Morgunblaðið - 03.09.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.09.2019, Blaðsíða 23
gang fór ég ein í orlof til þeirra og naut góðra stunda með Guðrúnu sem voru mér dýrmætar. Í byrjun árs 2017 varð breyting á lífi Guðrúnar þegar hún veiktist af sjúkdómnum sem nú hefur lagt hana að velli. Á þessu veikinda- tímabili annaðist Kristján hana af mikilli umhyggju og virðingu. Þrátt fyrir alvarleika sjúkdóms- ins sýndi Guðrún alla tíð aðdáun- arvert æðruleysi. Í byrjun sumars var ekki hægt að veita henni þá hjúkrun sem hún þurfti heima og naut hún síðustu mánuðina hjúkr- unar á Landspítalanum og Drop- laugarstöðum. Ég sakna sárt minnar góðu vin- konu og frænku. Við Hilmar send- um Kristjáni, börnum hennar og öðrum ástvinum innilegar samúð- arkveðjur. Dórothea Sigurjónsdóttir (Dóra frænka). Það er ekki auðvelt verk fyrir okkur hjónin að rifja upp minn- ingar okkar um svo hjartkæra vinkonu sem hún Guðrún Ólafs- dóttir hjúkrunarkona var. Áratuga vinátta í gleði og glaumi ásamt oft daglegum um- gangi leitar á hugann. Það er óhætt að segja að Guðrún hafi verið hvers manns hugljúfi sem og maðurinn hennar hann Krist- ján Ingvarsson. Saman voru þau miðpunktar í fjölbreyttu félagslífi í Orlando þar sem sólin merlar strætin daga flesta. Svo mikil vináttubönd sá mað- ur blómstra með fólki í Íslend- inganýlendunni þarna í Ventura, að ekki verða söm eftir að Guðrún veiktist fyrir nær þremur árum og lagði af stað í sína erfiðu þrautagöngu. Þetta voru átakan- legir tímar fyrir okkur vini henn- ar að horfa upp á þróunina og skynja það algjöra hjálparleysi sem tekur við þegar mannleg þekking er komin á sín endamörk. Enn er skilningur okkar svo skammt á vegi á eðli lífsins og þeim lögmálum sem hinar 30 trilljónir fruma lúta sem í manns- líkamanum eru, að gagnvart trufl- unum í gangverkinu sem gera ein- hverjar af þeim fjórum milljónum frumuskipta í mannslíkamanum sem fram fara á hverri sekúndu afbrigðilegar, að við getum ekki haft afgerandi áhrif á þær til bóta. Víst hefur mannsandanum miðað áfram í þeirri þekkingarleit og hugsanlega munu einhver finnast svör síðar. En það er of seint fyrir þá sem nú hafa greitt sitt gjald. Verkefnið er svo yfirþyrmandi flókið að það er í rauninni með ólíkindum hversu miklu vísindin hafa þó áorkað til að auka skilning og bæta læknisaðferðir. Guðrún háði hetjulega baráttu við ólæknandi sjúkdóm sinn. Hreysti hennar var slík að henni tókst að lifa 30 mánuði meðan flestir endast aðeins helming þess tíma. Hjúkrun Kristjáns og að- hlynning á 24/7-vakt hans allan þennan tíma hefur áreiðanlega ráðið miklu um. Einnig umhyggja sonar hennar Ólafs og annarra að- standenda, sem voru vakin og sof- in í að reyna að hjálpa til, svo og sá aragrúi vinafólks þeirra hjóna sem heimsótti þau á Eiðistorginu í þessum hörmungum hefur skipt miklu máli. Mannkostir Kristjáns og létt lund út á við átti sinn þátt í að gera öllum þessar heimsóknir kærkomnar. Guðrún var kona fönguleg á velli, skolhærð og fríð sýnum. Hún var létt í lund og vinur vina sinna. Hún var hófsmanneskja í öllu sín dagfari og rösk til verka. Snemma í okkar vinskap lá ég veikur þarna í Orlando og engdist í hósta. Þá kom Guðrún sem ég þekkti þá ekki mikið óbeðin með inflúensumeðal sem hún hellti í mig. Svo þjáður var ég þarna að ég trúi því enn að hún hafi þarna langt til bjargað lífi mínu. Hjónaband þeirra Kristjáns voru þau síðari í röð fyrir bæði. Börn þeirra beggja mynduðu stóra fjölskyldu utan um þau þar sem hvergi bar skugga á í sam- skiptum. Mannkostir