Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2016, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 28.05.2016, Qupperneq 88
Leikhús sími látins manns eftir söruh Ruhl HHHHH Leikhópurinn BLiNk Tjarnarbíó og Listahátíð Reykja- víkur Leikstjórn: Charlotte Bøving Leikarar: María Dalberg, Kolbeinn Arnbjörnsson, Halldóra Rut Baldurs- dóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir Leikmynd og búningahönnun: Fann- ey Sizemore Ljósahönnun: Arnar Ingólfsson Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir Þýðing: Ingólfur Eiríksson og Matthías Tryggvi Haraldsson Á tómlegu kaffihúsi hringir sími. Eigandi hans svarar ekki. Hann er látinn. Annar kaffihússgestur tekur upp símann og svarar. Síðastliðinn mánudag frumsýndi leikhópurinn BLINK í samstarfi við Tjarnarbíó og Listahá- tíð í Reykjavík leikverkið Sími látins manns eftir bandaríska leikskáldið Söruh Ruhl. Þetta í fyrsta sinn sem hennar verk eru tekin til sýningar hér á landi en hún er þekkt í heima- landi sínu fyrir að skoða hversdags- leikann frá goðsagnakenndu sjónar- horni. Nína er taugatrekkt kona sem tekur þá ákvörðun að taka síma lát- ins manns í sína vörslu, svara í hann og hitta þá sem í hann hringja. Þessi þroskasaga er áhugaverð í fyrstu en þegar líða tekur á kemur í ljós að áhorfendur fá aldrei að kynnast aðalpersónunni. Hún virðist ekki eiga sér neitt líf, hvorki hið innra né ytra. María Dalberg skilar vand- ræðalegheitum Nínu vel en er föst í sama ástandinu alla sýninguna. Sama vandamál þjakar auka- persónur verksins, þau eru skissur af fólki frekar en persónur í stöðugri þróun. Kolbeinn Arnbjörnsson leik- ur þá bræður Hjört og Bolla en tollir illa í ýktum persónunum þrátt fyrir ágæta spretti. Elva Ósk Ólafsdóttir virðist leika persónu úr öðru og betra leikriti sem fjallar um Gloriu Swanson eftirhermu. Gloria Swan- son dó fyrir rúmum þrjátíu árum, vísunin er bæði undarleg og á skjön við verkið. Elva Ósk týnist algjörlega í fyrirferðarmikilli gullmúndering- unni og fær takmarkað verkefni upp í hendurnar. Svipaða sögu má segja um Halldóru Rut Baldursdóttir og hlutverkin hennar en hún leikur hjákonu og eiginkonu hins látna. Þær birtast áhorfendum sem ein- hvers konar kventáknmyndir en fyrir utan klisjukennt drykkjuatriði fær Halldóra Rut lítið að gera. Sími látins manns fjallar um líf og dauða, eftirsjá og ást, siðferði og syndir en sáralítið af þessum átök- um er sýnilegt á sviðinu. Leikstjóri sýningarinnar, Charlotte Bøving, nær aldrei að kveikja undir textan- um né skapa snerpu á sviðinu, stíl- færslurnar eru undarlegar og dans- hreyfingarnar vekja furðu frekar en umhugsun. Þýðing þeirra Ingólfs Eiríkssonar og Matthíasar Tryggva Haraldssonar er þokkaleg en þeir virðast eiga í vandræðum með staðfærsluna. Gerð er tilraun til að færa söguþráðinn til Íslands en það gengur illa upp og er nánast ónauð- synlegt. Verkið þeysist um víðan völl á mörkum hins raunverulega en höfundur og leikhópurinn kafa aldrei nægilega djúpt í hugðarefnin, heldur skauta frekar á yfirborðinu. Ekki hjálpar að leikmyndahönn- un Fanneyjar Sizemore er harla flöt og notast við tölvugrafík til að skapa andrúmsloft. Þótt myndræna fram- setningin sé ágæt þá kviknar sjaldan sviðsbært líf út frá tölvuteiknuðum leikmyndum. Hún verður fljótlega leiðigjörn og dregur athyglina að öðrum göllum leikmyndarinnar sem samanstendur af nokkrum færanlegum leikmunum. Sömu- leiðis eru búningarnir sviplitlir nema ef vera skyldi gullklæðnaður frú Gottlieb sem hæfir sýningunni engan veginn. Björtu punktar sýn- ingarinnar eru lýsingin og tónlistin. Ljósahönnun Arnars Ingólfssonar brýtur upp flatlendi framvindunn- ar með fínum áherslum og tónlist Ragnhildar Gísladóttur er hress- andi, ekki síst hljóðmyndin. Hér vantar undirbygginguna í verkið, stílbrotin stuða aldrei og endirinn seilist býsna langt út fyrir þolmörk væmninnar. Sýningin er hvorki nægilega fyndin né drama- tísk. Sími látins manns reynir að spenna út hugmyndir áhorfenda um heiminn sem þeir búa í en staðfestir frekar vondar bábiljur um takmörk leiklistarinnar. Sigríður Jónsdóttir NiðuRsTaða: Síminn hringir en það er enginn heima. Í leit að tengingu í gegnum síma látins manns Úr sýningunni Sími látins manns í Tjarnarbíói. Það dálítið óvenjuleg samsetning hóps listamanna sem stendur á bak við viðburðinn Mistaka- saga mannkyns næsta fimmtudags- kvöld á vegum Listahátíðar í Reykja- vík. Það eru tónlistarmennirnir Erpur Eyvindarson, Hallveig Rúnarsdóttir, Hilmar Örn Hilmarsson og Bjarni Frí- mann Bjarnason sem ráðast í þetta viðamikla verk. Hallveig tekur ekki fyrir að þau komi úr frekar ólíkum áttum en upphafið að samstarfinu megi líka einmitt rekja til Berlínar sem er að sönnu borg fjölbreytileik- ans og mikill suðupottur í menningu um þessar mundir. Upphafið í klámvísu „Það var eiginlega Bjarki Karlsson íslenskufræðingur sem leiddi okkur saman á sínum tíma. Í síðustu bók Bjarka er að finna kvæði sem kall- ast Grettisfærsla og er gömul klám- vísa sem munkar skrifuðu inn á eitt handritið af Grettissögu. Bjarki fékk Erp til þess að endurgera þetta því kvæðið var eyðilagt að hluta við siðaskiptin því þá voru menn svo siðsamir. Svo fékk Bjarki mig til þess að flytja þetta og Hilmar Örn til þess að gera taktinn undir. Þetta fluttum við svo í Berlín og þá bættum við Bjarna Frímanni í liðið, gerðum úr þessu tónleika og skemmtum okkur gríðarlega vel. Svo vorum við ein- hvern veginn orðnir svo miklir vinir að við máttum til með að stækka verkefnið svo ákváðum að tala við Listahátíð og þar var okkur svo vel tekið að það varð ekki aftur snúið. Skemmtilegt vandamál Við förum mjög víða í yfirferð okkar um mistakasögu mannkyns enda lærir mannkynið aldrei og gerir alltaf sömu mistökin aftur og aftur. En auðvitað kemur þetta allt út frá græðgi þegar nánar er skoðað, því græðgin er undirrót alls ills. Valda- fíknar, trúarofstækis og hvers sem er þar sem einhver vill ráða yfir öðrum og beita til þess öllum mögulegum og ómögulegum aðferðum. Þetta er að verða alveg gríðarlega fallegt skrímsli Mistakasaga mannkyns er yfirskrift og umfjöllunarefni ferðalags í tali og tónum með valinkunnum lista- mönnum sem koma úr skemmtilega ólíkum áttum en sameinast í þessum sérstæða viðburði Listahátíðar. Hallveig Rúnarsdóttir og Erpur Eyvindarson eru á meðal höfunda og flytjenda að dagskránni Mistakasaga mannkyns á Listahátíð i næstu viku. FRéTTabLaðið/ViLHELM Vandinn hefur heLst Verið að á Meðan Við eruM að þróa þetta Verkefni þá keMur á saMa tíMa hVer fréttin á fætur annarri Með enda- LausuM skandöLuM tiL þess að Vinna úr. verið að á meðan við erum að þróa þetta verkefni þá kemur á sama tíma hver fréttin á fætur annarri með endalausum skandölum til þess að vinna úr. Þetta er gríðarleg skemmtilegt vandamál þó svo þetta sé ekki gæfulegt fyrir samfélagið.“ Merkilegasta landið Hallveig segir að þau fari þá leið að tengja allt við Ísland. „Við erum alltaf að fara inn í þetta út frá Íslandi nútímans því að þetta er pólitískt ádeiluverk. Það er ekki annað hægt en að mynda þessa tengingu út frá öllu því sem hér hefur gengið á og það er því útgangspunkturinn. Við byrjum út frá fyrirlestri stórskrítins prófessors sem reiknaði hnit út frá píramídunum í Egyptalandi þar sem öll hnit vísuðu til Íslands og þetta hlyti því að vera merkilegasta land í heimi. Við tökum þennan fyrir- lestur og fléttum saman við hina frægu You ain’t seen nothing yet- ræðu Ólafs Ragnars. En við förum reyndar um víðan völl allt frá upp- hafi mannsins til Íslands nútímans. Þannig að þetta er mikið ferðalag þar sem er stiklað á stóru og ég held að við eigum öll eftir að skemmta okkur vel.“ Við segjum þessa sögu í töluðu máli og tónlist þar sem tónlistin er allt frá harðasta rappi yfir í há- klassík og allt þar á milli. En við erum líka að leika okkur aðeins með formin og fikta í hlutunum. Ég er t.d. að syngja Rúdolf með Þeysurunum í óperudívuútgáfu og við förum með þetta svona í allar áttir. Svo erum við líka með spilara og grafíkera úr Listaháskólanum sem er í samstarfi við okkur svo þetta verður bara magnað. Þetta skrímsli er að verða gríðarlega fallegt skrímsli enda eru þetta þvílíkir snillingar sem ég er að vinna með. Vandinn hefur helst 2 8 . m a í 2 0 1 6 L a u G a R D a G u R48 m e N N i N G ∙ F R É T T a B L a ð i ð menning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.