Fréttablaðið - 28.05.2016, Side 76

Fréttablaðið - 28.05.2016, Side 76
Varnaglar gegn valdabrölti Líkurnar á því að Donald Trump verði forseti Bandaríkjanna virðast aukast. Í bandarískri stjórnskipan eru samt innbyggðir ýmsir varnaglar gegn því að rugludallar noti völd sín að vild. Mjótt á mununum Viðskipti Lýsa því yfir að Kína hagræði gjaldeyrisviðskiptum í eigin þágu. Hann vill leggja refsitolla á útflutning frá Kína til að vega á móti ólöglegum útflutn- ingsstyrkum Kínverja. Hann vill hætta við Fríverslunarsamning Kyrrahafs- ríkja (TPP) og semja upp á nýtt við Mexíkó og Kanada um fríverslun Norður-Ameríkuríkja. Fyrirtækjaskattur Lækki úr 35% í 15%. Fyrirtækjum verði bannað að flytja sig til útlanda til að lækka skattbyrði sína. Tekjuskattur Skattleysismörk verði 25.000 dalir á ári, en 1% skattur á tekjur upp að 30.000, 5% á tekjur upp að 100.000, 10% á tekjur upp að milljón og 15% á tekjur yfir milljón. Skattar Hann vill útfæra reglur um að fimm ára óskilorðsbundið fangelsi liggi við því að nota skotvopn til að fremja glæp. Þá vill hann gera kennurum og öðrum skotvopnaeigendum, sem hlíta lögum, auðveldara að verja sig. Þá segir hann skotvopn ekki orsök fjöldamorða með skotvopn heldur „gríðarlegan vanda vegna geðsjúkdóma“. Skotvopn Hann vill reisa múr meðfram landamærum Mexíkós til að halda úti ólöglegum innflytj- endum. Mexíkó eigi að greiða 10 til 12 milljarða dala kostnað eða „taka afleiðingun- um“. Þá vill hann banna innflytj- endum að senda peninga til Mexíkós nema þeir geti sannað að þeir séu með löglegum hætti í Bandaríkjunum. Innflytjendur Varnarmál og hryðjuverk Bandaríkjaher Efla eigi herinn svo hann verði það „sterkur og öflugur að enginn fari að standa uppi í hárinu á okkur“. Hryðjuverk Taka aftur upp vatnsbrettapyntingar, sem bannaðar eru samkvæmt bandarískum lögum. Þá vill hann „höggva hausinn“ af hinu svonefnda Íslamska ríki og „taka af þeim olíuna“ í þágu Bandaríkjanna. Heimildir: donaldjtrump.com, ræður, kappræður, viðtöl, sjónvarpsauglýsingar Hann vill ógilda Obamacare, lögin um viðráðanlegt verð á heilbrigðis- þjónustu. Í staðinn vill hann að einstak- lingar geti fengið fullan skattafrádrátt á móti greiðslum í heilbrigðistryggingar. Þá vill hann spara 300 milljarða dala með því að semja við lyfjafyrirtæki um betra verð og veita neytendum aðgang að öruggum lyfjum frá útlöndum. Fóstureyðingar Skipa dómara í hæstarétt sem vilja rísa gegn tímamótaúrskurði frá 1973 sem heimilaði fóstureyðingar. Heilbrigðismál Losna eigi við 19.000 milljarða dala fjárlagahalla með því að fjölga störfum og draga úr sóun stjórnvalda. Lækka eigi þjóðarskuldir með því að kaupa ríkisskuldabréf á afslætti, ef og þegar vextir hækka. Bandaríkin muni aldrei komast í greiðsluþrot vegna þess að ríkið prentar peninga eftir þörfum. Efnahagsmál % ✿ Hugmyndir Donalds Trump um Bandaríkin mögulEIkI á SIgrI? Bandaríkjamönnum óar mörgum hverjum sú tilhugsun að Donald Trump verði forseti landsins. Sumir spá í að flytja úr landi. Þeir geti ekki hugsað sér að búa áfram í Bandaríkj- unum verði þetta raunin. Þrátt fyrir að fræðimenn og spekúlantar hafi frá fyrstu tíð gert lítið úr möguleikum hans á sigri, þá hefur hann engu að síður tryggt sér útnefningu Repúblikanaflokksins og virðist jafnvel eiga einhverja möguleika á að sigra Hillary Clinton í kosningunum í nóvember. ClInTon í óVISSu Staða Clinton er að vísu líkleg til að styrkjast eitthvað eftir að hún tryggir sér útnefningu Demókrataflokksins, sem allt bendir til að verði innan fárra vikna. Heitir stuðningsmenn Bernie Sanders muni þá margir hverjir fylkja sér að baki henni gegn Trump, þannig að hann eigi þegar allt kemur til alls afar litla möguleika á sigri. En engu að síður: Möguleikinn er fyrir hendi og vekur ugg í brjóstum margra, jafnt innan Bandaríkj- anna sem utan. AllT gETur gErST Þrátt fyrir allt eru Bandaríkin því með innbyggða varnagla af ýmsu tagi gegn því að maður á borð við Trump komist til valda eða geti notað völd sín að vild. Auðvitað getur svo sem allt gerst. Það