Fréttablaðið - 28.05.2016, Qupperneq 24
Í dag
11.50 F1: Tímataka, Mónakó Sport
13.00 BMW PGA Golfstöðin
13.10 Fylkir - ÍA Sport 4
13.50 F4: Kielce - PSG Sport 2
13.50 Leiknir R. - Fjarðarb. Sport 3
15.50 F4: Kiel - Veszprém Sport
15.50 Hull - Sheff. Wed. Sport 2
17.00 Dean & Deluca Golfstöðin
18.15 Real Madrid - Atletico Sport
20.00 Demantamótaröðin Sport 2
13.00 Þór/KA - KR Þórsvöllur
14.00 Fylkir - ÍA Fylkisvöllur
14.00 Valur - FH Valsvöllur
14.00 ÍBV - Stjarnan Eyjar
14.00 Selfoss - Breiðablik Selfoss
14.00 Keflavík - Grindavík Keflavík
14.00 Leiknir R. - Fjarðarb. Leiknisv.
dagar í13
EM 2016
http://www.seeklogo.net
Á morgun
11.30 F1: Mónakókappakstur Sport
13.00 BMW PGA Golfstöðin
13.05 F4: Þriðja sætið Sport 2
15.50 F4: Úrslitaleikur Sport 2
16.50 Þróttur R. - ÍBV Sport
17.00 Dean & Deluca Golfstöðin
19.00 LPGA Volvik, golf Sport 4
19.50 KR - Valur Sport
14.00 Þór - Haukar Þórsvöllur
14.00 Huginn - Fram Fellavöllur
16.00 HK - Selfoss Kórinn
16.00 Leiknir F. - KA Fjarðabygg.h.
17.00 Þróttur R. - ÍBV Þróttarav.
19.15 Víkingur R. - ÍA Víkin
20.00 KR - Valur KR-völlur
Tvær Norðurlandaþjóðir eru nú
á EM í Frakklandi 2016 (Ísland og
Svíþjóð) alveg eins og á þremur
öðrum Evrópumótum (1992,
2004, 2012) en mest voru þær
þrjár á EM 2000. Norðurlanda-
þjóð hefur ekki komist upp úr
riðlakeppninni á undanförnum
tveimur Evrópumótum og ekki í
gegnum átta liða úrslitin
í 24 ár. Besta
Evrópumót
Norðurlanda-
þjóða var
eina mótið
á Norður-
löndum en
Danir unnu
EM í Svíþjóð
1992 og gest-
gjafarnir, Svíar,
komust þá í
undanúrslit.
Ná FH-stelpur að vera með
HreiNt mark í em-FríiNu?
Fjórða umferð pepsi-deildar
kvenna fer fram í dag og verður
leikur Fylkis og ía sýndur beint
á stöð 2 sport klukkan 14.00 en
bæði liðin eru að bíða eftir sínum
fyrsta sigri. Nýliðar FH eru við hlið
stjörnunnar á toppi deildarinnar
og hafa enn ekki fengið á sig mark.
Þær heimsækja val á Hlíðarenda
klukkan 14.00 í dag og takist
Jeannette J. Williams að halda
marki Hafnarfjarðarliðs- ins
hreinu fjórða leik-
inn í röð þá verða
FH-stelpurnar með
hreint mark allt
em-fríið. eftir þessa
fimm leiki í dag
verður nefni-
lega ekki spilað
aftur í deildinni
fyrr en 24. júní
næstkomandi
en það er bæði
vegna leikja
kvennalandsliðsins
og em karla í
Frakklandi.
Fótbolti „Þetta er ekki hefnd,
þetta er nýtt tækifæri,“ sagði Diego
simeone, knattspyrnustjóri atlético
madrid, eftir að það lá fyrir að hans
menn myndu mæta real madrid í
úrslitaleik meistaradeildar evrópu
í annað sinn á síðustu þremur árum.
