Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 9

Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 9
greiddar fyrir hann verður hann eftir sem áður spilafíkill. Hið raunverulega vandamál er að hann hefur óstjórnlega löngun til að spila upp á peninga. Og ekki vantar staðina fyrir hann til að leynast í fíkn sinni. Ég get ekki séð að hægt sé að réttlæta góðgerðarstarfsemi með því að reka spilastaði til fjáröflunar og allra síst á netinu þar sem engin aðgát er að höfð á atferli manna. Það er jafnvel ekki hægt að réttlæta þann verknað vinstrihandar, þó hægri höndin reki meðferðarstofnanir og stuð- ningshópa fyrir „veðleikja- fíkla". Það má að vísu taka þeim rökum að "veðleikir" geri menn ekki að spilafíklum, ekki frekar en áfengi geri menn að alkahólistum eða hnífur geri mann að morðingja. En við sem teljum okkur vera með hugsjón Kiwanis í hjarta okkar og vinnum undir kjörorðinu "Hjálpum börnum heims", mundum ekki dreifa flugbeittum hnífum á skóla- lóðir, og ættum því að varast að setja upp "veðleiki" fyrir 18.000 foreldra eða jafnvel fleiri. Sumum finnst ég e.t.v. svolítið harðorður í garð Setbergs- félaga og fjáröflunaraðferðar þeirra, og má mín vegna hver eiga það við sig. Vona ég að þeir endurskoði afstöðu sína gagnvart þessu framtaki. Mættu þeir verða meiri menn af. Við verðum að halda vöku okkar fyrir mannlegum gildum, veikleika og styrk. Við verðum að huga að gildismati Kiwanishugsjónarinnar. Þó veröldin öll tapi áttum í eltingarleik gróða og metorða, þá ættum við sem Kiwanis- félagar aldrei að slaka á okkar gildismati til að gera veröldina fegurri og mannlífið betra. Þetta gerum við með „Kraftmeira Kiwanisstarfi og látum verkin tala", og vörumst að búa mönnum farveg til vandræða. Sigurbergur Baldursson, Kötlu. UMDÆMISRAÐGJAFI KI ALAN PENN Jeri og Alan ásamt Guðmundi og Andrési Alan Penn frá Medina í Ohiofylki í Bandaríkjunum var kosinn fulltrúi í heimsstjórn til þriggja ára á 91. heimsþingi Kiwanis International í Montreal í Kanada í júlí síðastliðnum. Jafnframt var hann skipaður umdæmis- ráðgjafi umdæmisins Island- Færeyjar starfsárið 2006-2007. Alan er fyrrverandi fyrir- myndarforseti Kiwanisklúbb- sins Medina Breakfast í Ohio. Einnig hefur hann verið í Kiwanisklúbbnum Lakewood í sama fylki. Alan er einnig fyrrverandi fyrirmyndarforseti Internetklúbba í Ohio og Montana. Starfsárið 1999-2000 var Alan umdæmisstjóri "með sóma" í Ohioumdæminu og var umsjónarmaður Key-klúbba (ungliðaklúbba í framhalds- skólum)) umdæmisins í fjögur ár. Hann er sömuleiðis sitjandi framkvæmdastjóri Styrktar- sjóðs Kiwanis í Ohio. Áður en Alan var kosinn í heimsstjórn hafði hann á setið í þremur mismunandi alþjóða- nefndum á vegum KI. Alan er félagi í Legion of Honor, handhafi Hixonorðu, hefur hlotið Tablet of Honor og er félagi í Heritage Society Styrktarsjóðs Kiwanis International. Alan er fastráðinn kennari við kennaradeild háskólans í Akron í Ohio, en auk starfa sinna fyrir Kiwanis hefur hann gengt ýmsum ábyrgðar- störfum fyrir heimabæ sinn og fylki, m..a. setið í bæjarstjórn Medina og þjónað sem sjálfboðaliði fyrir Rauða krossins og hjartaverndar- samtök. Alan og kona hans Jeri eiga tvö börn og eitt barnabarn. Bjóðum Alan Penn velkominn til samstarfs við umdæmið Island-Færeyjar og hann og konu hans hjartanlega vel- komin til Islands. (Samantekt Óskar Guðjónsson) 9

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.