Morgunblaðið - 03.09.2019, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019
✝ Finnur Kol-beinsson fædd-
ist í Reykjavík 24.
ágúst 1935. Hann
lést á Landspít-
alanum Fossvogi
22. ágúst 2019.
Foreldar hans
voru Kolbeinn
Finnsson skipstjóri,
f. 16. júní 1901 í
Reykjavík, d. 13.
júlí 1986, og Lauf-
ey Ottadóttir húsmóðir, f. 21.
október 1902, d. 15. apríl 1998.
Systir Finns var Anna
Lovísa, f. 8. júní 1939 í Reykja-
vík, d. 4. júlí 2016.
Finnur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1955. Hann lauk lyfjafræðiprófi
frá Háskóla Íslands 1959 og
stundaði framhaldsnám í lyfja-
fræði við Háskólann í Kaup-
mannahöfn.
Finnur hóf starfsferil sinn á
námsárunum sem aðstoðarlyfja-
fræðingur við Seyðisfjarðar
apótek og síðar við Siglufjarðar
apótek. Árið 1962 réð hann sig
til starfa sem lyfjafræðingur
við Iðunnar apótek á Laugaveg-
inum, síðar Lyf og heilsu í Do-
mus Medica þar sem hann
eru: a) Guðrún Gígja, há-
skólanemi, f. 1997, unnusti
hennar er Hafsteinn Björn
Gunnarsson háskólanemi, f.
1996. b) Kjartan, f. 2004,
grunnskólanemi.
Finnur var mikill áhugamað-
ur um íslensk frímerki og rak
samhliða starfi sínu sem lyfja-
fræðingur Frímerkjamiðstöðina
við Skólavörðustíg til margra
ára með þeim Magna R. Magn-
ússyni og Haraldi Sæmunds-
syni. Finnur lagði mikið upp úr
því að kynna íslensk frímerki á
erlendri grund og var til
margra ára einn helsti kaup-
maður landsins í sölu á íslensk-
um frímerkjum til útlanda.
Finnur var einn af stofnendum
Félags íslenskra frímerkjasafn-
ara og var varaforseti Lands-
sambands íslenskra frímerkja-
safnara 1971-1975 og var í
sýningarnefndum ýmissa frí-
merkjasýninga á vegum sam-
bandsins. Finnur var ritstjóri
tímarits Frímerkja 1957-1974.
Finnur lagði áherslu á að
menningararfur um íslenska
mynt myndi ekki glatast og var
höfundur upplýsingaritsins Ís-
lenskar myntir (ársrit) frá 1969
til ársins 1987.
Finnur gekk í Oddfellow-
stúkuna Þórstein nr. 5 árið
1986 og var virkur í starfi stúk-
unnar.
Finnur verður jarðsunginn
frá Grafarvogskirkju í dag, 3.
september 2019, klukkan 13.
starfaði til ársins
2006.
Finnur giftist 5.
ágúst 1961 Guð-
rúnu Pálsdóttur,
handavinnukenn-
ara, f. 14. ágúst
1937 á Þrastar-
stöðum í Skaga-
firði. Foreldar
hennar voru Páll
Erlendsson organ-
isti, f. 30. septem-
ber 1889 á Sauðárkróki, d. 17.
september 1966, og Hólmfríður
Rögnvaldsdóttir húsmóðir, f.
17. nóvember 1898, d. 6. októ-
ber 1990. Börn þeirra eru: 1)
Kolbeinn, framkvæmdastjóri, f.
12. apríl 1964, giftur Birnu
Guðmundsdóttur, háskólanema,
f. 23. júlí 1964. Börn þeirra eru:
a) Finnur, tölvunarfræðingur, f.
1989, í sambúð með Nínu Gísla-
dóttur verkfræðingi. Barn
þeirra er Freyja, f. 2018. b)
Brynjar Kári, háskólanemi, f.
1996, c) Elísabet Eva, fram-
haldsskólanemi, f. 2001. 2)
Hólmfríður Erla, mannauðs-
stjóri, f. 10. janúar 1970, gift
Sigurði Kjartanssyni, prentara
og grafískum hönnuði, f. 8.
september 1967. Börn þeirra
Elsku pabbi minn, þú varst
góður og yndislegur pabbi í alla
staði og nú þegar að kveðju-
stund er komið vil ég fá að
þakka þér fyrir
- að gefa mér áhyggjulausa og
ástríka æsku.
