Fréttablaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 98
Guðrún Jóna Stefánsdóttir gudrunjona@frettabladid.is Hildir Kristín stefánsdóttir söngkona Tókýó er mín uppáhaldsborg. Ég bjó þar í eitt ár og ég var jafn hrifin á hverjum einasta degi. Þú finnur allt sem þú getur ímyndað þér og hafðir aldrei ímyndað þér á sama stað, Borgin er svo yndislega skrýtin en ótrúlega vinaleg á sama tíma. Hún skiptist upp í mörg áhugaverð hverfi sem eru öll eins og minni borgir í rauninni. Mitt uppáhalds heitir Shimokitazawa sem er voðaleg „up-coming“ og artí hverfi með mjög rólegu yfirbragði miðað við ys og þys stóru hverf- anna. ágúst Bent sigBertsson rappari og leikstjóri Uppáhalds- borgin mín er Reykjavík. Alltaf þegar ég fer til útlanda fæ ég kvíðakast yfir því að vera að missa af góðri veislu á Prikinu. Það er líka allt of mikill raki í útlöndum og enginn Nonna- biti. Hér er hægt að gefa öndunum brauð og aðra hluti, það er líka hægt að fara í sjósund ef maður er masókisti eða bara fara í sólbað/ mótmæli á Austurvelli. Best er að kaupa hjólkoppa hjá Valda, kok- teila á BarAnanas og gamla Pez- kalla í Kolaportinu. Passið bara að kaupa ekki óvart léttöl og ekki nota kreditkort á Shooters. JóHannes HauKur JóHannesson leikari Ég hef á undanförnum tveimur árum verið ansi mikið að vinna erlendis og hef fengið að kynnast ýmsum borgum. Eftir margra mánaða dvöl í Búdapest, Vancouver, Marrakesh, Belfast og víðar hef ég komist að þeirri niðurstöðu að mér líður best í Reykja- vík. Það er ótrúlega gott að vera í borg eins og Reykjavík þar sem við höfum allt til alls en erum enn þá mátulega smá til að manni líði vel. Ég bý nú í Laugardalnum sem ég fullyrði að er einn besti staður að búa á í heimi. Nálægðin við alla náttúruna í daln- um, allt íþróttastarfið og menningin, miðbærinn í 5 mínútna fjarlægð gerir þetta að algjörum sælureit. Svo erum við með Laugardalslaugina nánast í bakgarðinum og bestu líkamsræktar- stöð landsins þar við hliðina. rúnar freyr gíslason leikari New York er uppáhaldsborgin mín. Mér finnst alltaf alveg frábært að vera þar. Það er einhvern veginn allt þarna, maður getur rölt um borgina í marga daga og alltaf séð eitthvað spennandi. Leikhúsin þarna finnst mér æðilsleg, fólkið fjölbreytilegt og veðrið yfirleitt þægilegt. Lætin eru náttúrulega mikil, en þá getur maður alltaf farið í Central Park og slakað á. Algjörlega frábær staður að heimsækja. Hallfríður Þóra tryggvadóttir leikhúsframleiðandi og markaðsstjóri Tjarnarbíós Þegar ég lendi í New York þá líður mér eins og ég sé komin í mína aðra heimaborg. Samt kemur hún manni sífellt á óvart með sínum magnaða fjölbreytileika. Uppá- haldshverfin mín eru Lower East Side á Manhattan og Williamsburg í Brooklyn. Þar er frábært að kíkja inn í litlar búðir og hitta skemmti- legt fólk í bröns. Mæli með þak- börunum Mr. Purple á Lower East Side og á Wythe Hotel í Williams- burg við sólsetur. Þar getur að líta listaverkið, sem skýjakljúfar New York eru. Listasenan er iðandi eins og mannlíf borgarinnar. Mæli með leiksýningunni Sleep No More, sem er einstök upplifunarsýning. Í haust fer ég í framhaldsnám við Columbia- háskóla og get ekki beðið eftir að kynnast borginni enn betur. erpur eyvindarson tónlistarmaður Kúba er kraftmesti rommkokteillinn af ólíkustu menningar- heimum sem mætast og blandast frábærlega en standa einnig upp- runalegir. Til að stikla á stóru þá mætast vindlafýringar frum- byggjanna, spænsk klassík nýlendu- tímans, bandarísk áhrif mafíutímans í næturlífinu, sovésku áhrifin í íþróttunum og ballettinum, tónlist og dans sem barst með Afríkuþrælunum og þar fram eftir götunum. Havana er gríðarlega kraftmikil, gestrisin, stolt, hrá og lif- andi. Höfuðborg Kúbu er uppá- haldsborgin mín. alda dís arnardóttir söngkona Uppáhaldsborgin mín um þessar mundir er San Francisco. Hún er ótrúlega falleg, stór en samt getur maður labbað út um allt og hægt er að gera bók- staflega allt. Það er frábær upplifun að hjóla yfir Golden Gate-brúna, svo er líka hægt að skoða Alcatraz-fangelsið ásamt óteljandi földum gim- steinum sem San Francisco hefur upp á að bjóða. san francisco reykjavík gunnar Hansson leikari London er mín uppáhaldsborg. Hef komið þangað oftar en til nokkurrar annarrar borgar og hér líður mér alltaf vel. Ég á marga uppáhalds- staði þar, það er frábært að ganga um í görðunum og út um alla borg. Camden Town er í miklu uppáhaldi hjá mér, svo kynntist ég nýju hverfi í síðustu ferð minni til London, sem er Shoreditch, frábært hverfi sem var eiginlega yfir- tekið af listafólki þegar hverfið var í hálfgerðri niðurníðslu, þar er að finna Brick Lane- markaðinn og ótal kaffihús og matsölu- staði ásamt Al Amin, besta indverska stað sem ég hef prófað. Flest allir eiga sér eina uppáhaldsborg. Oft eru það góðar minningar sem skapa staðnum sérstakan sess og oft er það líka staðurinn sjálfur sem spilar stórt hlutverk. Fréttablaðið fór á stúfana og heyrði í nokkrum einstak- lingum sem allir eiga það sameiginlegt að ferðast mikið. new york ó, borg, mín borg Hallfríður Þóra elskar New York. 2 8 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R58 L í f i ð ∙ f R É T T a B L a ð i ð Lífið Havanatokýó Alda Dís ásamt kærasta sínum Ásgeir Vísi. london Erpur ásamt góðum vinum á Kúbu. Hildur Kristín kress og kát í uppáhalds- borginni sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.