Morgunblaðið - 03.09.2019, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019
✝ Gylfi Þór Ólafs-son fæddist í
Keflavík 20. júní
1942. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 22.
ágúst 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Ólafur
Eggertsson, f. 7.
maí 1903 í Keflavík,
d. 4. desember 1950,
og Jónína Jóns-
dóttir, f. 14. október 1910 í Kefla-
vík, d. 11. júlí 1978. Bræður Gylfa
eru Eggert, f. 1934, Sigurður, f.
1949, og Ólafur, f. 22. febrúar
1951, d. 10. maí 1951.
Gylfi kvæntist 9. september
1967 eftirlifandi eiginkonu sinni,
Kristínu Gestsdóttur, f. 6. ágúst
1941. Foreldrar hennar voru
Guðrún Tryggvadóttir og Gestur
Jónsson frá Hróarsholti sem
Ragnar Helga, f. 1997, Þórunni,
f. 2002. Ragnar Helgi á soninn
Guðjón Loga, f. 2018. 4) Guðjón
Helgi, f. 16. apríl 1975, maki
Anna Hulda Einarsdóttir, f. 15.
apríl 1977. Þau eiga Kristínu
Björk, f. 2008, og Nínu Björk, f.
2011. Fyrir á Guðjón Gest Leó, f.
1998.
Fyrir átti Gylfi Dóru Mögdu, f.
19. september 1965, maki Stein-
dór Einarsson, f. 4. júlí 1965. Þau
eiga Þórdísi, f. 13. mars 1990,
Guðrúnu, f. 1992, og Steindór, f.
1995. Þórdís á soninn Arnór
Loga, f. 2016.
Gylfi bjó alla tíð í Keflavík. Á
sínum yngri árum starfaði hann
sem sjómaður, bæði á fiskiskip-
um og millilandaskipum. Síðar
starfaði hann sem verkstjóri við
fiskvinnslufyrirtæki á svæðinu.
Síðustu starfsár sín vann hann
við íþróttamannvirki Reykjanes-
bæjar.
Útför Gylfa fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 3. september
2019, klukkan 13.
bæði eru látin. Börn
Gylfa og Kristínar
eru: 1) Ólafur Þór, f.
14. júlí 1967, maki
Guðmunda
Sigurðardóttir, f. 2.
nóvember 1970.
Þau eiga Selmu
Kristínu, f. 1991,
Gylfa Þór, f. 1994,
Eyþór Elí, f. 1999.
2) Gestur Arnar, f.
5. janúar 1969,
maki Siv Mari Sunde, f. 9. nóv-
ember 1978. Sonur þeirra er Elí-
as Sunde, f. 2015. Fyrir á Gestur
Helgu Arnberg, f. 1990, og Arnar
Frey, f. 1992. Helga Arnberg á
son, f. 10. ágúst 2019. Stjúpbörn
Gests eru Simen, f. 2004, og So-
fie, f. 2007. 3) Svandís Gylfadótt-
ir, f. 23. nóvember 1969, maki
Friðrik Ragnarsson, f. 23. maí
1970. Þau eiga Elvar Má, f. 1994,
Elsku pabbi minn er fallinn frá
og í gegnum hugann reika minn-
ingar og sem aldrei fyrr gerir mað-
ur sér grein fyrir gildi þeirra.
Minningar um ferðalögin sem
voru farin með okkur um landið,
tjaldað var á hinum ýmsum stöð-
um og saxbautinn soðinn. Pabbi
var hafsjór af fróðleik um landið
enda búinn að sigla í kringum það
og koma víða við. Hann hafði gam-
an af að segja sögur um árin sem
hann sigldi bæði í kringum Ísland
og víða erlendis. Það var alveg ein-
stakt að heyra hversu vel hann
mundi staðhætti og hin ýmsu smá-
atriði frá þessum tímum.
Pabbi hlakkaði til efri áranna,
að ferðast til framandi landa og
búa til góðar minningar og njóta
með mömmu, en heilsunni hrakaði
og gerði honum ekki fært að láta
drauma sína rætast. Æðruleysið
gagnvart veikindunum var mikið,
hann lét engan bilbug á sér finna
og var jákvæður til hinsta dags.
