Morgunblaðið - 03.09.2019, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Boris John-son hefurverið for-
sætisráðherra í
hálfan annan
mánuð. Og enn
væri ofsagt að
hann sé fastur í
sínum sessi. Hann er með
storminn í fangið og blæs
stundum úr óvæntum áttum.
Boris hafði efst á sínu blaði að
tryggja að loforðið sem allir
flokkar gáfu þjóðinni yrði
efnt. Úrslit þjóðaratkvæðis,
sem hún hafði beðið lengi
eftir, yrði efnt. Á daginn hafði
komið að þeir sem urðu undir í
þjóðaratkvæðinu sátu á svik-
ráðum. Loks bjuggu þeir til þá
reglu að ekki mætti yfirgefa
ESB nema að fyrir lægi „út-
göngusamningur“. Á slíkt
skilyrði hafði aldrei verið
minnst. Og í næstu atrennu
göbbuðu embættismenn
breska forsætisráðherrann til
þess að útfæra regluna þannig
að báðir aðilar yrðu að sam-
þykkja „útgöngusamninginn“.
Þar með var ESB komið með
neitunarvald um hvort Bretar
færu eða ekki! Í kjölfarið lagði
frú May algjörlega afleitan
samning fyrir þingið. Þar var
hann felldur með sögulegum
hætti. Enginn forsætisráð-
herra hafði fengið svo harðan
og háværan rassskell í meira
en heila öld. Allir töldu ein-
sýnt að Theresa May myndi
segja af sér. En ekki hún!
Forsætisráðherrann þáver-
andi fór á neyðarfund til
Brussel en óskum um breyt-
ingar var ekki ansað. Búró-
kratarnir í Brussel töldu að
May gæti ekki undrast þær
trakteringar því hún hefði jú
sjálf hamrað á því í eigin þingi
að kolfelldi samningurinn
væri ekki aðeins eini fáanlegi
samningurinn heldur einnig
langbesti samningurinn sem
væri hugsanlegur.
Eftir óvenjulega sneypuför
hélt May suður yfir sundið en
öll önnur sund voru henni þá
lokuð. Og sagði hún þá af sér?
Nei. Hún lagði samninginn
aftur fyrir þingheim óbreytt-
an. Trúði því alltaf að óbreytt-
ir þingmenn væru veikir fyrir
óbreyttum samningum. Enn
var samningurinn kolfelldur
og kom engum nema May á
óvart. Og hvað gerði hún þá?
Sagði af sér? Ó nei. Hún
krafðist þess að þingforsetinn
legði besta samning allra tíma
fyrir þingið í þriðja sinn!
Þá var komið að Boris John-
son, sem ræddi við Merkel og
Macron og var ekki annað á
þeim að skilja en að rétt væri
að gefa sér tóm til að finna
nýja niðurstöðu sem aðilar
gætu sæst á.
En þegar sá sáttatónn, þótt
daufur væri, tók
að heyrast gerðist
það að fáeinir
þingmenn í breska
Íhaldsflokknum
létu berast að þeir
ætluðu að leggja
fram tillögu á
þingi á þriðjudag um að hefði
ekki náðst betri samningur
fyrir 17. október nk. skyldi
útgöngu Breta frestað um
þrjá mánuði! Yrði slík tillaga
samþykkt þyrftu búrókratar í
Brussel hvorki að fara fram
úr né sleppa hendi af rauð-
vínsglösunum og eingöngu að
hafa auga með almanakinu!
Boris hélt óvæntan fund í
ráðuneyti sínu í gær. Að hon-
um loknum var dyrum á núm-
er 10 hrundið upp og for-
sætisráðherrann ávarpaði
þjóðina. Ræðan var stutt en
einkar athyglisverð. Fyrstu
setningarnar virtust útlistun
á því tema sem forsætisráð-
herrann hygðist fylgja í kom-
andi kosningum. Þá benti
hann á að heyrst hefði að
nokkrir þingmenn Íhalds-
flokksins ætluðu að beita sér
fyrir því að Jeremy Corbyn
kæmst til valda, svo hann
mætti fresta útgöngunni enn,
án nokkurs minnsta tilgangs.
