Fréttablaðið - 28.05.2016, Síða 20
Öflug þjónusta
við leigjendur
Leigjendur okkar vita nákvæmlega hvert þeir eiga að leita ef íbúðin þeirra þarfnast
viðhalds og þökk sé góðu samstarfi við Securitas getum við sinnt neyðartilfellum allan
sólarhringinn. Almenna leigufélagið hefur gert leigu að raunhæfum valkosti
á húsnæðismarkaði með því að tryggja leigjendum örugga búsetu.
almennaleigufelagid.is Samstarf Almenna leigufélagsins og Securitas tekur til allra íbúða félagsins.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Almenna leigufélagið býður leigjendum sínum sólarhringsþjónustu
Langtíma
leigusamningur
Sveigjanleiki
24/7 þjónusta
„Öll umsjón er til fyrirmyndar og vel hugsað um sameign og lóð. Okkur
fjölskyldunni líður rosalega vel hérna.“
– Selma, íbúi í Brautarholti
„Ég hef alltaf búið í eigin húsnæði en er nú að leigja í fyrsta sinn. Ég hafði
heyrt margar hryllingssögur af leigusölum en þjónustan hefur verið góð
og ábendingum vegna viðhalds alltaf sinnt fljótt og vel.“
– Gylfi, íbúi við Skyggnisbraut
„Við erum mjög ánægð með að hafa komist beint í langtímaleiguíbúð
eftir langa dvöl erlendis.“
– Elías og Birna, íbúar í Hátúni
Þegar þrír af fjórum kjósendum flokks hætta að styðja hann snýst það ekki um umbúðir
heldur innihald, um stefnu og trú-
verðugleika. Til að snúa vörn í sókn
dugar ekki að tala. Samfylkingin
þarf að gera.
Við þurfum að skapa traust með
því að segja afdráttarlaust að við
munum ekki mynda stjórn með
Sjálfstæðisflokknum bak kosning-
um. Hann er ósamstarfshæfur vegna
spillingarmála og hefur heitið því
að standa gegn öllum kerfisbreyt-
ingum. Það er þess vegna sjálfsagt
að eyða efasemdunum sem urðu
til 2007 með því að ákveða strax að
kjósi fólk okkur fær það ekki Sjálf-
stæðisflokkinn.
Stjórnarskrármálið er líka stórt
trúverðugleikamál. Við eigum strax
að semja við aðra stjórnarandstöðu-
flokka um hvernig það verði klárað
að kosningum loknum. Svo við
getum með sanni sagt að við höfum
fylgt þessu lykilmáli í baráttunni
gegn spillingu og fyrir lýðræði alla
leið. Það sé þegar umsamið og lýst
því með hvaða hætti því verði lokið.
Þá eigum við að ná stjórnarand-
stöðunni saman um fá en skýr sam-
eiginleg loforð sem verði að veru-
leika fáum við til þess meirihluta.
Fá en skýr – til að skapa traust á því
að þeim megi ná.
Við þurfum líka að henda ýmsum
áherslum sem urðu til í bólunni.
Sækja nýjan kraft í grunngildi jafn-
aðarstefnunnar. Almennt opin-
bert heilsugæslukerfi og opinber
spítali sem ekki sligar fólk með
gjöldum. Félagslegar lausnir í hús-
næðismálum eins og við byggðum
upp á síðustu öld, svo sem verka-
mannabústaðir, kaupleiga og hús-
næðissamvinnufélög. Evran er besta
langtímalausnin en við verðum að
horfast í augu við að hún er ekki
jafn nærtæk og áður var. Þess vegna
þurfum við að kynna miklu ein-
dregnari stefnu gegn óhóflegum
bankakostnaði og okurvöxtum
þangað til evran fæst.
Við eigum að sæta lagi og ná
árangri þegar á þessu kjörtímabili.
Nýta þá samstöðu sem fyrir hendi
er í landinu og lögfesta rétt fólks til
þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnhliða
getum við bannað hið endalausa
málþóf, aukið með því traust á
stjórnmálum og gert Alþingi starf-
hæft á ný.
Með reynslu mína af myndun
Reykjavíkurlistans hef ég boðið
mig fram til formanns Samfylk-
ingarinnar til að freista þess að ná
svipuðum árangri á landsvísu og við
náðum þá í borginni. Nái ég kjöri
hyggst ég ekki sækjast eftir efsta
sæti í Reykjavík í komandi kosn-
ingum. Með því vil ég sýna í verki
að þó mikilvægt sé að formaður sé
reyndur er líka mikilvægt að hann
skapi með fordæmi sínu tækifæri
til endurnýjunar í forystusveitinni.
Látum verkin tala.
