Fréttablaðið - 28.05.2016, Síða 78
Árið 1918 stofnaði velski læknirinn Pendrill VarrierJones nýjan og byltingarkenndan spítala í tengslum við lækna
deild Cambridgeháskóla. Meginvið
fangsefni sjúkrahússins var í fyrstu
að sinna fólki með lungnasjúkdóma,
einkum berklasjúklingum, sem voru
fjölmargir í Bretlandi líkt og annars
staðar í Evrópu.
Að mati VarrierJones var ekki
nóg að veita klíníska meðferð
við sjúkdómnum sjálfum, heldur
þyrftu sjúklingarnir líka aðlögun og
endurhæfingu að dvölinni lokinni.
Í tengslum við Papworthspítalann
reis því samnefnt þorp með íbúðum
fyrir fjölda sjúklinga sem tryggð voru
létt framleiðslustörf við ýmiss konar
iðnað.
Nálgunin var byltingarkennd, enda
hafði meðhöndlun berklasjúklinga
fram að þessu fremur gengið út á að
einangra þá frá ys og þys samfélags
ins. Að meðferð lokinni biðu hins
vegar fá tækifæri til eðlilegs lífs. Þessu
vildi VarrierJones breyta með öflugri
iðjuþjálfun. Þá var sjúklingum heim
ilað að hafa fjölskyldur sínar hjá sér í
berklaþorpinu, en sú ráðstöfun varð
afar umdeild meðal lækna.
Papworthþorpið vakti athygli víða
um lönd, þar á meðal á Íslandi. Tals
verður áhugi var fyrir því að koma
upp endurhæfingarmiðstöðvum í
tengslum við sjúkrastofnanir á borð
við Kópavogshæli, Kristsneshæli og
hressingarhælið að Reykjum, en fjár
skortur og fjöldi sjúklinga kom í veg
fyrir að slíkt næði fram að ganga.
Það var ekki fyrr en með stofnun
Reykjalundar í Mosfellssveit að
draumurinn rættist. Samband
íslenskra berklasjúklinga, sem stofn
að var árið 1938, festi í stríðslok kaup
á þrjátíu hekturum lands undir hið
nýja vinnuheimili. Framkvæmdir hóf
ust þegar og þann fyrsta febrúar 1945
var fyrsti áfanginn tekinn í notkun.
Stórátak í Mosfellssveit
Bygging Reykjalundar var stór
merkur þáttur í sögu íslenskra heil
… og jafnvel línudansara á kvöldin!
Saga
til næsta
bæjar
Stefán Pálsson
skrifar um fíl, apa
og ljón.
brigðismála og má segja að með
framkvæmdunum hafi verið lyft
grettistaki. Verkið var að mestu fjár
magnað með almennum fjársöfn
unum SÍBS og reyndi það mjög á
hugkvæmni félagsmanna sem sífellt
voru á höttunum eftir nýjum fjáröfl
unarleiðum.
Merkjasala var hin hefðbundna
tekjulind samtakanna. Stjórnarráðið
helgaði einn dag á ári berklavörnum,
þar sem eitt og annað var gert til að
vekja athygli á málstaðnum. Flutt
voru útvarpserindi um berklasjúk
dóminn og hornaflokkar léku á fjöl
förnum götuhornum í Reykjavík.
Sjálfboðaliðar gengu svo hús úr húsi
og seldu merki dagsins með fallegum
silkiborða til að næla í barminn. Best
um árangri í merkjasölunni náðu þó
hjúkrunarskólastúdínur sem þræddu
skemmtistaði að næturlagi, íklæddar
einkennisbúningi stéttarinnar.
Árið 1945 efndi SÍBS einnig til veg
legs happdrættis til styrktar Reykja
lundar. Smáhappdrætti hvers kyns
félagasamtaka voru algeng fjár
öflunar aðferð og voru eftirsóttustu
vinningarnir hvers kyns innfluttur
neysluvarningur, svo sem heimilis
tæki og bifreiðar.
SÍBShappdrættið gekk skrefinu
lengra. Meðal smærri vinninganna
voru píanó, radíógrammófónar, Kjar
valsmálverk, golfáhöld og flugferð
til New York, svo eitthvað sé nefnt.
Þá var hægt að vinna skemmtibát
og „héppa“, sem var metnaðarfullt
nýyrði fyrir Jeepbifreið. Aðalvinn
ingurinn var hins vegar lítil farþega
flugvél ásamt flugnámi.