þeirra hjóna blöstu svo við öllum sem þeim kynntust að ég hygg að þeir finn- ist ekki sem ekki hafa þau hjón í hávegum. Við erum öll ríkari sem Guð- rúnu kynntumst af því einu að hafa átt þess kost að vera sam- vistum við hana. Minning hennar lifir með okkur svo lengi sem okk- ar vitund endist. Halldór Jónsson verkfr. Í dag er elskuleg vinkona okk- ar Guðrún Ólafsdóttir borin til grafar eftir löng og erfið veikindi. Við hjónin minnumst hennar með ástúð og hlýhug, en hún hefur svo sannarlega auðgað líf okkar síð- ustu tvo áratugina. Þegar vinur okkar Kristján Ingvarsson kynnti hana Guðrúnu fyrir okkur sum- arið 1998 vorum við strax sam- mála um að hann hefði hlotið mik- ið happ að finna svona fallega og góða konu. Árið eftir fórum við til Orlando, þar sem Guðrún og Kristján áttu heima, og þar með hófust okkar góðu kynni. Við hjónin héldum þaðan til Los Ang- eles, en ég dvaldist þar í rann- sóknarleyfi frá Háskóla Íslands vorið 1999. Guðrún og Kristján áttu á þeim tíma erindi til borg- arinnar og við hittumst þar aftur og héldum upp á sameiginlegan afmælisdag Kristjáns og Sigríðar Maríu með pomp og prakt á fínum veitingastað við Malibu-strönd- ina. Já, það voru góðir tímar sem nú fóru í hönd. Við hittumst reglu- lega í Orlando, en heimili Guðrún- ar og Kristjáns í Ventura varð eins konar samkomustaður og menningarmiðstöð Íslendinga þar. Þær eru margar veizlurnar sem við höfum setið í húsi þeirra Guðrúnar og Kristjáns, og þar var ávallt glatt á hjalla. Einkum eru minnisstæðar afmælisveizlur Kristjáns 18. marz, en þar voru oft um 100 manns samankomin til að gleðjast með þeim hjónum. Þá var ekki síður notalegt að koma við í stuttri heimsókn, fá kaffibolla hjá Guðrúnu og stundum þiggja góðar ráðleggingar. Guðrún var einstaklega hjálpsöm og hafði ráð rifi undir hverju ef á bjátaði. Seinni árin stjórnaði Guðrún gönguklúbbi margra Ventura- búa, því að nú var farið að huga betur að heilsufari. Þegar við vor- um þar á haustin fórum við á hverjum morgni um níuleytið og hittum Guðrúnu með gönguhóp sinn á aðalgötunni. Síðan leiddi Guðrún okkur um alls kyns króka og afkima á Ventura-svæðinu og sýndi okkur hluti sem við vissum varla að væru þar til. Þessar gönguferðir voru okkur mikið tilhlökkunarefni, enda hafði Guð- rún dásamlega nærveru, svo að öllum leið vel í návist hennar. Það var því mikið áfall fyrir okkur vini hennar þegar hún greindist með illvígan sjúkdóm og flutti með Kristjáni til Íslands til að takast á við þennan vágest. Við heimsóttum Guðrúnu af og til í íbúð hennar og Kristjáns við Eið- istorg. Það var alveg sama hversu veik hún var, hún brosti til okkar og tók þátt í fjörugum samræðum eftir beztu getu. Við sáum hana síðast í sumar, rétt áður en við héldum af stað til langdvalar í Berlín, og kvöddum hana innilega með ósk um að sjá hana aftur þeg- ar heim væri komið. Þetta varð hins vegar síðasta samvera okkar, því að nokkrum dögum eftir heim- komu okkar frá Berlín var Guð- rún öll. Á þessari stundu er okkur mik- ill söknuður efst í huga en um leið þakklæti til æðri máttarvalda fyr- ir að hafa gefið okkur þennan tíma saman með Guðrúnu. Hún hafði mannbætandi áhrif á alla í kringum sig. Við hefðum svo sannarlega viljað njóta samvista við hana miklu lengur. Við vottum Kristjáni og öðrum aðstandend- um Guðrúnar innilega samúð okk- ar og kveðjum yndislega mann- eskju. Edvarð Júlíus og Sigríður María Sólnes. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019 ✝ Sigurður Blön-dal fæddist á Esjubergi, Kjal- arnesi, 26. mars 1928. Hann lést á Droplaugarstöðum 22. ágúst 2019. Sigurður var sonur Helgu Sig- urðardóttur, f. 6. júní 1899, d. 25. janúar 1988, og Magnúsar Jónsson- ar Blöndal, f. 9. apríl 1899, d. 5. júlí 1979. Helga var gift Þor- birni Bjarnasyni, f. 12. október 1890, d. 9. maí 1971. Magnús var giftur Ólafíu Guðrúnu Blöndal, f. 14. mars 1903, d. 21. desember 1983. Þeirra dóttir er Unnur Pálsdóttir. Hinn 11. júlí 1964 kvæntist Sigurður Sólveigu G. Blöndal, f. á Kjörvogi í Strandasýslu 17. júli 1939, d. 26. maí 2019. Þau skildu. Börn Sigurðar og Sólveigar eru: 1) Helgi Þorbjörn, f. 8. nóvember 1964. 2) Guðmundur, f. 2. september 1970, maki fluttist til Reykjavíkur. Þar starfaði hann fyrstu árin hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, var síðar um allmörg ár við húsasmíðar víðsvegar um land- ið og við Sigölduvirkjun sem þá var í uppbyggingu. Frá árinu 1979 starfaði Sigurður sem leigubifreiðastjóri, fyrst hjá Bæjarleiðum en síðar hjá Hreyfli, fram að starfslokum árið 2003. Sigurður tók virkan þátt í félagsstörfum og gegndi trún- aðarstörfum fyrir Hreyfil en hann átti sæti í stjórn félagsins til margra ára, fyrst sem ritari þess og síðar sem varaformað- ur. Þá var Sigurður kappsamur spilavinur og spilaði brids við samstarfsmenn sína á Hreyfli ásamt því að taka reglulega þátt í bridsmótum sem haldin voru á vegum félagsins. Sigurður gekk í Kiwanis- félagið Kötlu árið 1995 og tók virkan þátt í starfsemi þess fé- lags allt til dánardags. Sigurður naut þeirrar gæfu að eignast sex barnabörn og eitt langafabarn. Útför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 3. sept- ember 2019, klukkan 13. Ingibjörg Hilmars- dóttir, f. 14. sept- ember 1966. Þau skildu. Sonur þeirra er Guðjón Breki, f. 19. júlí 2001, sonur Ingi- bjargar er Hilmar Númi, f. 24. júní 1992. 3) Dagný, f. 12. nóvember 1971, maki Bjarni Reynir Kristjánsson, f. 28. september 1963. Dætur þeirra eru Brynhildur Eva, f. 9. nóv- ember 2010, og Hrafnhildur Eyja, f. 14. október 2014. Börn Dagnýjar og fyrrverandi maka, Eiríks Bergmann Einarssonar, f. 6. febrúar 1969, eru Sólrún Rós, f. 14. nóvember 1994, hennar dóttir er Dagný Birna, f. 15. nóvember 2018, og Einar Sigurður, f. 2. júní 1999. Sigurður dvaldist með móð- ur sinni á Esjubergi á Kjalar- nesi en fluttist með henni að Ormstöðum í Grímsnesi á fyrsta aldursári. Þar bjó hann í rúma þrjá áratugi þar til hann Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Ég sakna þín, elsku pabbi minn. Þín Dagný. Þegar ég hitti Sigurð tengda- föður minn fyrst tók á móti mér hávaxinn maður og þreklegur. Hann tók þétt í hönd mér og ég fann lófann hverfa inn í þennan stóra hramm sem hann rétti á móti mér. Augun rannsakandi en góðleg og brosið vingjarnlegt svo mér leið strax vel í návist hans. Þessi tilfinning velvildar og hlýju átti eftir að einkenna samskipi okkar Sigurðar alla tíð. Sigurður ólst upp að Ormsstöð- um í Grímsnesinu og bjó þar ásamt móður sinni og stjúpföður í ríflega þrjátíu ár, allt þar til hann fluttist til Reykjavíkur og hóf störf hjá Rafveitunni. Síðar starf- aði hann við húsasmíði um all- langt skeið þar til hann tók til við leigubifreiðaakstur, fyrst hjá Bæjarleiðum en síðar hjá Hreyfli. Sigurður kvæntist Sólveigu G. Blöndal árið 1964 og eignuðust þau þrjú börn; Helga, Guðmund og Dagnýju. Sigurður bjó fjöl- skyldu sinni fallegt heimili í Foss- voginum þar sem börnin gátu not- ið þess frjálsræðis í uppvextinum sem fylgir Fossvogsdalnum. Þó að leiðir þeirra Sólveigar