Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2019 Vöxtur í öryggi og friði VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER Elsku vogin mín, þú hefur þann töframátt að fólk hlustar á það sem þú segir vegna þess hversu vel þú berð þig, en það gerir sér enginn grein fyrir því hversu mikill tilfinn- ingaregnbogi þú ert, svo stattu áfram bein í baki og horfðu fram á veginn því það eru miklu færri hindranir að mæta þér en þú heldur. Þetta er kraftmesti tími ársins, sérstaklega næstu 90-100 dag- ar, og þú átt svo sannarlega eftir að njóta lífsins þegar þú sérð að þú varst búin að ímynda þér miklu meiri erfiðleika en eru í raun í kringum þig. Þú ert sannur spretthlaupari svo kraftur þinn kemur ef þú hugsar ekki of langt fram í tímann og þú ert að fá einhverja vinninga eða verðlaun, svo segðu bara takk og leyfðu þér að njóta. Í öllu þessu er svo mikilvægt að fyrirgefa óvinum sínum því þeim gremst ekkert eins mikið og það, en í þér býr mikil stjórnsemi og það er fallegt orð, því einhver verður að stjórna, en þú þolir ekki þeg- ar hlutirnir ganga ekki eins hratt og þú vilt eða fólk vinnur ekki eins hratt og þú. Það eru svo dásam- lega margir sem vilja aðstoða þig en þú þarft að vita og láta aðra vita hvaða aðstoð þig vantar. Þú þrífst á því að hafa tónlist í kringum þig og allt í röð og reglu, þegar allt er á rúi og stúi missirðu andann og orkuna. Þú átt eftir að setja allt í botn núna, laga, redda og bjarga þér og öðrum, í því felst mátturinn og þú ert að fara inn í velferð í sambandi við peninga. En það er mjög mikilvægt fyrir þig að setja eitthvað í sjóð sem þú snertir ekki, því þá hættirðu að óttast að allt muni hrynja í þeim málum. Þó að þú elskir spennu í ástarmálunum er það samt öryggi og friður sem fær þig til að vaxa og blómstra og ef þér finnst allt svo ömurlega stressað í þeirri deildinni hefurðu villst af leiðinni og þarft að skoða betur hvert þú vilt fara í því. Þú dafnar best undir áskorunum, svo settu þér sjálf áskoranir. Þú ert undirstaða og yfirbygging alls, trúðu og treystu á þig, þá er sigurinn vís. Elsku sporðdrekinn minn, þú dýrðarinnar dásemdarvera, sá tími sem þú ert að fara inn í núna færir þér gleði í hjartað og þetta er skemmtilegur rússíbani fram undan, alls ekki hættulegur, en þér gæti brugðið í ýmsum beygjum sem hann gæti tekið. Skoðaðu það með mikilli ákefð hverjir eru að hjálpa þér, beindu athygli að þeim hvort sem þú hefur áhuga á þeim eða ekki og sýndu þeim virðingu og þakklæti, því þeir sem eru að hjálpa þér mest eiga sjálfir oft í miklum erfiðleikum í sálinni svo þú þarft að styrkja þess- ar manneskjur og í því er lykillinn fólginn. Elsku hjartað mitt, það er fullt tungl í fiskamerkinu 14. september og það er þér sérstaklega hagstætt og á því tímabili muntu sjá að þetta er allt saman að reddast. Þú ert að starta nýjum hlutum á þessum haustmánuði sem eru spennandi og þú færð ný tækifæri og breytingar á þessu tímabili, en þú átt það til að þora ekki að skipta og breyta, svo mottóið þitt er þú þarft að þora til að skora. Þú ert hrifnæmur af ástinni og það hentar þér best að vera í löngu sambandi og leyfa ekki spennunni að yfirtaka hugann, svo ef þú ert í makaleit skrifaðu þá niður kostina sem sú mann- eskja hefur sem þú hefur áhuga á og vertu sannfærður um að sá aðili muni vega þig upp og leyfa þér að blómstra. Það eru að koma upp í hendurnar á þér verkfæri til þess að leysa erfiðleika þína og með þín- um ólýsanlegu persónutöfrum nærðu árangri til að leiðrétta kjör þín og koma festu og skipu- lagi á það sem er að sliga þig, ef ekki væru til sporðdrekar væri lífið ekki spennandi! Besti tími ársins er að nálgast og