Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 7

Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 7
SÓLBORG Kæru Kiwanisfélagar. Við Sólborgarkonur höfum ekki slitið aðgerðarlausar síðan síðasta grein var skrifuð.Við fórum í orlofsferð að Sólheimum í Grímsnesi og fengum við mjög gott veður. Það er mjög gaman að koma þarna og fallegt umhverfi.Við byrjuðum á að fara í gönguferð en eftir hana var grillað. Um kvöldið var skemmt sér yfir sögum og hermt eftir ýmsum frægum og sungið af innlifun eins og Silvía Nótt og Nylon. Þetta var meiriháttar helgi og mikið fjör. Farið var í kaupstaðarferð á Sellfoss í leiðinni heim. Við erum búnar að fá marga góða gesti á fund hjá okkur. Bjarni svæðistjóri kom þann 23. mars, einnig mættu félagar úr Kiwanisklúbbnum Hofi á þann fund. Þann 5. apríl mætti síðan Sigurður Pétursson frá- farandi umdæmisstjóri á fund. Síðasta vetrardag þann 19. apríl var síðasta kvöldið í keilukeppni okkar. Mjög vel gekk að afhenda hjálmana, en þar lék unglingadeild Lúðra- sveitar Hafnafjarðar og börn- unum var boðið upp á pylsur og svala, einnig var þeim gefið nammi. Lögreglan var með bíl frá sér og sjúkrabifreið til sýnis fyrir börnin. Var góð mæting hjá klúbbunum Eldborgu, Hraunborgu og Sólborgu í vinnu við þetta verkefni. Aðalfund héldum við síðan þann 13. maí í Kiwanishúsinu á Helluhrauni og var tekin inn nýr félagi og erum við þá búnar að fjölga um 2 á þessu starfsári þar sem fyrrum félagi okkar gekk aftur til liðs við okkur, einnig erum við með eina í aðlögun. Eftir fundinn buðum við síðan mökum félaga til kvöldverðar. Veitt voru verðlaun fyrir keiluna. Keilumeistari Sól- borgar að þessu sinni er Hrönn Einarsdóttir. Keilumeistari maka er Guðmundur R. Magnússon og síðast en ekki síst var rennumeistari Erla María Kjartansdóttir og fengu allir sigurvegarar vegleg verðlaun. Kvöldið endaði svo með dansleik við diskótek Sólborgar. Þann 14. maí var haldinn hinn hefðbundni dansleikur fyrir fatlaða í Kirkjulundi í Garðabæ sem er samstarfs- verkefni Kiwanisklúbanna Eldeyjar, Eldborgu, Hraun- borgar, Setbergs og Sólborgar. Hljómsveitin Isafold lék fyrir dansi og einnig kom Ragn- heiður Sara úr Idolinu og söng. Var þetta frábær skemmtun og var gestum boðið uppá veitingar og þeim gefin sælgætispoki þegar þau fóru heim. Þá tóku nokkrar Sól- borgarkonur sig til og fóru á námskeið því nú skyldi sko lært golf. Ekki vorum við heppnar með veður á námskeiðinu þar sem hið sér íslenska veður, rigning og rok, sveik okkur ekki. En við héldum ótrauðar áfram og mætum nú 1. sinni í viku á Setbergsvöllin til æfingar og þó það rigni þá gefumst við ekki upp því við erum jú alltaf með sól í hjarta. Við erum búnar að halda einn sumarfund og var þar góð mæting. Nú frammundan er svo Umdæmisþingið og þangað munum við mæta 12, galvaskar Sólborgarkonur ásamt nokkrum mökum. Við Sólborgarkonur þökkum Kiwanisklúbbunum Eldey, Eldborgu, Hraunborgu og Setbergi fyrir frábært samstarf á starfsárinu. Einnig viljum við óska Kiwanisklúbbum nær og fær velfarnaðar á komandi starfsári. Kraftmikið Kiwanisstarf Látum verkin tala. Kiwaniskveðja, Blaðafulltrúi Sólborgar Erla María Kjartansdóttir. 7

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.