Morgunblaðið - 03.09.2019, Page 15
AFP
Kosningum flýtt? Boris Johnson fyrir utan Downing-stræti 10 í gær.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Haft var eftir hátt settum embættis-
manni í breska forsætisráðuneytinu í
gærkvöldi að Boris Johnson, for-
sætisráðherra Bretlands, hygðist
leggja til að þingkosningar færu
fram 14. október ef stjórn hans biði
ósigur í atkvæðagreiðslu á þinginu
um lagafrumvarp sem fæli í sér að
Johnson þyrfti að óska eftir því við
leiðtoga Evrópusambandsins að
brexit yrði frestað. Fréttaveitan
AFP hafði eftir embættismanninum
að ef uppreisnarmenn í þingliði
Íhaldsflokksins greiddu atkvæði
með frumvarpinu í dag, eins og búist
er við, til að hindra útgöngu úr ESB
án samnings hygðist Johnson leggja
til á morgun að nýtt þing yrði kosið
mánudaginn 14. október.
Grafi ekki undan stjórninni
Fyrr um daginn sagði Johnson í
yfirlýsingu fyrir utan Downing-
stræti 10 að hann vildi ekki að þing-
kosningum yrði flýtt en hann ýjaði
samt að því að hann gæti þurft að
óska eftir þingrofi og kosningum, að
sögn The Telegraph. Hann sagði að
ekki kæmi til greina að fresta út-
göngunni, sem á að taka gildi 31.
október, og skoraði á þingmenn
Íhaldsflokksins að grafa ekki undan
stjórninni í samningaviðræðum við
leiðtoga ESB með því að greiða at-
kvæði með lagafrumvarpi um að
fresta útgöngunni til að koma í veg
fyrir brexit án samnings. Hann
kvaðst telja sig geta knúið fram
breytingar á brexit-samningnum
sem þingið hefur hafnað þrisvar en
ef frumvarpið yrði samþykkt myndi
það eyðileggja samningsstöðu
bresku stjórnarinnar í viðræðum við
leiðtoga Evrópusambandsins 17. og
18. október.
Brexit frestað um þrjá mánuði?
Neðri deild þingsins kemur saman
í dag eftir sumarhlé og segir breska
ríkisútvarpið að andstæðingar út-
göngu án samnings ætli þá að leggja
fram lagafrumvarp þar sem gert sé
ráð fyrir því að útgöngunni verði
frestað um þrjá mánuði, eða til 31.
janúar, ef nýtt brexit-samkomulag
hefur ekki náðst 19. október, þ.e.
daginn eftir leiðtogafund ESB.
Þeir þingmenn Íhaldsflokksins
sem eru andvígir útgöngu án samn-
ings hafa verið varaðir við því að
þeim verði vikið úr flokknum ef þeir
greiði atkvæði með slíku frumvarpi.
Nokkrir þingmannanna hafa sagt að
þeir hyggist leggjast gegn brexit án
samnings þótt það geti kostað þá
þingsætin, þar sem þeir ætli að setja
„hagsmuni landsins“ ofar eigin hags-
munum. Þeirra á meðal er David
Gauke, fyrrverandi fjármálaráð-
herra, og fleiri áhrifamiklir þing-
menn Íhaldsflokksins.
Tveir þriðju þingmannanna
myndu þurfa að samþykkja tillögu
um að flýta kosningum. Næstu þing-
kosningar eiga að óbreyttu að fara
fram árið 2022. Verði þeim flýtt
verður það í þriðja skipti á fimm ár-
um sem efnt er til þingkosninga í
Bretlandi. Síðast var kosið árið 2017
þegar Theresa May boðaði til kosn-
inga, tveimur árum eftir að Íhalds-
flokkurinn sigraði í kosningum undir
forystu Davids Camerons.
Talið stefna í
þingkosningar
Sagður vilja að kosið verði 14. októ-
ber ef þingið samþykkir frestun á brexit
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Hubert Minnis, forsætisráðherra
Bahamaeyja, sagði í gær að sam-
kvæmt fyrstu fréttum hefði felli-
bylurinn Dorian valdið eyðileggingu
sem ætti sér engin fordæmi í sögu
landsins. Dorian er öflugasti fellibyl-
ur á Bahamaeyjum frá því að mæl-
ingar hófust og sá næstöflugasti sem
hefur geisað í Atlantshafi.
„Samkvæmt upplýsingum sem við
höfum fengið frá Abaco-eyjum á
eyðileggingin sér engin fordæmi,“
sagði Minnis. „Dorian er ennþá mjög
hættulegur fellibylur. Við einbeitum
okkur núna að björgunarstarfinu og
biðjum fyrir íbúunum.“
Ekki vitað um manntjón
Ekki er vitað hvort fellibylurinn
olli miklu manntjóni og litlar upplýs-
ingar höfðu borist frá hamfarasvæð-
unum vegna slæmra aðstæðna, raf-
magnsleysis og lítils netsambands.
„Við höfum ekki enn skýra mynd af
því sem gerðist,“ sagði Sune Bulow,
sem stjórnar björgunaraðgerðum á
vegum Alþjóðasambands Rauða
krossins og Rauða hálfmánans í
Genf. Hann bætti þó við að sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
lægju fyrir kynnu um það bil 13.000
hús að hafa stórskemmst eða eyði-
lagst á Bahamaeyjum af völdum
fellibylsins og mikilla flóða sem
fylgdu honum.
Bulow sagði að áhersla yrði lögð á
að sjá íbúum sem þurftu að flýja
heimkynni sín fyrir húsaskjóli, mat-
vælum, hreinu vatni og læknisaðstoð
næstu daga. Talið var að flóðbylgjan
sem fylgdi óveðrinu hefði orðið til
þess að sjór hefði flætt í vatnsból á
Abaco-eyjum, sem eru með um
17.000 íbúa.
Yfirvöld á Bahamaeyjum opnuðu
fjórtán neyðarathvörf vegna ham-
faranna en óttast var að þau myndu
fyllast og íbúar þyrftu að leita skjóls
á öðrum stöðum þar sem þeir fengju
ekki aðstoð.
Vindhraðinn minnkar
Fellibylurinn náði fimmta og
hæsta styrkleikaflokki í fyrradag, en
í því felst að vindhraðinn var yfir 80
m/s og sjávarstaða meira en sex
metrar yfir meðallagi. Vindhraðinn
minnkaði í 69 m/s í gær og fellibylur-
inn var þá í fjórða styrkleikaflokki,
að sögn Fellibyljamiðstöðvar Banda-
ríkjanna. Hún spáði því að vindhrað-
inn héldi áfram að minnka smám
saman en sagði að fellibylurinn væri
enn „mjög hættulegur“.
Fellibylurinn fór í gær yfir eyjuna
Grand Bahama, sem er með um
50.000 íbúa. Hann færðist hægt í
vestur og gert er ráð fyrir að hann
snúist í norður og síðan norðaustur
næstu daga.
Lýst yfir neyðarástandi
Búist var við að fellibylurinn yrði
nálægt Flórída í dag. Ekki var vitað
hvort hann myndi koma að landi á
austurströnd Bandaríkjanna en ótt-
ast var að hann ylli mikilli eyðilegg-
ingu. Lýst var yfir neyðarástandi í
Flórída, Georgíu og Norður- og
Suður-Karólínu og hundruðum þús-
unda íbúa strandbyggða var fyrir-
skipað að forða sér þaðan, þeirra á
meðal um 800.000 manns í Suður-
Karólínu, íbúum sex sýslna í
Georgíu og íbúum strandhverfa í
Palm Beach í Flórída.
Rauði krossinn í Bandaríkjunum
sagði í gær að um nítján milljónir
manna byggju á svæðum sem kynnu
að verða fyrir barðinu á fellibylnum
og flóðum sem fylgja honum á næstu
dögum. Þar af kynnu allt að 50.000
manns í Flórída, Georgíu og Suður-
Karólínu að þurfa neyðaraðstoð ef
fellibylurinn kæmi að landi.
Óttast að þúsundir
húsa hafi eyðilagst
Byggðir á austurströnd Bandaríkjanna rýmdar
Fellibylurinn Dorian
Heimildir: NHC/NOAA
Í dag
6.00
Í dag
18.00
Á morgun
6.00
Fimmtudag
6.00
Laugardag
6.00
Í gær
kl. 9.00 að ísl. tíma
FLÓRÍDA
GEORGÍA
NORÐUR-
KARÓLÍNA
SUÐUR-
KARÓLÍNA
ATLANTSHAF
BANDA-
RÍKIN
Braut fellibylsins skv. spá
Skyggða svæðið
sýnir fráviksmörk
hugsanlegrar
brautar
Fellibylur
200 km
Hitabeltisstormur
Viðvaranir:
Föstudag
6.00
VIRGINÍA
WASHINGTON DC
BAHAMA-EYJAR
AFP
Óveður í nánd Byrgt fyrir glugga kaffihúss í strandbænum Indialantic í
Flórída vegna fellibylsins Dorian sem talið er komi að strönd ríkisins í dag.