Morgunblaðið - 03.09.2019, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019
✝ Þóra Ingimars-dóttir fæddist á
Landspítalanum í
Reykjavík 21. mars
1936. Hún andaðist
á Dvalarheimilinu á
Sauðárkróki 19.
ágúst 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Emilía
Friðriksdóttir
húsmóðir, f. 3.
október 1907, d. 16.
desember 1982, og Ingimar Sig-
urðsson, f. 2. mars 1910, d. 5.
desember 1990, garðyrkjubóndi
í Fagrahvammi í Hveragerði.
Þóra var elst fjögurra systkina.
Sigrún, f. 1937, var næst Þóru í
aldri en hún lést árið 2008. Sig-
urður, f. 1941, og Gerður, f.
1945, lifa systur sínar. For-
eldrar Þóru tóku einnig í fóstur
Daða Tómasson, f. 1956, son
Sigrúnar, og ólst hann upp í
Fagrahvammi.
Þóra ólst upp í foreldra-
húsum í Hveragerði og eftir
að Sigurður og Þóra tóku yfir
rekstur hótelsins árið 1961 og
stofnuðu þau til heimilis í
Varmahlíð í framhaldinu. Hótel-
reksturinn var einkum í hönd-
um Sigurður en Þóra var
snemma upptekin við barnaupp-
eldi og rekstur heimilisins. Árið
1969 söðluðu þau um og hófu
búskap á Grófargili, nágranna-
jörð Brautarholts, þar sem þau
hjón bjuggu alla tíð síðan.
Afkomendur Þóru og Sig-
urðar eru: Emilía, f. 1961, og er
maður hennar Bjarni Árnason.
Börn þeirra eru Þóra, Vigdís og
Sigurður. Ingimar, f. 1963. Jó-
hanna, f. 1964, og er maður
hennar Friðrik Rúnar Friðriks-
son. Fyrri maður Jóhönnu var
Pétur Sigmundsson og eru börn
þeirra Eva Ósk og Sigurður.
Haraldur, f. 1965 og er kona
hans Ingunn Helga Hafstað.
Börn þeirra eru Hallveig og Völ-
undur, auk Völu, dóttur Ing-
unnar af fyrra sambandi. Helga,
f. 1970, og er maður hennar
Ólafur Atli Sindrason. Dætur
þeirra eru Erna Sigurlilja, Þóra
Emilía og Ólöf Helga. Barna-
barnabörnin eru orðin sex.
Útför Þóru fór fram í kyrrþey
frá Fossvogskirkju 29. ágúst
2019.
skólagöngu þar í
bæ, var hún einn
vetur í Skógaskóla
undir Eyjaföllum.
Veturinn 1954-55
fór hún til náms í
kvennaskóla, St
Andrews, Will-
oughby, í Cleveland
í Bandaríkjunum.
Sem ung kona vann
Þóra margvísleg
störf í Reykjavík og
einnig um tíma í London og
Kaupmannahöfn.
Árið 1960 giftist Þóra Sigurði
Haraldssyni, búfræðingi, f. 7.
febrúar 1936, frá Brautarholti í
Skagafirði. Sigurður er sonur
Haraldar B. Stefánssonar og Jó-
hönnu Gunnarsdóttur sem voru
bændur í Brautarholti. Sumarið
1959 hafði Þóra hafið vinnu á
Hótel Varmahlíð í Skagafirði og
þar kynntist hún Sigurði, sem
var tíður gestur á hótelinu
vegna starfa sinna sem mjólk-
urbílstjóri. Það æxlaðist síðan
Þakka þér fyrir allt elsku
mamma mín. Kveðjuorð til þín.
Þig lofar, faðir, líf og önd,
þín líkn oss alla styður.
Þú réttir þína helgu hönd
af himni til vor niður.
Og föður elska, þóknan þín,
í þínum syni til vor skín,
þitt frelsi, náð og friður.
