af stað og hlaupa yfir
völlinn en skessan reynir að snerta
eins marga og hún getur og segja
„klukk“ um leið. Þá verða þeir í liði
með henni og hjálpa henni að klukka
hina þegar þeir hlaupa á milli lína.
Sá sem fyrstur er klukkaður verður
næsta skessa.
Mamma og pabbi að gifta sig, heitir þessi mynd
eftir Helga Steinar Heiðarsson.
Iðunn Ægisdóttir er átta ára og
er að verða níu ára í nóvem-
ber. Hún á heima í Reykjavík,
gengur í Langholtsskóla og
finnst skemmtilegast í skrift og
íþróttum. Svo skreppur hún í
heimsóknir norður á Strandir og
þar var hún um síðustu helgi.
Hvað skyldi hún hafa brallað
þar? Ég fór í smalamennsku bæði
í Árneshreppi og í Bæ 1 á Sel-
strönd hjá ömmu og afa.
Labbaðir þú langt? Nei, ég labb-
aði ekkert svo mikið, en ég fann
ber á leiðinni.
Hjálpaðir þú til að draga kindur
í réttinni? Já, við pabbi drógum
nokkrar kindur saman, það var
gaman.
Hvað brallaðir þú fleira þarna
fyrir norðan? Ég var mikið úti að
leika, fór í berjamó, gaf hænu-
ungum að borða, henti steinum
út í á og fór í heitu pottana á
Drangsnesi.
Hvað fannst þér skemmtilegast
við ferðina? Það var bara allt
skemmtilegt.
Ferðu oft norður? Já, ég fer mjög
oft í heimsókn til ömmu og afa
sem eiga heima rétt hjá Drangs-
nesi en ekki eins oft í Árnes-
hreppinn.
Gætir þú hugsað þér að eiga
heima í sveit? Já, ég vil eiga
heima bæði í sveit og í Reykjavík.
Hvað langar þig að verða þegar
þú verður stór? Ég mundi vilja
verða dýrahirðir og vinna í Hús-
dýragarðinum.
Mundi vilja
verða dýrahirðir
Iðunn Ægisdóttir naut þess að fara upp í sveit um síðustu helgi.
Hún dró kindur í dilk, fór í berjamó og gaf hænuungum að borða.
„Ég vil eiga heima bæði í sveit og í Reykjavík,“ segir Iðunn sem hér klifrar í stóru tré inni í Sundum. FRÉttablaðIð/EyþóR
2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r44 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð