Fréttablaðið - 28.05.2016, Page 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Gunnar
Mín skoðun Logi Bergmann
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Aths. Ég er ekki með forsetakosningar á heilanum og til að gæta hlutleysis verða frambjóðendur ekki nafngreindir.
Ég fór í sund um daginn og hitti þar kunningja
minn. Við þekkjumst alveg ágætlega en eigum kannski
frekar fátt sameiginlegt. En hann er mjög skemmti-
legur og ég er eiginlega alveg viss um að honum finnist
ég mjög fínn gaur. Þannig að við fórum að ræða um
hluti sem skipta engu máli. Eins og forsetakjörið. Og
þá fór minn maður í gang.
Hann sagði að hann væri eins og rasisti. Hann
liti í raun ekki á fólkið sem ætlaði að kjósa D sem
hluta af sinni þjóð. Það væri svo fáránleg hugmynd
að það tæki ekki tali. Ég leyfði honum að tala (hann
er mælskur og með frekar fallega rödd) og hann gat
bara ekki hætt. Miðað við mann sem átti ekki orð yfir
þennan frambjóðanda, þá notaði hann rosalega mörg
orð. Og flest ekkert sérstaklega falleg.
Frambjóðandi A var hins vegar (að hans mati)
algjörlega sjúklega meiriháttar. Hann væri allra
manna líklegastur til að koma öllu hér á réttan kjöl og
gera alla glaða og hamingjusama.
Svo hitti ég annan, sem ég þekki ágætlega og veit að
er alveg í lagi, sem sagði að frambjóðandi D væri eini
maðurinn með viti og sá eini sem kynni þetta, svona
eins og við værum að ræða um að fá múrara til að
skella upp tröppum. Og hann bætti við að frambjóð-
andi G væri stórhættulegur. Hann vildi jafnvel ganga í
Evrópusambandið. Og það væri svakalegt.
Nú á ég ennþá eftir að skila BA-ritgerðinni minni í
stjórnmálafræði. En hvernig ætli þetta gangi fyrir sig:
G: Já, hæ! Er þetta hjá Evrópusambandinu?
E: Já.
G: Ég var að hugsa um að ganga í sambandið?
E: Einmitt. Og einhverjir fleiri með þér?
G: Já. Allir á Íslandi.
E: Ok … Geturðu hinkrað smástund? Ég ætla að athuga
hvort það er laust ...
Eigum við að vera öll á sömu blaðsíðu? Við erum
að velja forseta. Jújú. Hann gerir alveg helling en mest
er hann í svona einhverju skaðlausu dundi. Hann er á
einhverjum frumsýningum og í boðum og ferðalögum
og heimsóknum.
að sameina þjóðina
Við erum ekki að velja mann með ofurkrafta.
(Reyndar er ég nokkuð viss um að einn frambjóðandi
(Á) getur fært hluti með þessu augnaráði.) Og höfum
það alveg í huga að við erum ekki að fara að velja
sameiningartákn. Veit einhver hvaðan sá brandari er
kominn?
Forsetar eru ekki sameiningartákn. Nema kannski
vinur minn í Túrkmenistan, Gurbanguly Mälikgul-
y ýewiç Berdimuhamedow. Við erum ekki að kjósa
forseta til að lesa okkur í svefn eða sjá til þess að allir
séu vinir. Þetta eru kosningar. Það mun einn vinna
og hann verður forseti. Og við þurfum bara að sætta
okkur við það. Þeir sem segjast ætla að flýja land ef
einhver verður forseti eru eins og fýlugjarnir unglingar
sem hóta að flytja að heiman ef foreldrar slökkva á
routernum. Þeir þurfa bara knús.
Veljum okkur vin
Sjálfur ætla ég að mæta á kjörstað. Það er alltaf ákveð-
in stemning sem fylgir því. Og mér er alveg sama hvað
aðrir kjósa. Mér kemur það bara ekki við. En ég held
að það sé ágætis pæling að kjósa þann sem þú gætir
helst hugsað þér að fara í bíó með. Eða á djammið,
eða húsdýragarðinn eða IKEA. Eða bara hvað sem
þér finnst skemmtilegt að gera. Ef við erum ekki með
ákveðnar skoðanir á þessu, þá held ég að við ættum að
hugsa þannig um forsetann; sem félaga sem gæti verið
gaman að hanga með.
Það hvarflar hins vegar ekki að mér að gefa öðru
fólki ráð um hvað það eigi að kjósa. Hver myndi svo
sem taka mark á ráðum frá manni sem ákvað að fá sér
hvítar flísar á eldhúsgólfið hjá sér?
