Morgunblaðið - 03.09.2019, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019
✝ Unnur Árna-dóttir fæddist
á Þórshöfn á
Langanesi 24.
maí 1956. Hún
lést á Landspít-
alanum við
Hringbraut 26.
ágúst 2019.
Foreldrar
hennar eru Árni
Ingimar Helga-
son, fyrrverandi
útgerðarmaður, f. 11. nóvem-
ber 1935, og Þórunn Marín
Þorsteinsdóttir, fyrrverandi
póst- og símstöðvarstjóri á
Þórshöfn, f. 22. nóvember
1937, d. 16. desember 2011.
Systkini Unnar eru: Oddný,
f. 1957, Þuríður, f. 1959,
stúlka, f. 24. ágúst 2019. Sam-
býlismaður Unnar er Guð-
mundur Hólm Indriðason, f.
1954, dætur hans eru: Alda
Gná, f. 1979, Brynja Björg, f.
1980, Drífa Hrund, f. 1983, og
Edda Rún, f. 1985.
Unnur ólst upp á Þórshöfn
og lauk skyldunámi þar. Hún
lauk gagnfræðaprófi frá Eiða-
skóla árið 1973 og rekstrar-
fræðinámi frá Háskólanum á
Bifröst árið 1998.
Unnur bjó á Þórshöfn til
ársins 1984, síðan á Akureyri
til ársins 2000 og eftir það í
Hafnarfirði. Hún starfaði
lengst af hjá Pósti og síma og
síðar hjá Íslandspósti. Síðustu
árin vann hún við bókhald og
rekstur fyrirtækis sambýlis-
manns síns, FishTec ehf.
Útför Unnar fer fram frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag, 3. september 2019, kl. 15.
Soffía, f. 1962, og
Helgi Mar, f. 1972.
Fyrrverandi
eiginmaður Unnar
er Friðlaugur Unn-
ar Friðjónsson.
Þeirra börn eru: 1)
Þórunn, f. 1976,
börn hennar og
Rúnars F. Rúnars-
sonar eru Unnar
Hafberg, f. 2002,
og Heiðrún Helga,
f. 2008. 2) Unnar Aðalsteinn, f.
1980, dóttir hans og Elen
Gautier er Una Marine, f.
2006. Dóttir Unnar og Hall-
dórs Inga Ásgeirssonar er: 3)
Elín Inga, f. 1990, sambýlis-
maður hennar er Þorgeir Þór
Friðgeirsson, dóttir þeirra er
Stórt skarð hefur verið höggvið
í líf okkar. Unnur systir nr. 1 hef-
ur kvatt þennan heim og eftir sitj-
um við sár og svekkt, já og ekki
laus við reiði. Það er undarlegt að
eiga ekki spjall, taka stöðuna,
spyrja frétta og bara fara yfir
málin með Unni og hvort öðru
eins og við höfum gert nánast dag-
lega allt okkar líf.
Lífið verður tómlegt án hennar
og þungbært er þetta okkur öll-
um, ekki síst maka, börnum,
barnabörnum og föður sem lifir
dóttur sína. Við höfum alltaf verið
afar samheldin fjölskylda og verð-
um það auðvitað áfram, því getum
við lofað Unni, en það vantar svo
mikið. Hún gerði öll samtöl
hressileg, talaði tæpitungulaust,
var hvassyrt og einstaklega orð-
heppin og skemmtileg. Hver á nú
að vera leikarinn og eftirherman?
Söknuðurinn er vissulega mik-
ill, nánast óbærilegur, en í með-
förum tímans verður hann eflaust
ljúfsár, því minningin um Unni
verður alltaf gleðileg; bæði fyndin
og góð. Fyrir utan minningu um
einstaka manneskju munu hnytt-
in tilsvörin og hennar sérstaka
orðfæri lifa um ókomin ár. Hér
eftir mun ekki rigna, nema það
„rigni klökum og kýrhausum“.
Við getum þó huggað okkur við
að systir okkar er laus undan ára-
löngum þrautum sem sjúkdómur-
inn illvígi olli henni. Það kann að
koma einhverjum á óvart hversu
þungbær veikindin og afleiðingar
langrar meðferðar voru Unni því
aldrei heyrðist hún kvarta þó und-
ir það síðasta hafi örlað á uppgjöf
og þreytu. Baráttuviljinn og
styrkurinn þennan langa tíma var
ótrúlegur og óskiljanlegur öllum
þeim sem til þekktu. Þrótturinn
fór ört þverrandi undir það síð-
asta og alveg ljóst að síðustu vik-
urnar hélt hún í lífið meðan hún
beið eftir að Elín Inga hennar
fæddi litlu dótturina, hún vildi sjá
litla ljósið áður hún yfirgæfi þessa
jarðvist.
Hún sleppti svo takinu nokkr-
um klukkustundum eftir að hafa
fengið þá litlu í fangið. Lífið gefur
og lífið tekur – sorg og gleði eru
systur tvær.
Sum skörð verða bara ekki
fyllt.
Hvíl í friði, elsku systir, þú
verður alltaf nr. 1 og þú mátt vita
að við verðum til staðar fyrir þína.
Oddný, Þuríður, Soffía og
Helgi Mar.
Söknuðurinn er mikill við frá-
fall Unnar Árnadóttur. Unnur var
öllum sem hana þekktu ákaflega
kær. Ég er þakklátur fyrir að hafa
þekkt þessa heilsteyptu, hrein-
skiptnu, orðheppnu, skemmtilegu
og góðu konu og verið henni sam-
ferða í lífinu.
Minningarnar ylja þegar við
flettum myndum frá ógleyman-
legum samverustundum, innan-
lands og utan.
Síðasta skiptið sem við borðuð-
um saman, sem var um miðjan
ágúst, snæddum við silung sem ég
veiddi á Grímstunguheiði.
Það er mér kær minning því
veiðin var Unni í blóð borin og við
eigum margar góðar minningar
um öll árin sem fjölskyldan veiddi
saman í Sandá í Þistilfirði – Unn-
ur elskaði Sandá.
Hún gat rifjað upp margar góð-
ar sögur þaðan og hún var sérlega
skemmtilegur sögumaður. Unnur
var kjarnyrt og húmorinn alltaf til
staðar. Annað sameiginlegt
áhugamál okkar var áhugi á göml-
um munum, við sendum hvort
öðru myndir af hlutum sem við
rákumst á á mörkuðum eða forn-
sölum og ég skrifa þetta í gömlum
stól sem Unnur benti mér á hvar
væri að finna.
Börnunum mínum þótti ofur-
vænt um Unni og þegar ég eign-
aðist mitt fyrsta barnabarn kom
það heim af fæðingardeildinni í
teppi hekluðu af Unni frænku.
Þrátt fyrir veikindin hefur
Unnur náð að upplifa margar
gleðistundir síðustu mánuði, ekki
síst með barnabörnunum sem
veittu henni ómælda gleði og
margar með Hólma sem alltaf
stóð sem klettur við hlið Unnar.
Þegar fjórða barnabarnið
fæddist var Unnur mjög veik en
hún sleppti ekki takinu fyrr en
hún var búin að hitta þennan ljós-
geisla, en nokkrum klukkutímum
síðar var hún öll.
Ég hef upplifað hvað þessi fjöl-
skylda stendur þétt saman eftir að
Didda, móðir Unnar, tengdamóðir
mín, féll frá. Nú höldum við þétt
hvert utan um annað og þökkum
fyrir allt sem Unnur gaf okkur.
Blessuð sé minning Unnar Árna-
dóttur.
Gunnar Páll Jóakimsson.
Nú hefur elsku Unnur frænka
kvatt þennan heim. Það er erfitt
að sjá á eftir manneskju sem hef-
ur haft svo mikil áhrif á líf mitt.
Unnur var einstök kona,
hjartahlý, fyndin, einstaklega
orðheppin og algjör nagli, eins og
hún sýndi svo margoft gegnum
lífsleið sína. Ég hef verið svo ein-
staklega heppin að alast upp með
systkini móður minnar mér við
hlið.
Ég gorta mig af því við aðra
hversu gott samband okkar er í
fjölskyldunni og ég er ævinlega
þakklát fyrir að hafa alist upp
með heilræðum Unnar og systk-
ina hennar. Unnur hafði einstakt
lag á okkur barnabörnunum.
Sama hvað, þá hlýddi maður alltaf
Unni. Ég er ekki frá því að ég hafi
frekar hlýtt Unni en foreldrum
mínum.
Ég minnist þess þau ófáu
skipti sem ég vildi ekki klára mat-
inn minn. Það gerðist aldrei undir
augum Unnar, það átti að klára
matinn sinn og maður gerði það
sama hversu vondur maturinn
var, bara því Unnur sagði það.