- að ala mig upp í hefðum og góðum
gildum
- að gera kröfu til mín til náms
- öll ferðalögin
- að dröslast með mér í rússíbana
- allan apótekaralakkrísinn
- að gefa mér hund
- að lána mér alltaf bílinn á rúntinn
- að ganga með mér inn kirkjugólfið
- að skutla börnunum mínum í
tómstundir
- daglegu símtölin
- umhyggjuna fyrir fjölskyldu minni
- fyrir kærleikann
- gjafmildina
- að hafa endalaust trú á mér
- að vera alltaf til staðar
- að gera mig fleyga út í lífið
- að vera besti pabbi í heimi
Þú elskaðir og varst elskaður.
Ég sakna þín meira en orð fá
lýst.
Hólmfríður Erla.
Elskulegur tengdafaðir minn,
Finnur Kolbeinsson, hefur kvatt
okkur eftir stutt en erfið veik-
indi.
Ég kynntist Finni fyrir 35 ár-
um þegar við Kolbeinn vorum
að draga okkur saman. Mér var
strax vel tekið af þeim hjónum í
Fljótaselinu og það bar aldrei
skugga á samskipti okkar öll
þessi ár.
Finnur var einstakt ljúf-
menni, jafnlyndur og þægilegur
í viðmóti en einnig gamansamur
í kringum sitt nánasta fólk.
Hann var traustur og bar alltaf
hag fjölskyldunnar fyrir brjósti.
Hann var góðum gáfum gæddur
og einstaklega vel lesinn. Í
spurningaspilum var hann sá
sem allir vildu hafa í liðinu sínu
og allt fram á síðustu stund
mundi hann hin ýmsu ártöl og
atburði.
Helsta áhugamál hans var
frímerkin og eru fyrstu minn-
ingar mínar um Finn um hann í
stóra vinnuherberginu í kjall-
aranum fullu af frímerkjum. Þar
vann hann flest kvöld þegar
heim var komið úr Iðunnar apó-
teki með dyggri aðstoð Gunnu
og voru vinnudagarnir oft
langir.
Þau hjón hafa alla tíð verið
einstaklega góð heim að sækja
og þær eru ófáar gæðastund-
irnar sem við fjölskyldan höfum
átt á heimili þeirra. Það er vart
hægt að tala um þau í sitthvoru
lagi, þar sem þau hafa ætíð ver-
ið mjög samstíga í gegnum lífið
og velferð fjölskyldunnar ávallt
í fyrsta sæti. Ein af skemmti-
legu hefðunum sem Finnur átti
frumkvæði að var að bjóða fjöl-
skyldunni í jólahlaðborð í Perl-
una, sem nú hefur verið árleg
hefð frá 2005, stund sem allir
hafa hlakkað til og notið. Barna-
börnin vöktu alla tíð áhuga
hans. Honum var umhugað um
þau og hringdi oft og spurði
frétta af þeim. Þau voru miklir
aufúsugestir á heimili þeirra
hjóna og ekki vandamál að fá
pössun þegar á þurfti að halda.
Finnur var mikill fjölskyldu-
maður og naut þess að hafa
fólkið sitt í kringum sig og
gladdist mikið þegar kíkt var
við í kaffibolla.
Það blundaði alla tíð KR-ing-
ur í honum enda uppalinn
Vesturbæingur. Hann fylgdist
vel með gengi sinna manna og
ekki nóg með það heldur einnig
með liðum Kolbeins, Fram og
Wolves. Þetta gátu þeir feðgar
rætt allt þar til yfir lauk. Gam-
an var að fylgjast með hversu
mikinn sameiginlegan áhuga
þau hjón höfðu á að horfa á snó-
ker í seinni tíð. Þau þekktu alla
helstu keppendurna og voru
spennt þegar stórmót var í
vændum.
Það var dásamlegt að fylgjast
með Finni eftir að litla langaf-
astelpan Freyja fæddist og
áhuga hans á henni. Ég var svo
heppin að vera mikið að passa
hana síðastliðinn vetur og fór
því oft með hana í heimsókn til
Gunnu og Finns. Þessar heim-
sóknir eru dýrmætar minningar
og fann ég að þau nutu þess
mikið að fá Freyju litlu í heim-
sókn.
Á þessum tímamótum er mér
efst í huga þakklæti. Þakklæti
fyrir góðmennskuna og örlætið
okkur til handa. Þakklæti fyrir
að hafa verið til staðar og fyrir
vináttuna sem aldrei bar skugga
á. Þakklæti fyrir að vera góður
afi barnanna okkar og langafi
litlu Freyju. Þakklæti fyrir allar
góðu minningarnar.
Elsku besta Gunna mín, hug-
urinn er hjá þér á þessum erf-
iðu tímum. Við fjölskyldan mun-
um gera okkar besta til létta
þér lífið, styðja þig og styrkja.
Guð blessi minningu elsku
Finns.
Birna Guðmundsdóttir.
