Morgunblaðið - 03.09.2019, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019
Bessastaðir Á allra vörum, forvarna- og fræðsluátak sem nú styður Eitt líf, er í fullum gangi. Eliza Reid forsetafrú styrkti söfnunina og keypti gloss sem svo fór fljótlega á varirnar.
Árni Sæberg
Dómar Hæstaréttar
í svonefndum „eftir-
hrunsmálum“, þar sem
fyrirsvarsmenn banka
hafa verið sakfelldir
fyrir umboðssvik, hafa
sætt gagnrýni. Stafar
þetta af því að lög
kveða á um að ekki séu
skilyrði til að refsa fyrir
slík brot nema sannað
sé að þau hafi verið
framin í auðgunarskyni.
Í þessum bankamálum hefur því
þurft því að sanna að sakborning-
urinn hafi haft ásetning til að valda
bankanum sem hann vann við fjár-
tjóni í þágu annars aðila sem þá átti
að auðgast við brotið. Þetta hefur
sjaldnast sannast í þessum málum.
Í forsendum ýmissa dóma sinna
um þetta hefur Hæstiréttur talið að
nægilegt væri til áfellisdóms að telja
sakborning hafa valdið bankanum
verulegri áhættu á fjártjóni. Hefur
þá ekki verið talið nauðsynlegt að
leysa úr því hvort sá sakaði hafi haft
ásetning um að valda fjártjóninu.
Í þessum málum hefur í flestum
tilvikum staðið svo á að viðsemjandi
bankans hefur fengið lán frá viðkom-
andi banka í því skyni að festa kaup á
hlutabréfum í bankanum sjálfum sem
voru í eigu bankans. Fékk bankinn
þá veðrétt í
hlutabréfunum og skal
hér í þágu umræðu-
efnisins gert ráð fyrir
að ekki hafi verið veitt-
ar frekari tryggingar
fyrir endurgreiðslu
lánsins.
Hver var í hættu á
að bíða fjártjón?
Hin einfalda spurn-
ing er þá sú hver hafi
auðgast og hver orðið
fyrir fjártjóni við þessi
viðskipti. Ef bréfin
lækkuðu í verði eftir kaupin, eins og
hér var ávallt raunin, ætti að vera
nokkuð ljóst að aldrei var hætta á
fjártjóni bankans. Hann varð einfald-
lega betur settur fyrir að hafa eign-
ast fjárkröfu í stað hlutabréfanna.
Svo þegar bréfin urðu verðlaus gilti
hið sama: bankinn hafði ekki orðið
fyrir neinu fjártjóni, því ef hann hefði
sjálfur átt bréfin hefði hann tapað
öllu andvirði þeirra. Við blasti að
bankastjórarnir höfðu alls ekki vilja
til að valda bankanum fjártjóni, held-
ur voru þeir að reyna að gera samn-
inga sem þeir töldu að styrktu stöðu
hans. Vel má vera í ljósi síðari tíma
vitneskju að þessir samningar hafi
verið óskynsamlegir, en þeir voru
allavega ekki gerðir í auðgunarskyni
eða til að valda hættu á fjártjóni
bankans.
Í forsendum einhverra þessara
dóma virðist hafa verið lagt til grund-
vallar að á söludegi hafi verið unnt að
selja bréfin öðrum kaupanda á sama
verði án þess að þurfa að veita honum
lán til kaupanna. Þetta var auðvitað
aldrei raunin. Bankamennirnir voru
einfaldlega að selja bréfin með lán-
veitingum vegna þess að þeir gátu
ekki selt þau annars.
Fengur að bók Eiríks
Nú hefur fyrrverandi dómari við
réttinn, Eiríkur Tómasson, sem tók
þátt í að kveða upp einhverja af þess-
um dómum, gefið út bók sem hann
nefnir „Dómar um umboðssvik í kjöl-
far bankahrunsins“. Heyrst hefur
gagnrýni á að fyrrverandi dómari,
sem svona stóð á um, skuli gera
þetta. Ég tek ekki undir hana. Mér
finnst Eiríkur, ef eitthvað er, eiga
fremur heiður skilinn fyrir að skrifa
um þetta. Hitt kemur hins vegar ekki
á óvart að hann skuli taka undir nið-
urstöður réttarins í þessum málum,
enda átti hann sjálfur þátt í þeim í
starfi sínu við réttinn.
Segja má að Eiríkur nefni tvennt
sem réttlæti dómsniðurstöðurnar.
Annars vegar hafi mátt finna for-
dæmi Hæstaréttar um að heimilt sé
að refsa fyrir umboðssvik með því að
valda umbjóðandanum verulegri fjár-
tjónsáhættu. Hins vegar séu fræði-
menn sammála um að vægara stig
ásetnings, svonefndur líkinda-
ásetningur (dolus eventualis), dugi til
þess að refsa megi fyrir brotin.
Engin fordæmi –
enginn ásetningur
Um þetta skal það sagt að fyrri
dómarnir sem Eiríkur nefnir geta
ekki verið fordæmi í málunum vegna
hrunsins. Þeir fjalla um miklu grófari
og augljósari atvik en „hrundóm-
arnir“. Þarf þá ekki að huga neitt að
því hvort það yfirleitt geti talist nægi-
leg refsiheimild að vísa í fordæmi,
þar sem dómstóll hefur refsað að
ólögum, til þess að refsa megi að
nýju. Þar að auki hafði, eins og fyrr
sagði, ekki nokkurri fjártjónshættu
verið valdið með flestum þessara
samninga.
Hitt atriðið um líkindaásetninginn
veldur heldur ekki ágreiningi. Það
má fallast á að vægari stig ásetnings
geti dugað til áfellis í þessum málum.