Ég á svo ótal margar góðar
minningar um Unni sem ég mun
hlýja mér við um ókomin ár. Ég
mun ætíð muna eftir hennar
skemmtilegu frösum og hjarta-
hlýju faðmlögum, sem minntu
óneitanlega á Diddömmu faðm.
Ég hlakka til að fylgja börnum og
barnabörnum Unnar í náinni
framtíð, ég skal passa að þau klári
alltaf matinn sinn.
Bjöggsan þín,
Björg Gunnarsdóttir.
Elsku Unnur.
Við sáumst fyrst fyrir tuttugu
og fjórum árum, þá báðar nýflutt-
ar að Bifröst ásamt örverpum
beggja. Fullar af tilhlökkun í
bland við kvíða og stress enda áttu
sér stað miklar vendingar í lífum
okkar.
Svo hófum við nám í Frum-
greinadeild Háskólans á Bifröst
og vorum samferða í gegn um
þann skóla í þrjú ógleymanleg ár.
Böndin sem við náðum að hnýta
þau ár hafa aldrei rofnað sem ég
er óendanlega þakklát fyrir.
Orðsnilld þín og dásamlegur
húmor hefur æði oft létt lund
mína um leið og hún hefur aukið
við minn eigin orðaforða, líklega
varst þú öflugasti íslenskukennari
sem ég hef haft. Það sem ég met
þó mest er vináttan sem við áttum
og höfum varðveitt.
Ég verð að viðurkenna að þrátt
fyrir að ég hafi lært mikið af þér
þá þrýtur snilli mína á ritvellinum
til að geta komið frá mér því sem
mig langar að segja og fæ ég því
lánuð orð Úlfs Ragnarssonar sem
nær svo vel að orða það fyrir mig:
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest
að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær.
Hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)
Síðast þegar við töluðum sam-
an talaðir þú um að þú óskaðir
þess innilega að þú næðir að hitta
litlu ömmustelpuna þína sem þá
var enn vel varinn bumbubúi hjá
Elínu Ingu. Sú ósk þín rættist
sem gleður mig verulega.
Ástinni þinni, Guðmundi Hólm,
börnum þínum, barnabörnum,
föður og öðrum ástvinum þínum,
sendi ég mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Elsku vinkona, mig tekur afar
sárt að ná ekki að fylgja þér síð-
asta spölinn en minningu þína
mun ég varðveita þar til minn eig-
in tími kemur og við hittumst á ný
í sumarlandinu,
Svanheiður
(Svansý).
Elsku Unnur hefur kvatt þetta
tilverustig eftir hetjulega baráttu
við illvígan sjúkdóm.
Ég kynntist Unni fyrir rúmum
fjórum áratugum, þegar ég var að
gera hosur mínar grænar fyrir
Maju, frænku hennar og vinkonu.
Það að Maja ætti svona „sólít“
flotta frænku og vinkonu styrkti
mig í trúnni á því að ég væri að
gera rétt.
Húmor, traust, styrkur, ást og
umhyggja eru þau orð sem fyrst
koma upp í hugann þegar ég
hugsa til baka til Unnar. Hún var
kletturinn í lífi margra og þrátt
fyrir að hún glímdi við ólæknandi
sjúkdóm gat hún gefið af sér og sá
oft spaugilegu hliðina á málunum.
Sambýlismaður Unnar síðustu
árin var æskuástin Guðmundur
Hólm, eða Hólmi Inda, eins og við
þekkjum hann. Þegar þau fóru að
stinga saman nefjum fannst
manni eins og þau hefðu bæði
unnið í happdrætti lífsins.
Unnur eignaðist þrjú mann-
vænleg börn og fjögur barnabörn,
það síðasta, fallegt stúlkubarn,
kom í heiminn skömmu fyrir and-
lát hennar og var yndislegt að
hún skyldi ná að sjá hana og
knúsa.
Elsku Hólmi, Þórunn, Unnar
og Elín Inga. Missir ykkar er
mikill. Ég votta ykkur og öllum
öðrum ástvinum mína dýpstu
samúð.
Hallgrímur.
Það verður erfitt að fylla það
skarð sem frænka okkar og guð-
móðir skilur eftir.
Við minnumst Unnar sem um-
hyggjusamrar, ákveðinnar,
hreinskilinnar og hlýrrar frænku.
Hún hefur verið stór hluti af upp-
eldi okkar og enginn tók guðmóð-
urhlutverkið jafn alvarlega og
hún.
Það sagði enginn nei við Unni
og lét hún okkur óspart heyra það
ef við gerðum eitthvað af okkur.