Vélin, sem lent gat bæði á sjó og
landi, var sögð einhver fullkomnasta
einkaflugvél Bandaríkjanna. Var
henni fjálglega lýst í dagblöðum og
meðal annars talið til kosta að veiði
fúsir flugmenn gætu lent henni á
vötnum og notað sem hraðbát. Endur
speglar vinningurinn þá útbreiddu
trú í lok fimmta áratugarins að einka
flugvélar yrðu almenningseign innan
fárra ára og álíka hvunndagslegur
ferðamáti og bifreiðar.
Landsmenn bitu á agnið og happ
drættismiðarnir runnu út eins og
heitar lummur. Svo fór að lokum að
tvö ung systkini unnu flugvélina. Ekki
gerðust börnin þó fluggarpar, heldur
seldu vélina fyrirtæki sem stóð fyrir
áætlunarflugi á milli Reykjavíkur og
Akraness.
Innfluttir skemmtikraftar
Flugvélarhappdrættið mikla 1945
varð undanfari flokkahappdrættis
SÍBS sem enn í dag er einhver mikil
vægasta peningauppspretta samtak
anna. Frumlegri fjáraflanir áranna í
kringum 1950 tengdust þó hvers kyns
skemmtanahaldi og innflutningi
erlendra listamanna.
Árið 1952 rann upp skringilegt og
torskilið tónlistaræði í Svíþjóð. Ungur
hrekkleysingi, Gösta Nordgren sem
kallaður var Snoddas, sló í gegn fyrir
hálfgamaldags vísnasöng og skringi
lega raddbeitingu. Snoddas, sem
jafnframt bar viðurnefnið „gúmmí
karlinn“ frá því að faðir hans drýgði
tekjurnar með smokkasölu, naut
fádæma vinsælda í heimalandinu
um nokkurra mánaða skeið vetur
inn 195253, þótt óljóst væri hvort
aðdáunin væri fölskvalaus eða hvort
verið væri að skopast að listamann
inum.
Ljúflingurinn Snoddas hafði hug
á að heimsækja Ísland og var til í
að koma hingað gegn því einu að fá
greiddan ferðakostnað og uppihald.
Snoddas tróð upp á tíu tónleikum
og var uppselt á þá alla, enda þótti
ekkert slor að fá hingað til lands vin
sælasta tónlistarmann Svíþjóðar.
Tvær grímur runnu þó á suma áhorf
endur þegar Snoddas hóf upp raust
sína og var frammistaða Svíans lengi
á eftir rifjuð upp sem áminning um að
erlendar vinsældir
væru ekki endi
lega trygging fyrir
gæðum.
Reiður tónlistar
unnandi skrifaði
harðorða grein í
Jazzblaðið í kjöl
far tónleikaferðar
innar og vandaði
ekki aðstandend
um kveðjurnar.
„Mergur málsins
er einfaldlega sá
að „Snoddas“
er saklaus ein
feldningur, sem
útsmoginn „bus
inessmaður“ að
nafni Adenby
hefur „blöffað“
hálfa Evrópu
með undanfarið
ár.“ Og áfram
hélt greinarhöfundur: „Sóló
lög mannsins voru svo algjörlega
fyrir neðan allar hellur, að fimmtán
ára strákar, sem voru búnir að eiga
harmoniku í tvo mánuði gengu út af
hljómleikunum stórhneykslaðir.“
Meiri og almennari ánægja var
með aðra tónleika SÍBS á þessum
árum. Síðla árs 1953 fluttu samtökin
til að mynda inn sænsku söngkonuna
og kvikmyndastjörnuna Alice Babs,
sem gallhörðustu Júróvisjónnirðir
þekkja kannski sem fulltrúa Sví
þjóðar á fyrstu Söngvakeppni evr
ópskra sjónvarpsstöðva nokkrum
árum síðar. Alice Babs kom fram
tólf sinnum fyrir troðfullu Austur
bæjarbíói og skilaði drjúgum tekjum
í félagssjóðinn.
Ekki tókst þó alltaf jafn vel til með
innflutning erlendra skemmtikrafta.
Ferðakostnaðurinn var hár og lítið
mátti út af að bera til að tap yrði á
öllu saman. Ákváðu stjórnendur
SÍBS því á seinni hluta sjötta ára
tugarins að hætta slíkum ævintýrum.
Svanasöngurinn var tónleikahátíðin
Tónaregn sem haldin var í Austur
bæjarbíói vorið 1957. Þar léku annars
vegar kunnir íslenskir tónlistarmenn
dægurlög af vinsældalistum austan
hafs og vestan. Því næst tók við enska
rokkhljómsveitin Tony Crombie and
his Rockets. Má telja þetta einhverja
fyrstu íslensku rokktónleikana og
fengu þeir þá umsögn tónlistargagn
rýnanda að þar hefðu farið saman
hávaði, æðisgengin öskur og algjör
múgsefjun. Þrátt fyrir mikilsvert
framlag sitt til útbreiðslu rokksins,
hlýtur merkasta fjáröflun SÍBS á þess
um tíma þó að teljast koma Cirkus
Zoo árið 1951.
Víðfrægur sirkus
Líkt og aðrir skemmtikraftar sem SÍBS
flutti hingað til lands, var sirkus þessi
sænskur. Stjórnandinn, Trolle Rhodin,
var af kunnustu sirkusfjölskyldu Sví
þjóðar. Faðir hans heillaðist af undra
heimi fjölleikahússins þegar hann sá
bandarísku goðsögnina Buffalo Bill
ferðast um Evrópu í lok nítjándu aldar.
Innblásinn af VísundaBilla varð hann
sér út um kúrekaföt, barðastóran hatt,
glæsilegt yfirvaraskegg og viðurefni
sem minnti á vesturheim – Brazil Jack.
Sirkus Brazil Jack varð kunnur um
öll Norðurlönd en sonurinn gekk
skrefinu lengra og ferðaðist víða um
lönd. Cirkus Zoo varð til að mynda
fyrsta vesturevrópska fjölleikahúsið
til að heimsækja Sovétríkin og mun
hafa haft mikil áhrif á rússneska
sirkushefð.
Eins og nafnið gefur til kynna
voru tamin dýr í veigamiklu hlut
verki í Cirkus Zoo, sem raunar var
kallaður dýragarður en ekki sirkus
í fyrstu blaðafregnum hér á landi. Í
fjölleikahúsinu var hálfvaxinn fíll
sem gekk undir nafninu Baba. Ekki
verður séð af auglýsingum eða blaða
greinum að fíllinn hafi sýnt neinar
sérstakar kúnstir, en Reykvíkingum
stóð á sama enda slík skepna nægi
lega framandi.
Meira líf var í hvítabjörnunum
tíu sem átján ára tamningarmaður
lét sýna listir sínar, þar á meðal að
fara í rennibraut. Þrír skógarbirnir
voru líka á sýningarskránni og hlupu
meðal annars á hlaupahjóli. Pólskur
dvergur var með trúðslæti og fjöldi
fimleikamanna sýndi hvers kyns
jafnvægislistir og glæfrafimleika – svo
vitnað sé í fréttatilkynningar.
Sýningar Cirkus Zoo fóru fram í
2.000 manna tjaldi sem komið var
upp í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli.
Djarft var teflt enda koma sirkussins
fokdýr. Til að auka enn á spennuna
greip SÍBS til þess ráðs að láta flugvél
svífa yfir höfðum Reykvíkinga með
borða þar sem nafn sirkussins var
áletrað.
Mætingin var þó undir væntingum
á fyrstu sýningarnar eða allt þar til
dýrahópurinn var fullkomnaður.
Með næstu skipalest komu nefnilega
fjögur ljón til viðbótar við dagskrána.
Voru þau sögð af norðurafrískum
stofni ljóna, sem evrópskir höfðingjar
héldu um aldir sem stofustáss, en sem
dóu út einmitt um þessar mundir.
Allir vildu sjá konung dýranna og
upp frá því var uppselt á hverja sýn
ingu. Í allt sáu um 42 þúsund Íslend
ingar sirkusinn í flugskýlinu eða nærri
þriðja hvert mannsbarn í landinu.
Sjóðir Reykjalundar bólgnuðu og
mikilvægur kafli var skrifaður í sögu
skemmtana og afþreyingar á Íslandi.
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Jón Stefánsson
Stærsta uppboð ársins · óvenju margar perlur gömlu meistaranna
mánudaginn 30. maí, kl. 18
og þriðjudaginn 31. maí, kl. 18
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Forsýning í Gallerí Fold
mánudag kl. 10–17 og þriðjudag kl. 10–17
2 8 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R38 h e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð