Morgunblaðið - 03.09.2019, Page 34
Í LAUGARDAL
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Öllum sigrum ber að fagna. Líka
naumum 1:0 heimasigrum gegn lið-
um sem eiga að vera talsvert slakari.
Sú tíð er liðin að hægt sé að ganga út
frá því sem vísu að kvennalandslið
Íslands í fótbolta valti yfir lið sem
eru tveimur styrkleikaflokkum neð-
ar á Evróputöflunni með fimm til
átta marka mun.
Elín Metta Jensen tryggði þennan
nauma sigur á Slóvakíu, 1:0, á
Laugardalsvellinum í gærkvöld með
laglegu marki um miðjan síðari hálf-
leik. Þrettánda landsliðsmark henn-
ar og það fimmta á þessu ári. Elín
gerði þar með þrjú af mörkunum
fimm gegn Ungverjalandi og Slóv-
akíu í þessari fyrstu leikjatörn und-
ankeppni Evrópumótsins, lagði upp
eitt að auki, og er búin að festa sig
vel í sessi sem landsliðsframherji
númer eitt.
Þó að íslenska liðið væri mun
sterkari aðilinn átti það í talsverðum
vandræðum með að brjóta niður vel
skipulagt lið Slóvaka, sem lágu
aftarlega og gáfu fá færi á sér. Þá
var Maria Korenciová, markvörður
AC Milan, afar örugg í markinu, af-
stýrði hvað eftir annað hættu með
ákveðnum úthlaupum og varði m.a.
glæsilega frá Hlín Eiríksdóttur rétt
áður en Elín Metta skoraði. Slóvakía
er með lakara lið en Ungverjaland
en leikur öflugri varnarleik og því er
erfiðara að skapa sér færi gegn því.
Þess vegna er svo dýrmætt að í
fremstu víglínu sé sóknarmaður með
gott markanef sem sé líklegur til að
gera út um jöfnu leikina. Elín virðist
vera að verða slíkur framherji en um
leið saknar maður þess að Dagný
Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunn-
arsdóttir, með líkamsstyrk sinn og
skallatækni, láti meira að sér kveða í
hornspyrnum og aukaspyrnum Ís-
lands, eða einhverri af þeim mörgu
góðu fyrirgjöfum sem kantmenn-
irnir áttu í leiknum. Á of löngum
köflum í leiknum var of lítið að ger-
ast hjá íslenska liðinu á fremsta
þriðjungi vallarins. Vissulega að
hluta til vegna öflugs varnarleiks
mótherjanna en líka vegna þess að
það skorti meira hugmyndaflug og
áræðni á köflum.
Sluppu fyrir horn
Það munaði líka sáralitlu að ís-
lenska liðið kastaði tveimur stigum
út um gluggann því á 85. mínútu átti
Ásta Eir Árnadóttir afar slæma
sendingu til baka. Upp úr því komst
Patrícia Hmírová í dauðafæri en
skaut hárfínt framhjá markinu. Þar
hefði íslenska liðið getað fengið
sannkallað kjaftshögg sem erfitt
hefði verið að svara.
Ísland er komið með sex stig eftir
fyrstu tvo leikina. Orðið „skyldusigr-
ar“ hefur verið ofnotað í aðdraganda
þessara leikja en er samt í fullu gildi.
Þessi undankeppni er einfaldlega
þannig að Ísland verður að vinna
leikina sex gegn Ungverjalandi,
Slóvakíu og Lettlandi til að vera með
sem besta stöðu þegar kemur að
leikjunum tveimur við Svía í lokin.
Verði aðrir riðlar hagstæðir gæti ís-
lenska liðið sloppið inn á EM með 18
stigum úr þessum sex leikjum,
hvernig sem síðan fer gegn HM-
bronsliði Svía.
En leikurinn í gærkvöld minnir
okkur rækilega á að það getur verið
stutt í slysið. Íslenska liðinu gekk
illa að brjóta niður bæði Ungverja
og Slóvaka og getur búist við enn
meiri mótspyrnu í útileikjunum á
næsta ári. Fyrst þarf þó að sigrast á
Lettum á útivelli í október. Það er
næsta verkefni Jóns Þórs Hauks-
sonar og hans kvenna.
Léku með sorgarbönd
Aðdragandi leiksins var erfiður
því Sif Atladóttir þurfti að draga sig
út úr hópnum. Faðir hennar, Atli
Eðvaldsson, lést fyrr um daginn og
íslenska landsliðið lék með sorgar-
bönd til að minnast fyrrverandi
fyrirliða og þjálfara karlalandsliðs
Íslands.
Aftur gerði
Elín gæfu-
muninn
Sex stig komin og Elín Metta Jensen
tryggði nauman sigur á Slóvökum
Færi Hlín Eiríksdóttir í einu af
bestu marktækifærum Íslands í
leiknum en slóvakíski markvörð-
urinn varði glæsilega frá henni.
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
SANGSIN gæðavara frá Kóreu
BREMSU
VÖRUR
í flestar gerðir bíla
HANDBOLTI
Danmörk
Skanderborg – Bjerringbro/Silk ...... 25:36
Þráinn Orri Jónsson skoraði 3 mörk fyr-
ir Bjerringbro/Silkeborg.
Fredericia – GOG ................................ 33:30
Arnar Freyr Arnarsson skoraði 3 mörk
fyrir GOG og Óðinn Þór Ríkharðsson 1.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 5 skot af 27
í marki liðsins.
Undankeppni EM kvenna
F-RIÐILL:
Ísland – Slóvakía ...................................... 1:0
Staðan:
Ísland 2 2 0 0 5:1 6
Lettland 0 0 0 0 0:0 0
Svíþjóð 0 0 0 0 0:0 0
Slóvakía 1 0 0 1 0:1 0
Ungverjaland 1 0 0 1 1:4 0
Lettland og Svíþjóð mætast í dag.
Ísland mætir Lettlandi á útivelli 7. októ-
ber en hinir fimm leikir íslenska liðsins fara
fram á árinu 2020.
E-RIÐILL:
Albanía – Finnland................................... 0:3
Skotland vann Kýpur 8:0 í fyrsta leik rið-
ilsins og Portúgal er fimmta liðið.
Frakkland
B-deild:
Grenoble – Lens....................................... 2:2
Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í
leikmannahópi Grenoble.
KNATTSPYRNA
Sandra Sigurðardóttir: Ekkert út
á Söndru að setja. Hún var örugg
þegar boltinn var í nálægð við
hana. En að mestu rólegt kvöld
hjá henni í markinu.
Ásta Eir Árnadóttir: Fékk tæki-
færi í bakvarðarstöðunni. Ágæt
viðleitni hjá henni til að fara fram
og styðja við sóknina. Tapaði hins
vegar boltanum tvisvar á hættu-
legum stöðum og í síðara skiptið
fékk Slóvakía dauðafæri.
Glódís Perla Viggósdóttir:
Allar aðgerðir hennar virka
áreynslulitlar en fékk svo sem
ekki mikið að gera í vörninni.
Lagði upp mark Íslands með
sendingu inn á teiginn.
Ingibjörg Sigurðardóttir: Eins og
með Söndru og Glódísi var leik-
urinn frekar rólegur fyrir hana.
Vanari miðvarðarstöðunni en
bakvarðarstöðunni.
Hallbera Guðný Gísladóttir:
Þurfti ekki að verjast mik-
ið. Dældi boltanum inn á teiginn
svo gott sem allan leikinn. Há-
gæða fyrirgjafir þótt ekki hafi
þær skilað marki þar sem and-
stæðingarnir vörðust vel.
Sara Björk Gunnarsdóttir: Var
mjög virk í því að byggja upp
sóknir og bjóða sig á miðsvæðinu.
Gerði hins vegar fátt afgerandi í
sókninni í þetta skiptið.
Gunnhildur Yrsa Sigurðar-
dóttir: Var grimm í barátt-
unni og vann þá vinnu sem þarf að
gera á miðjunni. Átti þátt í mark-
inu með því að skalla til Elínar.
Dagný Brynjarsdóttir: Nýttist ekki
ýkja vel í þetta skiptið. Var
hættuleg í tvígang og í annað
skiptið skallaði hún rétt framhjá.
Fór af velli á 79. mínútu.
Svava Rós Guðmundsdóttir: Gekk
ekki vel að finna leiðir í gegnum
þétta vörn Slóvakíu frekar en
samherjum hennar. Fór af velli á
55. mínútu.
Elín Metta Jensen: 2019
virðist vera sumarið hennar
Elínar. Skoraði eina mark leiksins
og gerði það mjög snyrilega.
Markheppin bæði með landsliðinu
og Val um þessar mundir.
Fanndís Friðriksdóttir: Var áræðin
í fyrri hálfleik og reyndi að skapa
marktækifæri. Fór af leikvelli á
62. mínútu.
Hlín Eiríksdóttir: Var fersk eftir að
hún kom inn á og átti tvær ágætar
skottilraunir en markvörður Sló-
vakíu sá við henni.
Agla María Albertsdóttir: Fékk
ekki mjög mikið að gera í opnu
spili eftir að hún kom inn á en
hornspyrnur hennar voru hættu-
legar.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir:
Fékk úr litlu að moða enda var
hún ekki lengi inni á. Íslenska lið-
ið gaf líka aðeins eftir á þeim tíma
og sótti minna.
Frammistaða leikmanna Íslands
Daníel Leó Grét-
arsson, varnar-
maður norska
liðsins Aalesund,
var í gær kall-
aður inn í A-
landsliðshóp Ís-
lands í knatt-
spyrnu í fyrsta
skipti. Hann leys-
ir af hólmi Sverri
Inga Ingason,
leikmann grísku meistaranna
PAOK, sem þurfti að draga sig út
úr hópnum vegna meiðsla. Daníel
er 23 ára gamall og lék með upp-
eldisliði sínu Grindavík til 2014 en
hefur leikið með Aalesund frá 2015,
þrjú tímabil í úrvalsdeild, en þang-
að stefnir lið hans hraðbyri þar sem
það er langefst í norsku B-deild-
inni. Daníel hefur verið í byrjunar-
liði í öllum leikjum ársins og skorað
3 mörk. vs@mbl.is
Daníel nýliði
í landsliðinu
Daníel Leó
Grétarsson