Fréttablaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 40
Póstkortið hefur fylgt manninum
alla 20. öldina og verið vettvangur
alls kyns sköpunar og skilaboða. Í
dag verður opnuð í Þjóðminjasafn-
inu sýningin Með kveðju, en henni
er ætlað að veita innsýn í mynd-
heim íslenska póstkortsins með
völdum dæmum eða syrpum frá
tilteknum útgefendum, ljósmynd-
urum og teiknurum en líka af ein-
stökum efnisflokkum.
Að sögn Ingu Láru Baldvinsdótt-
ur, sviðsstjóra Ljósmyndasafns Ís-
lands í Þjóðminjasafni Íslands, er
áætlað að rúmlega 20.000 póstkort
hafi verið gefin út hér á landi en
söfnun póstkorta hófst í Þjóðminja-
safninu fljótlega eftir aldamót-
in 1900. „Á sýningunni verða um
1.000 póstkort sem spanna tímabil-
ið frá 1898 til 2015. Þetta eru inn-
rammaðar heildir sem raðað er í
tímaröð. Við skynjum því framþró-
un á mörgum sviðum samfélagsins
með því að skoða sýninguna, t.d.
þegar kemur að tísku, prenttækni,
ljósmyndun og fjölbreyttum mynd-
skreytingum á póstkortum. Fyrir
utan landafræðina, byggingarsög-
una og hvernig menningarlandslag-
ið hefur breyst. Póstkort eru alveg
merkileg náma til að grafa í.“
Spanna langt tímabil
Aðdragandi sýningarinnar var
fremur skammur miðað við aðrar
sýningar á safninu að sögn Ingu
Láru. „Póstkortin urðu fyrir valinu
vegna þess að í Ljósmyndasafni Ís-
lands eru varðveitt þrjú póstkorta-
söfn með um 17.000 póstkortum.
Tvö þeirra innihalda aðal lega kort
frá því fyrir 1950 en eitt eftir þann
tíma þannig að þau mynda sterka
heild og spanna alla 20. öldina. Á
síðustu tveimur áratugum hefur
líka verið safnað nokkru af kort-
um úr samtímanum og svo gerðum
við átak í söfnun nýrri korta fyrir
þessa sýningu. Þetta er safnkostur
sem ekki hefur verið sýndur áður.“
Sýningin er þannig uppbyggð
að sýnd eru saman póstkort frá
einstökum útgefendum, teiknur-
um og ljósmyndurum. „Söfnin eru
ekki skipulögð þannig að kort hvers
framleiðanda séu saman í möppu.
Frekar reynum við að setja þau upp
eftir stöðum og myndefni og því
söfnuðum við þeim saman héðan
og þaðan úr póstkortasafninu. Í fá-
einum tilvikum urðum við að leita
til annarra með kort, eins og Lands-
bókasafns-Háskólabókasafns og
einkasafnaranna Þórs Þorsteins
og Guðrúnar Þ. Guðmundsdóttur.“
Einnig þurfti að leggjast í rann-
sóknir segir Inga Lára. „Við búum
svo vel að Ragnheiður Viggósdóttir
póstkortasafnari hafði tekið saman
lista yfir útgefin póstkort á Íslandi
fram undir 1950 sem létti mikið
vinnuna. Einkasafnararnir búa yfir
mikilli þekkingu á þessum efnivið
og voru þau Þór og Guðrún tilbúin
að miðla af visku sinni. Við erum
sjálf margs fróðari um sögu póst-
kortsins og ég vona að það skili sér
til gesta sýningarinnar.“
ÝmSar gerSemar
Inga Lára segir sum póstkortanna
á sýningunni hluta af þeim mynd-
heimi sem allir Íslendingar þekki.
„Margir kannast við mynd Ingi-
mundar Sveinssonar, bróður Kjar-
vals, af barni á hnísubaki, fjallkon-
an hefur birst á kortum og síðan
eru merkileg sérstæð kort eins og
kort Samúels Eggertssonar með
íslandssögunni í sjónrænu formi.“
Ekki má gleyma því að póst-
kort voru gefin út til að á þau
væri skrifað og þó að meiri-
hluti kortanna í safninu sé nýr
og ónotaður er þar fjöldi af kort-
um með alls kyns áritunum.
„Þar má nefna kort frá Hannesi
Hafstein frá 1902, frá Sigurði Nor-
dal síðan 1921 og frá Braga Krist-
jónssyni í Bókinni frá 1980.“
En fyrst og fremst eru þetta kort
með textum frá venjulegu fólki
segir Inga Lára. „Þar má nefna
kort frá krakka í Vindáshlíð til
frænku sinnar, kort til móður sem
var skrifað í Leifsstöð, svo að ör-
uggt væri að eitthvert kort kæmi
úr ferðinni, kort með kveðskap á
tímamótum, lýsingu á fylleríi, boð
um að mæta í vinnu að ógleymdum
frásögnum af ferðalögum. Póst-
kortin gegndu því gríðarlega fjöl-
breyttu hlutverki og komu í stað
alls þess sem við höfum við hönd-
ina í dag, t.d. símans, sms-skila-
boða, tölvupóstsins og auðvitað
allra samfélagsmiðlanna.“
Sýningin verður opnuð kl. 15 í
dag, laugardag, og verður opin í
allt sumar.
Nánari upplýsingar má finna
á www.thjodminjasafn.is og á
Facebook.
Sagan Sögð með póStkortum
Skynja má framþróun og breytingar íslensks samfélags á ýmsum sviðum gegnum gömul póstkort. Á sýningunni Með
kveðju sem hefst í dag í Þjóðminjasafni Íslands má skoða rúmlega 1.000 íslensk póstkort frá árunum 1898-2015.
Póstkort frá Sigurði Guðmundssyni frá um 1940.
Þekkt mynd Ingimundar Sveinssonar prýðir þetta gamla póstkort.
Póstkort frá Hannesi Hafstein
sem hann sendi árið 1902 er til sýnis.
Um 1.000 póstkort verða til sýnis í Þjóðminjasafninu í sumar.
Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstjóri Ljósmyndasafns Íslands (t.v.) og Kristín Halla
Baldvinsdóttir, sérfræðingur í myndasafni. MyNd/HaNNa aNdréSdóttIr
Nýjar gallabuxur
Margir litir og
margar gerðir
Verð frá 8.990 kr.-
Nýjar peysur
frá Júníform
Mikið úrval
Kringlunni | sími 534 0066
ýjar gallabuxur
argir litir og
argar gerðir
Verð frá 8.990 kr.-
ýjar peysur
frá Júnífor
ikið úrval
Kringlunni | sími 534 0066
2 8 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R6 F ó L k ∙ k y n n i n G a R b L a ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G a R b L a ð ∙ h e L G i n