(Sigurbjörn Einarsson)
Góða ferð til nýrra heim-
kynna, elsku besta mamma
mín. Vonandi ertu á einum af
þínum uppáhaldsstöðum, í
Reykjavík, London eða New
York.
Þín dóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir
Kyrrlátt ágústkvöld. Tunglið
líkt og eldhnöttur á austur-
himni. Það er erfitt að kveðja
og sorgin er allt um kring; yfir
fjöllunum, í hverju fótmáli,
hverju andartaki.
Elsku mamma mín kvaddi nú
í kvöld, tilbúin að yfirgefa þessa
jarðvist.
Bernskuminningar birtast
mér um ástríka og umhyggju-
sama móður sem kenndi mér
svo ótal margt með beinum eða
óbeinum hætti.
Mamma sem alltaf var til
staðar að loknum skóladegi og
hafði nægan tíma og þolinmæði
til að hlusta á hvaðeina sem
manni lá á hjarta. Þannig lærði
ég að tala um tilfinningar mínar
og líðan. Mamma sem var gjaf-
mild og gætti þess að allir
fengju jafnt. Mamma sem gaf
ráð af skynsemi og var fróð um
svo margt, til að mynda landa-
fræði og kóngafólk. Heimskona
og hefðardama. Það var
mamma fram í fingurgóma.
Hún var flott og fín alla daga.
Ung ferðaðist hún víða og
seinna með okkur fjölskyldunni.
Ég minnist ótal skemmtilegra
ferða með mömmu, pabba,
systkinum mínum og fleiri ætt-
ingjum.
Hrein og bein, laus við til-
gerð og fals, enda þoldi hún
ekki slíkt í fari annarra. Hún
sagði alltaf að enginn gæti verið
góður nema það kæmi frá hjart-
anu. Þannig var hún sjálf, henn-
ar góðmennska kom beint frá
hjartanu. Hún mat fólk að verð-
leikum en var ekki allra.
Mömmu leið best með sínum
nánustu, var ekki mikið fyrir
mannfjöldann og í raun fannst
henni best á seinni árum, að
vera með einum í senn. Þannig
áttum við oft okkar bestu
stundir, ekki síst í seinni tíð. Þá
spjölluðum við saman um gamla
daga og nýja, eða horfðum á
þætti og bíómyndir. Samvera
nánast daglega, síðustu tvo ára-
tugi, styrkti enn betur þau
traustu bönd sem á milli okkar
voru alla tíð, þó við værum ekki
alltaf sammála um alla hluti.
Mamma var einstök amma,
fylgdist vel með öllum og gladd-
ist þegar vel gekk en fylltist
áhyggjum þegar eitthvað bját-
aði á. Hún var ómetanleg stoð
og stytta í uppeldi dætra minna
ásamt pabba og Ingimar, og
fyrir það verð ég þeim ævinlega
þakklát. Umhyggja hennar var
fullkomin og allt undir það síð-
asta hafði hún sterka tilhneig-
ingu til þess að finna lausnir og
hjálpa ef einhver var veikur eða
þurfti á aðstoð að halda.
Síðustu misseri þurfti
mamma æ meiri aðstoð við dag-
legar athafnir og ég dáðist oft
að æðruleysi hennar, styrk og
trú á eigin getu. Ég er sann-
færð um að nú hafi mamma
endurnýjað krafta sína og njóti
sín þar sem hún er.
„Þetta fer eins og það á að
fara,“ sagði mamma oft. Þannig
var það með hennar eigið líf.
Það var ekki endilega hennar
framtíðarsýn að búa í sveit
norður í Skagafirði, en þannig
var örlögunum háttað sem varð
gæfa okkar allra.
Tilveran öll er svo tómleg án
þín, elsku mamma og ég trúi
því varla enn að þú sért farin.
Andi þinn mun fylgja okkur og
minning þín lifir og yljar um
ókomin ár. Ég kveð þig með
kærleik, þakklæti og söknuði í
hjarta.
Megi friður fylgja þér, elsku
mamma mín. Hjartans þakkir
fyrir allt.
Þín dóttir
Helga.
„Ég er ekki barn
náttúrunnar
Asfaltið er iljum mínum kærast...“
(Ég, Ingibjörg Haraldsdóttir
(1983))
Elsku mamma, takk fyrir
allt. Þú gafst mér svo margt,
miklu meira en ég áttaði mig
nokkurn tímann á og sennilega
náði ég aldrei að þakka þér al-
mennilega. Takk fyrir ást og
umhyggju þegar ég var barn og
þitt milda uppeldi. Takk fyrir
þolinmæðina og sanngirnina.
Takk fyrir svarta húmorinn og
þína svölu hæðni. Takk fyrir
hreinskilnina og þín hvössu við-
horf. Takk fyrir þvermóðskuna
og að standa fast á þínum skoð-
unum. Takk fyrir þagnirnar og
þín knöppu tilsvör. Takk fyrir
að taka þig ekki of alvarlega.
Takk fyrir að vera alltaf þú
sjálf. Takk fyrir að vera ekki
venjuleg. Takk fyrir sýn þína
sem náði langt út fyrir fjörðinn
sem ég ólst upp í. Og takk fyrir
áhuga þinn á stórborgum og
borgarlífi. Það var kannski
ákveðið rótleysi í huga þínum
og útþrá, að komast úr fá-
breytileika sveitarinnar og
hverfa í mannlífsflóru stórborg-
arinnar. En það var líka oftast
stutt í heimþrána þegar að
heiman var farið. Að hverfa aft-
ur til þeirra heimkynna þar
sem þínir nánustu og kærustu
voru til staðar. Takk Ingimar
bróðir fyrir að vera ávallt
mömmu við hlið. Þrátt fyrir
smæð þína og hlédrægni varstu
töffari, mamma. Nú er gott að
vita af þér í fallegum borgar-
garði hér í Reykjavík.
Þinn sonur,
Haraldur Sigurðsson.
Hjartahlýja og umhyggju-
semi eru hugtök sem áttu vel
við hana Þóru mömmu mína
sem lést 19. ágúst síðastliðinn.
Mamma hafði góða nærveru og
var næm á líðan annarra. Hún
var líka einstaklega þolinmóð
og góð mamma og amma og
sést það best á því hvað barna-
börnin voru hænd að henni frá
fyrstu stundu. Hún kippti sér
aldrei upp við það þó að stofan
hennar væri undirlögð af leik-
föngum og börnin hoppandi og
skoppandi með hlátur og læti í
kringum hana.
Ég minnist þess sérstaklega
úr æsku hversu vel mamma
gætti þess að skipta öllu jafnt á
milli okkar systkinanna, hvort
sem það var appelsína eða
súkkulaði. Mamma stóð við það
sem hún sagði og var ekki dóm-
hörð eða afskiptasöm heldur
bar virðingu fyrir því sem við
vorum að fást við hverju sinni.
Mamma var fróð um hin ýmsu
mál, hvort sem það voru þjóð-
félagsmál eða eitthvað sem
snerti lífið og tilveruna, og
hafði oft svör við hinum ólíkleg-
ustu spurningum.
Mamma hafði mikinn metnað
fyrir okkar hönd hvað skóla-
gönguna varðaði. Ég man
marga morgna úr æsku þar
sem við vöknuðum saman áður
er skóladagurinn hófst til að
fara yfir efni fyrir próf eða ljóð
sem læra átti utanbókar. Hún
hjálpaði mér líka í handavinnu,
sem var nú ekki mitt uppá-
haldsfag, og lauk við heilu verk-
efnin eins og vettlinga eða dúka
sem mér gekk eitthvað seint
með. Hún kenndi mér svo ótal
margt og ég var mjög ung þeg-
ar hún var búin að kenna mér
að elda mat, þvo ullarföt,
pressa, strauja, þrífa húsið og
fægja silfur.