setur tóninn fyrir næsta ár. Að þora til að skora SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 22. NÓVEMBER Elsku hjartans meyjan mín, þú ert að fara inn í svo einstakt tímabil að þú munt ekki trúa því og þú munt vaða í gegnum hindranir eins og þú værir Herkúles, grefur þig upp úr drunganum og velur þér góð verkefni hvert á fætur öðru. Eitthvað sem þú hefur verið að búast við gengur ekki alveg eins og þú vilt en þú munt sjá að það verður blessun fólgin í því. Alheimurinn er að raða lífi þínu í réttar skorður, það er eins og öll reiði hverfi, þú réttir fram höndina og sættist við það sem er að ergja þig. Það hefur verið mikið að gerast, en þar sem þú hefur sterkustu samskiptahæfnina muntu laga og leiðrétta það sem er að skapa gráu hárin þín. Reiðin getur stoppað þig um stund, en gefðu henni lítinn tíma því annars missirðu töframáttinn þinn til að breyta því sem breyta þarf. Þú átt eftir að sýna fólkinu í kringum þig að þú getur skipt um skoðun á málum og mönnum, pláneta velgengninnar er svo sterkt yfir þér og gefur þér heppni og þú þarft ekki að leita að hamingjunni, því hún er beint fyrir framan nefið á þér. Þú gefur frá þér orku og sendir frá þér strauma sem fáir standast og verður í essinu þínu seinnipart mánaðarins, sem gerir þér það kleift að vera hin sanna þú. Þú ert í sterkasta stjörnumerkinu hvað varðar dugnað og að taka ákvarðanir, en ef þér finnst ekkert vera að gerast og lífið standa grafkyrrt er það vegna þess að þú ert að einangra þig og hugsar of mikið um leiðindin. Þetta er versta orka sem þú getur umfaðmað, elsku meyjan mín. Næstu mánuðir eru lagðir fyrir þig eins og meistaraverk, svo skipu- leggðu þau verkefni sem eru fram undan, þá er þetta það besta partí sem þú ferð í. Lífið í réttar skorður MEYJAN | 22. ÁGÚST 22. SEPTEMBER September Elsku bogmaðurinn minn, þú hefur þá orku að senda frá þér strauma sem fáir standast og vinnur þér virðingu frá öðrum með öllu sem þú segir og gerir og þú þolir alls ekki kæru- leysi, hvorki hjá sjálfum þér né öðrum, svo leti er eitur í þínum beinum þegar þú leyfir þér hana. Þú ert á framabraut og færð spennandi tilboð, en ekki spá og spekúlera of mikið eða lengi í hlut- unum, því þú þarft að sýna hugrekki, það er aðalmálið og blandaðu svolítið meiri húmor við lífið, því þá geturðu notað þessa dásamlegu töfra til góðs bæði fyrir þig og aðra. Þú hefur ekki gert nein mis- tök, heldur hefurðu gert margar tilraunir til að gera líf þitt betra og allt sem þú hefur verið að gera mun efla þig, styrkja og breyta lífi þínu til góðs. Um leið og þú hefur séð hvað þú vilt ekki mun opnast svo ótrúlega litríkt tímabil, svo njóttu þess þótt þér finnist að eitthvað hafi verið mistök, sem dæmi segja sumir að Thomas Edison hafi gert 1.500 mistök til að fá ljós, en hann sagði þetta væru tilraunir og við vitum að ekkert ljós væri til án þeirra tilrauna! Ástarlíf þitt verður eldheitt, en elskaðu bara þá sem eru þín virkilega verðugir. Stundum er bara ágætt að sleppa því að vera í hringiðu ástarinnar og leyfa þessari merkilegu orku sem ástin er að flæða til þín, því þetta er nær óbeislaður kraftur sem þú átt virkilega skilið. Seinni parturinn á árinu verður vandasamur vegna þess að stórar og miklar ákvarðanir mæta þér og þú verður að vita nokkurn veginn strax hvað þú vilt taka að þér. Þú leysir úr peningaáhyggjum með því að tala við þá sem hafa valdið til að breyta hjá þér, þú skalt mynda þér mikla seiglu og þrjósku og þá verður óskum þínum ekki hafnað, það er skrifað í skýin. Þú þarft ekki að væla yfir neinu því velferðin heldur í höndina á þér. Spennandi tilboð BOGMAÐURINN | 23. NÓVEMBER 20. DESEMBER Elsku steingeitin