Aðeins um sameiningartákn
OPIÐ Í DAG
LAUGARDAG, KL. 11-15
ÁFRAM SAMA LÁGA VERÐIÐ Í SÓLINA
FLUG, GISTING, ÍSL.FARARSTJÓRN OG TASKA
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 585 4000 | uu.is
SUMARFRÍ VERÐ FRÁ 49.900 KR.
Fyrstu kappræður forsetaframbjóðendanna fóru fram á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Kannanir hafa sýnt yfirburðastöðu Guðna Th. Jóhannessonar, sem nýtur fylgis allt að 2/3 kjósenda. Markmið hinna frambjóð-endanna í sjónvarpssal hlýtur því að hafa
verið að reka Guðna á gat og snúa taflinu sér í hag.
Keppinautarnir eru varla ánægðir með niður-
stöðuna. Guðni sigldi lygnan sjó, tók litla áhættu og
komst vel frá sínu, þótt honum hafi vafist tunga um
tönn þegar talið barst að Evrópusambandinu.
Davíð Oddsson, skæðasti keppinauturinn hingað
til, reyndi að klóra í Guðna. Meðölin voru gamal-
kunn úr smiðju Davíðs. Hann bendlaði Guðna við
Samfylkinguna, nokkuð sem Davíð telur ekki líklegt
til pólitískra vinsælda miðað við stöðu þess ágæta
flokks. Guðni hristi ávirðingar Davíðs léttilega af sér.
Davíð virtist kominn í annan ham en áður í
kosningabaráttunni. Landsföðurlegi og auðmjúki
grínistinn var á bak og burt. Í hans stað var kominn
gamli pólitíski vígamaðurinn sem stærði sig af eigin
afrekum og snupraði fréttamann sem honum þótti
andsnúinn sér. Sjáum hvernig hamskiptin ganga í
kjósendur.
Andri Snær Magnason fjallaði af eldmóði um sínar
hugsjónir. Andri var með sviðsskrekk. Hann sveiflaði
höndunum ótt og títt til að leggja áherslu á mál sitt,
en tókst samt ágætlega upp. Andri Snær er sá fram-
bjóðendanna sem er með skýrasta sýn. Hann hefur í
mörg ár barist fyrir náttúruvernd. Í þættinum bætti
hann launajafnrétti kynjanna og læsi skólabarna á
listann.
Halla Tómasdóttir var mögulega sá frambjóðenda
sem best komst frá sínu. Hún virtist full sjálfstrausts,
var ákveðin og talaði af röggsemi. Kannski á hún
mest inni. Spennandi verður að sjá hvort hún tekur
kipp í könnunum.
Áherslur frambjóðendanna eru kannski ekki
svo ólíkar. Enginn þeirra virtist fylgjandi inngöngu
Íslands í Evrópusambandið, þótt Andri Snær kæmist
þar næst. Allir nema Davíð lýstu þó þeirri skoðun að
eðlilegast væri að þjóðin kysi um málið.
Ekki var mikill áherslumunur þegar talið barst að
stjórnarmyndun. Öll virtust á því að forseta bæri við
eðlilegar aðstæður að halda sig að mestu til hlés en
stuðla að því að í landinu sæti traust stjórn.
Um málskotsrétt forseta voru tvö sjónarmið. Guðni
og Davíð telja að undirskriftir einar eigi ekki að duga
til að knýja fram þjóðaratkvæði. Sannfæring forseta
eigi að spila stóra rullu. Halla og Andri aðhyllast
frekar hugmyndir um beint lýðræði. Þau myndu
vilja setja sér vinnureglur um slíkt þótt ekki kæmi til
stjórnarskrárbreytinga. Andri skipar sér með skýrum
hætti í sveit þeirra, er vilja staðfesta stjórnarskrár-
drögin, sem vefst fyrir Alþingi, en þjóðin hefur þegar
samþykkt í kosningum.
Hvað sem þessum vangaveltum líður getur niður-
staðan varla verið önnur en sú að Guðni hafi komið
standandi frá sínu fyrsta stóra prófi. Nú reynir á hina
frambjóðendurna að saxa á forskotið sem eins og
sakir standa virðist allt að því óyfirstíganlegt.
Guðni í höfn?
Davíð virtist
kominn í
annan ham
en áður í
kosninga
baráttunni.
Landsföður
legi og
auðmjúki
grínistinn var
á bak og burt.
Í hans stað
var kominn
gamli póli
tíski víga
maðurinn.
2 8 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R18 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN