Fréttablaðið - 28.05.2016, Page 91

Fréttablaðið - 28.05.2016, Page 91
Hvað? Phoenix Reykjavík Hvenær? 14.30 Hvar? Snarfarahöfn Ferðalag um landslag tilfinning- anna þar sem gestir eru leiddir um höfnina, báta, tjöld og fjöruna með tilheyrandi upplifunum. Miðaverð 2.500 krónur. Hvað? Vorhátíð Vallahverfisins og lokahátíð Hraunvallaskóla Hvenær? 14.00 Hvar? Framan við Hraunvallaskóla Glæsileg atriði verða á boðstólum, svo sem Jóhanna Ruth úr Ísland Got Talent, Leikhópurinn Lotta, Zumba frá Reebok, Gospelkór Ástjarnar- kirkju ásamt hæfileikaríkum krökkum úr Hraunvallaskóla í til- efni Vorhátíðarinnar. Kynnir er eng- inn annar en Gói og hefst dagskráin stundvíslega klukkan 14.00. Opið hús hjá Reebok fitness frá klukkan 10, ókeypis í sund í Ásvallalaug frá kl. 10.00-13.00 og sundknattleiks- deild SH kynnir sundknattleik í sundlauginni frá kl. 11.30-13.00. Allir velkomnir. Hvað? Dr. Bæk fer yfir reiðhjólin Hvenær? 12.30 Hvar? Borgarbókasafnið, Menningar- hús, Sólheimum Í dag, laugardag, geta allir komið með hjólið sitt og fengið það ástandsskoðað af sérfræðingum Dr. Bæk. Komið og látið athuga loft- þrýsting í dekkjum, smurningu á keðjum, bremsur og gíra þannig að hjólið sé klárt fyrir sumarið. Þátt- taka ókeypis. Hvað? Skákakademían á leik Hvenær? 13.00 Hvar? Menningarhús, Spönginni Fyrir áhugasama um að læra að tefla eða rifja upp gamlar hrók eringar stendur til boða að heimsækja Skák akademíu Reykjavíkur sem verður á safninu í dag. Allir vel- komnir. Námskeið Hvað? Námskeið í rafhljóðfærasmíði Hvenær? 17.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2 Jari Suominen sýnir þátttakendum hvernig hægt er að búa til hljóð- gervil. Þátttökukostnaður miðast við efniskostnaðinn og er 4.200 krónur. Allir velkomnir. Dans Hvað? Tangó Sólstöðuhátíð Tangó- ævintýrafélagsins Hvenær? 11.00 Hvar? Dansskóli Jóns Péturs og Köru, Síðumúla 30 Í ár fagnar Tangóævintýrafélagið 10 ára afmæli sínu og heldur upp á tímamótin með alþjóðlegu tangóhátíðinni: Tango Solstice Re- treat sem fer fram dagana 27.-30. maí. Fjögur námskeið í boði og kennarar eru Ellen Engvall, Mari- ana Docampo, Leonardo Sardella, Helen La Vikinga og Walter Perez. Námskeiðsgjald er 4.900 krónur. Leiðsögn Hvað? Leiðsögn og spjall Bjarna Bern- harðs Hvenær? 14.00 Hvar? Menningarhúsi Gerðubergi Verk Bjarna Bernharðs myndlistar- manns eru til sýnis í Gerðubergi og ætlar listfræðingurinn Jón Proppé að bjóða gestum safnsins í leið- sögn um verk Bjarna. Leiðsögnin er öllum opin. Hvað? Hvenær? Hvar? Sunnudagur 29. maí 2016 Dans Hvað? Tangósólstöðuhátíð Tangóævin- týrafélagsins Hvenær? 13.00 Hvar? Kaffi Sólon, Bankastræti 7a, 2. hæð Áframhaldandi afmælisfagnaður Tangóævintýrafélagsins. Í dag, sunnudag, verður dagskrá frá klukkan 13.00 og hefst á nám- skeiðum og lýkur með hugleiðslu við Sólfarið við Sæbraut klukkan 22.00. Allir velkomnir. Sýningar Hvað? Sýningarstjóraspjall Hvenær? 