Mamma vildi helst vera með
sinni nánustu fjölskyldu og átti
það ekki vel við hana að vera í
margmenni. Það var því ómet-
anlegt fyrir hana, eftir að heils-
unni fór að hraka, að geta verið
jafn lengi heima á Grófargili og
raun bar vitni. Þar voru Ingi-
mar bróðir og pabbi, Helga
systir og litla fjölskyldan á hin-
um bænum. Við Jóhanna systir,
Halli bróðir og fjölskyldur okk-
ar reyndum sömuleiðis að koma
þegar við gátum.
Þegar ég kveð hana í hinsta
sinn og minningarnar streyma
fram er efst í huga þakklæti
fyrir að hafa verið þeirrar gæfu
aðnjótandi að eiga yndislega
góða mömmu og pabba sem
voru alltaf til staðar og hafa
vakað yfir mér, systkinum mín-
um og fjölskyldum alla tíð.
Emilía Sigurðardóttir.
Tengdamóðir mín Þóra er
fallin frá.
Eftir sitjum við fjölskyldan,
eiginmaður, börn, tengdabörn
og afkomendur, og hugsum til
hennar með hlýju. Mörg okkar
náðu að kveðja hana daginn áð-
ur en hún dó. Við sáum að það
gladdi hana mikið. Þakklæti
fyrir að hafa náð að kveðja
hana er nú okkur efst í huga.
Hennar vegna, okkar vegna.
Þóra og Sigurður tóku mér
og Völu dóttur minni opnum
örmum fyrir rúmum 23 árum
þegar ég stimplaði mig inn í
Grófargilsfjölskylduna sem
kærasta Halla. Vala dóttir mín
var strax talin með sem eitt af
barnabörnunum og það þótti
mér vænt um. Það var gott að
finna hversu velkomnar við vor-
um strax frá upphafi. Það var
eins og við hefðum verið hluti af
fjölskyldunni alla tíð. Kannski
var einhver sannleikur í því.
Það var nefnilega vinskapur
milli foreldra minna og Sigurð-
ar og Þóru frá fornu fari því
þau héldu matarklúbbinn Létt-
blönduna ásamt fleiri hjónum í
sveitinni um árabil. Að auki
unnu Þóra og mamma saman í
blómabúðinni Flóru þegar þær
voru ungar og ólofaðar. Eins
vorum við Emilía systir Halla
æskuvinkonur í dag erum við
bæði vinkonur og mágkonur.
Það hefur verið nóg að gera
fyrstu árin í Skagafirði hjá
þeim Þóru og Sigurði þegar
börnin komu hvert af öðru.
Fjögur fyrstu fæddust á árun-
um 1961-1965. Ég held að móð-
urhlutverkið hafi átt vel við
Þóru og hún hafi notið sín með
alla ungana sína í kringum sig.
Hún hafði dálæti á börnum. Það
sáum við þegar við sjálf eign-
uðumst börn.
En það fór ekki dult að Þóra
var engin sveitakona. Hún hafði
hins vegar sterkar taugar til
stórborga og þá helst London
og New York, sem hún hafði
sérstakt dálæti á. Þessum borg-
um kynntist hún þegar hún
dvaldi þar sem ung stúlka. Ég
hef oft séð hana fyrir mér í fal-
legri íbúð í London eða í New
York, með öllum sínum kaffi-
húsum og fínu fataverslunum
með ótæmandi úrvali af falleg-
um blússum. Því hún hafði
smekk fyrir fallegum fötum og
þá sérstaklega blússum.
Hún átti eftir að ferðast til
þessara borga nokkrum sinnum
á lífsleiðinni með fjölskyldunni
en sveitin í Skagafirði varð
hennar heimkynni.
Þóra var í góðu sambandi við
Halla og Emilíu sem búa fyrir
sunnan en það var henni ómet-
anlegt að hafa þau Helgu, Jó-
hönnu og Ingimar svona nálæt
sér. Hún sagði mér það oft hvað
henni þótti vænt um þegar dæt-
ur Helgu og Óla, þær Erna
Sigurlilja, Þóra Emilía og Ólöf
Helga, trítluðu yfir til þeirra
hjóna, nær daglega. Þá fylltist
húsið af lífi og fjöri.