Það var einstakt að sjá hversu náin
þau mamma voru og alla tíð sam-
taka í öllu því sem þau tóku sér
fyrir hendur. Þau nutu þess að
dansa saman og aðdáunarvert var
að fylgjast með þeim, hvort sem
það var á dansgólfinu, heima í
stofu eða á pallinum við hjólhýsið í
Húsafelli.
Við eigum eftir að sakna sam-
verustundanna með þér en geym-
um góðar minningar í hjörtum
okkar.
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur,
og fagrar vonir tengir líf mitt við.
Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá.
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er.
(Valdimar Hólm Hallstað)
Hvíl í friði, elsku pabbi minn.
Elskum þig.
Svandís og Friðrik.
Það er margt sem flýgur í gegn-
um hugann á stund sem þessari,
kveðjustund úr veraldlegum
heimi. Eftir sitja minningar sem
snerta allan tilfinningaskalann.
Margar af mínum fyrstu minn-
ingum tengjast því að fara á völl-
inn með pabba, en hann var mikill
íþróttaáhugamaður og sótti völlinn
eftir fremsta megni og þá skipti
ekki máli hvort það var körfubolti
eða fótbolti. Eftir að við systkinin
hófum okkar íþróttaiðkun studdi
pabbi við bakið á okkur og fylgdi
okkur vel eftir. Það var ekki sjálf-
sagt á þessum tíma. Það hefur
örugglega ekki alltaf verið auðvelt
að gera út fjóra krakka í fótbolta
og þrjá í körfu. Það má eflaust
telja í vikum eða mánuðum stund-
irnar sem kallinn stóð við hliðarlín-
una eða sat í bílnum og horfði á
eins og þá tíðkaðist ef illa viðraði.
Svo komu barnabörnin og lét hann
ekki sitt eftir liggja við að fylgjast
með þeim. Hann var stoltur af sínu
fólki.
Þær eru ófáar minningarnar
sem tengjast ferðalögunum um
landið okkar en þar naut hann sín
vel. Húsafell er mér ofarlega í
huga þegar ég hugsa til baka enda
dvöldum við þar heilu og hálfu vik-
urnar á sumrin. Pabbi var mikill
prinsippmaður og var fyrir-
hyggjusamur sem kom m.a. ann-
ars fram í því að ekki var hægt að
leggja af stað nema með fullan
bensíntank og á nýbónuðum bíl,
verkfærum og varahlutum var
komið haganlega fyrir og síðan
lagt íann eins og hann orðaði það.
Brunað var eftir malarvegum í
Húsafell, þegar þangað var komið
og við búin að koma okkur leið
ekki á löngu áður en gamli tók til
við að skvera bílinn aftur enda
mikið snyrtimenni. Þessi ferðalög
skildu eftir góðar minningar og
urðu til þess að ég lærði að meta
íslenska náttúru og ferðalög. Eftir
að við systkinin uxum úr grasi
héldu pabbi og mamma áfram að
ferðast, innanlands sem utan.
Pabbi var einstaklega greiðvik-
inn og hjálpsamur. Hann var
ávallt fyrstur til að mæta þegar
eitthvert okkar stóð í flutningi eða
framkvæmdum enda ekki vanur
að sitja hjá ef þörf var á hjálp-
arhönd.
Það er ekki hægt að minnast
pabba án þess að tala um tónlist
og dans, fátt fannst honum
skemmtilegra en að hlusta á góða
tónlist og ekki sé talað um að stíga
dans við mömmu. Oftar en ekki
svifu þau um gólfið svo eftir var
tekið, í takt. Takturinn var lýsandi
fyrir samfylgd þeirra í lífinu. Þau
gengu í takt, allt til síðasta dags.
Ég kveð þig með söknuði, elsku
pabbi. Minningin um þig lifir með
okkur öllum um ókomna tíð.
Guðjón.
Elsku tengdapabbi minn er
fallinn frá eftir hetjulega baráttu
við krabbamein.
Mig langar að minnast þín hér í
örfáum orðum. Leiðir okkar lágu
saman fyrir 30 árum þegar ég fór
að slá mér upp með Óla þínum. Við
áttum margar gæðastundir sam-
an, allar ferðirnar sem við fórum í
saman bæði innan- og utanlands
voru frábærar, en ein þessara
ferða stóð samt alltaf upp úr og
það var Spánarferðin okkar, þar
áttum við frábæran tíma saman.
