Morgunblaðið - 03.09.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Heildaraflaverðmæti á strandveið- um sumarsins var um þrír millj- arðar og hefur heildarafli aldrei ver- ið meiri á strandveiðum, en þær hófust sumarið 2009. Ágætt verð fékkst fyrir aflann og nokkru hærra en í fyrra. Áætla má að aflaverð- mæti meðalbátsins hafi verið tæpar fimm milljónir í sumar en þeir afla- hæstu hafi fiskað fyrir 13-14 millj- ónir. Bátum fjölgaði frá síðasta ári en meðalafli minnkaði hins vegar. Heildarafli sumarsins var 10.261 tonn og aukning um 5% frá því í fyrra. Alls komu strandveiðibát- arnir með 9.162 tonn af þorski í land, en viðmiðunin var upp á 11.100 tonn í þorski að hámarki. Óveidd eru því rúm 1.900 tonn af þorski á strandveiðunum og segist Örn Páls- son, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda, telja einsýnt að þau tonn komi til við- bótar úthlutun næsta árs. Setjast þurfi niður á næstunni til að ræða þessa stöðu. Hugsanlega megi lengja tímabilið í báða enda og byrja í apríl og hætta í september. Einnig megi fjölga dögum til veiða í hverjum mánuði, en nú er heimilt að veiða fjóra virka daga í hverri viku frá mánudegi til fimmtudags. Birta, Kolga, Svala og Ásbjörn Jón Ingvar Hilmarsson á Birtu SU frá Djúpavogi var aflahæstur á strandveiðum sumarsins með 52,4 tonn í 46 róðrum. Veiðisvæði við landið eru fjögur og á svæði A, frá Arnarstapa til Súðavíkur, var Kolga BA aflahæst með tæp 47 tonn í 48 róðrum, á svæði B frá Norðurfirði til Grenivíkur var Svala EA afla- hæst með tæp 38 tonn í 45 róðrum, Birta á C-svæði sem nær frá Húsa- vík til Djúpavogs og á D-svæði frá Höfn í Borgarnes var Ásbjörn SF aflahæstur með rúm 47 tonn í 45 róðrum. Í spjalli við Jón Ingvar á heima- síðu Landssambansds smábátaeig- enda sagði hann strandveiðarnar í ár hafa verið þær leiðinlegustu frá upphafi. Bræla nánast upp á hvern einasta dag sem færði sjaldnast mikla ánægju. Jón sagðist ánægður með breytingar sem gerðar hafa verið á kerfinu. Nauðsynlegt væri þó að þróa það áfram, til dæmis að allir dagar mánaðarins væru strand- veiðidagar til að auðvelda mönnum að ná 12 dögum í hverjum mánuði. Aðrar breytingar þyrfti í raun ekki að gera. Flestir á A-svæði Alls lönduðu 623 strandveiðibátar afla á vertíðinni sem hófst í byrjun maí og er það fjölgun um 75 báta frá síðasta ári. Meðalafli á bát í sumar var 16,5 tonn og er það samdráttur frá síðasta ári, þegar meðalbáturinn kom að landi með 17,8 tonn. Erfið tíð í ágústmánuði gerði mörgum erf- itt fyrir. Flestir voru á strandveiðum á A- svæði eins og áður og þar var mest- ur meðalalafli. Þar voru líka flestir róðrar á bát að meðaltali, 28,4, en meðaltalið yfir landið var 25,6 róðrar. Ufsi er utan aflaviðmiðunar á strandveiðum og var landað 829 tonnum af ufsa í sumar. Fiskuðu fyrir um þrjá milljarða  Aldrei meiri afli á strandveiðum  Vilja að ónýttar heimildir nýtist næsta sumar  Aflaverðmæti meðalbátsins tæpar fimm milljónir króna  Birta frá Djúpavogi var aflahæst á vertíðinni í sumar Aflahæstur Jón Ingvar Hilmarsson á Birtu SU frá Djúpavogi veiddi 52,4 tonn í 46 róðrum. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Alfreð Ólafsson, Ísfélaginu, tekur á móti afla frá Agnari Jónssyni á Hrönn. Á palli: VIÐAR Smágrár Opið : 8-18 v i r ka daga, 10-14 laugardaga • S ími 588 8000 • s l ippfe lag id. i s Á grindverki: VIÐAR Húmgrár Viðarvörn Þórshöfn | Strandveiðitímabilinu er lokið og reyndist þessi vertíð með þeim betri hvað varðar veiði og verð en veðurfar var afleitt. Yfirleitt náðu menn hámarks- skammti dagsins, sem er tæp 800 kíló óaðgert, og var það almennt stór og fallegur þorskur, meirihlut- inn í stærðarflokknum 8 plús. „Fiskverðið er miklu betra en í fyrra en tíðarfarið er hreinasta hörmung bæði til lands og sjávar, búið að liggja í norðan- og norð- austanátt nánast allt heila sumar- ið,“ sagði Guðmundur Jóhanns- son, útgerðarmaður á Gunnari KG á Þórshöfn, en hjá honum tekur næst við veiði úr byggðakvótanum. Það var falleg sjón í sumar að sjá flota strandveiðibátanna sigla úr höfninni um miðnæturbil því stefnan var að landa og tilkynna afla tímanlega fyrir hádegi á Fisk- markaðinn. Allmargir bátar gerðu út á strandveiði frá Þórshöfn í sumar, allt upp í 23 báta í stuttan tíma, sagði Þorri Friðriksson, hafnarvörður á Þórshöfn. Bátarnir færðu sig einnig á milli hafna eftir því hvernig veiddist og margir voru á Bakkafirði, sem er næsta höfn austan Þórshafnar. Strandveiðisjómenn og aðrir sem leggja upp á Þórshöfn áttu svo ánægjulegt laugardagskvöld í boði Langanesbyggðar í lok strandveiðanna, þá var grillað og glatt á hjalla. Ekki var fiskur á grill- inu heldur íslenskt lambakjöt og var veislan í umsjón hafnarstarfs- manna, þar sem listakokkar og matgæðingar stóðu sig vel. Gott verð, afleitt veður STRANDVEIÐISJÓMENN Á ÞÓRSHÖFN GERÐU SÉR GLAÐAN DAG Tálknafjarðarhöfn var þétt setin í síðustu viku og mannlífið blómstr- aði. Hvergi var pláss að hafa þegar mest lét og segir Karl Ágúst Gunn- arsson hafnarvörður að sjaldan eða aldrei hafi verið jafn mikill erill við höfnina á sama tíma. Loftmynd sem fréttaritari Morgunblaðsins tók sýnir vel hve höfnin var þétt setin. Við höfnina voru tveir legubátar, þrjú þjón- ustuskip og tvö fóðurskip, sem öll vinna fyrir laxeldisfyrirtækin á suðursvæði Vestfjarðar. Einnig lá seglskipið Lord Nelson við bryggju, en skipið er á hringferð um landið, kom til Tálknafjarðar frá Flatey á Breiðafirði og síðan lá leiðin norður á Siglufjörð. Einnig voru nokkrir smábátar við bryggju en nú er strandveiðunum lokið í bili. „Höfnin var nánast full í þrjá eða fjóra daga og þegar kvöldaði var ljósadýrðin mikil og falleg að sjá, einkum frá seglskipinu,“ sagði Karl Ágúst við Morgunblaðið í gær. Hann segir umferð um höfnina hafa stóraukist á árinu og þar skipti mestu umsvif laxeldisfyrir- tækjanna. Hvergi laust pláss við höfnina á Tálknafirði Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Tálknafjörður Höfnin var þétt setin og hvergi pláss við bryggjukantana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.