Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2016, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 28.05.2016, Qupperneq 36
Tara Ösp hefur sjálf barist við þunglyndi frá 15 ára aldri. Hún segir að eigin fordómar hafi verið verstir. Tara Ösp vakti mikla at- hygli fyrir andlitsmyndir sínar af fólki sem glímt hefur við þung- lyndi. Á síðasta ári var hún valin Austfirðingur ársins en Tara Ösp ólst upp fyrir austan þar sem ekki voru í boði mörg úrræði fyrir and- lega veikt fólk. Það er JCI Ísland sem heiðrar framúrskarandi Ís- lendinga. Um 200 ábendingar bár- ust JCI og voru tíu einstaklingar valdir úr þeim hópi. Tara Ösp var síðan valin úr þeim hópi. Þetta er í fimmtánda skiptið sem verðlaunin eru veitt og það er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem af- hendir þau. „Það voru margir frábærir ein- staklingar sem voru tilnefndir og það kom mér virkilega á óvart að ég skyldi hljóta verðlaunin. Mjög skemmtilegt,“ segir Tara Ösp sem stofnaði auk annars Facebook- hópinn Geðsjúk sem hefur feng- ið frábærar viðtökur. Hún hefur sannar lega opnað umræðuna um andleg veikindi. „Ég er að vinna að fræðslu- og heimildarmynd um fordóma og andleg veikindi sem verður tilbúin fljótlega á næsta ári. Myndin mun segja frá hvaða áhrif fordómar hafa á andlegu heilsu. Eigin fordómar vega oft þyngst. Ég vil hjálpa fólki að takast á við þessa eigin fordóma. Ljósmyndaverkefn- ið mitt var liður í því,“ segir Tara Ösp. „Myndirnar voru á heimasíðu minni en hún var því miður hökkuð nýlega og ég er ekki búin að koma henni upp aftur. Myndirnar má líka sjá á Facebook.“ Bara aumingi Tara hefur glímt við þunglyndi í tólf ár. „Ég greindist fimmtán ára og fann þá strax fyrir fordóm- um og skorti á stuðningi frá sam- félaginu. Það gerði að verkum að ég fór að fela veikindin í stað þess að takast á við þau. Mikið þekking- arleysi var á þessum sjúkdómi hjá fólki sem stóð mér næst. Ég heyrði gjarnan sagt: „Það er ekkert að þér nema leti.“ Fólk sá þetta ekki sem sjúkdóm heldur var ég bara ein- hver aumingi. Það hafði þau áhrif að mér fór að finnast það sjálfri. Batinn var því enginn,“ segir hún. „Þegar ég var greind flæktist ég á milli sérfræðinga. Fór til sálfræð- ings sem sagðist ekkert geta gert fyrir mig þar sem ég væri of veik. Það hafði ekki hvetjandi áhrif til að leita frekari aðstoðar.“ Opnaði mig með Bréfi Tara Ösp stundaði nám í margmiðl- unarhönnun í Kaupmannahöfn en er nýflutt heim. „Það var ekki fyrr en árið 2014 sem ég horfðist í augu við sjúkdóminn og byrjaði að taka lyf við honum. Þá fyrst áttaði ég mig á hversu veik ég hafði verið og gat farið að lifa eðlilegu lífi. Á þessum tíma hætti ég með barns- föður mínum og fór úr ákveðnu ör- yggi í það að standa á eigin fótum með dóttur mína. Líf mitt breytt- ist mjög mikið eftir að ég fór að taka lyfin. Það varð allt í einu auð- velt að takast á við dagleg verkefni. Neikvæðar raddir í höfðinu á mér hurfu. Áður fór gríðarleg orka í að bægja þessum röddum frá og reyna að hugsa jákvætt,“ segir hún. „Um svipað leyti sýndi náinn ættingi minn öll merki um þung- lyndi. Mér fannst mjög erfitt að horfa upp á hann þjást. Hann viður- kenndi ekki fyrir sjálfum sér að hann væri veikur. Ég tók mig því til um miðnætti einn daginn og skrif- aði veikindasögu mína. Ég opnaði mig í fyrsta skipti og sendi honum bréfið. Daginn eftir fékk ég símtal. Hann viðurkenndi að bréfið hefði opnað augu sín og hann væri búinn að panta tíma hjá lækni. Í fram- haldinu velti ég því fyrir mér að ef bréfið hjálpaði honum gæti það kannski haft áhrif á fleiri. Ég birti þess vegna bréfið á netinu og fékk ótrúleg viðbrögð. Tölvupósti rigndi yfir mig frá alls konar fólki sem var í þessari sömu stöðu. Þá áttaði ég mig á að þarna væri gríðarlegt samfélagslegt vandamál sem þyrfti að vinna með,“ segir Tara Ösp. nakin á sviði Tara Ösp segir að það hafi verið gríðarlegur léttir að fá öll þessi viðbrögð. „Eftir að ég setti bréf- ið á netið leið mér eins og ég stæði nakin á sviði. Ég er mjög lokuð per- sóna svo það var undarlegt að opna sig fyrir alþjóð með þennan sjúk- dóm sem ég hafði aldrei rætt um. Það var því ótrúlega gott að fá öll þessu jákvæðu viðbrögð. Virkileg hvatning til að halda áfram á sömu braut. Í dag verð ég með fyrir lestur á ráðstefnu TedxReykjavík í Aust- urbæ um hvernig samfélagsmiðl- ar geta bætt andlega heilsu okkar. Þangað eru allir velkomnir,“ segir Tara Ösp sem segist hafa lært að lifa með sjúkdómnum. „Vonandi á ég eftir að vera með fleiri fyrir- lestra. Ég vil gera allt sem ég get til að leggja þessu málefni lið. Að vera valin framúrskarandi ungur Íslendingur er mikil viðurkenn- ing og hvatning til að halda áfram á sömu braut.“ elin@365.is eigin fOrdómar eru verstir Tara Ösp Tjörvadóttir hlaut hvatningarverðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar á þriðjudag. Tara hlaut verðlaunin fyrir samfélagsbyltinguna #égerekkitabú og baráttu á móti fordómum gegn andlegum sjúkdómum. Tara Ösp Tjörvadóttir er framúrskarandi ungur Íslendingur. MYND/ANTON BRINK Tölvupósti rigndi yfir mig frá fólki. Þá áttaði ég mig á að þarna væri gríðarlegt samfélagslegt vandamál sem þyrfti að vinna með. fólk er kynningarBlað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, vera einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 MATSVEINN – MATARTÆKNIR Stutt, hagnýtt starfsnám HEILSA OG MATUR Matsveina-og matartæknanám er fyrir þá sem starfa eða vilja starfa við matreiðslu og stjórnun í eldhúsum leik-, grunn- og framhaldsskóla, vinnustaða og heilbrigðisstofnana. Námið er einnig heppilegt fyrir þá sem starfa á fiski- og flutningaskipum og í ferðaþjónustu. Innritun stendur yfir á menntagatt.is Uppsýsingar í síma 594-4000 2 8 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R2 F ó L k ∙ k y n n i n G a R b L a ð ∙ h e L G i n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.