Fréttablaðið - 28.05.2016, Side 80

Fréttablaðið - 28.05.2016, Side 80
„Ég hef reyndar undanfarin ár verið duglegur við að segja já þegar mér hafa verið boðin verkefni og hef haft ískyggilega mikið að gera – fyrir svona aldraðan mann.“ FrÉttablaðið/anton brink „Þetta er hæsta tala sem ég hef náð fram að þessu. Persónulegt met í aldri,“ segir Guðni Kolbeinsson þýðandi glaðbeittur þegar hann er spurður hvernig sjötugsafmælið fari í hann. Hann svarar símanum austur í Selvogi, er þó á leið til Reykjavíkur en kveðst hafa stigið út úr bifreiðinni þegar ég hringdi. Svona er hann löghlýðinn borgari. En er orðið vorlegt í Selvoginum? „Já, já, það er bara notalegt. Það var samt bálhvasst hér í gærkveldi.“ Þar með upplýsir Guðni að hann hafi gist í sveitinni. „Já, ég var að reyna að veiða bleikju í Hlíðarvatni. Hvernig gekk? Ja, ég fékk í soðið. Maður verður nú að ráða við að gera að því sem maður veiðir!“ segir hann og frekari aflatölur fæ ég ekki. En breytir það einhverju fyrir þýðanda að verða sjötugur? „Ekkert voða miklu,“ svarar hann og kveðst að mestu ráða tíma sínum sjálfur. „Ég hef reyndar undan- farin ár verið duglegur við að segja já þegar mér hafa verið boðin verkefni og hef haft ískyggilega mikið að gera – fyrir svona aldraðan mann! Ég er býsna önnum kafinn þessa dagana en samt er allt undir kontról.“ Hann kveðst sjaldan taka löng og mikil sumarfrí. „Ég fer á Hornstrandir í nokkra daga og í veiði í nokkra daga – allt frekar stuttar skreppur,“ upplýsir hann og kveðst heimsækja Hornstrandir árlega, þær séu í uppáhaldi. „Ég er ættaður úr Hælavík en þar eru bara tóftir sem hafið er að berjast við að taka frá okkur svo ég held dálítið mikið til í Hlöðuvík, næstu vík við. Þar er húsakostur og ég hef þar innhlaup. Reyni að fara með stórfjölskylduna að minnsta kosti annað hvert ár en sjálfur á hverju ári. Hallvarður Guðlaugsson, frændi minn frá Hlöðuvík, byggði þar hús, fyrst eitt og síðan tvö og sá um að ættin fengi að njóta.“ Hvernig ferðist þið þangað? „Við leigj- um okkur bát og siglum frá Bolungarvík, svo förum við með gúmmíbát síðasta spölinn. Landtakan er oft spennandi því það er hált í fjörunni.“ Afmæli Guðna er sem sagt í dag og hann kveðst ætla að halda „smá boð“ fyrir nánustu ættingja og vini. Heima? „Nei, reyndar er það nú í sal, nánustu ættingjar og vinir verða fljótt fjári margir.“ gun@frettabladid.is Persónulegt met í aldri Hvaða þýðingu hefur það fyrir þýðanda að verða sjötugur? Guðni Kolbeinsson svarar því og fleiri laufléttum spurningum, þar sem hann er staddur í veiðitúr austur í Selvogi. Við leigjum okkur bát og siglum frá Bolungar- vík, svo förum við með gúmmí- bát síðasta spölinn. Landtakan er oft spennandi því það er hált í fjörunni. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Þórðardóttir Hjúkrunarheimilinu Eir, áður að Dalbraut 14, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 25. maí. Erna Sigríður Sigursteinsdóttir Torfi Elís Andrésson Haraldur Sigursteinsson Erla Ívarsdóttir Garðar Sigursteinsson Elín Margrét Hárlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru Jóhönnu Hákonardóttur og móður hennar, Sigurlaugar Helgu Leifsdóttur Útförin fór fram þann 17. maí frá Fossvogskirkju í Reykjavík. Leifur Hákonarson Sigurlaug Helga Teitsdóttir og fjölskyldur þeirra. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Sigurðardóttir f. 01.10. 1941 Vatnsdalshólum, andaðist á hjartadeild Landspítalans þann 20. maí. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 7. júní kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar geta haft samband við Hjartaheill, sími 552-5744. Bertha Sigríður Eronsdóttir Garðar Gunnarsson Sigurður Hreinn Eronsson Hólmfríður Karlsdóttir Hrefna Hrund Eronsdóttir Arnór Þór Jónsson Guðrún Inga Vigfúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Snævar Jón Andrésson Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánar- bússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson 2 8 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R40 t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ð tímamót
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.