eru ekki endilega miklar líkur á því, en heimsendir gæti vissulega orðið af ýmsum völdum á næst- unni. Glappaskot og glapræði lEIðTogAr uggAndI Barack Obama Bandaríkjaforseti hitti leiðtoga nokkurra helstu ríkja heims á fundi í Japan á fimmtudaginn. Hann sagði þá vissulega hafa verið uggandi yfir framgangi Trumps, og hann sagði þann ugg ekki ástæðulausan, „vegna þess að margar þær tillögur sem hann hefur komið með sýna annað- hvort vanþekkingu á heimsmálunum, yfirlætislega afstöðu eða áhuga á því að næla sér í Twitter-færslur og fyrir- sagnir“. Setjist Trump í forsetastól Banda- ríkjanna virðist honum í raun vera treystandi til að gera hvers kyns glappaskot, jafnvel vísvitandi ef því er að skipta. HEImSSTyrjöld? Hann gæti til dæmis hæglega farið í taugarnar á Vladimír Pútín Rúss- landsforseta, sem gerst hefur æ yfir- gangssamari síðustu misserin og léti kannski ekki segja sér það tvisvar að beita hörðu í viðskiptum sínum við Trump. Að vísu væri Pútín líka vel trúandi til að láta vaðalinn í Trump sem vind um eyrun þjóta, en í versta falli gæti kjarnorkusprengjum farið að rigna á báða bóga. HolSkEFlA HryðjuVErkA? Einhverjir Bandaríkjamenn gætu ótt- ast að Trump fái öfgamúslima upp á móti sér, til dæmis með því að missa út úr sér skelfilega niðrandi orð um spámanninn Múhameð. Holskefla hryðjuverka færi af stað og banda- rískir hermenn þyrftu að standa í stórræðum víða um heim með ógur- legum afleiðingum. Að vísu hefur nákvæmlega þetta verið að gerast síðustu árin og jafnvel áratugina, en vel er hægt að hugsa sér að allt það versni um allan helming. EInAngrun BAndAríkjAnnA Aðrir óttast að Trump muni ein- angra Bandaríkin frá alþjóðasam- starfi og milliríkjaviðskiptum. Hann hafi horn í síðu Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðabákna sem hann telji sliga Bandaríkin með óþörfum og íþyngjandi kröfum úr misgáfulegum alþjóðasáttmálum. Hann gæti dregið Bandaríkin út úr einhverjum lykilstofnunum eða hætt að sinna einhverjum þeim skuldbindingum, sem Bandaríkin hafa gengist undir. Afleiðingarnar gætu orðið erfiðar. BorgArASTyrjöld? Þá megi jafnvel búast við borgarastyrjöld innan Bandaríkjanna ætli Trump að gera alvöru úr því að reka milljónir óskráðra innflytj- enda úr landi, láta jafnvel lögreglu og her elta uppi fjöl- skyldur og flytja þær nauðungarflutning- um til annarra landa. Þrískipting valdsins VArnAglAr Fari svo að bandarískur forseti gangi þvert gegn vilja þings og þjóðar í hverju málinu á fætur öðru, og reynist jafnvel beinlínis hættulegur í starfi, þá kemur til kasta þrískiptingar valdsins sem er ein helsta kjölfestan í stjórnskipan Bandaríkjanna. TAkmörkuð Völd Forseti Bandaríkjanna hefur í raun harla takmörkuð völd, hafi hann þingið á móti sér, eins og Barack Obama hefur heldur betur fengið að finna fyrir rétt eins og forverar hans margir hverjir í embættinu. gAgnkVæmT AðHAld Þrískiptingin gengur út á það að framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald séu þrjár aðskildar greinar ríkisvaldsins. Hver grein takmarki völd hinna tveggja með mjög afgerandi hætti, þannig að engin ein þeirra geti fengið að valsa um þjóðfélagið eins og fíll í postu- línsbúð. yFIrSTjórn HErSInS Forsetinn og ríkisstjórn hans fara með framkvæmdavaldið, og jafnvel þar er forsetinn ekki einráður. Hann velur sér ráð- herra sem stjórna ráðuneyt- unum, og jafnvel ráðherrarnir geta ekki tekið upp á hverju sem er. Þannig er varnarmála- ráðuneytið til dæmis harla voldug stofnun með eigin vinnureglur og langa hefð að styðjast við. Yfirmenn hersins eru meira en bara ráðgjafar forsetans því í raun ræður þekking þeirra, reynsla og afstaða oft meiru en vilji forsetans um það, út í hvers konar aðgerðir her- liði Bandaríkjanna er att hverju sinni. Loks hefur þingið möguleika á því að svipta forsetann emb- ætti, gangi hann fram af fólki með grófum hætti. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is 2 8 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R36 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.