Þetta hef ég tekið skýrt fram í skrif-
um mínum, þar sem þessir dómar
hafa verið gagnrýndir. Þannig segir
orðrétt í grein sem ég birti í hátíð-
arriti Orators 2019 og einnig er að
finna á heimasíðu skrifstofu minnar:
„Ég hef orðað það svo að hugsan-
lega megi jafna því við auðgunar-
ásetning ef sannað þykir í máli að
sakborningur hefði gert það sem
hann gerði, jafnvel þó að hann hefði
haft vissu um að tjónið (og auðgunin)
myndi af leiða. Hvergi er að finna í
forsendum réttarins rökstuðning
sem að þessu lýtur, enda er í fæstum
málanna minnsta tilefni til að ætla að
slík hafi verið huglæg afstaða hinna
ákærðu.“
Afhjúpar misgerðir réttarins
Í raun felst í bók Eiríks staðfesting
á að þessir dómar, sem kveðnir voru
upp eftir hrun, voru fjarri því að upp-
fylla lagaskilyrði fyrir refsingum.
Réttur sakborinna manna í þessu
efni er varinn í 69. gr. stjórnar-
skrárinnar, þar sem segir að engum
verði gert að sæta refsingu nema
hann hafi gerst sekur um háttsemi
sem var refsiverð samkvæmt lögum á
þeim tíma þegar hún átti sér stað eða
má fullkomlega jafna til slíkrar hátt-
semi.
Að mínu áliti afhjúpar innlegg
Eiríks misgjörðir réttarins, þó að svo
sem hafi ekki verið nein sérstök þörf
á því. Þetta vakti líklega ekki fyrir
honum en samt skal honum þakkað.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » Í raun felst í bók Eiríks staðfesting
á að þessir dómar, sem
kveðnir voru upp eftir
hrun, voru fjarri því að
uppfylla lagaskilyrði
fyrir refsingum.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Vitnisburður dómarans
Sunnudagskvöldið
25 ágúst sl. var viðtal á
Ríkissjónvarpinu við
borgarfulltrúann Líf
Magneudóttur þar
sem hún skýrði frá
nýrri skóla- og mann-
eldisstefnu í Reykja-
vík í nafni meirihluta
borgarstjórnar:
„Skóla- og frí-
stundaráð Reykjavík-
ur ætlar að skoða að minnka framboð
af dýraafurðum í grunnskólum borg-
arinnar. Samtök grænkera hvetja
sveitarfélög til að draga úr eða hætta
að bjóða upp á dýraafurðir í ljósi
hamfarahlýnunar.“ Hún sagði að nú
stefndi meirihluti borg-
arstjórnar að því að taka
kjötið og fiskinn af börn-
unum og boða þeim nýja
trú og við þessu ætlar þú
að verða læknir minn!
Og borgarstjóri!
Já, hamfarahlýnun er
áhyggjuefnið! Ekki bera
bændurnir okkar mikla
ábyrgð á þeim stóra
vanda eða eiga þeir
fyrstir að gjalda fyrir
þau axarsköft þjóðanna?
Hér á landi eru rekin
fjölskyldubú og nánast vistvænn bú-
skapur, minnsti og einn flottasti
landbúnaður í veröld allri, sem fram-
leiðir mjólkurvörur með sparneytn-
asta kúakyni heimsins. Svo ekki sé
talað um blessaða sauðkindina, sem
er orsök þess að við erum hér enn,
svo vel dugði hún formæðrum og
-feðrum okkar í aldir með fæði og
klæði.
Hvers eiga börn í örum vexti að
gjalda að taka af þeim prótínríka
fæðu og auka kolvetnisríkan mat í
staðinn? Íslenskt kjöt, fiskur og mat-
vörur eru á heimsmælikvarða og
mjólkin og mjólkurvörurnar eru
mikilvægar til að þroska bein og
kalkbúskap barna og ungmenna.
Hver hefur falið Líf þessari að bera
þessa stefnu á borð? Að nú eigi að
bjarga jörðinni með því að fórna ís-
lenskum landbúnaði og ef hér verði
hætt að framleiða kjöt muni hnött-
urinn ekki snúast af möndli sínum og
mannkynið lifa af. Er það glæpur
fiskveiðiþjóðarinnar að draga enn
fisk úr sjó og selja sem hollustuvöru
um allan heim? Er samráð við for-
eldra allra barna í grunnskólum
Reykjavíkur um þessa nýju stefnu-
mörkun? Hefur verið haft samráð við
landlæknisembættið um málið eða
næringarfræðinga? Ég verð að játa
að ég hélt að 1. apríl hefði verið flýtt
þetta kvöld og fréttin væri gabb en
nú fylgir Líf henni eftir í öllum fjöl-
miðlum.
Fréttamenn stóðu agndofa frammi
fyrir Líf eins og jarðarkringlunni
væri loksins bjargað og spurðu
einskis.
Það er mikil ákvörðun að gerast
grænmetisæta eða „vegan“. Það er
ákvörðun fullorðins einstaklings en
ekki barns eða Reykjavíkurborgar
fyrir nemendur sína. Hvers eiga
börnin að gjalda og bændur okkar og
sjómenn? Hvernig verður kolefnis-
fótsporið með grænmeti fluttu hing-
að frá öðrum heimsálfum í saman-
burði við mjólk og lamb framleidd á
Íslandi? Mér finnst nú að Líf sé ekki
að gera líf barna og unglinga í
Reykjavík auðveldara.
Eftir Guðna
Ágústsson »Ekki bera bændurnir
okkar mikla ábyrgð
á þeim stóra vanda,
eða eiga þeir fyrstir
að gjalda fyrir þau
axarsköft þjóðanna?
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv.
alþingismaður og ráðherra.
Dagur B. Eggertsson læknir –
hvað meinar nú borgarstjórinn?