Fréttablaðið - 28.05.2016, Page 34

Fréttablaðið - 28.05.2016, Page 34
Útgefandi Samfylkingin Hallveigarstíg 1 s. 414-2200 Ábyrgðamaður Kristján Guy Burgess Veffang Samfylking@samfylking.is FormannsFramBjóðendur samFylKinGarinnar HVer eru þau? Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson, Inga Björk Bjarnadóttir listfræðingur, Anna Svava leikkona og Haukur Hólmsteinsson heimspekingur tóku formannsframbjóðendur Samfylkingarinnar tali og kynntust þeim betur, hvert með sínum hætti. Þau komust að því hver Oddný, Helgi Hjörvar, Magnús Orri og Guðmundur Ari eru og hvers vegna þau bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Samfylkingin stendur í stórræð- um. Við köllum á fólkið okkar sem býr um allt land og höldum saman landsfund á Grand Hótel um næstu helgi. Á sama tíma taka allir flokks- félagar þátt í að velja nýjan for- mann í kosningu sem hefst í dag. Úrslitin liggja fyrir klukkan 18 á föstudaginn. Á landsfundinum kjósum við nýja forystusveit til að vinna með nýjum formanni að sókn Samfylk- ingarinnar, stillum saman strengi og mótum áherslur flokksins til framtíðar. Allir landsfundarfulltrúar taka í sameiningu þátt í að semja ályktanir fundarins og leggja þannig línurnar fyrir kosning- ar í haust. Yfirskriftin á landsfundinum var valin í könnun meðal flokks- fólks: Eitt samfélag fyrir alla. Það táknar að enginn skuli skil- inn eftir í samfélaginu en líka að enginn eigi að komast undan þátt- töku í sameiginlegum verkefnum okkar allra, með því að koma fjár- munum sínum í skattaskjól. Yfirskriftin merkir að allir séu velkomnir í okkar samfélag, við séum opin fyrir alþjóðlegum straumum, tökum sameiginlega ábyrgð á stórum viðfangsefnum og ætlum að mæta framtíðinni saman. Verkefni þjóðmálanna eru ærin og á landsfundinum leitum við leiða til að byggja upp fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu, finn- um svörin við því hvernig allir geti komið sér upp þaki yfir höf- uðið, hvernig nýrri stjórnarskrá verði komið á og hvernig fjár- málakerfið verði miðað að þörf- um fólks en ekki fárra útvalinna. Við leitum svara við því hvern- ig hægt sé að rétta hag yngri kyn- slóðarinnar og að gera Ísland að góðu landi til að eldast í. Hvern- ig styðjum við fjölskyldur sem þurfa að ná endum saman og lifa góðu lífi. Við verðum svo að vinna saman við að minnka ójöfnuðinn í þjóð- félaginu þannig að á Íslandi verði raunverulega til eitt samfélag fyrir alla. Sjáumst glöð á góðum lands- fundi!  eitt samfélag fyrir alla! Kristján guy burgess, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og Sema erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar, vilja eitt samfélag fyrir alla. rafræn SKilríKi Allir sem skráðir voru félagar í Samfylkingunni 7. maí geta kosið í formannskjöri, en til þess að kjósa þarf að hafa Íslykil eða raf- ræn skilríki. Ef þú átt ekki þegar Íslykil eða rafræn skilríki getur þú sótt um Íslyk- il á heimasíðunni islyk- ill.is, en rafræn skil- ríki sækir þú um í viðskiptabankan- um þínum. Við hvetj- um þig til að sækja um rétt skilríki með góðum fyrirvara. VefSlóð Þegar kosningin hefst á hádegi, laugardaginn 28. maí verður hægt að fara inn á kosningavef- inn í gegnum heimasíðu Samfylk- ingarinnar, www.xs.is. KjörSeðillinn Þegar þú hefur auðkennt þig með Íslykli eða rafrænum skilríkjum kemur upp kjörseðill þar sem þú kýst þá eða þann sem þú vilt sem formann Samfylkingarinnar. Þú hefur val um að velja aðeins einn frambjóðanda eða að raða fram- bjóðendum, þar sem þú merkir fyrst við þá eða þann sem þú kýst sem formann, næst við þá eða þann sem þú kýst sem næstbesta kostinn og svo framvegis. KjörSeðill í póSti Aðstoð er veitt á aðal- skrifstofu Samfylking- arinnar í síma 414- 2200. Eigir þú engan kost á að kjósa raf- rænt er hægt að óska eftir að fá sendan kjörseðil sem þú berð sjálf/ur ábyrgð á að ber- ist til skrifstofu flokksins fyrir lok kosningar 3. júní kl. 12. Beiðnina ber að senda á samfylk- ing@samfylking.is og vinsamleg- ast athugaðu að pósturinn getur tekið 3 virka daga að berast. aðStoð Kjörstaður verður opinn á skrif- stofu flokksins, Hallveigarstíg 1 í Reykjavík, mánudaginn 30. maí – fimmtudagsins 2. júní frá kl. 13 – 19 þar sem verður veitt aðstoð við rafræna kosningu. TaKTu þáTT í FormannsKjöri 28. maí - 3. júní SamfylKingin 28. maí 20162
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.