Morgunblaðið - 03.09.2019, Qupperneq 40
Ný
netverslun!
www.listverslun.is
Við höfum opnað nýja
netverslun með vinsælustu
myndlistarvörum okkar.
Sendum um land allt –
frí heimsending fyrir
10.000 kr. eða meira.
Kynntu þér vöruúrvalið á
www.listverslun.is
Smáratorgi 1 | 201 Kópavogur | vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Jazzhátíð Reykjavíkur hefst á
morgun og í kvöld verður hitað upp
fyrir hana með tónleikum á Kex
hosteli. Boðið verður upp á hefð-
bundna djassspunalotu undir
stjórn saxófónleikarans Sigurðar
Flosasonar en auk hans skipa
grunnhljómsveitina þeir Kjartan
Valdemarsson á píanó, Þorgrímur
Jónsson á kontrabassa og Einar
Scheving á trommur. Leikar hefjast
kl. 20.30 og að vanda er frítt inn.
Hitað upp fyrir hátíð
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 246. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Daninn Morten Beck Guldsmed var
besti leikmaður nítjándu umferðar-
innar í úrvalsdeild karla eftir að
hafa skorað þrennu fyrir FH gegn
Stjörnunni og Nökkvi Þeyr Þórisson
úr KA var besti ungi leik-
maðurinn. KR-ingar geta
orðið Íslandsmeistarar á
Hlíðarenda mánudag-
inn 16. september.
Farið er yfir umferð-
ina og gang mála í
deildinni á íþrótta-
síðum í dag og birt
úrvalslið 19. um-
ferðarinnar ásamt
stöðunni í M-
gjöf Morgun-
blaðsins. »
32
Morten bestur – KR
meistari á Hlíðarenda?
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Söl voru á hverri klöpp þegar fólk
frá Hrauni í Ölfusi fór á Hásteina-
sker við Ölfusárósa um helgina.
Löng hefð er fyrir því að fara út í
skerin um mánaðamót ágúst og
september og tína söl; þaragróður
sem er ríkur af stein- og snefil-
efnum, próteini og B-vítamíni svo
eitthvað sé nefnt. Nýttust fyrr á tíð
til að drýgja til dæmis grauta og
brauðmeti en í dag eru sölin eftirsótt
sem krydd og heilsuvara sem fæst í
ýmsum betri verslunum. Er jafnvel
hermt að í sölvunum leynist efni sem
örvi fólk til ástarlífs, ef út í slíka
sálma er farið!
Hátíð hjá Hraunsfólki
„Sölin spretta af rótum á skerj-
unum og eftir svona sólríkt og gott
sumar er uppskeran góð, bæði hvað
varðar magn og gæði,“ segir Þór-
hildur Ólafsdóttir á Hrauni, sem hef-
ur farið á sölvafjöru í áratugi.
„Sjávarstraumar falla með
ákveðnu móti í kringum höfuðdag-
inn sem er 29. ágúst og þá hentar á
Hásteinasker, sem eru um 200
metra frá landi, skammt fyrir vestan
Óseyrarbrú. Þetta er alltaf dálítil
hátíð hjá okkur Hraunsfólkinu og
margir vilja slást í hópinn, vinir og
ættingjar sem koma í þetta ánægj-
unnar vegna og fyrir það erum við
þakklát. Tíminn sem við höfum í
hvert sinn er takmarkaður. Núna á
laugardaginn fórum við út um kl. 11
og gátum hafst við á skerjunum á
liggjandanum í um tvær klukku-
stundir, eða frá fjöru uns aftur fór að
falla að. Tíminn var því ekki langur
og nauðsynlegt að fólk héldi sig vel
að verki. Núna fengum við til dæmis
með okkur stráka úr körfuboltaliði
Þórs í Þorlákshöfn, sem stóðu sig al-
veg frábærlega.“
Sjálfbær hefð
Úti á skerjum eru sölin tínd í
plastkörfur, svo sett í nælonpoka og
þannig ferjuð í land með litlum bát.
Eru í framhaldinu sett í þurrkklefa
með heitum blástri, sem hafður er á
fullu trukki í um sólarhring. „Áður
fyrr voru sölin sólþurrkuð á klöpp-
um í fjörunni, sem fylgdi töluvert
bras og bogr. Núna notum við þægi-
legri aðferðir og þurrkum í húsi, sem
eru í raun það eina sem í tímans rás
hefur breyst við þessar hlunninda-
nytjar sem eru hluta af búskap, sögu
og menningu á Hrauni. Þessum
sjálfbæru hefðum er nauðsynlegt að
viðhalda – og einnig svara óskum
fólks sem vill og þarf þá eftirsóttu
heilsuvöru sem söl sannarlega eru,“
segir Þórhildur Ólafsdóttir.
Sölin örva ástarlífið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hlunnindi Þórhildur Ólafsdóttir hefur farið í sölvafjöruna í marga áratugi.
Sjaldgæfar sjávarnytjar Hlunnindi á Hásteinaskerjum við
Óseyrarbrú Steinefni og B-vítamín Tínt er á liggjandanum
Fjaran Bestu sölin eru fremst á skerjunum og þangað ösluðu menn.
„Mesta sjokkið var líklega að kynn-
ast æfingaálaginu hérna og öllu
sem því fylgir. Undirbúnings-
tímabilið var gríðarlega erfitt en
gaman um leið því maður er kominn
hingað til að vera í þessum gæða-
flokki,“ segir handknattleiks-
maðurinn Elvar Ásgeirsson, sem er
kominn í sterkustu deild í heimi og
leikur þar með Stuttgart. »33
Mesta sjokkið að kynn-
ast æfingaálaginu