Morgunblaðið - 03.09.2019, Page 35

Morgunblaðið - 03.09.2019, Page 35
Í LAUGARDAL Kristján Jónsson kris@mbl.is „Ég er mjög ánægð með að fá sex stig út úr þessu verkefni vegna þess að leikir sem þessir eru oft drullu- erfiðir. Við sáum í þessum í þessum leik að þær slóvakísku voru grimm- ar og léku þéttan varnarleik. Því er erfitt að brjóta svona lið á bak aftur en sem betur fer náðum við að koma einu inn,“ sagði vinstri bakvörðurinn Hallbera Guðný Gísladóttir þegar Morgunblaðið tók hana tali á Laugardalsvellinum eftir sigurinn á Slóvakíu. Ísland vann Ungverjaland 4:1 í fyrsta leik sínum í riðlinum á fimmtudag. Leikirnir voru fremur ólíkir, því þær ungversku reyndu að sækja meira en lið Slóvakíu. „Mér fannst Ungverjarnir pressa aðeins meira á okkur og reyna að sækja en Slóvakía reyndi ekki mikið að sækja og lét okkur eftir að stjórna leiknum. En það má hrósa þeim fyrir hversu vel þær vörðust og það verður erfitt að mæta þeim í Slóvakíu,“ benti Hallbera á. Íslensku landsliðskonurnar þurftu að vera þolinmóðar að þessu sinni enda kom markið ekki fyrr en eftir 65 mínútur. „Við töluðum um það í hálfleik að í síðasta leik var einnig jafnt eftir fyrri hálfleik. Þá tókst okkur að vinna nokkuð sann- færandi og við vorum því nokkuð ró- legar. En ég viðurkenni að það var léttir að sjá boltann fara inn. Við vorum aðeins kærulausar undir lok- in en ég held að sigurinn hafi verið mjög sanngjarn.“ „Viljum fá fleiri á völlinn“ Íslenska liðið er nýfarið af stað í nýja undankeppni og með nýtt þjálf- arateymi. Hallbera er sátt við gang mála. „Ég er eiginlega mjög sátt við þessa fyrstu tvo leiki. Ég hefði svo sem viljað halda markinu hreinu í þeim báðum en við unnum þá alla- vega nokkuð sannfærandi. Næst viljum við helst fá fleira fólk á völl- inn. Í þessum leikjum var fámennt en góðmennt. Á heildina litið er ég nokkuð sátt við byrjunina í keppn- inni. Leikirnir gegn liðum frá Aust- ur-Evrópu eru orðnir erfiðari en áð- ur því liðin eru orðin miklu betri. Mér finnst ganga vel að aðlagast þjálfaraskiptunum en það eru ekki brjálæðislega miklar áherslubreyt- ingar í leik okkar. Við höldum í það sem við höfum gert vel að undan- förnu og höldum í okkar gildi. Inn í hópinn hafa komið nýir leikmenn sem standa sig frábærlega eins og Agla María og Hlín. Mesta breyt- ingin er að ný kynslóð er að koma inn með ferska fætur. Við sem höf- um verið lengi í þessu þekkjum hver aðra mjög vel og þetta er nokkuð smurt hjá okkur. Jón Þór kemur með öðruvísi kraft en Freysi (Freyr Alexanderson) og ég er mjög ánægð með það sem gerst hefur hingað til,“ sagði Hallbera, en riðlinum lýkur á tveimur leikjum við Svía á næsta ári. „Ég held að það muni henta okkur ágætlega. Vonandi verður þá pakk- að í stúkunni í Laugardalnum. Stefnan er að fá úrslitaleiki gegn Svíum og sjá hvað við getum gert gegn bronsliði HM,“ sagði Hallbera í samtali við Morgunblaðið. Liðin í A-Evrópu orðin miklu betri Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reynd Hallbera með boltann í gær en hún var mjög ógnandi.  Léttir að sjá boltann fara inn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is ULTRA KATTASANDUR – fyrir dýrin þín ■■■ Sporast lítið ■■■ Lyktarlaus ■■■ Frábær lyktareyðing ■■■ Náttúrulegt hráefni ■■■ 99.9% rykfrír ■■■ Klumpast vel Eitt ogannað  Ari Sigurpálsson, sextán ára gam- all knattspyrnumaður úr HK, hefur verið lánaður til ítalska félagsins Bol- ogna til næsta vors. Bologna hefur forkaupsrétt á honum til þess tíma. Ari er 16 ára gamall sóknarmaður og hefur á síðustu dögum leikið tvo fyrstu leiki sína með HK í úrvalsdeild- inni. Hann á að baki ellefu leiki með yngstu landsliðum Íslands.  Karlalið Stjörnunnar í körfuknatt- leik hefur fengið til liðs við sig banda- ríska miðherjann Akoh Jamar. Hann er 23 ára gamall og útskrifaðist úr Mont- ana-háskóla í vor. Jamar er af níger- ísku bergi brotinn en fæddur í Kali- forníu og hann er 2,03 metrar á hæð. Hann var búinn að semja við franska A-deildarliðið Roanne Choir en var lát- inn fara eftir tvær vikur þar.  Útlit er fyrir að Sverrir Pálsson, lykilmaður í varnarleik Íslandsmeist- ara Selfoss í handknattleik síðasta vetur, verði lítið eða ekkert með liðinu á komandi tímabili. Sverrir staðfesti við sunnlenska.is í gær að hann hefði slitið krossband í hné og færi í aðgerð vegna þess í lok sept- ember. Þetta er mikið áfall fyrir Selfyss- inga, en Sverrir steig fram á síðasta tímabili sem einn besti varnar- maður deildar- innar. 1:0 Elín Metta Jensen 65. fékk bolt- ann inn í vítateiginn eftir langa send- ingu Glódísar Perlu og skalla Gunn- hildar Yrsu aftur fyrir sig – sneri laglega á varnarmann og skaut í hægra hornið. I Gul spjöldHarsányová (Slóvakíu) 21. Ísland: (4-3-3) Mark: Sandra Sig- urðardóttir. Vörn: Ásta Eir Árna- dóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingi- björg Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir (Berglind Björg ÍSLAND – SLÓVAKÍA 1:0 Þorvaldsdóttir 79). Sókn: Svava Rós Guðmundsdóttir (Hlín Eiríksdóttir 55), Elín Metta Jensen, Fanndís Frið- riksdóttir (Agla María Albertsdóttir 62). Slóvakía: (4-5-1) Mark: Maria Ko- renciová. Vörn: Alexandra Hollá, Lu- cie Harsányová, Diana Bartovicová, Andrea Horváthová. Miðja: Patríia Hmíová , Alexandra Bíróová (Valent- ína Susolová 87), Mária Mikolajová, Dominika Skorvánková, Jana Voj- eková (Martina Surnovská 67). Sókn: Klaudia Fabová (Veronika Sluková 86). Dómari: Irena Velavackoska, Norður-Makedóníu. Áhorfendur: 2.326. Alþjóðaknattspyrnu- sambandið, FIFA, hefur tilnefnt þrjá bestu leik- menn í karla- og kvennaflokki sem koma til greina sem leikmenn ársins. Kjörinu verður lýst í Mílanó á Ítalíu hinn 23. þessa mánaðar. Hjá körlunum eru það Lionel Messi, Crist- iano Ronaldo og Virgil van Dijk, en sá síðast- nefndi var á dögunum valinn leikmaður ársins í Evrópu þar sem hann hafði betur í baráttunni við þá Messi og Ron- aldo. Hjá konunum eru tilnefndar Lucy Bronze (Englandi), Alex Morgan (Bandaríkjunum) og Megan Rapinoe (Bandaríkjunum), en Bronze var í síð- ustu viku valin besta knattspyrnukona Evrópu. Pep Guardiola, Jürgen Klopp og Mauricio Pochettino eru tilnefndir sem bestu þjálfarar í karlaflokki og í kvennaflokki eru það Jill Ellis (Bandaríkj- unum), Phil Neville (Englandi) og Sarina Wiegman (Hollandi). Sem bestu markmenn í karlaflokki eru tilnefndir þeir Allison (Liver- pool), Ederson (Manchester City) og Marc-André ter Stegen (Barcelona) og hjá konunum eru það Christiane Endler (Síle), Hedvig Lindahl (Svíþjóð) og Sari van Veenendaal (Hollandi). gummih@mbl.is Sömu þrír í slagnum hjá FIFA Best Virgil van Dijk og Lucy Bronze voru út- nefnd besta knattspyrnufólk Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.