Morgunblaðið - 03.09.2019, Page 33
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019
Til í mörgum
stærðum og ge
Nuddpottar
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
rðum
Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177
Var það ekki skrifað í skýin
að Gary Martin myndi gera
Valsmönnum lífið leitt þegar
ÍBV tók á móti Íslandsmeist-
urunum í 19. umferð Pepsi Max-
deildarinnar í fótbolta í fyrra-
dag?
Gary gerði liðinu sem
hrakti hann í burtu í vor mikinn
óleik í baráttu þess um að
vinna sér Evrópusæti. Hann
skoraði bæði mörk Eyjamanna í
2:1 sigri þeirra og með tapinu
dvínuðu mjög möguleikar Ís-
landsmeistaranna að ná eftir-
sóttu Evrópusæti.
Eins og deildin hefur spil-
ast í sumar lifir samt enn von í
brjóstum Valsmanna að ná að
krækja í Evrópufarseðilinn. Fari
svo að FH fagni bikarmeistara-
titlinum á Laugardalsvellinum
með sigri gegn Víkingi 14.
þessa mánaðar eru miklar líkur
á að fjórða sætið gefi Evrópu-
sæti.
Stjarnan er í fjórða sætinu
þegar þremur umferðum er
ólokið en tapi liðið fyrir Breiða-
bliki í næstu umferð getur slag-
urinn um Evrópusætið aukist
enn frekar, þar sem helmingur
liðanna getur þá átt möguleika
á fjórða sætinu.
Íslandsmeistararnir eru
vonbrigði ársins. Valur tapaði
tveimur leikjum í deildinni á síð-
ustu leiktíð sem og árið á und-
an en hefur þegar tapað átta
leikjum í sumar og hrun liðsins
hefur verið með ólíkindum.
Valinn maður er í hverju
rúmi á Hlíðarenda en Valsliðið
hefur verið höktandi í allt sum-
ar og tapið í Eyjum var í meira
lagi vandræðalegt fyrir það.
Nánast hver einasti leikmaður
liðsins hefur spilað undir getu
og þeir nýju leikmenn sem Valur
fékk í sínar raðir fyrir tímabilið
hafa valdið miklum vonbrigðum.
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is
ÞÝSKALAND
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Handknattleiksmaðurinn Elvar Ás-
geirsson lék fyrsta leik sinn í þýsku
Bundesligunni á dögunum með
Stuttgart þegar liðið tapaði fyrir
Aðalsteini Eyjólfssyni og hans
mönnum í Erlangen á útivelli 29:24.
Elvar þreytti um leið frumraun sína
í atvinnumennsku.
„Það er heilmikil upplifun að
spila í Bundesligunni. Við spiluðum
ágætlega og því var auðvitað hund-
fúlt að tapa fyrsta leik. En fyrir mig
er gott að vera búinn með einn leik.
Það var leiðinlegt að tapa en mögn-
uð upplifun og á margan hátt
skemmtileg,“ sagði Elvar þegar
Morgunblaðið sló á þráðinn til hans.
Elvar fór til Stuttgart frá Aftur-
eldingu í sumar en einhverjum gæti
þótt bratt að fara beint úr íslensku
deildina í efstu deildina í Þýska-
landi. Elvar hefur hins vegar strax
fengið tækifæri bæði í vörn og
sókn.
„Við spiluðum fullt af æfinga-
leikjum, sem var ágætur undirbún-
ingur. Þetta er risastökk og mikill
munur þegar kemur að hraða leiks-
ins sem og styrk og hraða leik-
manna. Eflaust mun taka tíma að
aðlagast en persónulega finnst mér
ganga vel að takast á við þetta.
Mesta sjokkið var líklega að kynn-
ast æfingaálaginu hérna og öllu sem
því fylgir. Undirbúningstímabilið
var gríðarlega erfitt en gaman um
leið því maður er kominn hingað til
að vera í þessum gæðaflokki. Ég
komst heill í gegnum undirbúnings-
tímabilið fyrir utan smá eymsli hér
og þar sem maður hristir af sér.
Þjóðverjarnir eru ekki vitlausir og
ef menn finna fyrir einhverju er
ekki verið að pína þá áfram.“
Elvar segir að hjá Stuttgart vilji
menn nota hann sem leikstjórn-
anda. Í upphafi tímabilsins er hlut-
skipti Elvar hins vegar að bregða
sér í skyttustöðuna hægra megin
vegna þess að örvhentu skytturnar
eru meiddar.