Þann 24. maí 2014 var atlético
madrid aðeins 90 sekúndum frá
því að vinna meistaradeildina í
fyrsta skipti en skalli sergio ramos
kramdi hjörtu atlético-manna. eftir
að hafa gefið allt í leikinn áttu þeir
ekki meira eftir í framlengingunni
þar sem real madrid skoraði þrjú
mörk og tryggði sér sinn tíunda
meistaradeildartitil. Þeir kalla hann
„la Decima“.
Nú tveimur árum og þremur
dögum síðar fá strákarnir hans
simeone tækifæri til að leiðrétta
það sem fór úrskeiðis á ljósvangi
í lissabon. Þetta eru reyndar ekki
sömu strákar og síðast, nema að
litlum hluta. lið atlético madrid
hefur tekið miklum breytingum á
þessum tveimur árum og líklega
verða bara fimm leikmenn sem
byrjuðu leikinn 2014 í byrjunar-
liðinu í kvöld.
en þrátt fyrir mannabreytingar
eru það sömu þættirnir sem ein-
kenna atlético-liðið; barátta, dugn-
aður, ákefð, gott skipulag, beittar
skyndisóknir og mikil samstaða. Og
þessir þættir munu einkenna liðið
svo lengi sem Diego simeone er við
stjórnvölinn hjá því. argentínu-
maðurinn er slagæðin í félaginu.
kollegi hans hjá real madrid,
Zinedine Zidane, á misjafnar minn-
ingar frá úrslitaleikjum meistara-
deildarinnar. Flestir muna eftir
undramarki hans sem tryggði real
madrid sigur á Bayer leverkusen í
úrslitaleiknum 2002 en áður hafði
hann tapað tvisvar í úrslitaleik sem
leikmaður Juventus.
Zidane tók við madrídarliðinu af
rafa Benítez í janúar og hefur gert
fína hluti á santíago Bernabeu. real
madrid er með 80,8% sigurhlut-
fall í 26 leikjum undir hans stjórn.
aðeins tveir leikir hafa tapast, annar
þeirra gegn atlético madrid sem
hefur aðeins tapað einum af síðustu
10 leikjum gegn nágrönnum sínum.
„atlético eru sérstakir mótherjar.
Þeir hafa unnið hin tvö bestu liðin
í evrópu svo þetta verður mjög erf-
iður leikur,“ sagði Zidane í aðdrag-
anda úrslitaleiksins. Frakkinn
benti einnig réttilega á að atlético
madrid væri meira en bara varnar-
lið. atlético býr yfir gæðum, ekki
jafn miklum og real madrid, en
nógu miklum til að gera út um jafna
leiki gegn sterkum liðum. stórkost-
legt einleiksmark saúls Niguez í
fyrri leiknum gegn Bayern er besta
dæmið um það.
aðalhausverkur Zidane verður
að finna glufur á varnarleik atlético
sem hefur þegar haldið Barcelona
og Bayern í skefjum. varnarleikur
real madrid hefur sömuleiðis verið
góður í meistaradeildinni þótt mót-
herjarnir hafa ekki verið jafn sterkir
og þeir sem atlético hefur þurft að
mæta.
Zidane hefur tekist að finna
jafnvægi í madrídarliðinu og luka
modric hefur blómstrað undir hans
stjórn. Cristiano ronaldo og Gareth
Bale hafa sömuleiðis verið iðnir við
kolann en sá fyrrnefndi er kominn
með 16 mörk í meistaradeildinni
í ár og vantar aðeins eitt mark til
að jafna markamet sitt frá því fyrir
tveimur árum.
ronaldo vill eflaust bæta fleiri
titlum á ferilskrána en þrátt fyrir að
hafa skorað 364 mörk í 347 leikjum
fyrir real hefur liðið „aðeins“ unnið
spænska titilinn og meistaradeild-
ina einu sinni með honum.
í meistaradeildinni er sagan alltaf
á bandi real madrid en félagið skil-
greinir sig að stórum hluta út frá
titlunum tíu. en sagan spilar ekki
leikina og síðan simeone tók við
atlético madrid hefur liðið verið í
fullri vinnu við að fella risa. tveir
eru þegar fallnir og það kemur svo í
ljós í kvöld hvort sá þriðji fellur.
ingvithor@365.is
Fellir Atlético enn einn risann?