Það var einstakt hvað þú varst
ávallt lífsglaður og lést aldrei
deigan siga í þínum erfiðu veik-
indum. Þú kvartaðir aldrei og
varst staðráðinn í að njóta þess
tíma sem eftir var.
Þú varst mér og mínum börn-
um ávallt mjög góður og verð ég
þér ævinlega þakklát fyrir það.
Um leið og ég kveð þig þakka
ég þér fyrir samfylgdina, elsku
tengdapabbi. Við sem eftir stönd-
um eigum margar góðar og falleg-
ar minningar um þig sem eiga eft-
ir að fylgja okkur um ókomna tíð.
Elsku tengdamamma, megi
englar alheimsins umvefja þig ást
og hlýju á þessum erfiðu tímum.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Sjáumst síðar.
Þín tengdadóttir,
Guðmunda Sigurðardóttir.
Gylfi Þór Ólafsson tengdafaðir
minn er látinn. Það er sárt til þess
að hugsa að eiga ekki von á því að
hitta Gylfa aftur, alla vega ekki í
þessari tilveru. Eftir sitja minning-
ar um mann sem var okkur kær.
Í gegnum hugann hvarfla
minningar úr ferðalögum hérlend-
is og erlendis. Þar standa hæst all-
ar samverustundirnar í Hrísey,
einum af uppáhalds stöðunum
okkar á Íslandi. Í minningu barna
okkar var alltaf sól í Hrísey þrátt
fyrir að hitatölur sýndu annað
enda er það ekki sjálft veðrið sem
situr eftir í minningabankanum.
Það er samveran með ömmu og
afa, fólkinu sem gerði allt til þess
að láta okkur líða vel og þeim tókst
það svo sannarlega.
Gylfi reyndist barnabörnunum
sínum vel og fengu stelpurnar
mínar að njóta þess enda vörðu
þær miklum tíma á heimili þeirra
Stínu á Melteignum á sínum
fyrstu æviárum þegar við foreldr-
arnir vorum við vinnu. Þær tengd-
ust ömmu sinni og afa sterkum
böndum og eiga án efa eftir að ylja
sér við minningar um afa sinn um
ókomna tíð.
Á stundu sem þessari gerir
maður sér grein fyrir gildi hvers-
dagslegu hlutanna í tilverunni,
hvort sem það eru pylsurnar á
laugardögum, möndlugrauturinn
á aðfangadag eða bara hversdags-
legar heimsóknir. Það er nefnilega
fólkið í kringum okkur sem ljær
þessum stundum merkingu. Gylfi
setti mark sitt á þessar samveru-
stundir með frásögnum frá fyrri
tíð, samtölum um daginn og veg-
inn og fréttaflutningi. Hann fylgd-
ist vel með því sem var að gerast í
samfélaginu og deildi því gjarnan
með okkur hinum og lá ekki á
skoðunum sínum ef honum mislík-
aði. Að sama skapi gladdist hann
þegar vel gekk. Við sem eftir lifum
munum gera okkur besta til að
fylla upp í tómarúmið sem Gylfi
skilur eftir sig með góðum minn-
ingum.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Anna Hulda Einarsdóttir.
Elsku besti afi.
Minningar æskuáranna um
samvistir við þig eru margar og
ógleymanlegar. Jól og áramót á
Melteignum hjá ömmu og afa voru
alltaf mikil tilhlökkunarefni hjá
okkur systkinunum. Farið var í
sundlaugina hans afa í hádeginu á
aðfangadag og komum svo í
möndlugrautinn hennar ömmu á
eftir, spenningurinn fyrir gamlárs-
dag var mikill því þá var farið með
afa að kaupa flugelda um kvöldið
eða rétt fyrir 12 var farið út að
sprengja og tók það okkur stund-
um um einn og hálfan klukkutíma
að klára alla flugeldana.
Við systkinin gátum alltaf kom-
ið í smá pásu frá umheiminum og
látið dekra við okkur í öruggu og
ástríku umhverfi sem þið amma
höfðuð skapað. Sögurnar af frysti-
togaranum dreifðu ávallt hugan-
um og allar þær óteljandi spurn-
ingar sem þú gast svarað um
Gömlu-Keflavík.
Samband ykkar ömmu var svo
einstaklega fallegt. Þið báruð svo
mikla virðingu hvort fyrir öðru og
ástin á milli ykkar blómstraði
fram á síðasta dag. Það var ekki
annað hægt en að fá hlýju í hjartað
við að horfa á ykkur saman.
Elsku afi, það sem við eigum
eftir að sakna þín mikið, en þó þú
sért farinn þá munt þú ætíð lifa í
hjörtum okkar. Það sem hjálpar í
sorginni er að vita að núna þarft
þú ekki að þjást lengur.
Við skulum passa ömmu fyrir
þig því hún er bara hálf án þín.
Megi góði Guð styrkja ömmu í
sorginni.
Við elskum þig.
Þín barnabörn,
Selma Kristín, Gylfi Þór,
Eyþór Elí.
Gylfi Þór Ólafsson
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR ODDSSON
læknir,
sem lést hinn 24. ágúst á krabbameins-
lækningadeild LSH, verður jarðsunginn frá
Neskirkju fimmtudaginn 5. september klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast Einars er bent á Ljósið, endurhæfingarmiðstöð fyrir
krabbameinsgreinda.
Eva Østerby Christensen
Margrét Einarsdóttir Magnús Guðmundsson
Snorri Einarsson Hadda Fjóla Reykdal
barnabörn og langafabarn
Ástkær bróðir okkar og frændi,
SIGURÐUR ÖLVER ÖLVERSSON
stýrimaður,
lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað
föstudaginn 30. ágúst. Útför hans fer fram í
Norðfjarðarkirkju föstudaginn 6. september
klukkan 14.
Þórarinn Ölversson Jóna Sigríður Gunnarsdóttir
Þóra Ölversdóttir
Lovísa Ölversdóttir
systkinabörn og fjölskyldur
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
EINARA MAGNÚSDÓTTIR,
Hörðukórum 5,
Kópavogi,
áður búsett í Bandaríkjunum,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn
29. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
6. september klukkan 15.
Einar Ásgeirsson
Ásgeir Einarsson Ásgeirsson Patricia Ásgeirsson
Valur Magnús Valtýsson Inga Dóra Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra
STEINUNN ÁSKELSDÓTTIR
Garðarsbraut 44, Húsavík,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
fimmtudaginn 29. ágúst.
Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju
laugardaginn 14. september klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag
Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík.
Birgir Steingrímsson
Steingrímur Birgisson Ólöf Kristinsdóttir
Þórný Birgisdóttir Ólafur Gunnarsson
Áskell Geir Birgisson Elva Rún Jónsdóttir
Ása Birna Áskelsdóttir Stefán Ómar Oddsson
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HILMAR JÓN ARNBJÖRNSSON KÚLD
lést að Landakoti fimmtudaginn 15. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Arinbjörn Kúld Anna Einarsdóttir
Hallgrímur Kúld Sæunn Njálsdóttir
Andrea Hilmarsdóttir
Sigríður Hafdís Benediktsd. Einar Þór Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Systir okkar og frænka,
INGVELDUR HARALDSDÓTTIR
frá Þorvaldsstöðum í Bakkafirði,
lést á dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn
föstudaginn 30. ágúst.
Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda,
Auðunn Haraldsson
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓRA INGIMARSDÓTTIR,
Grófargili, Skagafirði,
lést á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki
mánudaginn 19. ágúst.
Útför hennar fór fram í kyrrþey í Fossvogskirkju í Reykjavík
fimmtudaginn 29. ágúst. Hjartans þakkir til starfsfólksins á
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki fyrir frábæra
umönnun og hlýhug. Þökkum auðsýnda samúð.
Sigurður Haraldsson
Emilía, Ingimar, Jóhanna
Haraldur, Helga
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞÓRÐUR KRISTINN KARLSSON,
Dvergabakka 36,
frá Miðkoti í Þykkvabæ,
verður jarðsunginn frá Þykkvabæjarkirkju
föstudaginn 6. september klukkan 15.
Auður Þorsteinsdóttir
Karl Svavar Þórðarson Ásta Gísladóttir
Halldór Magni Þórðarson
Elísabet Linda Þórðardóttir Frosti Friðriksson
barnabörn og barnabarnabörn