mín, hafðu ekki áhyggjur af hinu smáa, þú þarft að hafa hugsjón háa, þú ert svo heiðarleg og það skiptir þig svo miklu máli að vinna verk þín vel. Það hefur sótt á þig þreyta og örlítið vonleysi og ef þú skoðar betur er þetta algengt þegar sumarið mætir haustinu, en þú skiptir um gír þegar líða tekur á þennan mánuð og byggir upp styrk og lætur ansi lítið hafa áhrif á þig. Sú nýja orka sem er að skjóta rótum og færir þér smitandi áhrif, og það er allt í lagi að vera svolítið óþekk, hversu skemmtilegt er það? Það kemur fyrir þig að þér finnst þú vera Palli einn í heiminum, en það er svo sannarlega vitleysa því það eru svo margir sem treysta á þig og ferill lífs þíns rétt að byrja. Það er gott fyrir þig að hafa „þetta reddast“ mottóið næstu mánuði því þótt það verði al- veg á mörkunum og á síðustu stundu sleppur það samt. Þetta verður eins og bíómynd með undarlegri útfærslu, alltaf eitthvað nýtt og öðruvísi og spennandi, svo þú hefur engan tíma til að leyfa þér að líða illa. Þú átt þér að sjálfsögðu óteljandi aðdáendur en þeir botna kannski ekkert í þér því þú ert krossgáta. Þú leyfir þér ekki nógu mikið að opna hjarta þitt, til að slaka á og vera þú sjálf því það er enginn eins aðlaðandi og þú ef þú leyfir hjart- anu að flæða. Þú ert svo mikill keppnis- og veiðimaður og getur leiðst ef þú færð ástina of auðveldlega upp í hendur svo sýndu ástinni þolinmæði og þá kemur hún í öllum litum. Þú elskar að vera sjálfstæð í vinnu og ráða þér sjálf en krumpast niður og deyrð andlega ef þú vinnur frá 8-5 í einhæfu starfi, þú átt að láta vinnuna vera eins og gott ástarsamband, gera aðeins meira en þú þarft, þá kemur það þér eins langt og þú vilt. Ást og þolinmæði STEINGEITIN | 21. DESEMBER 19. JANÚAR Elsku vatnsberinn minn, þú ert svo einstakur og æðrulaus og það góða við það er að þér finnst það líka sjálfum. Þú ert undirstaða að svo miklu og svo sannur leiðtogi, hefur sterkar og miklar skoðanir og þá eru að sjálfsögðu ekki allir sammála þér. Þú getur líka sleppt þessu og verið alveg skoðanalaus, en mikið afskaplega held ég að þú værir leiðinlegur, svo leyfðu þér bara að flæða áfram og nýttu orkuna þína til að vera helst alls staðar. Og þó að þig langi alls ekki neitt að skella þér í afmælið, vinahittinginn og svo framvegis, þá er eins og svoleiðis hittingar eigi eftir að breyta lífi þínu. Það er einhver kominn eða er að koma til þín sem á eftir að klukka hjarta þitt, það verður skrýtið en svo dásamlegt og þú nærð jafnvægi og takmarki þínu til að verða hamingjusamari. Heiðarleiki skiptir þig alveg svakalega miklu máli, og þú skilur alls ekki fólk sem hefur verið óheiðarlegt við þig, en þú getur ekki breytt öðrum, bara byggt sjálfan þig upp. Láttu slíkar per- sónur eiga heima í hjarta þínu, þær eiga það ekki skilið og þú hefur margt betra við tímann að gera en að gefa svoleiðis týpum tíma og pláss í lífi þínu. Það sem mun einkenna næstu mánuði er að þú notar þína skapandi krafta og lætur að þér kveða, þú verður svolítið sniðugur og færð ólíklegasta fólk á þitt band, vertu staðfastur ef þú ert ástfanginn, gefðu allt sem þú getur en ef efaraddirnar eru að drepa þig og þér líður ekki vel, þá þarftu að vera ákveðinn og standa með þér, það er ekkert kannski. Breytingar á heimili eða í vinnu eru annaðhvort búnar að taka á sig mynd eða eru að nálgast þig, þú ert með fiðrildi í maganum og finnst allt svo gífurlega spennandi, er það ekki dásamlega skemmtilegt? Ef þú skráir þig í einhverja keppni hefurðu kraftinn með þér og ólíklegustu hlutir geta gerst, þannig verður lífið þitt næstu mánuði. Notaðu skapandi krafta VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.