Ástkær tengdafaðir minn,
Finnur Kolbeinsson er fallinn
frá eftir frekar stutt en erfið
veikindi. Mín fyrstu kynni af
honum voru síðsumars 1992 er
við Hóffý mín felldum hugi sam-
an.
Fann ég þar fljótt hvílíkum
kostum Finnur var gæddur,
hann var hjartahlýr, skemmti-
legur og undir rólegu yfirborð-
inu leyndist mikill húmoristi og
náði hann oft og tíðum að plata
tengdasoninn upp úr skónum
svo mikið var hlegið og haft
gaman af.
Finnur var fróður og vel les-
inn og var gaman að ræða við
hann um heimsmálin eða nýj-
ustu tækni sem og sögu gamalla
tíma.
Barnabörnin áttu hug hans
allan og voru ómetanlegar
stundirnar sem börnin okkar
áttu í mörgum heimsóknunum
til afa Finns og ömmu Gunnu.
Ég hef ekki aðeins misst frá-
bæran tengdapabba heldur
einnig góðan og traustan vin.
Söknuðurinn er óendanlega
mikill en gott er að eiga góðar
minningar um Finn sem skilur
svo margt gott eftir sig.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Hvíl í friði, minn kæri.
Sigurður Kjartansson.
Gráttu ekki
yfir góðum
liðnum tíma.
Njóttu þess heldur
að ylja þér við minningarnar,
gleðjast yfir þeim
og þakka fyrir þær
með tár í augum,
en hlýju í hjarta
og brosi á vör.
Því brosið
færir birtu bjarta,
og minningarnar
geyma fegurð og yl
þakklætis í hjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku afi Finnur. Við systk-
inin erum svo heppin að hafa átt
svona kláran, skemmtilegan og
góðan afa sem var alltaf til stað-
ar fyrir okkur. Afi Finnur var
einstaklega vel gefinn og það
var alltaf hægt að treysta á að
hann væri með svörin, jafnvel
óumbeðinn, í spurningaspilun-
um sem við spiluðum svo oft í
jólaboðunum hjá ömmu og afa.
Afi var ótrúlega tæknivæddur
og alltaf með puttann á púls-
inum en hann fylgdist með öllu í
gegnum snjallsímann sinn. Allar
samverustundir fjölskyldunnar
verða ekki samar án þín. Við
þökkum afa Finni fyrir allt það
góða sem hann gerði fyrir
okkur. Þín verður sárt saknað,
elsku afi Finnur, en minning-
arnar lifa með okkur um alla
framtíð.
Hvíl í friði.
Finnur, Brynjar Kári
og Elísabet Eva.
Um stjörnubjarta aðfaranótt
22. ágúst kvaddi afi minn þenn-
an heim. Söknuðurinn er sár en
minningar ylja. Afi elskaði lím-
onaði, frímerki og ananassjeika
– en langmest af öllu elskaði
hann fjölskyldu sína og vini.
Tryggari mann var erfitt að
finna, nær dagleg skutl afa til
að koma mér í ballett svo árum
skipti ber vott um það. Ég er
þakklát fyrir allar okkar stundir
saman og ég veit að á meðal
stjarnanna fylgist hann með
okkur á einhvern hátt.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Sofðu rótt, afi minn.
Guðrún Gígja
Sigurðardóttir.
Elsku besti afi minn er kom-
inn í sumarlandið þar sem hon-
um líður vel. Takk, afi minn,
fyrir allar yndislegu minning-
arnar sem við áttum saman.
Þær eru dýrmætar og gott að
hugsa til þeirra núna þegar ég
kveð þig. Minningarnar eru
margar en mig langar til að
minnast á ísbíltúrana okkar þar
sem þú kenndir mér að meta
ananassjeik sem nú er uppá-
haldssjeikinn minn.
Þú varst mikill vinur minn og
kenndir mér mikið.
Hvíldu í friði, afi minn, en ég
kveð þig með þessu fallega ljóði:
Afi, viltu hlusta
á lítið kveðjuljóð,
frá litla drengnum þínum.
Þó héðan burt þú haldir,
á himins bjarta slóð,
í huga býrðu mínum.
Þó klökk sé kveðjustundin
og sorgarnóttin svört
og söltum tárum grátið,
á lífsins fagra landi
vor bíður framtíð björt,
því blítt nú huggast látið.
(G. Ólafsson)
Kjartan Sigurðarson.
Finnur
Kolbeinsson
Einar í Sól-
heimahjáleigu var
hugsjónaríkur bar-
áttumaður, mótaður
af kynslóð ung-
mennafélaganna unni landi og
þjóð. Enn minnist ég þess þegar
ég sá Einar í fyrsta sinn ég hafði
farið með föður mínum, Ágústi, á
Brúnastöðum á Selfoss og þar
bar fundum þeirra saman. Einar
var þá framkvæmdastjóri land-
búnaðarsýningar á Selfossi þetta
hefur verið árið 1958. Þeir voru
samherjar í lífsskoðunum faðir
minn var þá alþingismaður en ég
gleymi ekki eldmóði og ákafa
Einars í samræðum þeirra. Og
þegar við settumst á ný inn í rús-
sajeppann sagði pabbi eins og við
sjálfan sig en ekki við okkur
krakkaskarann: „Hann er magn-
aður hugsjónamaður hann Einar
minn.“
Og löngu síðar eignaðist ég
Einar sem vin og baráttufélaga
sem sótti fundi og þing okkar
framsóknarmanna. Einar var
mælskur og flutti mál sitt vel
honum fylgdi bjartsýni og góður
hugur. Hann var mikill baráttu-
maður síns héraðs, Vestur-
Skaftafellssýslu, þar þekkti hann
hvert mannsbarn, var ráðunaut-
ur hjá Búnaðarsambandi Suður-
lands í ein fjörutíu ár.
Einar braust til mennta eins
og sagt var og varð að vinna fyrir
sínu námi fyrst í Samvinnuskóla
Jónasar frá Hriflu næst í búfræði
á Hvanneyri en hann útskrifaðist
svo frá Landbúnaðarháskólanum
í Kaupmannahöfn þar sem hann
lauk búfræðikandídatsprófi og
kom albúinn og hámenntaður
heim til að þjóna sínu héraði. En
þar liggja hans stærstu afrek og
lífsstarf ásamt glæsilegum bú-
skap í Sólheimahjáleigu með Ey-
rúnu sinni og börnum.
Einar var ræktunarmaður og
vann mjög að ræktun og upp-
græðslu og hlaut fyrir heiður og
verðlaun Landgræðslunnar enda
Einar
Þorsteinsson
✝ Einar Þor-steinsson fædd-
ist 31. ágúst 1928.
Hann lést 24. ágúst
2019. Útför hans
fór fram 31. ágúst
2019.
var hann þar öðrum
leiðtogi og hvatning
til að hlúa að móður
jörð og sjást þess
glögg merki bæði á
heiðunum sem
liggja ofan bæjar-
ins og á Sólheima-
sandi.
Einar var létt-
lyndur og góður fé-
lagi, stundum fljót-
huga og átti til
endrum og eins að mismæla sig í
ákafanum, eða það sögðu gár-
ungarnir og af honum voru sagð-
ar sögur til frásagnar á þorra-
blótum. Einar var maður sem
eftir var tekið og allar góðar
þjóðsögur eru auðvitað gull-
hamrar sem falla þeim skemmti-
legu í hlut og eftirhermurnar
góðu gerðu þá mönnum skil eins
og síðar.
Kona Einars Eyrún Sæ-
mundsdóttir er ástin hans og
sterkur lífsförunautur, ung var
hún honum gefin en hún er fædd
í Sólheimahjáleigu og stóð fast
við bakið á bónda sínum sem
sinnti ráðunautarstörfum og var
hann oft að heiman að leiðbeina
bændum á fundum og ráð-
stefnum. Því er það svo að án
hinnar sterku og duglegu eigin-
konu hefði hann ekki getað rekið
svo glæsilegt bú með þeim önn-
um sem á honum hvíldu utan
heimilis. Eyrún var skörungur-
inn heima á bæ og gaman var
hvað þau voru samhent í lífi og
starfi. Þau hjón stofnuðu eitt
fyrsta ferðaþjónustubú landsins,
en Einar tók snemma að tala fyr-
ir bændagistingu og mikilvægu
hlutverki bænda að kynna landið
og vera gestgjafar ferðamanna.
Einar var frumkvöðull kjark-
mikill drengskaparmaður sem
gott er að minnast. Megi íslensk
bændastétt eignast marga slíka
menn.
Síðast kom ég til Einars í vor
leið á Dvalarheimilið Hjallatún í
Vík, hann var að spila á spil við
aldraða vini, heilsan var dálítið
farin en hugurinn var sami áfram
með spilamennskuna og ekkert
slugs.
Blessuð sé minning Einars
Þorsteinssonar.
Guðni Ágústsson.
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GEIR SIGURJÓNSSON
lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar þriðjudaginn
27. ágúst.
Útförin fer fram í kyrrþey laugardaginn
7. september klukkan 14.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Björgunarsveitina Stráka, reikn. 348-26-2717,
kt. 5510791209 og/eða Töfrateppið hjá skíðafélaginu reikn.
348-13-300108, kt. 4704171290.
Steinunn Bergsdóttir
Sigurjón Hörður Geirsson
Ómar Geirsson
Þröstur Geirsson Valgerður Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann