Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2019
Elsku nautið mitt, núna er tími endurnýjunar, sjálfstæðis og sálarstyrkingar
og þú raðar saman púsluspilinu og færð út þá mynd sem þig hefur dreymt um. Þú ert með að-
dráttarafl á við hvaða súperstjörnu sem er en hefur verið að keyra þig of mikið út og gefa frá þér
kraft í verkefni hvað svo sem þau kallast, sem hafa ekki gefið þér sem skyldi til baka.
Þér finnst þú fléttast inn í óréttlæti en tekur til þinna ráða og færð lausn þeirra mála sem sýnir
þér sanngirni. September verður þér óvenju góður og þú styrkir tengsl þín við nýja og gamla
vini, október leggur fyrir þig erfið verkefni og þú verður svo súperánægð hversu vel þú kemur út
úr þeim.
Þú hefur svo mikinn skilning á þessu ótrúlega furðuverki sem lífið er og ert svo uppfullur af
ástríðu þegar þú ert í stuði að það er unun að sjá. Þú þarft að peppa þig upp til að ná þeim teng-
ingum sem þú sækist eftir, byrjaðu daginn þinn á því að velja þér föt sem þú elskar, af hvaða
ástæðu sem það nú er, og hugsaðu þér að þú sért að klæða þig í daginn, hafa þig aðeins meira til
og storma svo út í lífið eins og enginn sé morgundagurinn.
Þú verður fyrir fjárhagslegri heppni eða einhver ávinningur sem þú bjóst við og vonaðist eftir
skilar sér til þín, svo leyfðu þér meira og dekraðu við sjálfan þig, það er meira á leiðinni.
Ef ástin er ekki eins og skyldi verður hjartasorgin ógurleg og getur nálgast þráhyggju. En það
er ekki ást heldur truflun á skilaboðum sem heilabúið sendir þér og ef ástin er ekkert að gera fyr-
ir þig, gefðu henni þá frí. Allt sem þú þarfnast er í nærumhverfi þínu, blessaðu það.
Þegar veturinn birtist þér í öllu sínu veldi verður þú eins og aðalrakettan og lýsir upp himin-
hvolfið svo fólk fyllist einlægri aðdáun, hversu spennandi er það?
Óvenju góður mánuður
NAUTIÐ | 21. APRÍL 20. MAÍ
Elsku ljónið mitt, þú ert búinn að vera að moka og moka vandræðum og vitleysu í
burtu og þú hefur svo sannarlega lent í verri aðstæðum en þú ert í núna. Síðasta vika á að hafa gefið
þér betri spil á hendi og það er í eðli þínu að forða þér frá erfiðleikum, sama hvaða kringumstæður
skapa þær.
Þú átt svo miklu meira af vinum og stuðningsmönnum en þú getur ímyndað þér, og þeir sem eru
svo heppnir að tengjast þér detta í lukkupottinn, því þú ert sannur að eilífu og tryggur þeim sem þú
elskar. Þú hefur þá hæfni að laga þig að þeim sem eru í kringum þig og þeim aðstæðum sem þú
lendir í svo það er líka hægt að kalla þig kamelljón.
Sjálfstraustið er að byggjast upp, svo haltu áfram að mastera þig í því sem þú ert góður í, það eru
litlu hlutirnir sem verða að stórum hlutum sem gera þig svo stoltan. Kláraðu það sem þú byrjar á og
ekki byrja á því sem þú nennir ekki að klára.
Á þínum yngri árum hafðirðu svo mikið ímyndunarafl að það hindraði þig ekkert, en svo var þér
talin trú um þú þyrftir að vera svo agaður, annað myndi ekki ganga, en með því slekkurðu á dásam-
lega fallega ímyndunaraflinu þínu og lokar á ævintýrin sem vilja hitta þig.
September og október munu bæta þér upp svo margt, hressa þig við og þér á eftir að líða eins og
þú sért ómótstæðilegur, þá hindrar þig ekkert í lífinu, því þegar þú færð þessa tilfinningu, ferð að
elska þig meira og meira svo þú eflist og dafnar, geturðu sannarlega sagt þú sért hamingjusamur.
Þú þarft að daðra þig áfram, hvort sem á vegi þínum verða börn, leiðinlegt fólk, yndislegt fólk eða
bara dýr. Sendu fallegt augnaráð og segðu fallega setningu við alla sem á vegi þínum verða og þegar
þú hefur tækifæri til, því sú orka sem þú gefur mun koma aftur og hjálpa þér.
Byrjaðu bara og hugurinn mun hressast, byrjaðu bara og verkin munu blessast.
Kláraðu hafið verk
LJÓNIÐ | 21. JÚLÍ 21. ÁGÚST
Elsku hrúturinn minn, láttu ekkert eða engan taka þig úr sambandi, því þá slökknar
ljósið. Guðbjörn minn, yndislega fallegi hrútssonurinn minn, var á tólfta aldursári hér á heimilinu okkar
að spjalla við mig og vinkonu mína, en vinkona mín nennti ekki að hafa þennan dásamlega félagsskap og
sagði honum að ná í kríu sem hún ætlaði að stoppa upp og bauð honum 2.000 krónur fyrir. Guðbjörn
þaut út og ég sagði við hana: Hann veit það ekki vinur minn að þetta er ómögulegt, en hann trúði því
hann gæti þetta því þú sagðir honum að gera það! Hálftíma seinna var hann kominn inn með kríuna og
fékk að sjálfsögðu sinn tvö þúsund kall og krían var svo seinna auðvitað stoppuð upp. Þessi saga er til að
segja þér að í gegnum lífið hefurðu gert ótrúlegustu hluti því þú efaðist ekki um þú gætir það.
Núna er þessi sterka aflmikla orka yfir þér og leyfir þér og opnar fyrir þér aðstoð, þar sem þú get-
ur eflt þig í starfi, sigrað ástina og komið þér áfram, byrjaðu núna og þú finnur hvernig mátturinn og
dýrðin eflist í kringum þig.
Það er gott fyrir þig að hafa lítið minni og vera ekki að rifja upp gamlar leiðindasögur sem hafa lagst
á hjartað þitt, það sem er búið er búið og því verður ekki á annan veg snúið. En ferðalagið sem þú ert að
fara í núna gefur þér nýjar staðsetningar og þú stendur við það sem þú segir við sjálfan þig.
Líkami þinn endurnýjar allar frumur og allt endurnýjar sig fullkomlega á sjö árum, allt eitur sem lík-
aminn innbyrðir er farið úr honum á sjö dögum og hugur þinn endurnýjast bara með því að taka ákvörðun.
Þetta er svo sannarlega tími frjósemi í svo mörgu og þá er ekki ég að meina bara í getnaði heldur líka
í hugmyndum sem verða nær endalausar, þú þarft að blanda dassi af þolinmæði í kraftinn þinn því það
vinna alls ekki allir á sama hraða og þú. Í ástinni gefurðu frá þér mikla útgeislun svo að mörg tækifæri
eru fyrir þann sem er á lausu, en það ert þú sem þarft að hafa frumkvæðið í öllu sem er að gerast.
Tími frjóseminnar
HRÚTURINN | 21. MARS 20. APRÍL
Elsku krabbinn minn, ég lít upp til þín og krafti þínum í öllu sem þú
hefur verið að gera, þú hefur svo mikla næmni við almættið sem færir þér hafsjó af
skilaboðum. Þú átt að hrinda öllu því sem þú vilt af stað, núna eða strax, því annars
er eitthvað annað sem fangar þig og þú getur ekki gert allt í einu, þó að þú getir
gert mikið. Það er í orku þinni að vera miðpunktur athyglinnar, alveg sama hvort
þig langar það eða ekki, þú stendur alltaf upp úr með þinn mikla karakter. Nýtt
fólk er að ferðast inn í líf þitt og færa þér nýja sýn á svo margt sem er að fara að
gerast.
Þú lætur smáatriði fara of mikið í taugarnar á þér, veittu þeim ekki athygli, æfðu
þig í því. Þú nennir engu drama svo ekki sækja í það. Þú skalt átta þig alveg á því
að guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir, svo ekki bíða eftir einhverjum sem er að
hindra þig og þú heldur að breyti öllu, láttu vaða sjálfur í það sem þú vilt að sé
framkvæmt, þá finnurðu að þú hefur miklu meiri yfirburði en þú gerir þér grein fyr-
ir, en þú sérð ekki þann kraft nema þú standir upp og gerir hlutina sjálfur!
Haustið er að gefa þér besta tímann því þú ert að fá mikinn kraft til að fljúga yfir
erfiðleikana og þegar þú klárar þetta ár sérðu svo sannarlega að þetta var þinn tími
til að framkvæma, breyta og bæta. Þótt það sé viss sorg í hjarta þínu út af atviki
sem gerðist á þessu ári mun tíminn hjálpa þér að sigrast á þessum erfiðleikum.