Madrídarliðin Atlético og Real mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á San Siro í Mílanó í kvöld. Þetta
er í annað sinn á þremur árum sem liðin mætast í úrslitum Meistaradeildarinnar en Real hafði betur síðast.
© GRAPHIC NEWS
28. maí, San Siro leikvangurinn, Mílanó, Ítalíu
REAL MADRID ATLETICO MADRID
Þjálfari
Zinedine Zidane
Fyrirliði
Sergio Ramos
Árangur í Meistaradeild
Árangur í Evrópukeppnum
Tíu meistaratitlar
Árangur í fyrra
Tap í undanúrslitum
(fyrir Juventus)
Þjálfari
Diego Simeone
Fyrirliði
Gabi
Árangur í Meistaradeild
Árangur í Evrópukeppnum
Í úrslitaleik 1974 og 2014
Árangur í fyrra
Tap í fjórðungsúrslitum
(fyrir Real Madrid)
Þetta er síðasta tækifæri spænsku
risanna til að vinna titil í ár, eftir að
félagið varð undir í baráttunni um
spænska meistaratitilinn.
Er að berjast fyrir sínum fyrsta
Evrópumeistaratitli en hefur verið
slegið úr leik af Real Madrid
síðustu tvö ár, þar af í
úrslitaleiknum árið 2014.
S133 J43 T48 S27 J18 T12
Innbyrðisleikir
liðanna
(frá upphafi)
Real 136 Atletico 67
Jafntefli 60
Deildarleikir liðanna 2015/16
Okt:
Feb:
Atletico
Real
Real
Atletico
1-1
0-1
Leiðin í úrslitaleikinnVann A-riðil með
sextán stigum.
Vann C-riðil með
þrettán stigum.
Roma 2-0 (ú), 2-0 (h)
16-liða úrslit
PSV 0-0 (ú), 0-0 (h)
Wolfsburg 0-2 (ú), 3-0 (h)
8-liða úrslit
Barcelona 1-2 (ú), 2-0 (h)
Man. City 0-0 (ú), 1-0 (h)
Undanúrslit
Bayern 1-0 (ú), 1-2 (a)
Vann 8-7 í vítakeppni
Tölfræði liðanna (12 leikir)
27
5
86
93
6801
81
54%
16
7
72
62
4583
76
46%
Mörk skoruð
Mörk fengin á sig
Skot á mark
Skot framhjá
Heppnaðar sendingar
Hornspyrnur
Með boltann að meðaltali
Cristiano
Ronaldo
16 mörk
4 stoðsendingar
37 skot á mark
Antoine
Griezmann
7 mörk
1 stoðsending
22 skot á mark
Heimild: UEFA, Gracenote.
Myndir: Getty
Images
*Í Evrópukeppnum.
Oblak
Juanfran
Filipe Luis
Godin
Gimenez
Koke
Saul Niguez
Fernandez
GabiGriezmann
Torres
Navas
Marcelo
Carvajal
Kroos
Modric
Bale
Ronaldo
Casemiro
Benzema
Ramos
Pepe
Líkleg
byrjunarlið
Dómari: Mark Clattenburg, Englandi
Real hefur aldrei
tapað fyrir spænsku
liði í úrslitaleik
Meistaradeildar
Evrópu.
Árangur
gegn
spænskum
liðum*
Atletico hefur ekki tapað fyrir
spænskum andstæðingi síðan
í úrslitaleiknum gegn Real árið
2014 - unnið fimm
og gert þrjú
jafntefli.
Árangur
gegn
spænskum
liðum*
S10
J5
T3
S8
J4
T7
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2016
Meistaradeildarbikarinn er að sjálfsögðu löngu kominn til Mílanó og hér sjást lögreglumenn bera bikarinn á milli sín í miðbæ Mílanóborgar í vikunni. FRéTTABLAðið/EPA
Þeir hafa unnið hin
tvö bestu liðin í
Evrópu svo þetta verður
mjög erfiður leikur.
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid
2 8 . M a í 2 0 1 6 l a U G a R D a G U R24 s p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð
sport