Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 19

Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Blaðsíða 19
FRÉTTIR AF SETBERGI í GARÐABÆ í vor tók Kiwanisklúbburinn Setberg þátt í hjálmaverkefni Kiwanishreyfingarinnar á Islandi. í þetta sinn var ákveðið að heimsækja skólana og afhenda hjálmana í bekkjar- deildunum. í hin fyrri skiptin sem reiðhjólahjálmar hafa verið afhentir, hafa forráða- menn barnanna fengið send gjafabréf og þeim ásamt börnunum boðið að sækja hjálmana á tilteknum tíma. Það er álit okkar að heimsókn í skólana sé mun skilvirkari leið því allir hjálmarnir komust í réttar hendur. Setberg afhenti í þetta sinn 176 hjálma í 5 skólum, þ.e. Flataskóla, Hofstaðaskóla, Sjálandsskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar safnaðarheimili við Vídalíns- kirkju. Var þetta hin ánægju- legasta skemmtun og skemmtu allir sér konunglega, enda danshljómsveit og skemmti- atriði ekki af verri endanum. Fóru allir gestir saddir og sælir af staðnum og margir klyfjaðir nesti. Við útskrift nemenda í Garða- skóla, Flataskóla og Hofstaða- skóla í Garðabæ nú í vor, var þeim nemendum sem þóttu hafa skarað fram úr í íslensku, veittar viðurkenningar. Um er að ræða vandaðar íslenskar bækur. Þetta var tuttugasta árið í röð sem klúbburinn veitir slíkar viðurkenningar og þykir bæði nemendum og kennurum Frá afhendingu viðurkenninga í Hofstaðaskóla Matthías G. Pétursson og Sigurður Axelsson ásamt börnum með viðurkenningarnar. Frá afhendingu hjálma í Flataskóla auk Álftanesskóla. Alls staðar var tekið vel á móti Kiwanis- mönnum og í sumum tilvikum var sungið fyrir okkur. í maí stóðu klúbbarnir í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði fyrir balli með fötluðum og þroskaheftum, sem fram fór í Kirkjuhvoli, orðið eftirsóknarvert að fá þessar viðurkenningar. Þá fór einn félagi okkar ásamt eiginkonu sinni á Evrópu- þingið í Róm í júní. Með Kiwaniskveðju. Garðar Sverrisson forseti Setbergs Frá balli með fötluðum 19

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.