hafi að endingu skilið hélst vin- skapur alla tíð þeirra á milli og augljóst að gagnkvæm umhyggja var óhögguð. Það var Sigurði því mikið áfall þegar Sólveig féll frá síðastliðið vor. Sigurður tengdapabbi hafði alla tíð lifandi áhuga á okkur af- komendum sínum og okkar fjöl- skyldum. Það var notalegt að sitja með honum yfir kaffibollanum og svara spurningum hans um það sem við vorum að fást við á hverj- um tíma. Þá brást aldrei velvildin, hvatningin og umhyggjan fyrir því að okkur gengi sem best og að okkur liði vel. Sigurður sat ósjaldan við skrif- borðið sitt yfir spilunum þegar okkur bar að garði. Hann hafði mikla ánægju af spilum, var slyngur bridsspilari og tók þátt í ófáum bridsmótum á vegum Hreyfils. Hann kenndi börnum sínum og seinna barnabörnum að spila og eiga þau hlýjar minningar um góðar stundir yfir ólsen ólsen, lönguvitleysu eða kapli með pabba sínum og afa. Mikilvægasta lexían var samt alltaf sú að ekki mætti hafa rangt við því það væri lítils virði að vinna spil með þeim hætti. Þessi afstaða var einkennandi fyrir Sig- urð og náði langt út fyrir spilast- undirnar til lífsins alls Eins og fyrr segir var Sigurður með stærri mönnum en nærvera hans var ávallt lítillát. Hann var hógvær í framgöngu, blátt áfram og var einstaklega jákvæður og hæglátur í fasi. Á langri ævi ávann hann sér virðingu og traust þeirra sem umgengust hann og fengu að kynnast heilsteyptum og heiðarlegum manni sem lét sér annt um fjölskyldu sína og var traustur vinur. Farðu í friði, elsku tengda- pabbi, og takk fyrir allt það góða sem þú gafst okkur. Við geymum í hjarta okkar ótal dýrmætar minningarnar um þig um ókomna tíð. Bjarni. Hann liggur út af í stofunni heima hjá sér í Kjalarlandinu. Af- slappaður. Hæverskur. Höfuðið hvílir á mjúkri sófabríkinni. Glett- ið en næstum ógreinanlegt bros leikur á vör. Á borðinu kólnar kaffið í glæru mjólkurglasi – þannig hafði hann vanist á það í sveitinni forðum. Einhvern veginn svona sé ég hann fyrir mér. Líkast til er há- degi og hann nýkominn inn af ár- degisvaktinni. Gerðist leigubíl- stjóri eftir áratuga slitastörf sem smiður. Sigurður Blöndal var há- vaxinn og glæsilegur á velli. Stór- skorinn. En sérdeilis mjúkur í lund. Hann var góðmenni í orðs- ins allra fyllstu merkingu. Greið- vikinn með eindæmum. Hugul- samur. Hafði aldrei neitt á hornum sér. Leiðir okkar lágu saman á ann- arri öld þegar hann varð tengda- faðir minn í rétt rúman áratug. Svo fækkaði fundum okkar. Eins og gengur. En við áttum okkar stund fyrr í sumar, við útför stóru ástarinnar í lífi hans, Sólveigar Blöndal. Fráfall hennar markaði ekki síður þáttaskil í lífi Sigurðar. Hann var kominn á sína endastöð. Langaði ekki lengra. Því miður næ ég ekki að fylgja honum í dag svo þessi kveðja hér verður að duga. Blíður afi barna minna er nú farinn. Við minnumst hans öll af hlýju. Og þakklæti. Eiríkur Bergmann. Elskulegur afi minn Það er sárt að kveðja svona hugljúfan og ástúðlegan afa. Afi Siggi bjó yfir einstöku skaplyndi, eitthvað sem fjölmargir mættu taka sér til fyrirmyndar. Jafn- lyndi hans var fágætt og umtalað í stórfjölskyldunni. Fólk hafði al- veg sérstakt orð á því hversu in- dæll hann var og góðmennskan uppmáluð. Nærveran sem hann bjó yfir var einstaklega þægileg og ég mun ætíð minnast hans með hlýju í hjarta. Skopskyn hans er mér ekki síður minnisstætt. Hér er eitt dæmi. Á mínu öðru aldursári ákvað afi að stríða mér góðlátlega og bjóða mér hákarl. Hann beið eftir að ég myndi spýta honum út úr mér og yggla mig. En í staðinn fyrir að hláturinn tæki við af glottinu í þetta sinn, kom á hann undrunar- svipur, því mér þótti hákarlinn þvert á móti hið mesta lostæti og bað um ábót. Hann þreyttist aldr- ei á að rifja upp þessa sögu og ég fann alltaf væntumþykju hans í frásögninni. Afi reyndist mér alltaf vel. Hann kenndi mér bróðurpartinn af þeim spilum sem ég kann í dag auk þess að kenna mér frá blautu barnsbeini að í þeim mætti ekki svindla. „Ég spila ekki við svindl- ara,“ sagði hann og þá neyddist ég til að taka upp spilastokkinn á ný og stokka og þar með eyðileggja röðunina sem ég hafði lagað sjálfri mér í hag. Heimili hans stóð okkur barnabörnunum alltaf opið. Hann bjó í göngufjarlægð frá skólanum, sem bauð upp á tíðar heimsóknir. Ég valdi það gjarnan fram yfir annað að ganga yfir Hringbrautina til þess að setjast við hvíta eldhúsborðið á Ásvalla- götunni. Afi bar í mig gos, kleinur og kex. Svo settist hann hjá mér og spilastokkurinn tekinn til handa- gagns. Fallegri sál væri erfitt að finna. Hans verður saknað og ég kveð afa Sigga með grátstaf í kverkum. Sólrún Rós Eiríksdóttir. Sigurður Blöndal HINSTA KVEÐJA Elsku besti afi. Þú varst alltaf rosalega góður við okkur. Við söknum þín mjög mikið. Takk fyrir að vera alltaf svona góður við okkur. Takk fyrir að gefa okkur alltaf kex og kleinur þegar við komum í heim- sókn til þín. Kær kveðja, Brynhildur Eva og Hrafnhildur Eyja afastelpur. Elskuleg móður- systir mín, Margrét Sveinsdóttir, 97 ára er farin. Blessuð sé minning hennar, uppáhalds frænku minnar. Hún var falleg, glæsileg kona há og grönn, dökkhærð með brún augu. Magga var mjög náin móður minni Ástu, þannig að hún var allt- af stór hluti af barnæsku minni. Ég man fyrst eftir henni á fyrstu æviárum mínum á Skóla- vörðuholtinu. Amma á Freyjugöt- unni, Magga á Baldursgötunni og við á Þórsgötunni. Hún var svo kraftmikil með stórt hjarta og hafði einlægan áhuga á öllu, mjög fróðleiksfús, þannig að það var hægt að ræða við hana um allt. Hún hafði góða frásagnargáfu og sagði svo skemmtilega frá. Magga var höfuð fjölskyldunn- ar. Hún hélt öllum ættbálknum saman. Allir sem áttu leið í miðbæinn komu við hjá Möggu sem bauð alltaf upp á 15 kökusortir, gott spjall og mikinn hlátur, hvort sem þú varst barn eða fullorðinn. Margrét Sveinsdóttir ✝ MargrétSveinsdóttir fæddist 24. júní 1922. Hún andaðist 15. ágúst 2019. Útför Margrétar fór fram 26. ágúst 2019. Hún var alltaf svo létt, hlý og skemmti- leg með góðan húmor og hló alltaf svo dátt og laðaði alltaf það besta fram í fólki. Afmælisboð son- anna voru hlaðin súkkulaði, rjóma, hnallþórum og mörg- um börnum. Bestu veislurnar. Mummi maður hennar var líka yndislegur, hlát- urmildur og hlýr og synirnir Gunnar, Karl, Björgvin og Þórir eru allir miklir öðlingsmenn. Þrátt fyrir að hún hafi búið við miðbæinn sagðist hún sjaldan eiga erindi þangað nema til að sinna brýnustu þörfum vegna þess að þangað hefði hún lítið að sækja. Flýtti sér alltaf heim. Það gætu einhverjir komið á meðan! Heimilið var svo sannarlega fé- lagsmiðstöð þess tíma. Hún fylgdist með öllum íþrótt- um í sjónvarpi af brennandi áhuga til að vera umræðuhæf um allar þær íþróttagreinar sem afkom- endurnir stunda. Svo var hún mjög bókhneigð og var alltaf gaman að ræða við hana um bókmenntir. Þau hjónin ferðuðust víða um landið og var Magga uppnumin af náttúrufegurðinni sem hún þreyttist aldrei á að lofa. Votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Anna Geirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.