Leysir af hægra megin
„Við erum með nokkuð stóran og
breiðan leikmannahóp. Samkeppnin
verður því mikil en ég er bjartsýnn
á að vera með stórt hlutverk og það
er jákvætt. Núna erum við í smá
vandræðum vegna meiðsla. Örv-
hentu skytturnar eru báðar á
sjúkralistanum og einnig skyttan úr
ungmennaliðinu sem var að leysa
af. Fyrir vikið var ég sendur þang-
að til að leysa af í skyttunni hægra
megin. Ég er hugsaður sem leik-
stjórnandi en virðist vera besti
kosturinn til að spila hægra megin
fyrir utan í augnablikinu. Það er
smá basl þótt von sé á þeim báðum
á næstunni, en þeir fóru báðir í að-
gerð,“ útskýrði Elvar og segir
væntingarnar til liðsins snúast fyrst
og fremst um að halda sæti sínu í
deildinni.
„Síðasta tímabil var allt í lagi hjá
liðinu en endaði illa. Markmiðið er
því að koma sér ofar, en liðið var í
þéttum pakka með mörgum liðum
fyrir neðan sex efstu liðin. Sex leik-
menn komu til liðsins í sumar. Það
var því viðbúið að byrjunin gæti
orðið erfið hjá liðinu vegna þessara
breytinga og meiðsla. Við verðum
því að vera þolinmóðir. Ef við töp-
um mörgum leikjum vitum við að
liðið verður sterkara þegar menn
ná að spila sig saman.“
Blaðamaður spyr Elvar út í
reynsluboltann Johannes Bitter
sem stendur í markinu. Eða fyrir
framan markið öllu heldur því hann
er of hávaxinn til að rúmast undir
slánni. Margir handboltaunnendur
hérlendis muna eftir þessum tröll-
vaxna markverði, sem orðinn er 37
ára. „Hann er frábær persóna enda
fyrirliði liðsins. Hann er mjög dríf-
andi og hefur tekið rosalega vel á
móti okkur nýju útlensku drengj-
unum. Hann heldur vel utan um lið-
ið sitt og er hálfgerð framlenging af
þjálfaranum,“ sagði Elvar Ásgeirs-
son í samtali við Morgunblaðið.
Elvar fékk strax að
spreyta sig hjá Stuttgart
Verður notaður mest sem leikstjórnandi Leikur með Johannesi Bitter
Morgunblaðið/Hari
Atvinnumenn Elvar Ásgeirsson reynir að komast framhjá Elvari Jónssyni í leik Aftureldingar og Selfoss á síðasta
tímabili. Nú leika þeir báðir erlendis, Elvar Ásgeirsson með Stuttgart og nafni hans með Skjern í Danmörku.
Karlalið FH og kvennalið Vals
verða sigurvegarar í úrvalsdeildum
karla og kvenna, Olísdeildunum, á
komandi keppnistímabili sem hefst
formlega í kvöld ef marka má hina
árlegu spá fyrir tímabilið sem birt
var í gær.
Valur og Fram mætast í Meist-
arakeppni kvenna á Hlíðarenda í
kvöld og sambærilegur leikur í
karlaflokki fer fram annað kvöld
þegar Selfoss tekur á móti FH.
Íslandsmót karla hefst á sunnu-
daginn kemur og þar var bikar-
meisturum FH spáð efsta sætinu á
kynningarfundi í gær en að vanda
voru það fyrirliðar, forráðamenn
og þjálfarar liðanna í deildinni sem
tóku þátt í spánni.
Lokaröðin verður þessi sam-
kvæmt henni: 1 FH, 2 Valur, 3 ÍBV,
4 Haukar, 5 Selfoss, 6 Afturelding,
7 Stjarnan, 8 ÍR, 9 KA, 10 Fram, 11
HK, 12 Fjölnir.
Nýliðunum tveimur, HK og
Fjölni, er sem sagt spáð falli úr
deildinni. Þór á Akureyri er spáð
sigri í 1. deild karla, Grill 66-
deildinni, og Gróttu öðru sæti en
bæði liðin féllu úr úrvalsdeildinni í
vor. Þór lék þá reyndar undir
merkjum Akureyrar handbolta-
félags.
Íslandsmót kvenna hefst laugar-
daginn 14. september og þar er
Valskonum spáð sigri, en þær urðu
Íslands- bikar- og deildarmeistarar
á síðustu leiktíð.
Lokaröð úrvalsdeildar kvenna
samkvæmt spánni: 1 Valur, 2 Fram,
3 Stjarnan, 4 ÍBV, 5 Haukar, 6 KA/
Þór, 7 HK, 8 Afturelding.
FH er spáð sigri í 1. deild kvenna,
Grill 66-deildinni, og Selfyssingum,
sem féllu úr úrvalsdeildinni í vor, er
spáð öðru sætinu. vs@mbl.is
FH og Valur með
bestu liðin í vetur?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Byrjun Valur og Fram hefja nýtt
handboltatímabil í kvöld.