Fréttablaðið - 28.05.2016, Side 2

Fréttablaðið - 28.05.2016, Side 2
Veður Hæg sunnanátt og léttskýjað á Norður- og Austurlandi, en annars skýjað og dálítil rigning vestast. Fremur hlýtt í veðri. SJÁ SÍÐU 46 Æfing fyrir ótrúlegt sjónarspil FerÐaþJónUSta Mikil uppsveifla hefur verið í norðurljósaferðum og eru þær orðnar mikilvægur hlekkur í vetrarferðaþjónustu. Á góðu vetrar- kvöldi fara rúmlega þrjú þúsund erlendir ferðamenn í slíka ferð. Á síðustu tíu árum hefur hlutfall ferðamanna sem greitt hafa fyrir norðurljósaferðir aukist úr 14 pró- sentum í 42 prósent. „Við höfum farið með yfir tuttugu bíla á einu kvöldi svo það kemur mér ekki á óvart ef þetta eru meira en þrjú þúsund manns,“ segir Kristján Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Kynnisferða. Fjöldi ferðamanna ferðast til lands- ins í þeim tilgangi einum að berja norðurljósin augum. „Það er mikið verk að uppfylla væntingar fólks og þetta er svipað og með fótboltaleik, mörkin eru ekki innifalin,“ segir Krist- ján og bætir við að ef norðurljósin sjást ekki í ferðunum geti farþeg- arnir farið aftur í ferð sér að kostn- aðarlausu. „Það er mikill spenningur í ferðamönnum, það er klappað og faðmast þegar norðurljósin sjást dansandi.“ Erfitt getur reynst að segja til um hvar hægt er að sjá norðurljósin á tilteknu kvöldi en að sögn Kristjáns stóla aðilar innan ferðaþjónustunnar á norðurljósaspár. „Við erum sífellt að verða vísindalegri og tökum spár frá nokkrum aðilum og setjum saman. Í dag erum við með sérfræðing sem gerir spá fyrir okkur svo við séum að fara á réttu staðina.“ Árstíðasveifla í ferðaþjónustu hérlendis er mikil áskorun en ferða- mönnum yfir vetrartímann hefur fjölgað hlutfallslega meira síðastliðin ár en á öðrum árstíma samkvæmt tölum Hagstofunnar og Ferðamála- stofu. thordis@frettabladid.is Þrjú þúsund á hverju kvöldi í norðurljósaferð Mikil fjölgun hefur verið á ferðamönnum í norðurljósaferðir yfir vetrartímann. Sérfræðingar gera norðurljósaspá fyrir ferðaþjónustufyrirtækin. Ferðamönnum yfir vetrartímann hefur fjölgað hlutfallslega meira en á öðrum tíma ársins. Vetrarferðamennska l Hlutfall ferðamanna í norður- ljósaferðum hefur aukist úr 14% í 42% frá 2004/2005 til 2014/2015. l 30% aukning var á ferða- mönnum á 1. og 4. ársfjórð- ungi á árunum 2011-2015. Norðurljósin eru áhrifarík leið til að lengja ferðamannatímann og auka þannig stöðugleika í ferðaþjónustu. Fréttablaðið/GVa Það er mikill spenningur í ferðamönnum, það er klappað og faðmast þegar norðurljósin sjást dansandi. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða SamFélag Húsaleiga nemur að meðaltali um 42 prósentum af ráð- stöfunartekjum heimilis. Þetta sýna niðurstöður skoðana- könnunar sem Gallup gerði fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra. Um eitt prósent leigjenda greiðir leigu sem er innan við 25 prósent af ráðstöfunartekjum heimilisins en það er það markmið sem sett er fram í frumvarpi félags- og húsnæðismála- ráðherra um almennar félagsíbúðir. Niðurstöðurnar sýna líka að um 90 prósent leigjenda og svipað hlut- fall íbúðareigenda telja óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði hér á landi um þessar mundir og rúmlega 80 pró- sent aðspurðra í báðum hópum telja of lítið framboð af hentugu íbúðar- húsnæði til leigu. Könnunin var gerð að beiðni ráð- herra á tímabilinu 19. nóvember til 9. desember. Úrtakið var leigjendur/ eigendur húsnæðis, átján ára og eldri af öllu landinu. Í erindi sem Eygló Harðardóttir hélt á opnum fundi á Grand Hóteli sagði hún niðurstöðuna vera ótví- rætt þá að mikil þörf væri á upp- byggingu leigumarkaðarins hér á landi auk þess sem húsaleigan væri almennt há og mörgum einstak- lingum ofviða. „Þau húsnæðisfrumvörp sem nú eru á lokastigi í þinginu munu mæta brýnni þörf á leigumarkaðnum, einkum tekjulágra fjölskyldna og ungs fólks,“ sagði Eygló. – jhh Leiga tæpur helmingur af tekjunum FerÐaþJónUSta Að jafnaði vinna 22 þúsund manns á þessu ári í ferða- þjónustu á Íslandi en það eru ríflega 10 prósent starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. Líklegt er að um 40 prósent nýrra starfsmanna í ferðaþjónustu árin 2016 og 2017 komi frá útlöndum en þeir eru nú sex þúsund. Þetta er á meðal helstu niður- staðna sem koma fram í könnun Stjórnstöðvar ferðamála um mannaflaþörf og þörf fyrir fræðslu/ hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi. Fyrirtækin vilja helst auka hæfni í tengslum við þjónustulund og gestrisni, jákvætt viðmót, sjálfstæð vinnubrögð og samskiptahæfni. Mest vantar af fólki í ræstingar/þrif, starfsmenn í gestamóttöku, eldhús og veitingasal, leiðsögumenn, sölu- og afgreiðslufólk og faglærða mat- reiðslumenn. Erfiðast er að manna í ræstingar/þrif og í stöður faglærðra matreiðslumanna. – shá Mikill fjöldi kemur að utan San Fransisco ballettinn sýnir í Hörpu í dag og næstu daga og var á æfingu þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Flokkurinn hefur um ára- tugaskeið verið leiddur af Helga Tómassyni dansara og er elsti starfandi ballettflokkur Bandaríkjanna. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík en það er Sinfóníuhljómsveit Íslands sem spilar undir. Fréttablaðið/SteFáN Þau húsnæðisfrum- vörp sem nú eru á lokastigi í þinginu munu mæta brýnni þörf á leigumarkaðnum. Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra 2 8 . m a Í 2 0 1 6 l a U g a r D a g U r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a Ð i Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.