Þóra var hæglát kona sem
hafði sig ekki mikið í frammi.
Þó var hún ákveðin og gat verið
föst á skoðun sinni. Hún lét
ekki aðra segja sér hvað henni
væri fyrir bestu né hvað var
rétt eða rangt. Hún sá um það
sjálf. Þóra var ekki mikið fyrir
margmenni en naut þess að
vera umvafin fjölskyldu sinni,
sem annaðist hana heima eins
lengi og kostur var. Sigurður
tengdafaðir minn og Ingimar
sonur þeirra gerðu henni það
kleift með dyggri aðstoð dætr-
anna Helgu og Jóhönnu.
Ég kveð Þóru tengdamóður
mína með þakklæti og hlýhug.
Ingunn Helga Hafstað.
Húmar að kveldi, hinsta stund
hverjum ein er valin.
Að leiðarlokum langar mig að
minnast elsku tengdamömmu
minnar nokkrum orðum.
Við Þóra áttum saman að
sælda nánast daglega, eftir að
ég fluttist í Grófargil, laust upp
úr síðustu aldamótum, enda að-
eins fáeinir metrar milli heimila
okkar. Allt frá fyrstu kynnum
var þráður vináttu og virðingar
spunninn okkar á milli. Ég
minnist stundanna þegar við
Helga sátum í stofusófanum,
Þóra í röndótta stólnum sínum
– og umræður um allt milli him-
ins og jarðar; Rottugengið í
New York, kóngafólkið í Bret-
landi, árin í útlöndum. Þóra var
heimskona – það var augljóst á
öllu hennar fasi.
Ég kynntist því fljótt að Þóra
hafði ákveðnar skoðanir og var
hreinskiptin. Við deildum ekki
áhuga á búskap og öðru honum
tengdum – og þá vorum við
bara ekkert að tala um þá hluti.
Eftir að við Helga eignuðumst
dæturnar þrjár, varð heimili
Þóru og Sigga þeirra annað
heimili. Það eru forréttindi
dætra okkar að hafa alist upp
við hlið ömmu sinnar og afa og
geta verið samvistum við þau
daglega. Þóra var óendanlega
þolinmóð og umhyggjusöm við
stelpurnar; alltaf boðin og búin
að aðstoða okkur með þær,
meðan kraftar leyfðu. Fyrir það
er ég afar þakklátur. Ég kveð
tengdamömmu mína með sökn-
uði, virðingu og hlýju. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Þinn tengdasonur,
Ólafur.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju
sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn
stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku amma okkar, við vilj-
um þakka þér fyrir allar sam-
verustundirnar, símtölin, Lond-
onferðirnar og alla
væntumþykjuna sem þú sýndir
okkur og langömmubörnunum
þínum. Við eigum öll eftir að
sakna þín mikið.
Þín
Eva Ósk og Sigurður.
Elsku amma Þóra. Eins sárt
og það er að sakna þín núna þá
mun ég seint gleyma þeim
stundum sem ég hef átt með
þér í gegnum tíðina. Það var
alltaf jafn ánægjulegt að sjá
andlit þitt ljóma af gleði þegar
ég sagðist ætla að farða þig. Þú
naust þín best þegar þú varst
öll uppstríluð og þekking þín á
fínum klæðaburði var framúr-
skarandi. Þú varst ein mesta
dama sem ég hef nokkurn tím-
ann þekkt. Hver og ein minning
sem ég á af þér er dýrmæt ger-
semi. Ég sé þig fyrir mér þarna
uppi, sitjandi í röndótta stóln-
um þínum að horfa yfir New
York, „bestu borg í heimi“. Þó
að þú sért farin í langvarandi
svefn, þá veit ég að þú vakir yf-
ir okkur öllum.