Johnson sagðist ekki trúa því
að þetta væri rétt og vonast
til að þetta væri ekki rétt.
Hann benti á að ráðagerðir
um að fresta útgöngu á ný
með ákvörðun þingsins væru
til þess fallnar að kippa fót-
unum algjörlega undan samn-
ingsstöðu ríkisstjórnarinnar
við ESB, en sú staða hefði
batnað mjög síðustu vikur.
Hann sjálfur myndi aldrei
leggja til frestun á útgöngu.
Þá bætti hann við að hann
sæktist ekki eftir kosningum
nú og hann vissi að það gerðu
áheyrendur hans, þjóðin, ekki
heldur.
Í öllu því sem forsætisráð-
herrann sagði í stuttu ávarpi
og í því sem hann sagði ekki
gaf hann sterklega til kynna
að hann væri rækilega undir-
búinn fyrir kosningar og
kannanir benda til að þær
myndi hann vinna. En áður
hafði flokksskrifstofa hans
látið berast út að svikahröpp-
unum yrði ekki heimilað að
verða í framboði fyrir Íhalds-
flokkinn brystu kosningar á.
Nú eru tæpir tveir mánuðir
til þess að Bretar gætu hrist
af sér helsi Evrópusambands-
ins. Margir þar í landi merkja
glaðbeittir við hvern dag
dagatalsins sem líður. En svo
einkennilegt og ógeðfellt sem
það er þá trúir 5. herdeildin í
Bretlandi því að hún eigi enn
möguleika á því að eyðileggja
ákvörðun og vonir þjóðar-
innar.
Ávarp forsætisráð-
herra fyrir dyrum
númer 10 var boðað
með örstuttum
fyrirvara}
Óvænt og áhrifaríkt
Þ
ann 20. mars síðastliðinn sam-
þykktu 49 þingmenn beiðni um
skýrslu frá sjávarútvegsráðherra
til Alþingis um nýtingu og vist-
fræðilega þýðingu loðnustofnsins
20002019. Fjarstaddir voru 14 þingmenn og
greiddu því ekki atkvæði. Við í þingflokki
Flokks fólksins unnum þessa skýrslubeiðni
þegar ljóst var hvert stefndi með loðnuveiðar
síðastliðinn vetur. Meðflutningsmenn okkar
voru þingmenn stjórnarandstöðunnar nema
þingflokkur Miðflokksins.
Aflaregla loðnu hefur lengi verið sú að aldrei
megi veiða meira en svo að um 400.000 tonn af
kynþroska loðnu séu skilin eftir til hrygningar.
Hvergi fannst nóg til að ná þessu marki vetur-
inn 2018 til 2019. Engar loðnuveiðar voru heimilaðar.
Loðnustofninn er búinn að eiga erfitt uppdráttar um
nokkurra ára skeið. Aflatölur sýna að þessi kreppa hófst
upp úr aldamótum.
Niðursveifla loðnustofnsins og jafnvel hrun hans eru
reiðarslag fyrir hag þjóðarinnar. Loðnan var næstmikil-
vægasta útflutningsfisktegundin á eftir þorski. Í fyrra var
útflutningsverðmæti loðnuafurða alls 17,8 milljarðar kr.
Árlegt útflutningsverðmæti loðnu var að meðaltali 23,2
milljarðar kr. árin 20122018. Þetta voru um 9,4% af
heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða á tímabilinu.
Loðnan hefur líka mikla þýðingu fyrir vistkerfi náttúru
Íslands, bæði sjófugla en ekki síður lífríkið í hafinu. Þessi
litli fiskur verður til norður í Íshafinu í næringarríkum sjó
þar sem er bjart allan sólarhringinn á sumrin og stórkost-
leg frumframleiðsla. Þarna verður hann til
þessi litli og næringarríki fiskur. Lífmassi hans
á með sundi sínu til hrygningar á grunnslóðinni
víða umhverfis landið síðla vetrar að færa nær-
ingu inn í vistkerfi Íslandsmiða, ekki síst til
þorsks og annarra nytjafiska sem þurfa æti.
Loðnan hrygnir og deyr við strendur lands-
ins. Hún hverfur þó ekki úr kerfinu. Dauð loðna
breytist í aðrar lífverur sem síðan verða fæða
fyrir nytjastofna okkar allt árið um kring.
Langvarandi niðursveifla og mögulegt brott-
hvarf loðnu af Íslandsmiðum er mikið áhyggju-
efni út frá náttúrufarslegum sjónarmiðum.
Alþingi kallaði með skýrslubeiðninni eftir
greinargóðri samantekt um veigamikla þætti í
nýtingu loðnu á Íslandsmiðum frá síðustu alda-
mótum og um framtíðarhorfur. Einnig var beðið um upp-
lýsingar um vistfræðileg tengsl loðnu við þorskstofninn,
stórhveli og sjófugla, sem og um hugsanleg áhrif vegna
hlýnunar sjávar.
Samkvæmt þingskapalögum hefur ráðherra 10 vikur til
að skila skýrslu sem þingið biður um. Nú eru liðnar rúmar
20 vikur. Ekkert bólar á skýrslunni. Engar skýringar fást
á þessari töf. Í gær lauk 149. löggjafarþingi. Ég vonaði að
loðnuskýrslunni yrði skilað fyrir þinglok en varð fyrir von-
brigðum. Nú verður að samþykkja nýja skýrslubeiðni á
næsta þingi. Við þurfum vandað plagg sem grundvöll til að
ræða hvernig við bregðumst við ef loðnan bregst. Þjóðar-
hagur er í húfi.
Inga Sæland
Pistill
Hvað ef loðnan bregst?
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Með lækkandi fæðingar-tíðni standa sumsveitarfélög landsins aðóbreyttu frammi fyrir
því að börnum í leikskólum og
grunnskólum muni fækka á allra
næstu árum, jafnvel þótt íbúum
fækki ekki.
Fram kom í tölum sem Hag-
stofan birti í vor að frjósemi kvenna
hér á landi í fyrra var minni en
nokkru sinni frá því að mælingar
hófust. Á árinu á undan var frjósemi
kvenna sú næstminnsta sem mælst
hefur. Á Vesturlöndum hefur verið
miðað við að frjósemi kvenna þurfi
að vera um 2,1 barn á ævi hverrar
konu til að viðhalda mannfjöldanum
en í fyrra var frjósemi íslenskra
kvenna 1,7 börn.
Akureyri er eitt þeirra sveitar-
félaga þar sem fæðingum hefur
fækkað. Hjá bænum stendur yfir
vinna við undirbúning breytinga í
leikskólamálum og kom í ljós í sum-
ar að yngstu árgöngunum í íbúaskrá
Akureyrar fer fækkandi á sama tíma
og íbúum bæjarins hefur eftir sem
áður fjölgað nokkuð. Samanburður
við fæðingartölur á Sjúkrahúsinu á
Akureyri yfir sl. 20 ár sýnir svart á
hvítu að fæðingum hefur fækkað á
allra síðustu árum. Það mun að
óbreyttu leiða til þess að eftir fimm
ár verði um 200 færri börn í grunn-
skólum á Akureyri en á síðasta ári
og að þeim gæti með sama áfram-
haldi fækkað úr rúmlega 2.700 niður
í um 2.000 á næsta áratug.
Áhrifa gætir innan fimm ára
Karl Frímannsson, sviðsstjóri á
Fræðslusviði Akureyrarbæjar, sem
hefur borið þessar tölur saman,
segir að þessi þróun hafi komið í ljós
vegna endurskoðunar á þjónustu
bæjarins í leikskólunum. ,,Stefnt er
að því að taka 12 mánaða börn inn í
leikskólana á næstu árum en þrátt
fyrir það mun heildarfjöldinn ekki
aukast frá því sem nú er vegna fá-
mennari árganga. Áhrifanna fer hins
vegar að gæta í grunnskólunum inn-
an fimm ára ef fram heldur sem
horfir og stefnir í að heildarfjöldinn
fari úr 2.700 börnum í 2.500 börn á
þeim tíma,“ segir hann.
Fjöldi fæðinga hefur verið mis-
munandi eftir sveitarfélögum lands-
ins. Ekki liggur fyrir samanburður á
stöðu þessara mála í sveitarfélögum
hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga en
sveitarstjórnarmenn vítt og breitt
um landið fylgjast með þróuninni á
sínum svæðum. ,,Það er að fækka í
fámennum skólum út á landi. Auð-
vitað þurfa skólastjórnendur að
bregðast við þessum áskorunum.
Það er kannski mögulega einhvers
staðar meiri samkennsla og verið að
nýta aðrar lausnir en við höfum áður
þurft að gera,“ segir Aldís Haf-
steinsdóttir, formaður sambandsins.
Uppbygging skóla í hverfum
gæti skilað sér í fjölgun
Stjórnendur Reykjavíkur-
borgar horfa að hluta til upp á sam-
bærilega þróun í borginni skv. upp-
lýsingum Skúla Helgasonar,
formanns skóla og frístundaráðs
Reykjavíkurborgar, sem bendir á að
stóru fæðingarárgangarnir frá því
strax eftir hrun, þ.e. áranna 2009 og
2010, séu núna komir inn í grunn-
skólana og árgangarnir í kjölfarið
hafi verið minni.
„Undantekningin frá þessu er
reyndar 2018-árgangurinn, sem er
frekar stór. Hins vegar erum við
með mikla uppbyggingu fram undan
í borginni, í nýjum hverfum og á
þéttingarreitum, og þar munu verða
til nýir skólar, s.s. í Vogabyggð, á
Ártúnshöfða og í Skerjafirði, bæði
leik- og grunnskólar. Hvort þessi
uppbygging mun skila sér í fjölgun
barna í borginni á eftir að koma í ljós
en íbúum borgarinnar hefur fjölgað
talsvert allra síðustu misserin,“ seg-
ir hann í svari til blaðamanns.
Standa frammi fyrir
fækkun skólabarna
Fjöldi í grunnskólum Akureyrar 2010-2019
Spá miðað við íbúaskrá og fjölda fæðinga
2.750
2.700
2.650
2.600
2.550
2.500
2.450
2.400
2.350
Fjöldi Spá
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023
Heimild: Akureyrarbær
2.599
2583
2.717
2.693
2.632
2.605
2.566
2.505
Íbúum lands-
ins hefur
fjölgað um
5.127 manns
frá 1. desem-
ber í fyrra til
1. september
sl. Íbúum
Reykjavíkur
fjölgaði um
1.630 á tímabilinu, sem er hlut-
fallsleg fjölgun upp á 1,3%. Á
öllu höfuðborgarsvæðinu fjölg-
aði íbúum um 3.380 á síðustu
níu mánuðum, að því er fram
kemur á íbúayfirliti Þjóðskrár
sem birt var í gær. Á Akureyri
fjölgaði íbúum um 142 á þessu
tímabili. Lítilsháttar fjölgun
varð í öllum landshlutum nema
á Vestfjörðum. Af einstökum
landsvæðum varð mest hlut-
fallsleg fjölgun íbúa á Suður-
landi, en þar fjölgaði um 788
manns, eða 2,7%. Íbúum fækk-
aði í 16 af 72 sveitarfélögum á
þessu tímabili, hlutfallslega
mest í Langanesbyggð (5,5%)
og í Hvalfjarðarsveit (5,1%).
Þegar horft er til einstakra
sveitarfélaga fjölgaði íbúum
Borgarfjarðarhrepps hlutfalls-
lega mest, eða um 9,2%. Þann
1. september sl. voru 361.798
skráðir með búsetu hér á landi
LANDSMENN ERU 361.798
Fjölgaði um 5.127