Oftast nægði þó að hvessa
brúnina og urra, „grrrr“. Með
þessari ákveðni fylgdi mikil vænt-
umþykja sem skapaði það öryggi
og traust sem við ólumst upp við í
nærveru hennar.
Unnur var einstök og höfum
við verið lánsöm að fá að hafa
hana í lífi okkar.
Hvíl í friði, elsku Unnur.
Soffía Arnþrúður
og Magnús Þór.
Elsku Unnur frænka er dáin.
Fréttirnar af andláti hennar voru
þungbærar og sárar fyrir okkur
öll. Mér fannst alltaf eins og hún
myndi hafa þetta af, en þrátt fyrir
baráttuvilja hennar bankaði
dauðinn upp á og tók Unni með
sér í blómabrekkuna hinum meg-
in. Það er ómetanlegt að hún fékk
að sjá litlu ömmustelpuna sína
rétt fyrir andlátið, ég held svei
mér þá að hún hafi verið að bíða
eftir því.
Það var alltaf gott að leita til
Unnar, þegar ég flutti norður eft-
ir Kennó tók hún á móti mér opn-
um örmum, ég bjó hjá henni í
fremri íbúðinni á Sóló sjö. Það var
oft heilmikið samkrull hjá okkur
frænkunum og áttum við margar
stundir við spjall og sjónvarps-
gláp.
Unnur var frænkan sem var
alltaf til staðar og alltaf gat maður
leitað til hennar, hún hafði áhuga
á því sem maður var að gera,
fylgdist með því sem strákarnir
mínir tóku sér fyrir hendur og
deildi með mér sögum af börnum
sínum og barnabörnum sem hún
var svo stolt af.
Unnur var líka ótrúlega flink í
höndunum, hún var heimsins
besti heklari, heklaði alls kyns
dúllur, gardínur og dúka. Hún
hafði yndi af gömlum munum,
stundum svo mikinn að mörgum
þótti nóg um, en Unnur sá feg-
urðina í ótrúlegasta dóti.
Unnur sagði líka svo skemmti-
legar sögur og var orðheppin og
vel máli farin, hún gæddi sögurn-
ar glettni og hermdi eftir öllum
eins, alveg eins og Diddaamma.
Það verður skrýtið að hafa
Unni ekki með okkur næst þegar
við frænkurnar hittumst en við
munum minnast hennar og allra
góðu stundanna sem við áttum
með henni og skála henni til heið-
urs.
Elsku Þórunn, Unnar Aðal-
steinn, Elín Inga, Hólmi og fjöl-
skylda, Addi, Odda, Þura, Sossa,
Helgi Mar og fjölskyldur, megi
allar góðar vættir vera með ykkur
á þessum erfiðu tímum. Minning-
in um góða konu mun lifa.
Þuríður Óttarsdóttir.
Ég er svo lánsöm að eiga fjöl-
margar frænkur frá Þórshöfn á
Langanesi. Þær eru allar ótrúlega
skemmtilegar og margt höfum við
brallað saman í gegnum árin. Nú
er skarð höggvið í okkar sam-
heldna hóp. Elsku Unnur, fóstra
mín, sú elsta í hópnum en alltaf
svo ung í anda, er látin. Ég leit
alltaf upp til hennar og það varð
gæfa mín að fá að búa hjá henni og
fjölskyldu hennar á Þórshöfn á
langvarandi gelgjuskeiði mínu.
Við sátum oft við eldhúsborðið á
Bakkaveginum með kaffibrúsa,
kapal og krossgátur og hlustuðum
á eldgamlar plötur – hún gullfal-
leg ung móðir, ég ólánlegt ung-
lingstetur en við tengdumst sterk-
um böndum sem héldu til hinsta
dags.
Unnur var alltaf trúnaðarvin-
kona, fyndin, orðheppin og ráða-
góð. Lengst af vann hún hjá Póst-
inum en tók sig upp eftir skilnað
og lauk námi á Bifröst. Seinna
varð hún að hætta að vinna vegna
veikinda og féll henni það þungt.
Andstreymi mætti hún nógu í líf-
inu en hún tókst á við það með sín-
um netta húmor, hreinskilni og
kaldhæðni: „Hvernig hefurðu það,
Unnur mín?“ „Djöfullegt, þakka
þér fyrir“ var oft viðkvæðið síð-
ustu mánuðina þegar hún lagði á
sig enn eina lyfja- eða geislameð-
ferðina.
Sumra ákvarðana sinna iðrað-
ist hún alla ævi en hún steig líka
gæfuspor, eins og þegar hún og
„Hólmi minn“ náðu saman á ný en
þau voru kærustupar í den. Sam-
an áttu þau góð ár sem hún var
innilega þakklát fyrir.
Við Unnur sötrum ekki meira
kaffi né leysum fleiri krossgátur í
þessu lífi. Nú er hún laus við þján-
ingar en ég sakna hennar sárt og
syrgi um leið og hjarta mitt er
fullt af þakklæti fyrir að hafa allt-
af átt hana að.
Steinunn Inga Óttarsdóttir.
Unnur Árnadóttir
Þökkum fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför okkar ástkæru
eiginkonu, móður, fósturmóður,
tengdamóður, systur og ömmu,
ÞÓRU ÓLAFSDÓTTUR
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi
og gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.
Aad Groeneweg
Ólafur Þór Jóelsson Margrét Sif Hákonardóttir
Jón Pétur Jóelsson
Harold Groeneweg Bodil Groeneweg
Íris Anna Groeneweg Þórarinn R. Pálmarsson
Helga Jóna Ólafsdóttir Ásgeir Friðsteinsson
Edda Ólafsdóttir
og barnabörn
Það er mikils
virði að vinna með
samviskusömum og
duglegum sam-
starfsmönnum. Ellý
byrjaði á lögfræðisviði árið 2016
með mikla reynslu frá viðskipta-
bankanum. Strax kom í ljós að
hún hafði mikla þekkingu á við-
fangsefni sínu og var afar sam-
viskusöm. Hún ávann sér traust
og trúnað samstarfsmanna. Sam-
viskusemi hennar kom bersýni-
Ellý Sæunn
Reimarsdóttir
✝ Ellý Sæunnfæddist 31. jan-
úar 1956. Hún lést
26. júlí 2019.
Útför hefur farið
fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
lega í ljós í veikind-
unum þegar hún
kom sérstaklega í
vinnuna til að setja
annan starfsmann
inn í verkefni sín.
Það var í maí-
mánuði að við feng-
um fréttir af því að
Ellý hefði greinst
með illkynja mein.
Hún tók því af aðdá-
unarverðu óttaleysi
og ég man þegar ég talaði við
hana í síðasta sinn og óskaði henni
góðs gengis að hún sagði ákveðið:
„Þetta fer allt vel.“ Það var því
gríðarlegt áfall þegar við fréttum
hversu alvarleg veikindi hennar
voru orðin og að endalokin nálg-
uðust.
Við kveðjum Ellý með söknuði
og virðingu og vottum aðstand-
endum hennar okkar einlægustu
samúð.
Fyrir hönd lögfræðisviðs
Arion banka hf.,
Jónína S. Lárusdóttir,
framkvæmdastjóri
Með örfáum orðum og sorg í
hjarta viljum við minnast Ellýjar,
kærrar vinkonu og samstarfs-
félaga.
Þegar Ellý hóf störf í lögfræði-
deild bankans varð hún strax
mikilvægur hlekkur í okkar góða
hópi. Hún var kraftmikil, glað-
vær, beinskeytt þegar við átti og
með einstakan húmor sem við
kunnum öll vel að meta. Hún var
aldursforsetinn í okkar hópi og
bjó yfir mikilli reynslu. Það var
gott að leita til hennar, hún var
úrræðagóð og leysti öll verkefni
vel úr hendi. Hún var einstaklega
umhyggjusöm, ósérhlífin, mikil
fjölskyldumanneskja og stolt af
sínu fólki.
Það var okkur öllum áfall þeg-
ar Ellý tilkynnti okkur um veik-
indi sín í maí síðastliðnum. Hún
tók þeim hins vegar af miklu
æðruleysi, jákvæðni og yfirveg-
un. Þau viðbrögð hennar lýstu
henni einstaklega vel, hún gætti
þess að við hefðum ekki of miklar
áhyggjur af henni. Við gerðum
því alltaf ráð fyrir að Ellý kæmi
aftur að lokinni læknismeðferð og
það reyndist okkur mjög þung-
bært þegar ljóst var að svo yrði
ekki.
Við eigum eftir að sakna nær-
veru og hlýleika Ellýjar og erum
virkilega þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast henni, njóta
vináttu hennar og samstarfs.
Börnum hennar og öðrum að-
standendum sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Ragnhildur, Dröfn, Elín,
Helga Bryndís, Fura Sóley,
Erla, Þröstur, Þorsteinn Ingi,
Ragnar, Hildur og Berglind.