Morgunblaðið - 03.09.2019, Side 36

Morgunblaðið - 03.09.2019, Side 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Jazzhátíð Reykjavíkur hefst á morg- un með hinni árlegu „Jazzgöngu“. Fjöldinn allur af erlendu og íslensku tónlistarfólki mun þenja sín trompet og leika á sín píanó á hátíðinni en óvenjulega mikið er um samstarf er- lends og íslensks tónlistarfólks á þessari Jazzhátíð sem er sú þrítug- asta í röðinni. Sunna Gunn- laugsdóttir, einn af þremur skipu- leggjendum há- tíðarinnar, segir aðspurð erfitt að velja nokkra há- punkta hátíðar- innar enda þyki skipuleggjendum vænt um hvert einasta atriði. Erlendar tónlistarkonur séu þó áberandi og er Sunna mjög spennt fyrir tónlist þeirra. „Það atvikaðist þannig að erlenda tónlistarfólkið er aðallega frá Eng- landi. Þá má fyrst nefna Lauru Jurd, breskan trompetleikara. Stjarna hennar hefur farið ört rísandi á undanförnum árum og hún hefur unnið til ýmissa verðlauna, sérstak- lega fyrir framsæknar tónsmíðar.“ Hljómlaust tríó Frá Bretlandi kemur einnig Tori Freestone saxófónleikari með sitt tríó. „Hún hefur verið að fá mjög góða dóma undanfarið fyrir nýjustu plötuna sína. Þetta er svona hljóm- laust tríó, þarna er bassi, trommur og saxófónn sem gefur ákveðið rými til að spila inn í. Það er miklu meira pláss fyrir hana að leika sér þegar það er enginn hljómaspilari sem vísar veginn,“ segir Sunna. Frá Portúgal kemur trompetleik- arinn Susana Santos Silva. „Hún kemur ásamt sænskum bassaleik- ara, Torbjorn Zetterberg. Þau verða einnig í samvinnuverkefni með okk- ar kæra Jóel Pálssyni og Einari Scheving. Ég veit að Torbjorn hefur verið mjög framarlega í sænsku djasssenunni undanfarin ár og Susana vakið athygli fyrir framsæk- inn trompetleik.“ Af karlkyns tónlistarmönnum nefnir Sunna helst tríóið Phronesis. „Þar er einn Breti, einn Svíi og einn Dani. Þetta er kraftmikill og svolítið agressífur djass hjá þeim. Það er engin lognmolla eða væmni í gangi, þetta verður bara kýlt með krafti.“ Misrétti kynjanna í tónlistarheim- inum er áberandi mótíf á hátíðinni þetta árið. Ekki einungis vegna þess hve mikil áhersla er á að gera kven- kyns djasstónlistarmenn sýnilega heldur einnig vegna umræðna sem Ros Rigby, fyrrverandi forseti Europe Jazz Network, mun leiða. Þær fjalla um kynjahalla í alþjóð- legu djasssenunni. Sunna segir djasssenuna alltaf hafa verið sérlega karllæga. „Konur hafa átt mjög erfitt með að komast inn í senuna og vera sýnilegar. Einu konurnar sem eru sýnilegar og standa upp úr ef maður lítur til baka eru söngkonur en það voru kven- kyns hljóðfæraleikarar líka í djass- senunni sem eru ekki sýnilegir. Þeg- ar Ross varð forseti Europe Jazz Network þá setti hún það á oddinn að auka meðvitund um þetta og tala um það sem hægt er að gera. Það eru konur í djasssenunni út um allan heim en dagskrár djasshátíða eru gjarnan mjög karllægar. Það er kannski auðveldara að bóka karlmennina vegna þess að þeir eru bara svo miklu sýnilegri en ef við ætlum að laga þetta fyrir al- vöru þá þurfum við að fá konur upp á svið þannig að ungar stúlkur sem eru að læra finni sér fyrirmyndir í djasssenunni.“ Nánd í Listasafni Íslands Sunna segir að opnunarkvöld há- tíðarinnar verði með öðru sniði en áður. Það verður haldið í Listasafni Íslands og verða þar atriði sem bjóða upp á nánd. „Atriðin verða mjög fjölbreytt, allt frá lýrískum og ljúfum tónleikum Tómasar R. og Eyþórs G. til framsækins einleiks Hilmars Jenssonar gítarleikara þar sem einhvers konar sköpun hljóð- heims verður.“ Sunna segir að djasssenan á Ís- landi sé í blóma en hún gæti dafnað betur við réttu skilyrðin. „Það er töluvert af fólki hérna sem er að spila og semja og fara sínar eigin leiðir. Því er senan hérlendis nokkuð fjölbreytt en það vantar fleiri tón- leikastaði í Reykjavík. Síðan Harpa kom hefur verið erfitt að finna far- veg fyrir tónleikahald.“ Djasssenan er hnattræn sena, að sögn Sunnu, og því mikilvægt að tónlistarfólk í djasssenunni fái tæki- færi til að skapa tengsl. Það gerist til að mynda á Jazzhátíð Reykjavíkur. „Það er orðið svo mikilvægt í dag, djasssenan er bara heimurinn og það er mikilvægt fyrir djassleikara að tengjast út í önnur lönd, annars hættir manni til að festast ofan í ein- hverri holu.“ Eins og áður segir hefst hátíðin á morgun og lýkur á sunnudag. Vefur hennar er á slóðinni reykjavikjazz.is. Rétta kynjahalla af á Jazzhátíð  Erlendar tónlistarkonur áberandi  Samspil íslenskra og erlendra listamanna óvenju mikið  Stór hluti erlendra gesta frá Bretlandi  Framsækið tónlistarfólk, lýrík og kraftmikil tónlist Ljósmynd/Rob Blackham Bresk Tori Freestone er breskur saxófónleikari sem kemur fram á hátíðinni ásamt tveimur öðrum listamönnum. Ljósmynd/Dave Stapleton Portúgölsk Susana Santos Silva trompetleikari. Ljósmynd/Peter van Breukelen Alþjóðlegir Tríóið Phronesis kemur fram á hátíðinni. Sunna Gunnlaugsdóttir Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Antoníu Hevesi píanóleikari koma fram á fyrstu hádegistónleikum nýs starfsárs tónleikaraðarinnar í Hafnarborg kl. 12. Á tónleikunum, sem bera yfirskriftina Táraflóð, verða fluttar aríur eftir Händel, Mozart og Puccini. Berta Dröfn lauk mastersnámi í söng við Conservatorio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu eftir burtfararpróf frá Söngskólanum í Reykjavík. „Hún hefur átt litríkan söngferil og komið víða við, svo sem á Gala- tónleikum í Carnegie Hall í New York, í höll í Montepulciano í Tosc- ana-héraðinu á Ítalíu, í kastala í litlu fjallaþorpi við ítölsku alpana og í óperuuppsetningum með sinfóníu- hljómsveitinni í Bolzano. Hún syng- ur reglulega á Ítalíu ásamt því að sinna söng og kórstjórn hér á Ís- landi,“ segir í tilkynningu frá Hafnarborg. Þar er rifjað upp að Antonía hefur verið listrænn stjórnandi hádegis- tónleika í Hafnarborg frá upphafi. Hádegistónleikar eru á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið er opnað kl. 11.30 og er aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bros Antonía Hevesí og Berta Dröfn Ómarsdóttir lítríkar í sumarsólinni. Táraflóð í Hafnarborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.