Sýnum í verki
Helgi Hjörvar
alþingismaður
Samfylkingar og
formaður um-
hverfisnefndar
Alþingis
Í velflestum þróuðum, vestrænum ríkjum er sameiginleg forsjá barna nánast heilög regla sam-
kvæmt alþjóðlegum samþykktum
er varða réttindi barna. Þessar sam-
þykktir sjá til þess að grundvallar-
réttindi barns til þess að þekkja og
umgangast báða foreldra og fjöl-
skyldur þeirra séu virt þó svo að
leiðir foreldra hafi skilið. Þannig
hafa foreldrar jafnan rétt til þess
að hlutast til um vöxt og viðgang
barns síns til fullorðinsára þó svo
að barnið hafi lögheimili hjá öðru
hvoru foreldrinu.
Sameiginlegur og jafn
íhlutunarréttur foreldra
Að sjálfsögðu er því foreldri sem
barn býr hjá heimilt að taka ákvarð-
anir um daglegar nauðþurftir
barnsins, til dæmis fatakaup, tann-
læknisþjónustu o.s.frv.; en þegar að
meiriháttar ákvörðunum kemur, þá
þurfa báðir foreldrar að koma þar
að, svo sem eins og þegar að vali á
trúarbrögðum kemur, vali á skólum,
tómstundaiðju og sumarfríum svo
nokkuð sé nefnt; þá skulu foreldrar
standa sameiginlega að ákvörð-
unum um meiriháttar læknisað-
gerðir á barni, brottförum úr landi
o.s.frv. Þannig þurfa foreldrar, þótt
fráskildir séu, sífellt að standa sam-
eiginlega vörð um rétt og velferð
barns síns, án allrar íhlutunar um
einkalíf hvor annars.
Á Íslandi búa börn fráskilinna
foreldra í meira en 90% tilfella hjá
móður og þegar íslensk barnalög
eru skoðuð kemur í ljós hve úrelt
þau eru í allri framkvæmd, hvernig
þau stuðla að mismunun varðandi
jafnan íhlutunarrétt foreldra, stuðla
beinlínis að því að skapa skilyrði
fyrir „aðalforeldri“ og „aukafor-
eldri“, það er forsjár- og umgengnis-
foreldri. Á Íslandi viðgengst það
sem sé að svokallað forsjárforeldri,
það er það foreldri sem barn býr hjá,
oftast móðirin, taki einhliða allar
ákvarðanir um barnið eða börnin
og útiloki þau jafnvel frá öllum
samskiptum við föður og föðurfjöl-
skyldu, allt í skjóli barnalaga.
Það sem fylgir svo í kjölfar
sífelldra hindrana og jafnvel algerrar
útilokunar umgengnisforeldris,
oftar en ekki fylgt eftir með illmælgi
og tilhæfulausum rógi, er svokölluð
foreldrafirring. Barn sem heyrir ekki
annað en neikvæðar athugasemdir
um umgengnisforeldri forðast smátt
og smátt öll samskipti við það.
Umgengnisforeldri, sem borgar fullt
meðlag og er oftar en ekki fullfært
til íhlutunar um uppeldi barns síns,
án nokkurs saknæms í fari sínu né
umhverfi, fær hvergi rönd við reist.
Íslenskt samfélag
þarf að athuga sinn gang
Hér er nú komið að því að Íslend-
ingar, sem vilja telja sig til siðaðra
þjóða, taki á þessu ófremdarástandi
og virði grundvallarréttindi barns til
að þekkja og umgangast báða for-
eldra jafnt. Það að svipta barn þess-
um rétti telst nú orðið grafalvarlegt
og saknæmt athæfi. Spurning er hve
lengi duttlungum forsjárforeldra á
að líðast að fótum troða grund-
vallarréttindi barna sinna viður-
lagalaust. Athuga ber að nú munu
vera vel á annað þúsund börn hér á
landi er búa við sífelldar hindranir
og eða algera höfnun á samskiptum
við umgengnisforeldri og þar með
allan þann frændgarð sinn.
Við megum ekki gleyma bréfinu
frá Félaginu um foreldrajafnrétti
sem heitir „Óhreinu börnin hennar
Evu“, sem sent var í maí 2013 til Sig-
mundar og Bjarna: „Á Íslandi eru um
33.000 börn og um 14.000 foreldrar
sem kerfisbundið er horft framhjá.“
Er þetta framtíðin á Íslandi, án
foreldrajafnréttis, án sameiginlegs
og jafns íhlutunarréttar foreldra
þúsunda föðurlausra barna eða
stundum móðurlausra?
Illa staðið að rétti barns
til sameiginlegrar forsjár
foreldra á Íslandi
François
Scheefer,
fv. formaður
félags um vináttu
og nemenda-
skipti Frakklands
og Íslands
2 8 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R20 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð i ð