Erna Sigurlilja.
Elsku besta amma, nú ert þú
farin frá okkur og færð verð-
skuldaða hvíld. Nú þegar við
kveðjum þig í hinsta sinn koma
margar góðar minningar upp í
hugann. Grófargil hefur alltaf
verið eins og okkar annað
heimili. Þær eru ansi margar
ferðirnar og sumrin sem við
eyddum á Grófargili í góðu
yfirlæti. Þú og afi tókuð ávallt
á móti okkur með hlýjan faðm
og gómsætan smartísstauk. Á
okkar yngri árum var sértök
hefð að fara í „Kaupilandið“
eða út á Krók þar sem við feng-
um að velja okkur eitt leikfang.
Þú virtist njóta þess alveg jafn
mikið og við að velja fallegustu
dúkkuna eða flottasta bíllinn.
Amma var okkur sem önnur
móðir og var ávallt þolinmæðin
uppmáluð. Við minnumst þess
ekki að amma hafi byrst sig við
okkur þó að lætin hafi stundum
gefið tilefni til. Hvort sem það
var falskt píanóspil, boltaleikir
eða leikföng úti um allt, aldrei
sussaði amma á okkur eða lét
nokkuð fara í taugarnar á sér.
Sama hvað á dundi, amma var
hin rólegasta og brosti fallega
til okkar við hvert tækifæri.
Samverustundir í stofunni á
Grófargili voru góðar, hvort
sem lífið á Ramsey Street var
rætt eða örlög Forrester fjöl-
skyldunnar. Amma kenndi okk-
ur ýmislegt gagnlegt, þar á
meðal lærðum við að meta góð-
ar sápuóperur. Þó var ráðleg-
ast að skipta hratt um sjón-
varpsstöð ef Friends eða Ellen
komu á skjáinn, sem voru í litlu
uppáhaldi hjá ömmu.
Amma hafði mikið dálæti á
bresku konungsfjölskyldunni
og þá sérstaklega á Díönu
prinsessu. Amma hefði sómt
sér vel sem hefðarfrú í bresku
yfirstéttinni, hún var alltaf vel
til höfð og mikil dama. Í góðlát-
legu gríni kölluðum við hana
oft drottningu Skagafjarðar.
Amma var fyrst til að taka eftir
nýkeyptum fatnaði og sparaði
ekki hrósið ef það átti við. Hún
var lítt hrifin af svörtum
klæðnaði og við reyndum að
taka tillit til þess. Þegar við
pökkuðum í töskur fyrir norð-
urferð urðu litrík föt yfirleitt
fyrir valinu. Amma bjó yfir
miklu tískuviti og valdi gaum-
gæfilega saman fallegar blúss-
ur, pils og skartgripi. Þegar
rifnu gallabuxurnar komust í
tísku var amma ekki par hrifin
og leyfði okkur að heyra að hún
myndi aldrei láta sjá sig í ónýt-
um buxum!
Amma naut þess að koma til
Reykjavíkur í helgarferðir. Við
eyddum góðum stundum saman
í Kringlunni á blússuveiðum og
fengum okkur tertusneið og
kaffi við hvert tækifæri.
Síðastliðin ár glímdi amma
við heilsubrest sem hamlaði
henni í daglegu lífi. Þrátt fyrir
mótlætið einkenndi hana ótrú-
leg seigla. Það var sama hvað á
dundi, hún var alltaf fljót að
koma sér aftur á fætur. Veik-
indi síðustu tveggja mánaða
tóku sinn toll og amma átti litla
krafta eftir fyrir lokabaráttuna.
Eftir sitjum við þakklát fyrir
allar stundirnar okkar saman
en á sama tíma sorgmædd að
þær verði ekki fleiri. Elsku
amma, við eigum eftir að sakna
þín mikið. Hvíldu í friði.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Þóra, Vigdís og
Sigurður Bjarnabörn.
Þóra
Ingimarsdóttir