Fréttablaðið - 24.09.2016, Page 100

Fréttablaðið - 24.09.2016, Page 100
Sjokkerandi skilnaðir ríka og fræga fólksins Lífið er ekki alltaf dans á rósum. Stundum þarf bara að horfast í augu við erfiðleikana enda eru þeir jafn mikill hluti af lífinu og góðu stundirnar. Í Hollywood er þetta ekkert öðruvísi og munum við af því tilefni fara yfir nokkra erfiðustu skilnaðina þar á bæ. Kim Kardashian prýðir forsíðu nýjasta heftis tímaritsins Wonderland. Meðal þess sem hún ræðir um í viðtali við tímaritið er ósætti milli þeirra hjóna og tón- listarkonunnar Taylor Swift. Kim kveðst aldrei hafa sagt illt orð um Taylor þrátt fyrir deiluna. „Ég hef aldrei talað illa um fólk á opinberum vettvangi. Það finnst mér ekki. Ég er alveg hreinskilin þegar ég segist vera aðdáandi henn- ar. Ég meinti þetta ekki illa.“ Forsaga málsins er sú að Taylor Swift andmælti því opinberlega sem Kanye West, eiginmaður Kim, hélt fram, en hann sagðist hafa fengið samþykki söngkonunnar fyrir texta- broti í lagi sem fjallaði um hana. Eftir andmæli Taylor birti Kim upptöku af símtali milli Kanye og Taylor þar sem Taylor heyrist samþykkja text- ann. Kim hrifin af Taylor Kim Kardash­ ian er aðdáandi Taylor Swift. Mynd/ GeTTy Það var gífurlegt sjokk fyrir heimsbyggðina þegar Brad Pitt og Angelina Jolie skildu að borði og sæng nú á dögunum. Það er auðvitað alltaf erfitt að horfa upp á fræga fólkið lenda í erfið- leikum enda á þetta fólk samastað í hjörtum okkar almúgans. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitt af drauma- samböndum Hollywood rennur út í sandinn og því miður eru sjokker- andi skilnaðir á borð við skilnað Brangelinu orðnir nokkuð reglulegir atburðir. Jennifer Aniston og Brad Pitt Áður en skilnaður Brangelinu molaði í mél hugmyndir okkar um þægilegt líf ríka og fræga fólksins var það skilnaður Brads Pitt við Jennifer Aniston. Þetta gríðarlega myndarlega par hafði allt – héldum við. Eftir aðeins fimm ár í paradís var draumurinn úti. Það sem gerði útslagið í hjónabandinu var framhjáhald Brads Pitt en, eins og við öll vitum, var hann að hitta Angelinu Jolie á laun á meðan á tökum á myndinni Mr. & Mrs. Smith stóð. Guy Ritchie og Madonna Þessar fyrrverandi turtildúfur giftu sig árið 2000 en þá var Guy Ritchie gríðarlega vinsæll. Madonna hafði auðvitað verið stórstjarna í mörg ár á þessum tímapunkti og því var þetta mjög umtalað hjónaband – það entist alveg í átta ár, sem mun vera met á þessum lista. Þau eignuðust soninn Rocco á meðan allt lék í lyndi. Getgátur eru uppi að þau hafi að lokum skilið út af kvikmyndinni Swept Away en hún var virkilega slæm svo vægt sé til orða tekið og skartaði Madonnu í aðalhlutverki en Guy Ritchie leikstýrði. Ryan Phillippe og Reese Witherspoon Allir aðdáendur kvikmyndarinnar Cruel Intentions misstu það þegar þeir fréttu af skilnaði þeirra Ryan Phillippe og Reese Witherspoon. Parið fyrrverandi giftist á unga aldri og voru rosalega miklar dúllur. Hins vegar kom babb í bátinn nánast átta árum síðar og þetta drauma­ par ákvað að skilja og í leiðinni gera út af við drauma mjög margra sem fylgdust með hjónakornunum fyrr­ verandi í gegnum lífið. Johnny Depp og Amber Heard Deilurnar í kjölfarið á þessum skiln­ aði standa enn yfir en ásakanirnar eru þvílíkar á báða bóga. Amber Heard mætti til að mynda í réttar­ sal með marblett í andlitinu en hún hefur sakað Depp um að ganga í skrokk á sér og fengið nálgunar­ bann á leikarann. Gríðarlega erfitt mál hér á ferðinni. Katie Holmes og Tom Cruise Íslendingar súpa hveljur þegar þeir hugsa um þennan skilnað. Eftir að hafa hoppað í sófanum hjá Opruh héldu allir að Tom Cruise væri gríðarlega ástfanginn (og/eða bilaður) og að þetta hjónaband myndi aldrei enda. Annað varð nú upp á teningnum og skildi parið eftir Íslandsdvöl Toms Cruise. 2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r56 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð Lífið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.