14.00 Hvar? Hafnarborg Sumarsýning Hafnarborgar, Ummerki vatns, var opnuð fyrir helgi. Í dag, sunnudag verður boðið uppá sýningarstjóraspjall, en þau Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, og Birgir Snæbjörn Birgisson mynd- listarmaður sjá um sýningar- stjórnun. Á TEDxReykjavík-ráðstefnunni eru margir spennandi fyrirlestrar í boði. „TEDx er sjálfstætt starfandi afsprengi TED talks sem eiga sér uppruna í Sili- con Valley í Bandaríkjunum. Þetta eru svona ráðstefnur til að mynda vett- vang fyrir fólk til að hittast og deila hugmyndum hvert með öðru sem svo rata út í heiminn og breyta honum til hins betra. Við vildum koma af stað svona vettvangi hér á Íslandi. Við erum með 10 fyrirlesara og tvö tón- listaratriði,“ segir Einar Valur Más- son, einn af skipuleggjendum ráð- stefnunnar. Meðal fyrirlesara verða þær Una Torfadóttir og Margrét Snorradóttir en þær eru 16 ára og hafa vakið athygli fyrir að koma femínískum boðskap á framfæri á frumlegan hátt, en Una var einn höfunda sig- uratriðis Skrekks, „Elsku stelpur“, sem var dreift víða á netinu á sínum tíma. Margrét stofnaði femínistafélag í Hagaskóla og vakti athygli fjölmiðla með því að bjóða upp á ókeypis túr- tappa í skólanum. Þær munu í fyrir- lestri sínum fjalla um mikilvægi þess að konur taki pláss og séu sýnilegar. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jóns- dóttir, trans- og hinsegin aktívisti, talar um reynslu sína sem trans- manneskja í tvívíðu samfélagi. Tara Ösp Tjörvadóttir, ljósmyndari, kvik- myndagerðarkona og manneskjan á bak við kassamerkið #Égerekkitabú, ræðir um möguleika samfélagsmiðla til að bæta geðheilsuna. Vignir Örn Guðmundsson, stofnandi og forstjóri Radiant Games, flytur fyrirlestur um mikilvægi forritunar og þess að kenna börnum tölvunarfræði. Tómas Guð- bjartsson læknir verður með erindi um náttúruvernd og Vilborg Arna Gissurardóttir fjallar um svaðilför sína á Suðurskautslandi. Ráðstefnan hefst klukkan 09.00 í Austurbæ og stendur til 17.00. Boðið verður upp á léttar veitingar og miða- verð er 7.500 krónur. – sþh TEDxReykjavík haldin í sjötta sinn -AFTENPOSTEN Sýningartímar á eMiði.is, miði.is og smarabio.is SJÁÐU EM 2016 Í SMÁRABÍÓI NÁNAR Á SMARABIO.IS/EM Sturlugata 5, 101 Reykjavík www.norraenahusid.is Vatnsmýrarhátíð 2016 Norræna húsinu, sunnudaginn 29. maí Til að fagna sumri býður Norræna húsið öllum krökkum og fjölskyldum þeirra á hina árlegu Vatnsmýrarhátíð Dagskrá (13:00–15:00) – Hátíðin sett og glæný leiktæki frá Krumma vígð – Dr. Bæk hressir hjólin fyrir sumarið – Ratleikur – Teiknismiðjur – Krakkaball og dansleikir með Margréti Maack plötusnúð – Ísbíllinn mætir á svæðið – ring-ring! – Grillaðu þitt eigið skandinavíska „snobrød“ (snúningsbrauð) – Koddabíó Þátttaka er ókeypis! M e N N i N g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 51L A U g A R D A g U R 2 8 . M A í 2 0 1 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.