Þú átt það til að gera of miklar kröfur til þín, þótt þú gefir allt sem þú getur og virkar
svo sterkur ertu með svo lítið hjarta sem grætur þegar enginn sér, svo að skilaboðin
sem ég vil senda þér eru að þú gefir lífinu lit og takir áhættu.
Ekki of miklar kröfur
KRABBINN | 21. JÚNÍ 20. JÚLÍ
Elsku tvíburinn minn, þú vilt allt of oft gera þá kröfu við sjálfan þig að hafa allt
á hreinu svo enginn hafi neitt á þig. Auðvitað er lífið ekki sanngjarnt, en þetta er bara í raun og
veru hvaða afstöðu tekur þú gagnvart erfiðleikum eða fólki sem er að hindra þig? Það er ekki
vandamálið sem mun drepa þig, heldur sú afstaða sem þú tekur gagnvart því, svo hugsaðu upp á
nýtt.
Þú skalt hafa það eins rólegt og þú mögulega getur næstu daga eða jafnvel næstu vikur, það er
verið að byggja þig upp og efla þig bæði á líkama og sál. Þú ert með afbrigðum greindur og leik-
andi sterkur að koma fyrir þig orði svo að margir eiga það til að særast, þó að það sé alls ekki það
sem þú meintir með orðum þínum og að vera dómharður er nokkuð sem þú átt alls ekki að temja
þér.
Það er að koma falleg orka inn í áruna þína, þú verður sveigjanlegri og ljúfari gagnvart sjálfum
þér og öðrum, verður svo diplómatískur í samskiptum svo að fólkið sem ferðast með þér í gegnum
lífið hugsar að það sé ekki til hlýrri eða traustari manneskja.
Núna er að renna upp fyrir þér ljós og þú sérð það er tilgangur með öllu amstrinu sem þú ert
búinn að ganga í gegnum og þú ert að fara inn í andlega friðarpásu sem á eftir að gera þér svo
gott.
Í lok september er eins og þú sért að fá fullt af gjöfum sem í raun og veru er langt síðan þú
áttir að fá, en núna er tíminn. Þú átt eftir að horfast í augu við það sem er að pirra þig og svo
sannarlega vinna í lausnum, þú finnur lausn á öllu og hefur yfirburðastöðu í þessu tafli en þú
þarft samt að vera á tánum og þora að tefla fram þínu besta.
Í andlega friðarpásu
TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ
Elsku fiskurinn minn, ég hitti nokkrar konur um daginn og þær sögðu við
mig það skini út úr fiskaspánni að ég hlyti að elska ótrúlega marga sem hefðu fæðst á þessum
tíma. Ég fór aðeins að spekúlera í þessu að ég get sagt með sanni að ég hef aldrei hitt leið-
inlegan fisk!
Þú þarft að gera þér grein fyrir því að þótt þú sért flögrandi týpa ertu gerður úr stáli og
sterkari en allt, þú ert að koma inn á það tímabil þar sem þú munt sýna þinn innri mann og
sanna fyrir öðrum að þú ert kletturinn.
Þú ert líka að leyfa þér að tengjast sterkari tilfinningaböndum og opna þig og það er með
ólíkindum hversu margir geta verið undir væng þínum. Þú átt eftir að vera í essinu þínu þeg-
ar líður á veturinn og straumar þínir og kraftar munu margfaldast og bjarga þér úr þessari
þreytu sem hefur verið að naga þig undanfarið.
Þú elskar fólk og að fá að vera í friði, þegar þú nærð réttri blöndu í þessum tilfinningum
eflist orka þín. Það er einhver efi að berja þig í ástinni eða í tengslum við þá sem standa
hjarta þínu næst, ekki næra efann og ekki hugsa of mikið í þá áttina, því allt fer vel.
Það eru ótrúlegustu hlutir að koma upp á yfirborðið og sannleikurinn er þar sterkastur, í
þeim tengslum þarftu að setja þig í spor annarra og hugsa út frá því og þótt einhver setji út á
þig og hristi líf þitt skaltu hafa þann kraft hjá þér að kalla alls ekki yfir þig vonleysi, skalt
bara í spýta í lófana, þá gefur lífið þér kraftaverk.
Það er gott og mikið uppgjör í spilunum og heppnin mun elta þig, ekki vera óþolinmóður,
þá minnkarðu fókusinn á aðalatriðin, því þar sem fókusinn er, þar er lífið.
Gott uppgjör í vændum
FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS
Líf þitt verður
ótrúlegt ævintýri.