Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 11

Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 11
ÞYRILS-FRÉTTIR Heimsóknir. Þyrilsfélagar hafa á liðnum árum haft það í stefnu sinni að heimsækja aðra klúbba, sem er mjög gott því það er nauðsynlegt til að kynnast starfi hjá öðrum og kynna sín störf. Ein slík heimsókn var farin í feb. sl. og var þá Smyrill í Borgarnesi heimsóttur. Gott samband hefur jafnan verið á milli þessara klúbba, báðir eru þeir í Eddusvæði. Ræðumaður á fundinum var Kjartan Ragnarsson og kynnti hann Landnámssetrið í Borgarnesi. Athyglisvert verkefni þar á ferð og segja má að þetta hafi heldur betur slegið í gegn. Fundur þessi var ágætur. Svæðisráðstefna. Svæðisráðstefna Eddusvæðis var haldin að safnasvæðinu á Görðum Akranesi 8. apríl sl. undir stjórn svæðisstjóra þar sem ritarar fluttu skýrslur sínar um starf klúbbanna í svæðinu. Leikhúsferð. Þyrilsfélagar hafa farið nokkrum sinnum í skemmtiferðir með konum sínum og ein slík var farin 2. júní sl. Fyrirhugað var að fara í leikhús og sjá leikritið Fullkomið brúðkaup en leiksýningin var felld niður af óviðráðanlegum orsökum. En það létu menn ekki á sig fá og fóru í Perluna og snæddu þar og áttu skemmtilegt kvöld. Heppnaðist þessi ferð mjög vel. Þetta er einmitt þáttur sem gefur klúbbstarfinu gildi, að félagar skemmti sér saman. Golfbíll. I síðasta blaði var sagt frá því að golfbíll yrði afhentur í maí til Golfklúbbsins Leynis. A aðalfundi Þyrils sem haldinn var í golfskála Leynis Akranesi afhenti forseti Þyrils golf- klúbbnum bílinn með óskum um að hann nýttist klúbbnum vel. Stjórn Leynis var viðstödd afhendinguna. Lýsti formaður golfklúbbsins yfir mikilli ánægju með þessa höfðing- legu gjöf, sem kæmi sér mjög vel fyrir þá sem erfitt ættu með gang en gætu leikið golf. Hjólahjálmar. Afhending hjólreiðahjálma fór fram í lok apríl og sáu forseti og kjörforseti um það. Farið var í Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Leirárskóla og sjö ára börnum afhentir hjálmar. Alls 106 börn fengu hjálma að þessu sinni. Umdæmisþing. Dagana 15.-17. sept. fer fram umdæmisþing á Isafirði. Það sækja þrír félagar frá Þyrli, forseti, kjörforseti og ritari. Megi þetta þing vera gott og menn hugi að leiðum til að sporna við frekari fækkun í hreyfingunni - helst að fjölgun verði í klúbbum og við fáum ungt fólk inn til að halda merki Kiwanis á lofti um ókomin ár landi og lýð til heilla. ÞYRILL Heimir F. Gunnlaugsson formaður Golfklúbbsins Leynis og Pétur Elísson úr Þyril SJÖ LYKLAR AÐ 2015 Kiwanishreyfingin hefur einsett sér að telja eina milljón félaga á 100 ára afmæli sínu árið 2015. Hlutfalllega yrði hlutur íslensk-færeyska umdæmisins að verða fleiri félagar en nokkru sinni fyrr eða um 1300-1400 félagar!!!. Þetta lætur nærri að vera raunfjölgun í hverjum klúbbi um 1-2 félaga á ári fram til 2015. Fjölgun sem þessi skeður ekki af sjálfu sér, þetta er vinna, meiri vinna og óbilandi tiltrú. Til þess að markmiðinu verði náð verðum við að hafa eftirfarandi • Framsýna forystu • Jákvæð viðhorf • Stóra drauma • Frábæra skipulagningu • Enga áhættufælni • Miklar breytingar • Lifandi ástríðu og þinn klúbbu tilbúin/ n að leggja ykkar af mörkum? lykilatriði að leiðarljósi. Ert þú 11

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.