Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Blaðsíða 2
Hvað hefurðu verið að gera í sumar?
Í sumar hef ég verið mikið á ferðinni að spila. Við höfum spilað á
bæjarhátíðum um allt land, til dæmis Innipúkanum, Bræðslunni,
Halló Akureyri, Humarhátíð á Höfn og fleira. Þannig að það hef-
ur verið mikið að gera að ferðast um landið, hitta fólk og spila
músík.
Hefurðu verið að semja eða er nýtt efni á leiðinni?
Það er alltaf eitthvað í vinnslu, ég er alltaf að semja. Að lifa er að
skapa.
Við hverju má búast á tónleikunum?
Við erum að vinna með nýtt format ég og Tómas Jónsson píanóleikari.
Tónleikarnir núna eru meira tónaðir niður þar sem við erum bara tveir í
rólegheitunum og þá gefst meira rými til þess að segja sögur af tónlist-
inni og eiga samtal við fólkið sem mætir. Það gefur þessu meira gildi að
heyra baksögurnar af tónlistinni. Við erum svolítið að vinna með það í
þessari uppstillingu.
Hvað er svo fram undan í vetur?
Tónlistarlega er ég að fara að vinna fullt af spennandi verkefnum. Ég er
að klára myndband sem kemur út í næstu viku. Í sumar héldum við tón-
leikaröð á Borgarfirði eystri sem við tókum upp, bæði hljóð og mynd, og
við erum að vinna í því efni núna. Auk þess er ég að byrja að vinna í
næstu plötu þannig að það er nóg að gera.
Svo er ég líka þáttakandi í litlu hugbúnaðarfyrirtæki. Þannig að það er
nóg af sköpun, enda er það það sem gerir mann hamingjusamann. Skap-
andi tilvera.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
JÓNAS SIG
SITUR FYRIR SVÖRUM
Meira rými til
þess að segja sög-
ur af tónlistinni
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2019
Það er vandlifað í heimi samfélagsmiðlanna. Merking tjákna geturvíst breyst og enginn lét mig vita! Þannig er mál með vexti aðlæk-þumallinn er víst ekkert svo æðislegur lengur, að minnsta
kosti ekki í einkaskilaboðum. Ég sem hélt ég væri að „læka“ í gríð og erg
en samkvæmt mér yngra fólki er ég búin að „dissa“ fólk hægri vinstri.
Sem var alls ekki ætlunin.
Nú veit ég ekki hvort þetta gildir um Facebook-færslur en að minnsta
kosti þykir frekar dónalegt að gefa þumalinn í einkaskilaboðum á Mes-
senger. Ég viðurkenni alveg að
stundum hef ég ekkert tíma til að
svara fólki og hendi þá einum
þumli á viðkomandi, sérstaklega
ef ég hef ekki áhuga á skilaboð-
unum. Ein vinkona sendir mér til
dæmis reglulega eitthvað væmið
og þar sem ég er lítið væmin
manneskja hendi ég bara þumli
tilbaka. Svo hef ég fengið skilaboð
með eins konar keðjubréfum sem
ég á að láta ganga. Því nenni ég
alls ekki og hendi þá þumli á við-
komandi. Þannig mætti kannski
segja að stundum er þumallinn al-
vöru „læk“ og stundum er hann
svona „ég nenni ekki að svara þér en ég er búin að sjá skilaboðin, bæ,
bæ“.
Það kemur jafnvel fyrir að ég ýti fast þannig að þumallinn stækki tí-
falt. Það hefur mér alltaf þótt dálítið töff. Ef þið fáið svoleiðis þumal frá
mér er ég í alvöru að gefa ykkur þumalinn upp, eða svo hélt ég.
En nú þarf ég líklega að endurskoða venjur mínar í einkaskilaboðum.
Það var nefnilega samstarfskona mín, sem er tuttugu árum yngri eða
svo, sem benti mér góðlátlega á það að ég ætti ekki að gefa henni þum-
alinn. Ég bað hana að senda mér tillögu að góðum kjúklingarétti sem hún
gerði í gegnum Messenger-forritið. Ég gaf henni einn risa þumal, sem
átti að þýða „takk kærlega fyrir“.
Hún sneri sér að mér og spurði hvort ég væri nokkuð að „dissa“ sig.
Ég kom auðvitað af fjöllum en fékk þá þessar nýju upplýsingar. Þumall-
inn er kominn úr tísku, krakkar. Lækið er dautt. Ég flýtti mér að stilla á
tjáknmynd af kú. Héðan í frá fá allir kú frá mér. Ekki veit ég hvernig
fólk á að túlka það!
Misskilinn
þumall?
Pistill
Ásdís
Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’ Ég sem hélt ég væriað „læka“ í gríð og ergen samkvæmt mér yngrafólki er ég búin að „dissa“
fólk hægri vinstri. Sem
var alls ekki ætlunin.
Haukur Ísleifsson
Nei, bara allt eins og það hefur
verið.
SPURNING
DAGSINS
Á að nota
haustið til
að brydda
upp á nýj-
ungum?
Bragi Bjarnason
Nei, ég geri bara það sama og ég er
vanur að gera.
Anna Jórunn Benediktsdóttir
Nei, ég held að ég sitji bara í gamla
farinu.
Lára Magnúsdóttir
Já, ég ætla að fara í smá frí og skella
mér í sólina eftir rúma viku.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Sunnudaginn 8. september kemur Jónas Sig fram ásamt hljómborðs-
leikaranum Tómasi Jónssyni í kirkjunni í Höfnum kl. 15 og 17.30. Hægt
er að kaupa miða á viðburðinn á midi.is.
Langar þig í ný gleraugu!
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC